Morgunblaðið - 18.05.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.05.1979, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MAI 1979 Óttast að atvinnu- ástand skólafólks verði verra í ár en á síðastliðnu sumri UM 150 námsmenn eru nú á skrá hjá Atvinnumiðlun námsmanna, en að þessaji miðlun standa Háskóli ís- lands, mennta- og fjöl- brautaskólar. Að sögn Benjamíns Bjartmarsson- ar starfsmanns Atvinnu- miðlunarinnar berast enn umsóknir um atvinnu, en hins vegar hafa ekki borizt nema 15 — 20 atvinnutilboð frá því að miðlunin tók til starfa síðastliðinn mánudag. — Við óttumst að ástandið með sumaratvinnu skólafólks verði enn verra í ár en það var í fyrra, sagði Benjamín. í fyrra leituðu um 370 manns til atvinnumiðlana þessara skóla, en þá voru starfandi fleiri Borgarfjörður eystri: Ekkert lát a otiðinni BorKarfirði eyntri 17. mal. SVO SEGJA mér fullorðnir Borg- firðingar, að þeir muni vart eftir svo miklum snjó í miðjum maí og nú er. Segja má að hvergi sjái í dökkan dfl og meðan ég rita þessi orð gengur hann á með dimmum éljum svo að ekkert lát virðist vera á þessari ótíð. Víða eru farin að sjást merki eftir hörku veður- farsins og er það sízt að furða. Hjá sumum bændum munu hey nú farin að minnka, en mér er sagt að í hreppnum séu til það mikil hey, að enginn þurfi að óttast algjört heyleysi, a.m.k. á næstunni. Fóðurbætir mun enn þá vera til vegna þess að hann var fluttur hingað á bíium þegar vegurinn til Héraðs var fær, en auðvitað klár- ast hann eins og annað ef heldur áfram sem horfir. Nú er sauðburður í fullum gangi og mun hann vera mesta vandamál bænda þegar allt fé er í húsum og hefur a.m.k. einn bóndi orðið að reka geldfé sitt suður á Víkur vegna húsleysis heima þótt köld og jarðlaus hljóti vistin að vera þar. Einnig hafa hestar verið reknir þangað á húslausan gaddinn. Rið- an hefur herjað sauðfé bænda og er mér tjáð að um 200 fjár hafi drepist úr henni í vetur nér í hreppnum. Sömu sögu er að segja frá sjávarsíðunni. Fyrst var það ísinn, sem varnaði sjómönnum þess að ýta á flot og síðan gæftaleysi, svo að nú hefur engin grásleppuveiði verið hér í vor, en hún hefur verið drjúgur tekjuliður sjómanna undanfarin vor. Þegar ég horfi út um gluggann minn sé ég vini okkar, skógarþröstinn og máríu- erluna, sem komin eru um langan veg heim til átthaganna. Nú eru þau hljóð og hnípin og vekja okkur ekki á morgnana með söng sínum. Ef ekki hlýnar á næstunni mun ávinningur þeirra með ferð sinni hingað til sumardvalar verða hungurdauði og gröf í köldum skafli. — Sverrir. 0 INNLENT en ein. Um 200 tókst að útvega vinnu í gegnum atvinnumiðlun, 100 björguðu sér sjálfir, en 70 fengu enga atvinnu. Mennta- og fjölbrautaskólum er flestum lokið nema hjá þeim, sem eru í stúdentsprófum, en síðustu prófin í HI á þessu sumri verða ekki tekin fyrr en í júnímánuði. Frá Atvinnumiðlun námsmanna í Félagsstofnun stúdenta. (Ljósm. Kristján). 90% íbúa Reykholtshrepps mótmæla frumvarpi um eignar- upptöku Deildartunguhvers FULLTRÚAR íbúa Reykholts- dalshrepps f Borgarfirði gengu í gær á fund Hjörleifs Guttorms- sonar iðnaðarráðherra og for- manna iðnaðarnefnda beggja deilda Aiþingis og afhentu þeim harðorð mótmæli íbúa hreppsins vegna framkomins lagafrum- varps á Alþingi um eignarnám Deildartunguhvcrs til handa Ilitaveitu Akraness og Borgar- fjarðar. í mótmælaskjalinu segir m.a.: „Við undirritaðir íbúðar í Reyk- holtsdalshreppi mótmælum harð- lega fram komnu lagafrumvarpi á Alþingi um eignarnám á Deildar- tunguhver, ásamt spildu úr landi jarðarinnar Deildartungu, til afhendingar Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar. Teljum við óþol- andi gerræði af hálfu ríkisvalds- ins, að taka með valdboði lang- verðmætustu eign sveitarfélagsins og afhenda öðrum sveitarfélögum til eignar og umráða um alla framtíð. Þó Reykholtsdalshreppur og íbúar hans hafi ekki enn sem komið er aðstöðu til að notfæra sér þessa eign til fulls, þá teljum við fráleitt að aðstandendur „Hitaveitu Akraness og Borgar- fjarðar" hafi ekki í krafti fjár- magns, fjölmennis, og með til- styrk ríkisvalds, siðferðislegan né lagalegan rétt til að svæla undir sig eign, sem tilheyrir Reykholts- dalshreppi og getur, þegar fram líða stundir orðið undirstaða at- vinnulífs og lífsafkomu í uppsveit- um héraðsins og stöðvað flótta ungs fólks á mölina. Lágmarkskrafa okkar er, að í I ■•r«k»lM<alaftr*»< “ u...... i« larr»rfj*ra*r' (Ul). T*)JU »*• tuuui prrWl «f rllunil.lu. i ,<»UI Iw.'W-o ^iurf******- •« *r'*“* lopu til •i|Mr Ot » •)*• rrwtia >• l.jt»llt«»™tf<' •« l*4** h*fl **“' *“ stað eignarnám komi leigunám til 25—30 ára á ákveðnu vatnsmagni, en ráðstöfunarréttur sé jafnan í hendi sveitarstjórnar Reykholts- dalshrepps. Skorum við því á ríkisstjórn og Alþingi að draga þetta frumvarp til baka, eða breyta því á þann veg að hreppsbúar megi við una, og neyðist ekki til að verja hendur sínar að hætti Mývetninga." Einn fulltrúi Reykholtsdals- manna Bjarni Guðráðsson, for- maður Búnaðarsambands Borgar- fjarðar, sagði í samtali við Mbl. að um 90% allra hreppsbúa yfir 18 ára aldri hefðu skrifað undir mótmælin, sem væri fyrst og fremst beint gegn 3. grein frum- varpsins um afhendingu, eins og kemur fram í mótmælunum. Hvad geta börn og unglingar gert í sumar? Kynnisferð í sveit og reiðskóli Æskulýðsráð Reykjavíkur og Samband sunnlenskra kvenna fer með börn á aldrinum 10—12 ára í kynnisferð í Ölfus og Grafning fyrrihluta júnfmánað- ar. Ferðin mun taka 3 daga og verður dvalið á sveitaheimilum. Dvölin þar er ókeypis en þátt- takendur skuldbinda sig til að veita jafnöldrum úr sveitinni fyrirgreiðslu í Reykjavík. Far- gjaldið verður um 4000 krónur en hámarksfjöldi þeirra sem ferðina fara er 40 börn. Innrit- un fer fram á Fríkirkjuvegi 11 frá 1. maí. Reiðskóli verður starfræktur í Saltvík á vegum æskulýðsráðs Reykjavíkur og Hestamanna- félagsins Fáks. Námskeiðið er fyrir börn á aldrinum 8—14 ára og er þátttökugjaldið 25.000 krón- ur. Námskeiðin verða sem hér segir: 5. júní til 15. júní, 18. júní til 29. júní, 2. júlí til 13. júlí, 16. júlí til 27. júlí, 30. júlí til 10. ágúst og 13. ágúst til 24. ágúst. Há- marksfjöldi á hverju námskeiði eru 60 nemendur. Hver hópur sem þátt tekur í námskeiðinu hverju sinni fer frá Reykjavík kl. 8.20. Skólinn er síðan starfræktur frá 9.00 til 16.00 í þrennu lagi og með matar- hléi. Komið er til Reykjavíkur aftur kl. 17.00 að kvöldi. Þeir hópar sem ekki verða við nám verða við leiki og aðra útivist á staðnum. Bíll sem fer í Saltvík stöðvast á eftirtöldum stöðum í Reykjavík: Við Fríkirkjuveg 11, við Hlemmtorg, á horni Miklu- brautar og Lönguhlíðar, við bið- skýli SVR á Miklubraut, við Stigahlíð, á horni Miklubrautar og Háaleitisbrautar, á horni Réttarholtsvegar og Miklubraut- ar, á horni Bústaðávegar og Réttarholtsvegar, við Fáksheim- ilið, á horni Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar og við Smá- lönd. Innritun í reiðskólann fer fram á Fríkirkjuvegi 11 frá 1. maí. Frá reiðskólanum í Saltvfk Siglingar í Nauthólsvík ÆSKULÝÐSRÁÐ Reykjavíkur mun eins og undanfarin ár bjóða upp á siglingar f Naut- hólsvík fyrir börn og unglinga fædd 1967-1970. Námskeið í siglingum verða 10,6 byrjenda- námskeið og 4 framhaldsnám- skeið. Hámarksfjöldi á hverju námskeiði er 20 nemendur. Byrjendanámskeiðin verða sem hér segir: 28. maf til 8. júní, 11. ’ júní til 22. júní, 25. júní til 6. júlí, 23. júlf til 3. ágúst og 7. ágúst til 17. ágúst. Námskeið þessi verða í Nauthólsvík 5 daga f viku (frá mánudegi til föstudags). Kennd verður meðferð og sigling á seglbátum, einfaldar siglingareglur, varúð og viðbrögð við óhöppum á sjó og umhirða búnaðar. Þátttöku- 4 '^Í'yJS, /• “ f; I f V.. 10, gjald námskeiðsins er 5000 krónur. Framhaldsnámskeiðin verða fjögur, 5. júní til 15. júní, 18. júní til 29. júní, 2. júlí til 13. júlí og 16. júlí til 27. júlí. Framhalds- námskeiðin verða einnig 5 daga vikunnar og eru ætluð fyrir þá sem kunna eitthvað í meðferð seglbáta og hafa t.d. verið á byrjendanámskeiðum s.l. ár. Gjald fyrir þetta námskeið er 6000 krónur. Innritun í bæði námskeiðin fer fram á Frikirkjuvegi 11 frá 1. maí. Mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga er Siglingaklúbburinn í Nauthóls- vík öllum opinn frá kl. 17.00 til 19.00. Auk þess eru æfinga- keppnir á fimmtudögum frá kl. 19.00 til 22.00. Siglingaklúbbur- inn er einnig opinn á laugardög- um í maí. Gjald fyrir þátttöku í starfsemi klúbbsins er 300 krónur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.