Alþýðublaðið - 28.08.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 28.08.1920, Blaðsíða 4
4 A[L ÞYÐUBLAÐIÐ Es. Bor » fer til Reykjarfjarðar, máske til Akureyrar, Seyðis- fjarðar og Svíþjóðar. Skipið tekur póst á þessa staði, en flutning aðeins til Reykjarfjarðar. H.f. Eimskipafélag- íslands. Dren siðprúðan og áreiðanlegan, vantar til að bera Alþýðublaðið til kaupenda. Söngfélagið ,Bragi4 heldur fund og æfingu í Alþýðuhúsinu sunnudaginm 29. þ. m. kl. 3 e. h. Allir mæti stundvíslega. Stjórnin. Xeli konnngnr. Eitir Vpton Sinclair. Fjórða bók: Erfðaskrá Kola konungs. (Frh.). Hallur hafði af biöðunum feng- ið þá flugu í hötuðið, að verka- mannaleiðtogi væri uppstökkur og ferðaðist um þrunginn æsing'i og hamaðist á verkamönnunum að hefja verkfall. En hér kom hið gagnstæða í ljós. Það var Hallur, sem komið hafði iuilur eldmóði, reiðubúinn að láta til skarar skríða, en verklýðsforingjarnir tveir höfðu kælt í honum blóðið. Hér sátu þeir, kaldir og rólegir, og dæmdu verkamennina í Norðurdalnum. Niður í stóru fangakleíana með þá afturi Jim Moylan var sjálfur ungur og sá vonbrigði Halls. „Þú mátt ekki misskilja okkur“, sagði hann. „Þetta er óttalegt — voðalegt — en við megnum ekki að hjálpa. Okkar verk er að tryggja félags- skapinn, og við vitum það, að ef við styrktum alt, sem lítur út sem verkfall, værum við komnir á höf- uðið áður en árið væri Iiðið. Þú getur enga hugmynd gert þér um það, hve oft það skeður — varla líður svo mánuður, að eg verði ekki að fara af stað til þess að koma slíku í lag. Verkalýðurinn verður að þola meira en hann getur risið undir, og svo brýzt hann út og gerir okkur orð, að hann vilji ganga í sambandið. Við segjum þeim, að okkur þyki vænt um að taka þá inn, en við getum ekki í bili veitt þeim fjárstyrk — þá segja þeir okkur að fara í fjandans rass, að við séum blóð- sugur og orangarar, við tökum fé verkamannanna, en þegar þá hendi eitthvað ilt, þá snúum við við þeim bakinu". Jú, eg skil það“, sagði Hallur, „en eg hélt í þessu falli, rétt eftir námuslys, þar sem lýðurinn er svo æstur —" írinn brosti hryggur í bragði. „Þú ert víst nýliði", sagði hann. „Ef námuslys væri nóg til þess að vinna verkfall, þá væri þjörninn unninn. í Barels, nokkuru neðar í dalnum, hafa slðastliðið ar orðið þrjár námusprengingar, og 500 manns hafa farist". Hallur fór að sjá það, hve þekk- ingarskortur hans á málinu hafði haldið lokuðum augum hans. Hon- um fór Iíka að skiljast, hvað lof- orðið, sem hann hafði gefið ves- lingunum upp frá, gat riðið honum á miklu. Hann mundi.'hafa þörf fyrir eldmóð sinn alloft. Hann mundi þurfa að halda á viti og þolinmæði og aga og erfiði og námi árumisamanl Hallur varð að beygja sig fyrir hinum reyndari mönnum. Verka- mennirnir urðu aftur að ganga til vinnu sinnar og hann gat vel farið til Western City til þess að finna föður sinn. Honum varð Iéttara við þessa hugsun, en svo datt honum vón- brigði og örvænting verkamann- anna í Norðurdalnum í hug, og þá kvað við í samvizku hans: „Nei, nei, það afber eg ekkil" Hann hugsaði til Cartwrights og Alec Stones og sá hæðni og sig- ursvipinn á þeim. Hann sá skorp- ið, græðgilegt smetti Péturs gamla, sem æpti á prósentur. Og hrollur fór um Hall af bræði. „Hvað á að segja verkmönnun- um?“ hrópaði hann. „Þú getur ekki sagt þeim annað en það, sém við höfum sagt þér. Þeir verða að taka aftur til vinnu, en reyna að halda lífinu sem bezt þeir geta í verkamannafélaginu". Teðrið í mergnn. Vestm.eyjar . . . A, hiti 7,2- Reykjavík .... A, hiti 6,0. ísafjörður .... logn, hiti 3,6- Akureyri .... s, hiti 5,5- Grfmsstaðir . . . s, hiti 6,5- Seyðisíjörður . . logn, hiti 6,2. Þórsh., Færeyjar NV, hiti 7.2. Stóru stafirnir merkja áttina. Loftvægishæð um Færeyjar; loftvog byrjuð að falla á Vestur- landi, stöðug annarsstaðar. Útlit fyrir snarpa suðaustlæga átt á Suðurl., suðlæga átt á Norðurl. Saltkjöt, í smásölu og stórkaupum, ódýrast í Kaupfélagi Reykjavíkur, Gamla bankanum. Ritstjón og ðbyrgðarmaðnr: Ólafnr Friðriksson. Prentsmiðjan Gntenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.