Morgunblaðið - 29.05.1979, Side 12

Morgunblaðið - 29.05.1979, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 1979 Eiias Kristjánsson: Vegir að moldu skulu verða Þaö helsta í fréttum undanfarið er varðar veiíagerð eru málefni fyrirtaekisins Olíumöl h/f, en skuldir þess fyrirtækis munu nú vera yfir 1,1 milljarður. Fólk spyr að líkindum hvernig má þetta ske og eru það vissulega margir hlutir sem koma inn í þá hörmulegu mynd, en stærsti þátt- urinn fyrir þessari skuldasúpu er of djörf fjárfestingarstefna fyrir- tækisins í vélum og útbúnaði. Flón, segja sumir forstöðumenn og áhugamenn um stofnun og rekstur þessa fyrirtækis, en íhug- ull rannsóknardómur myndi segja að þeir hefðu verið í góðri trú, og vissulega voru forstöðumennirnir í góðri trú, en einfaldlega mis- reiknuðu tregðulögmálið í ís- lenskri stjórnmálasálfræði. Árið 1969 markaði gamla við- reisnarstjórnin, undir forystu Hellubóndans, gerbreytta vega- gerðarstefnu. Rætt var við Al- þjóðabankann og tjáði bankinn sig viljugan til að hjálpa Islendingum fjárhagslega til að koma á varan- legu vegakerfi, en krafðist þess að hlutlaus skýrsla yrði gerð um ástand vegamála og stefna yrði mörkuð fram í tímann. Heimsþekkt danskt fyrirtæki var fengið til þessa verks og voru niðurstöður þær helstar, að á milli 400—500 km þyldu enga bið að fá bundið slitlag, vegna viðhalds- kostnaðar, og samþykkti bankinn að efni sem olíumöl hentaði fyrir umferðarþunga á Islandi, sam- kvæmt góðri reynslu Svía og Norðmanna. Samkvæmt þessu hófust framkvæmdir og var lagð- ur mjög góður vegur að Selfossi og upp í Kotlafjörð. Framkvæmdum þessum lauk í árslok 1972. Snemma árs 1973 lá fyrir hönnun á vegi upp fyrir Tíðaskarð og útboðslýsingar tilbúnar á ensku, en sá háttur var hafður á, vegna þess að þessar framkvæmdir áttu að hafa þann möguleika að bjóð- ast út á alþjóðlegum verktaka- markaði. Áf Kjaiarnesfram- kvæmdum varð þó ekki, því um vorið kom í ljós, að vegauppbygg- ingarstefna Ingólfs Jónssonar hafði runnið sitt endaskeið. Vinstri stjórn var í landinu og þurfti að gera hlutina allt öðru- vísi. Hafist var handa við að byggja brýrnar yfir sandana. Góð framkvæmd á sína vísu, en sá galli var á að í dönsku skýrslunni var talið, að fyrst ætti að leggja bundið slitlag á 400—500 km til að minnka hinn gríðarlega viðhalds- kostnað, sem í raun er óviðráðan- legur og ekki ætti að ráðast í byggingu þessara brúa fyrr en því verki væri lokið, eða um það bil á árinu 1976. Og þegar Seðlabanka- stjóri og þáverandi vegamálastjóri fóru til Washington til að ræða áframhaldandi lántökur, var þeim óbeint sagt, að Alþjóðabankinn tæki ekki þátt í því að byggja minnisvarða fyrir stjórnmála- menn (Hannibal), jafnvel þótt á 1100 ára afmæli væri. Fjárskortur var of mikill til þess í vanþróuðu löndunum og skynsemi og arðsemi yrði að ráða. Frá þessum tíma hefur fé til nýbygginga og slitlaga farið hrað- minnkandi og annar minnisvarði, sem er Borgarfjarðarbrúin, hefur komið inn í myndina og seinkað þróuninni um mörg ár. Greinar- höfundur er þó á þeirri skoðun að Borgarfjarðarbrúin sé rökrétt framkvæmd, en ekki tímabær, svipað og brýrnar yfir Skeiðarár- sand. Árið 1973 á dánardægri vega- uppbyggingarstefnu viðreisnar- stjórnarinnar var fyrirtækið Olíu- möl h/f búið að fjárfesta í sinni þriðju olíumalarblöndunarstöð og olíuinnflutningsstöð í Hafnarfirði var að komast á framkvæmdastig. Voru því þar með örlög fyrirtækis- ins ráðin, því samtímis þessum miklu fjárfestingum sagði Alþingi við Vegagerð íslands, af moldu ertu komin, að moldu skaltu aftur verða. Föst rök og útreikningar verk- fræðinga Vegagerðarinnar bitu ekkert á alþingismenn og stjórn- málaflokka, þótt sýnt sé fram á að flestir vegir sem fá bundið slitlag skili u.þ.b. 40—60% arðsemi og sums staðar um og yfir 80%. Alþingismenn hafa í raun hagað sér gagnvart verkfræðingum VR eins og rauðir varðliðar í Kína gegn menntamönnum þar í landi í menningarbyltingunni á sínum tíma, með svipuðum afleiðingum en þó verri, því það tókst að reka varðliðana heim en íslenskir þing- menn eru aldrei stæltari en nú í að hindra skref fram á við. Varð þetta m.a. til þess að hraðbrauta- verkfræðingur no. 1 hjá VR fann sér starfsgrundvöll í Sudan og Mailí, en í Malí voru 1974 7500 km af varanlegum vegum og mikið framundan í vegagerð. Skýrsla samgönguráðherra um framkvæmd vegaáætlunar 1978 frá apríl 1979 er hrikalegt dæmi um það, hvernig ekki á að standa að vegagerð í landinu, því ótrúlega mikið er í húfi að nú sé strax hafið stórátak í gerð slitlaga, sem eftir- farandi dæmi mun sanna. I dæmi þessu er reiknað með að þegar komið er að það miklu viðhaldi á vegkafla, að þurfi að aka 15 cm lagi af unnu efni ofan á veginn, sé í staðinn ekið 10 cm lagi af unnu efni og síðan 5 cm lagi af olíumöl og kostnaður við að mala efni og aka því út í veg sé sá sami fyrir mulning og olíumöl. ____________ Kostnaður við vefíaKerð Dæmi tekið að efni sé unnið í Núpanámu 1978. 1000 m 5 cm Olíumöl 780 tonn 10 cm Heildarmagn = 1200 m3 ekið í veg. Mulningur = 2000 t á 1780 kr/tonn Ámokstur 200 t á 32 kr. t km á 20 t km Heflun, tippun Samtals 15 cm viðbót við malarveg Viðbótarkostnaður v/olíumalar Framleitt olíumalartonn í Núpanámu án steinefnis 4620 kr. pr. tonn x 780 t Útlögn olíumalar 45 kr. pr. m2 Samtals viðbótarkostnaður v/olíumalar Heildarkostnaður við 1 km sem endist í ca. 10 ár þjóðvega, miðað við hvern ekinn km í kjördæmunum: Kjördæmi Kr. pr. ekinn km Suðurland 7,8 Reykjanes 2,4 Vesturland 9,9 Vestfirðir 19,5 Norðurland vestra 10,1 Norðurland eystra 10,4 Austurland 14,5 Tafla þessi sannar að þar sem slitlög eru komin að nokkru leyti eða að hluta, er viðhaldið minnst. Hvers má vænta? Því maður verður að segja að horfurnar séu slæmar. Fulltrúi frá Framkvæmdastofnun kom á aðalfund Olíumalar h/f með 100 M. kr. tékk í hattinum, en ekki neinar framleiðslupantanir, sem er í raun staðfesting á því að fyrirtækið er viðurkennt sem hjálparvana öryrki á framfæri skattborgaranna og ekki eru nein kr. 3.560.000 kr. 120.000 kr. 1.280.000 kr. 240.000 kr. 5.200.000 kr. 3.603.600 kr. 292.400 kr. 3.896.000 kr. 9.096.000 Eftir 10 ár 650 tonn x 4620 650 tonn x 32 x 20 Ámokstur Útlögn 3.003.000 416.000 100.000 281.000 kr. 3.800.000 Umferðarþungur malarvegur þarf 15 cm lag af unnu efni 2. hvert ár til að skemmast ekki. Viðhald á 10 ára tímabili: 5x5.200.000 kr. 26.000.000 Inni í dæminu er ekki heflun á tímabilinu. Til stuðnings þessu dæmi má taka upp úr skýrslu samgöngu- málaráðherra viðhaldskostnað áform um að endurhæfa fyrirtæk- ið þannig að það geti staðið undir sér með framleiðslu sinni. Jón Bjömsson rithöfundur: Norræni þýðingar- sjóðurinn á Islandi Eins og kunnugt er af fréttum hefur verið ákveðið að norræna þýðingarmiðstöðin í Kaupmanna- höfn haldi áfram störfum. Er því ekki úr vegi að minnast lítið eitt á þessa stofnun, ekki sízt þar sem prófessor Sveinn Skorri Höskulds- son hefur birt alllanga grein um starfsemi hennar hér í Morgun- blaðinu 15.—16. febr. sl., en hann hefur setið í stjórn þýðingarsjóðsins frá stofnun hans. I grein prófessorsins eru taldar þær bækur íslenzkar sem hlotið hafa styrk, ásamt lista yfir þær norrænar bækur sem styrktar hafa verið til þýðingar á íslenzku. Af ástæðum sem prófessorinn tekur fram í grein sinni er ekki getið þeirra umsókna sem svnjað var og er það bagalegt, því að án þess að kynna sér þá hlið málsins er ekki unnt að mynda sér rök- studdar skoðanir um starfsemi sjóðsins. Það var ekki fyrr en ég fékk allar skýrslurnar í hendur, að ég fékk heildaryfirlit yfir þessa starfsemi. Hið fyrsta sem maður rekur augun í við að kynna sér skýrslurnar er að sjóðsstjórninni hafa í mörgu verið mislagðar hendur. Hlutdrægni gætir mjög víða, einkum hjá fulltrúum minni þjóðanna. Er enginn efi á að hér er um pólitík að ræða, eitthvað í ætt við fyrirbæri sem frændur okkar á Norðurlöndum nefna vulgærmarxisma og þótti einu sinni fínt en er nú orðið að afturhaldi. Þetta mun vera ástæðan til þess að mikill hluti þeirra norrænu bóka sem eru í náðinni eru ein- hliða og pólitískar, einkum þó barnabækurnar, enda er það skiljanlegt þar sem vissum hópum er það mikið áhugamál að innræta börnunum niðurrifsstefnu sína. Vegna þess er sótzt eftir klámi og óþverra sem í raun og veru er ekki prenthæft og sízt af öllu ætti að hljóta styrk úr þýðingarsjóðnum. II. Flestum eru í fersku minni blaðaskrifin út af sænsku barna- bókinni um Jesú Krist, sem að miklu leyti er klám og sögufölsun og nákvæmlega í anda þeirrar niðurrifsstefn'u sem getið er hér að ofan. En nú telur þýðingarmið- stöðin sig víst hafa sannað áhuga sinn á kristnum dómi með því að styrkja útgáfu Passíusálmanna á norsku. Þá hafa Norðmenn fengi síra Hallgrím meðan við eigum að láta okkur nægja Wernström hinn sænska. Annars er það svolítið tragi- kómískt að frændur vorir Færey- ingar vilja ekki þiggja Jesúbókina, þar sem nefnd í Lögþinginu hefur fordæmt hana og neitað að taka á móti styrknum, en samkvæmt frétt í Þjóðviljanum hafa vissir aðilar reynt að klóra yfir þetta með því að kenna trassaskap þýðanda um! Hvað skyldi forn- kunningi minn frá Hafnarárun- um, Karsten Hoydal, segja við því að hans eiginn flokkur, stóð að þessari fordæmingu, en hann er í stjórn sjóðsins og hlýtur að hafa staðið að því að löndum hans gæfist kostur á að njóta þessa snilldarverks sér til sáluhjálpar? Annars mætti benda sumum aðil- um í þýðingarmiðstöðinni á þau mistök að hafa ekki veitt styrk til þýðingar á íslenzku af barnabók- inni Tvíbytnan, sem er mjög fjöl- breytt hvað klámið snertir og í anda sannra róttæklinga. Bók þessari mun hafa verið haldið talsvert að börnum í skólum og bókasöfnum. Svipað má segja um nýútkomna bók sem hlotið hefur styrk. Er hún eftir danskan höf- und og nefnist Börn geta alltaf Jón Björnsson. sofið. Þessi bók er ekkert annað en sóðaskapur frá upphafi til enda. Auðséð er á öllu að fyrir höfundi hefur vakað að þetta yrði barna- bók öðrum þræði, en hvað sem veldur er hún ekki talin til barna- bóka í söfnum hér. III Þegar maður les lista þýðingar- miðstöðvarinnar fer ekki milli mála að hér hefur pólitík verið mikils ráðandi, a.m.k. hjá full- trum Islands og Færeyja og ef til vill fleirum hér í blaðinu: „Mér er eiður sær að ég minnist þess ekki að nokkru sinni hafi í sambandi við verðleika bókar til styrkveit- ingar verið rætt í stjórninni um pólitískar skoðanir eða viðhorf viðkomandi höfunda.“ Þetta þarf ekki að segja mér. Mér er líka „eiður sær“ að mér hefur aldrei komið til hugar að slíkt hafi verið rætt á fundum. Nei, það er allt undirbúið fyrir- fram af þrýstihópum, eins og ljóst er af skýrslunum. Til dæmis hafa einstaka íslenzkir höfundar verið árlega á listanun með tiltölulega háar upphæðir fyrir smákver, meðan öðrum hefur verið hafnað. Mun það stafa af því að þeir eru í þeim pólitíska flokki sem viss deild í steinkumbaldanum vestur á Melum hefur sérstakt dálæti á. Hér er ekki rúm til að nefna einstök dæmi þó að af mörgu sé að taka. En undarlegt þykir mér, svo að aðeins norskar bækur séu nefndar, að þá skuli þýðingarmið- stöðin taka grobb- og lygasöguna Járnkrossinn fram yfir meistara- verk Nordahl Griegs, Vor æri og vár makt, sem til er í ágætri þýðingu Jóhannesar Helga, en hefur tvívegis verið synjað um styrk. Hægt væri að nefna fjölda annarra dæma, en þetta er nægi- legt til þess að menn sjái hvernig í pottinn er búið. Sveinn Skorri segir ennfremur í grein sinni: „Meginregla stjórnar- innar hefur verið sú að meta hvort verk ætti sakir bókmenntalegs eða fræðilegs gildis erindi á tungu þeirrar þjóðar, sem þýðing hefur verið ætluð.“ Svo mörg eru þau orð. Var kai.nski einhver að tala um rit- skoðun, herra prófessor? Geta má þess í þessu sambandi að öll viðurkennd útgáfufyrirtæki í Danmörku mynda samtök með sér og fara eftir sérstökum regl- um, sem aldrei er brugðið út af. Hvert handrit verður tekið til útgáfu. Ætli þeir viti ekki betur en sumir í sjóðsstjórninni hvort bók á erindi til þjóðarinnar? Það er því engin þörf fyrir yfirdómstól þýðingarmiðstöðvarinnar. Mér kemur ekki til hugar að hér sé um að ræða alla meðlimi sjóðsstjórnarinnar. Þeir þekkja að vonum lítið til íslenzkra bók- mennta og hljóta því að hafa fengið upplýsingar frá ís- lendingum. Mér er kunnugt um að sumir þeirra hafa einhvern veginn fengið alleinkennilegar skoðanir á bókmenntum okkar og er það raunar ekki óskiljanlegt. IV Það er kunnara en frá þurfi að segja að mikil starfsemi hefur verið á Norðurlöndum af hálfu íslendinga til þess að „kynna" íslenzkar bókmenntir. Andlegir arftakar Hildiríðarsona og Gróu á Leiti hafa verið iðnir við að gefa einkunnir, og á ég þar ekki sér- staklega við herra Ólaf Jónsson, kennara í „litteraturteori och litteratursociologi (!!)“ við Háskóla Islands, en hann hefur skrifað í norræn tímarit um þetta efni, en fáir munu nú taka mark á skrifum hans. — Þó að það komi ekki beinlínis þessu máli við má geta þess hér að Silja Aðalsteinsdóttir ómakaði sig við að skýra Svíum frá því að amerísk áhrif séu orðin svo sterk hér á landi að börnin haldi að Carter sé forseti íslands! Þetta slær auðvitað öll met, og þó að fólk nú á dögum sé ekki draugatrúar, fer varla hjá því að ýmsum detti í hug að Dithmar sálugi Blefken sé

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.