Morgunblaðið - 18.05.1979, Page 22

Morgunblaðið - 18.05.1979, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 1979 Sigríður Eggertsdótt- ir — Minningarorð Fædd 29. marz 1910 Dáin 10. maf 1979 »Svo örstutt er bil milli blíöu ofc élH, ok bruicöÍHt xetur lániö Irá moricni tii kveidH.*4 (M. Joch.) Við svo skyndilegt fráfall vin- konu okkar, Sigríðar Eggertsdótt- ur, er eins og dragi fyrir sólu og skuggi færist yfir hugi okkar, er hana þekktu. Minningarnar koma fram í hug- ann frá liðnum dögum á götunni okkar, en Sísí mun ávallt skipa stærstan sess í æskuminningum mínum, sú sem ávallt var til staðar og leita mátti til. Aldrei verður gatan okkar söm aftur. Aldrei meir eigum við von á léttu spjalli yfir kaffibolla og aldrei meir fáum við notið léttrar kímni hennar og dillandi hláturs, en Sísí kom ávallt eins og sólar- geisli inn í húsið okkar. Aldrei meir þarf hún að hafa áhyggjur af að komast ekki leiðar sinnar gangandi, þar sem hún átti við fötlun að stríða á fæti frá barnæsku og var farin að há henni mikið hin síðari ár. En aldrei heyrðust æðruorð frá þessari vel skapi förnu konu. Börn hændust alla tíð að henni og dýravinur var hún mikill, og segir það best til um gott lunderni hennar. Að leiðarlokum er söknuður og þakklæti okkur efst í huga, er við sjáum á bak henni svo skyndilega. Þakklæti fyrir órofa vináttu í gegnum árin. En sárastur er söknuður nán- ustu skyldmenna. Ég vil með þessum orðum votta Óskari, Elsu og Eggert, tengda- börnum og barnabörnum, dýpstu samúð okkar á Bragagötu 25 og vitum að það er huggun harmi gegn að ljúfar minningar um einstaka konu munu lifa um ókomin ár og sefa sorgina í hjört- um þeirra. Blessuð sé minning Sigríðar Egg- ertsdóttur. E.Ó. Oft er það svo, þegar engill dauðans svífur yfir, að maður er viðbúinn og getur jafnvel glaðst við, þegar þannig stendur á, að hans hefur verið beðið. E" í annan stað getur helfregn komið manni svo á óvart, að maður standi gjörsamlega orðvana og flemtri sleginn. Þannig varð okkur við, þegar við fréttum andlát Sísíar. Það var svo sannarlega enginn viðbúinn í það skiptið. Við vissum þó, að hún gekk ekki heil til skógar, en hún heyrðist aldrei kvarta um eigin hagi, það var frekar, að aðrir kvörtuðu við hana, ef eitthvað var að. Sísí var fædd 29. mars árið 1910, og var því nýlega orðin 69 ára gömul, er hún lést, hinn 9. maí s.l. Það var erfitt að trúa því, að hún hefði öll þessi ár að baki, svo ungleg og falleg kona var hún. Okkur þótti alltaf gott að koma til þeirra, Óskars og hennar, í litla húsið á Bragagötunni. Þar voru allir velkomnir. Þær eru ófaar næturnar, sem við höf- um gist hjá þeim, og alltaf var þessi sama hjartahlýja, sem kom á móti manni, hvenær sem okkur bar að garði. Sísí var alveg einstök kona, á því er enginn vafi. Það er ekki hægt að ímynda sér annað en öllum sem til hennar þekktu þætti vænt um hana. Hún var líka alveg sérstök móðir og eiginkona. Eftirlifandi eiginmaður hennar er Óskar Bergsson, og áttu þau tvö börn, Elsu, sem gift er Jóni Ragnari Björgvinssyni, og Eggert, sem kvæntur er Rögnu Hall. Barnabörnin eru orðin 6, öll hin mannvænlegustu. Þeirra sökn- uður er sár, en þau eiga eflaust öll fagrar minningar um elskulega ömmu sína. Minningar eru líka það eina sem við getum átt með gleði, þegar ástvinir hverfa á brott úr þessu lífi, svo og vissan um endurfundi síðar meir. Við biðjum góðan Guð að styrkja Óskar og öll hin, sem nú eiga um sárt að binda. Megi hún fá góða heimkomu. Magga. Árni, Bergur, Gréta, Bergþóra. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Jakob segir í bréfi sínu, að við frelsumst fyrir trú og verk. Páll talar um, að við frelsumst af trúnni einni. Hvor hefur rétt fyrir sér? Þeir Páll og Jakob eru ekki í mótsögn hvor við annan. Páll segir, að maðurinn réttlætist fyrir Guði af trúnni einni saman. Jakob segir, að sönn trú komi fram í kristilegri breytni. Hin stórkostlega kenning um réttlætinguna af trúnni er höfuðkenning í Nýja testamentinu. í fjórða kapítula Rómverjabréfsins lesum við setningar eins og þessar: „Hinum þar á móti, sem ekki vinnur, en trúir á þann, sem réttlætir óguðlegan, verður trú hans reiknuð til réttlætis ... eins og líka Davíð lýsir þann mann sælan, sem Guð tilreiknar réttlæti án verka ... því að vér segjum: Trúin var Abraham til réttlætis reiknuð". I öllum þessum kapítula segir, að Guð tilreiknar réttlæti fyrir trú. Orðið réttlátur hefur verið útskýrt: „Eins og eg hefði aldrei syndgað". Þetta er réttmæt skýring. Jakob hvetur menn í sínu bréfi til þess að láta trúna koma fram í góðum verkum. Hann segir: „Eins og líkaminn er dauður án anda, eins og er og trúin dauð án verka". Jakob gerir skýran greinarmun á trú, sem er aðeins samþykki, og trú hjartans: „Þú trúir, að Guð sé einn. Þú gjörir vel, en illu andarnir trúa því líka og skelfast." Frelsandi trú er algjört traust á Jesú, að hann veitti okkur sáluhjálp. Það er einnig trú, sem kemur fram í umbreyttu lífi. Við þráum að vegsama Guð með breytni okkar. Minning—Þorgeir Stefán Jóhannsson Fæddur 25. mars 1932. Dáinn 13. maí 1979. Kallið er kumiA. komin er nú ntundin viðskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna. er sefur hér hinn sfösta blund. Þessar ljóðlínur komu í huga minn er ég fregnaði hið ótíma- bæra lát Geira vinar míns 13. þ.m., vinar míns sem sýnt hafði svo mikið þrek í veikindum undan- farinna mánaða. Þorgeir Stefán Jóhannsson var fæddur 25. mars 1932 að Tungu í Bakkagerði í Borgarfirði eystra og var því nýorðinn 47 ára gamall er hann lést. Foreldrar hans voru Jóhann Helgason bóndi að Ósi í Borgarfirði eystra og Bergrún Árnadóttir kona hans, sem látin eru fyrir nokkrum árum. Þorgeir var einn af 12 börnum þeirra hjóna sem á legg komust, en tvö systkina hans dóu mjög ung. Það má því geta nærri að stundum hefur verið þröngt í húsinu að Ósi og systkinunum þar því lærst ungum að taka til hendi. Þorgeir var aðeins 10 ára gam- all þegar hann var sendur í sveit að Dratthalastöðum í Hjalta- staðaþinghá og var hann þar á sumrum um margra ára skeið, við heyvinnu og önnur störf. Þegar aldur leyfði fór hann í brúarvinnu og gekk um tíma að allri algengri vinnu sem fáanleg var á þeim árum, enda var Geiri ekki gamall þegar ljóst var að hann var ekki eftirbátur annarra systkina sinna í dugnaði og þreki, enda munum t Eiginmaður minn og faöir okkar ÞÓRHALLUR KARLSSON, skipstjóri, Asgarösvegi 5, Húsavík, veröur jarösunginn frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 19. maí kl. 2. Hrefna Bjarnadóttir, bórn, tengdadœtur og barnabörn. við, sem vorum svo lánsöm að fá að verða honum samferða lengur eða skemur á lífsleið hans, ætíð minnast hans fyrir hjálpsemi hans, ósé'rhlífni og drengskap. Þorgeir lauk prófi frá Miðskóla Stykkishólms og 1953 frá Sam- vinnuskólanum. Hann lagði gjörva hönd á margt á sinni alitof stuttu ævi, enda virtist allt leika í hönd- um hans, jafnt í eldhúsinu sem í bílskúrnum. Stuttu eftir að hann útskrifaðist úr Samvinnuskólan- um réðst hann sem verslunar- stjóri hjá Kaupfélagi Suðurnesja í Keflavík og gegndi hann því starfi um nokkurra ára skeið. Þaðan réðst hann á skrifstofu Skipaút- gerðar ríkisins hér í Reykjavík og starfaði þar í fjögur ár. Þá var Skrugga frum- sýndi Orrustuna á Hálogalandi Þorgeir forstjóri Sælgætisgerðar í nokkur ár og nú síðast var hann verslunarstjóri í Rafbúð SÍS í Ármúla 3. Árið 1955 kvæntist Þorgeir eft- irlifandi konu sinni, Valgerði Magnúsdóttur, og eiga þau fjögur mannvænleg börn: Ellert Jón, f. 1.12.1956; Rögnu Rún, f. 16.9.1957; Jóhann Berg, f. 8.10. 1960 og Idu Guðrúni, f. 11.12. 1967. Ég var svo lánsamur að kynnast Vallý og Geira báðum á skólaári okkar Geira í Samvinnuskólanum og naut ég hans þá strax í mörgu, eins og svo oft síðar á lífsleiðinni, enda virtist Geiri vinur minn alltaf vera aflögufær og ekki síst af hlýhug og vináttu. Frændrækni var Þorgeiri mjög í blóð borin svo sem þeim systkinum öllum, langt umfram það sem algengt má telja, enda er gestrisni þeirra hjóna þekkt langt út fyrir þeirra nán- asta vina- og frændahóp. Við hjónin erum svo lánsöm að hafa verið heimilisvinir Vallýar og Geira um margra ára skeið. Þau bjuggu sér fallegt og gott heimili og voru þau hjónin alla tíð einstaklega samhent um að láta hinum mörgu gestum sínum, hvort sem voru af yngri eða eldri kynslóðinni, líða vel. Við hjónin vorum einnig svo lánsöm að eyða með þeim sumarfrísdögum okkar nokkrum sinnum og fyrir þetta allt erum við þakklát. Minning- arnar eru huggun okkar í sorginni enda af mörgu góðu að taka, en þess eins að sakna að hafa ekki borið gæfu tíl að eiga með Geira fleiri samverustundir. Vallý, mín, við hjónin sendum þér og börnunum ykkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Megi Guð styrkja ykkur og frændfólkið allt í sorg ykkar og hjálpa ykkur til að horfa fram á veginn. Reimar Charlcsson. LEIKFÉLAGIÐ Skrugga frumsýndi 21. apríl sl. í Voga- iandi. Króksfjarðarnesi, skopleikinn „Orrustan á Hálogalandi" eftir Schwarts o.fl. Leikstjóri er Guðríður Lillý Guðbjörnsdóttir. Leikendur, sem eru 10 talsins, eru þessir: Þórarinn Sveinsson, Margrét Ágústsdóttir, Daníel Jónsson, Ingibjörg Benediktsdóttir, Smári Baldvinsson, Sæbjörg Jónsdóttir, Hafliði Ólafsson, Halldóra Magnúsdóttir, Magnús Kristjánsson og Ólöf Snorradóttir. Sýningar í Vogalandi urðu tvær að þessu sinni, en fyrir- hugað er rr að fara með leik- inn í næstu sýslur þegar mestu önnum vegna sauð- burðar hjá leikurum lýkur, eins og segir í tilkynningu frá Skruggu. Myndin er úr leikritinu. t Þökkum auösýnda vináttu og samúö viö andlát og jaröarför systur okkar, mágkonu og frænku, SIGRÍDAR RÖGNU SESSILÍUSDÓTTUR Nönnufelli 1. Jóhanna Margrót Sessilíusdóttir Ágúst Sessilíusson Halldóra Kristjánsdóttir Helgi K. Sessilíusson Hallfríður Stefánsdóttir Kolbrún Hermannsdóttir og frændsystkini.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.