Alþýðublaðið - 28.08.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 28.08.1920, Blaðsíða 1
Alþýðublaðið Greíið tit af Alþýðuflokkimm. 1920 Laugardaginn 28. ágúst. 196. tölubl. Hver stjórnar lslandi? Fiskhringurinn eða Iandsstjórnin? með óþreyju að fá að sjá hvort það er sú stjórn sem þingið hefir sett sem ræður, eða hvort það er fiskhringurinn sem í raun og veru stjórnar íslandi. Það er óþarfi að fara mörgum orðum um það, hvern skaða Iands- menn bíða af peningakreppu þeirri er nú stendur. — Aukin dýrtíð í iandinu er afleiðingin, og við hvern dag er líður vex erlendis upphæð skulda þeirra, sem fallnar eru í gjalddaga og kaupmenn eiga að borga. En afleiðing af því, að þeir geta ekki borgað, hlýtur óhjá- hvæmilega að verða lánstrausts- missir erlendis, en því meira sem lánstraust einstakra kaupmanna þverrar, því meira eykst auðvitað peningakreppan. Það er því mjög áríðandi að tekið sé sem fyrst föstum tökum, til þess að ráða fram úr kreppunni. En alt skraf, li'kt og það sem ráðherrarnir tveir láta birta eftir sig í síðustu Lögréttu, um að við eigum fyrirliggjandi ísl. vörur fyrir 50 milj. króna, en skulduin ekki nema 25 milj. kr., er skraf út í Softið, á þessu stigi málsins, því allir vita að við eigum fyrir skuld- Það er handbært fé í útlönd- utn sem okkur vantar, og það er Undsstjórnarinnar að ráða fram úr því, hvernig við eigum að fá það, °g ráða frsm úr því strax. Það hefir áður verið minst á það hér í blaðinu, að stjórnin þyrfti að reyna að útvega lán er- ^ndis, en hvort sem það tekst eða ekki, þá er nauðsynlegt að ^eozku afurðirnar (og þá fyrst og ífemst fiskurinn) séu seldar eins ^jótt og hægt er, en það er ber- s3mi!egt, að það er aðeins hægt gera með því móti, að salan Se tekin úr höndum eigenda vör- Usit!ar og sett undir sérstaka nefnd, ^Paða af hinu opinbera; en í nefnd má enginn fiskhrings- eiga sæti, og enginn sem 'r ^dir áhrifum frá íslandsbanka (en það er eðlilega svo að segja hver maður sem þar er skuldugur). AUar ráðstafanir til þess að bæta úr peningakreppunni eru kák, þar til búið er að koma á þessari fyrstu og sjálfsögðustu ráðstöfun. Það er bersýnilegt, að t. d. hagur fiiskhringsmannanna annarsvegar og hinsvegar hagur allra annara kaupsýslumanna og alls aimenn- ings geta hér ekki farið saman. Hagur fiskhringsmannanna er í því falinn, að fá sem mest fyrir vöru þá er þeir eiga, án tillits til þess, hvað Iengi þeir halda lánsfé því, er nú stendur í fiski þeirra. En hagur almennings og hagur allra annara kaupsýslumanna en þeirra, sem eru í fiskhringnum, krefur að fiskurinn sé seldur jafn- ótt og boð fæst í hann, sem svar- ar til framleiðslukostnaðar hans nii (án tillits til hvað fiskhrings- mennirnlr hafa gefið fyrir hann) og ef peningakreppan heldur lengi áfram, getur svo farið, að peninga- neyðin krefjist þess, að fiskurinn sé seldur undir því verði sem nú er framleiðslukostnaður. Vitanlega er við öfluga að etja, fyrir landsstjórnina, þar eð fisk- hringsmennirnir, þó fáir séu, eru nokkrir af helstu auðmönnum landsins, en þeir aftur studdir af íslandsbanka, að svo miklu leyti sem stuðningur getur verið að banka með bankastjórum, sem auglýstir hafa verið vísvitandi ósannindamenn um fjárhag bank- ands, svo sem nú ér kunnugt orðið um bankastjórana í íslands- banka. En samt mun þetta ekki vera erfiðara fyrir landsstjórnina en það ætti að vera að þora ekki að gera rétt, þó auðugir séu í móti, og skal landsstjórnin vita, að almenningur bíður þess nú Bæft ör peDingárepnni? Ólafur Friðriksson fékk vinar- orð frá íslandsbanka í gær, fimnt stefnur til sáttanefndar. í einni þeirra er ekki tekið fram, hvað stórrar upphæðar bankinn gerir kröfu til í skaðabætur fyrir að þurfa að heyra sannleikann, en f hinum er farið fram á 100 þús. kr. skaðabætur í hverri, eða samtals 400 þús. kr., auk málskostnaðar. íslandsbanki er svo sem ekki í vandræðum með, hvernig hann. eigi að komast úr kreppunni! — En skyldi hann ekki ætla að lána þessar 400 þús. kr. til fiskbrasks? Sýning Rikarðs. Þrjár lágmyndir eru á sýningu Ríkarðs, sem kærkomnar munu verða almenningi, því af þeim geta menn fengið smærri myndir úr eiri eða „kalipasta". Hallgrímsmyndin er gerð að mestu eftir gömlu málverki af Hailgrími, sem farið er mjög að láta á sjá;J má óhætt segja, að mynd þessi sje sú bezta, sem enn hefir sést af þessu frægasta sáima- skáldi voru, og mun mörgum það gieðiefni að geta nú fengið þessa mynd í staðinn fyrir hina ófull- komnu og stirðlegu mynd, sem hingað til hefir verið til af skáldinu. Jónasarmyndin er og gersemi, og miklu eðlilegri en sú mynd, er hingað til hefir verið til af náttúruskáldinu mikla. Þar er ágæt tækifærisgjöf. Myndin af Sveinbirni tónskáidi - er og vangamynd og svo lík, að

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.