Morgunblaðið - 18.05.1979, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 18.05.1979, Qupperneq 1
32 SÍÐUR 111. tbl. 60. árg. FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Orlov úr haldi? Lundúnum. 17. maí. AP. „ÞAÐ eina sem ég get sagt. er að ég á von á að sovésk yfirvöld muni sleppa Yuri Orlov úr haldi eftir að SALT 2 samkomu- lagið verður undirritað,“ sagði John McDonald, brezkur lög- fræðingur, en Orlov bað hann að verja sig í réttarhöldunum. Yuri Orlov var settur á bak við lás og slá vegna baráttu sinnar fyrir því að Helsiki-sam- komulagið væri virt af sovésk- um yfirvöldum. í maí í fyrra var Orlov dæmdur í fimm ára þrælkunarbúðavinnu. Yuri Orlov ar handtekinn í febrúar 1977. „Að því er ég bezt fæ séð, þá eru þeir Orlov og Anatoly Scharansky agn Brezhnevs til að fá fram meiri eftirgjöf af hálfu Bandaríkjamanna áður en SALT að honum verði sleppt úr þrælkunarbúðum? 2 samkomulagið verður undirrit- að,“ sagði McDonald í Lundún- um. Þá sagðist McDonald ætla að taka að sér baráttu fyrir Nicalu Dascalu, rúmenskan andófsmann, sem nú er í haldi ásamt komu sinni vegna baráttu þeirra fyrir því að Helsinki-sam- komulagið verði virt. 40 þúsund konur hylltu Khomeini á afmæli harts Pílagrímsferð til Mekka í verðlaun handa væntanlegum keisaramorðingja Teheran, 17. mal. AP. Reuter. VAXANDI ólga og ókyrrð virðist vera víða úti um landsbyggðina í íran og magnast óðfluga eftir að ríkisstjórnin hefur nú sýnt lit enn einu sinni á því að hefta ^völd byltingarráð- anna. í Teheran var þó allt með kyrrum kjörum og þar var minnzt 79 ára afmælis Khomeinis erki- klerks. Efnt var til fjölda- fundar og komu þangað um 40 þús manns, konur í meirhluta, og var við háskólann í Teheran flutt ur boðskapur hans. Efni ræðu hans var einkum árás og ganrýni á keisar- ann en fréttaskýrendur vekja athygli á að hann hafi nánast ekkert reynt að skýra fyrir fólki fram- tíðarhorfur og almenna stöðu þjóðmála. Konur, klæddar skikkjum, voru á verði á fundinum, og báru margar labbrabbtæki og jafnvel byssur til að hafa heimil á óróaseggjum ef reynt yrði að hleypa upp fundinum. Khomeini sagði að í stjórnartíð keisara hefði umfram allt verið reynt að spilla hugarfari kvenna og villa þeim sýn. Keisarinn hefði staðið fyrir byggingu gleðikvenna- búra í nafni framfara og frelsis. Keisarinn hefði á allan hátt haft dýrslega og sjúklega afstöðu til kvenna, en nú væri allt orðið með öðrum brag og hann vænti þess að íranskar konur þekktu sinn .vitjunartíma og skildu hvað þeim væri fyrir beztu og sæktust ekki eftur að auglýsa kynþokka sinn eins og þær hefðu gert á keisara- tímanum. Olíusala í Rotterdam undir strangt eftírKt? BrlisHol. 17. maí. Reuter Orkuráðherrar ríkja Efnahagsbandalagsins (EBE) komu saman til funda í dag til að ræða ástand og horíur í olíumál- um og munu þeir m.a. taka ákvörðun um hvort hrinda skuli í framkvæmd áætlun er gerir ráð fyrir því að olíumarkaðurinn í Rotter- dam verði settur undir strangt eftirlit, og að þak verði sett á olíuverð þar. Markaðurinn í Rotterdam hefur starfað alveg frjálst og óhindrað og hefur verð á olíu þar hækkað verulega upp á síðkastið. I síðustu viku fór verðið á tunnu af olíu þar upp í 30 Bandaríkjadali, en hið opinbera verð olíuframleiðsluríkja er 14,15 dollarar. EBE hefur verið andsnúið frjálsri starfsemi á markaðnum og borið það fyrir sig að gangur mála þar sé óhag- kvæmur fyrir alla aðila og geti leitt til þess að olíuframleiðsluríki hækki verð sitt enn frekar. Hollendingar hafa lýst sig fylgjandi tillögum sem Frakkar hafa lagt fram um eftirlit á markðinum. I tillögum er m.a. gert ráð fyrir því að leyfi þurfi til olíusölu á markaðinum í Rotter- dam, og að bannað verði í milli- ríkjasamningum um olíukaup að miða við verðlag á markaðinum í Rotterdam til að draga úr þeim sálrænu áhrifum sem markaður- inn hefur haft. Areiðanlegar heimildir hermdu að helztu olíuframleiðsluríki væru hlynnt ströngu eftirliti á markaðinum í Rotterdam þar eð þau teldu að vestræn olíufyrirtæki græddu óeðlilega mikið eins og málin gengju þar fyrir sig nú. Vestur-Þjóðverjar munu hafa lýst því á fundinum að engin ástæða væri til að setja markaðinn í Rotterdam undir strangt eftirlit þar sem olíufyrirtækin flyttu þá aðeins starfsemi sína þar um set. íranska blaðamannafélagið lét í dag frá sér fara orðsendingu til Khomeinis þar sem segir að orð- stír byltingarinnar sé í hættu vegna þess hver sé staða blaðanna í Iran og nauðsynlegt sé fyrir framgang byltingarinnar að leyft verði að stunda frjálsa blaða- mennsku í landinu. Maður nokkur sem er eigandi blaðs í Qom auglýsir í dag í blaði sínu að hann muni veita væntan- legum morðingja keisarans vegleg verðlaun: boðsferð til hinnar heilögu borgar Mekka. Sló í brýnu milli Begins og Weizmans ÞAÐ fer ekki á milli mála að þeir stefna á Viðey lóðsbátarnir Haki og Nóri og það er eins og Viðeyjarstofa sé að kíkja eftir þeim yfir höfðann í lognkyrru. En mannskapurinn um borð var ekki á þeim nótunum að spranga um velli Viðeyjar, þeir voru að prófa olíugildrur til þess að vera við öllu búnir ef eitthvað af þeirri ætt rákaði Sundin blá. Ljósmmynd Mbl. Kristján. Jerúsalem. Kairó. 17. maí. AP. Reuter. í BRÝNU sló í dag milli Weiz- mans varnarmálaráðherra og Begins forsætisráðherra ísraels og óskaði Weizman eftir þvf að vera leystur undan því að sitja í samninganefnd þeirri sem mun hefja viðræður við Egypta hinn 30 slösudust í sprengingu Sassari. 17. maí. Reutcr. EINN maður lézt og að minnsta kosti þrjátíu slösuðust þegar ægileg gassprenging varð í Sassari á Sardiniu í kvöld. Fyrst var talið að um skemmdarverk væri að ræða en svo var ekki. Gashylki í tóbaksbúð á aðaltorgi bæjarins sprakk þegar mikill fjöldi manna var þar á ferli._ 25. maí um framtíðarskipan mála á Vesturbakkanum og á Gaza- svæðinu. Begin forsætisráðherra mun hafa fallizt á að leggja ósk Weizmans undir rfkisstjórnar- fund og verður að Ifkindum greint frá þvf á morgun hvern endi málið fær að sinni. Fréttaskýrendur segja að þessar væntanlegu samningaviðræður gætu orðið langtum erfiðari en ella ef Weizman neitar að taka þátt í þeim, þar sem Egyptar telja að afstaða hans, snöggtum hóf- samari og að sumra mati raun- særri en Begins, gæti fleytt mál- um áfram sem ella myndu fljót- lega steyta á skeri. I Kairó sagði Sadat Egypta- landsforseti í dag að hann sæi enga ástæðu til að hafa fulltrúa Palestínumanna með í viðræðum ísraela og Egypta um sjálfsfor- ræði Palestínumanna. Castro 1 Mexico í fyrsta skipti í 23 ár Cozumel, Mexleo. 17. ma(. AP. Reuter. FIDEL Castro, forseti Kúbu kom til Mexico í dag, nánar til tekið eynnar Cozumel, og er það f fyrsta skipti í tuttugu og þrjú ár að hann stfgur fæti sfnum á mexicanskt land. Það er ekki ýkja langt frá þeim stað sem Castro lagði upp frá er hann hóf bylt- ingarundirbúning sinn árið 1956. Forseti Mexico Lopez Portillo tók á móti Castro á flugvellinum og þar voru einnig nokkur þúsund borgarar sem fögnuðu Kúbu- forseta og veifuðu fánum og spjöldum þar sem hann var hyllt- ur. Mikill og öflugur vopnaður öryggisvörður var við komu Castros til Cozumel og í föruneyti Castros voru 20 sérstaklega þjálf- aðir öryggisverðir. Auk þess eru með honum ýmsir háttsettir menn úr stjórn hans, þar á meðal Rafel Roderigvez aðstoðarforseti og fleiri ráðherrar. Castro og Portillo munu meðal annars ræða um að auka útflutning á rommi til Mexico, kaup á olíu tii Kúbu, fiskveiðimál og ýtnislegt sem lýtur að málefnum Mið-Ameríku. Castro sagði við komuna að hann kæmi til að styrkja vináttubönd þjóðanna tveggja, og það væri honum mikil gleði að koma í eigin persónu þeirra erinda að bera mexicönsku þjóðinni kveðjur sínar og þjóðar sinnar. Svaraði Mexicoforseti í sama dúr og sagði: „Fyrir meira en tuttugu árum yfirgáfuð þér þetta land í leit að því sem þér leituðuð fyrir þjóð yðar og lögðuð þá allt undir og snúið nú hingað á ný forseti." Castro verður tvo daga í Cozumel.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.