Morgunblaðið - 29.05.1979, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 1979
5
Njarðvíkurprestakall:
Sr. Þorvald-
ur var kjör-
inn lögmætri
kosningu
í GÆR voru talin atkvæði í
prestkosningu, sem fram fór í
Njarðvíkurprestakalli s.l.
fimmtudag.
Á kjörskrá voru 1070 og greiddu
628 atkvæði. Séra Þorvaldur Karl
Helgason, æskulýðsfulltrúi
þjóðkirkjunnar, var kjörinn
lögmætri kosningu. Hann hlaut
421 atkvæði en sr. Gylfi Jónsson,
sóknarprestur í Bjarnarnespresta-
kalli, hlaut 200 atkvæði. Auðir
seðlar voru 6 og einn seðill var
ógildur.
Sr. Þorvaldur Karl Helgason er
29 ára gamall, fæddur í Reykjavík
9. apríl 1950, sonur Gunnþóru
Kristmundsdóttur og Helga
Þorlákssonar skólastjóra. Hann
varð stúdent frá MH 1970 og lauk
cand. theol. prófi frá Háskóla
íslands 1974. Hann var ráðinn
farprestur þjóðkirkjunnar 1975 og
æskulýðsfulltrúi 1976. Kona
Þorvalds er Þóra Kristinsdóttir.
Vitni vantar
að árekstri
LAUGARDAGINN 26. maí um
klukkan 16.40 varð árekstur
milli Toyota-bifreiðar og
Trabant-bifreiðar á mótum
Háaleitisbrautar og Safamýrar.
Báðir ökumennirnir telja sig
hafa ekið á móti grænu ljósi og
þarf lögreglan því nauðsynlega
að ná tali af vitnum. Eru þau
beðin að gefa sig fram við
rannsóknardeild lögreglunnar í
Reykjavík í síma 21100.
Þing Landssambands sjálfstæðiskvenna:
Margrét Einarsdótt-
ir kjörin formaður
Landssamband sjálfstæðiskvenna hélt landsþing sitl
s.1. sunnudag. Var þingið haldið á Akranesi að þesse
sinni og sóttu þingið 100 konur. Gestur þingsins vai
Geir Hallgrímsson formaður Sjálfstæðisflokksins og
flutti hann ávarp. Þrjú framsöguerindi voru flutt og
voru þau helguð 50 ára afmæli flokksins.
Sigurlaug Bjarnadóttir, sem
gegnt hefur formennsku í Lands-
sambandinu s.l. fjögur ár, gekk úr
starfi formanns, skv. lögum sam-
bandsins. Formaður var kjörin
Margrét Einarsdóttir. Aðrar í
stjórn: Áslaug Friðriksdóttir,
Reykjavík, Ásthildur Pétursdóttir
Kópavogi, Elín Pálmadóttir
Reykjavík, Freyja Jónsdóttir
Akureyri, Halldóra Rafnar
Reykjavík, Helga Guðmundsdóttir
Hafnarfirði, Ingibjörg Johnsen
Yestmannaeyjum, Kristjana
Ágústsdóttir Búðardal, Margrét
Friðriksdóttir Keflavík, Marís
Haraldsdóttir Bolungarvík
Sigríður Guðvarðardóttir Sauðár-
króki, Sigríður Pétursdóttir ólafs-
völlum og Þóra Björk Kristins-
dóttir Akranesi.
Sigurlaugu Bjarnadóttur voru
þökkuð vel unnin störf í þágu
sambandsins. Sjálfstæðiskvenna-
félagið Báran Akranesi sá um
undirbúning þingsins og bauð
þingfulltrúum til kaffidrykkju í
eftirmiðdag.
Nánar verður greint frá störfum
þingsins síðar í Gangskararsíðu.
A
Sigurlaug Bjarnadóttir t.v. fráfarandi formaður og Margrét
Einarsdóttir núv. formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna.
Ljósm. F.P.
GRIKKLAND
M - VOULIAGMENI
Sindrandi sólskin, blámi himins og hafs, forn musteri, saga vestrænnar menningar,
„Taverna" meö ódýrum, góðum mat, hvers frekar getum viö óskaö í sumarleyfinu?
Allt Þetta bíður ykkar í VOULIAGMENI, besta baðstað
Grikklands í nágrenni Apenu.
Góðir gististaðir — íbúöir eða hótel — frábær fararstjórn.
Brottför 6. júní — uppselt —
Næsta ferö 27. júní.
Ferðaskrifstolan
Austurstræti 17,
símar 26611 — 20100.
UTSYN