Morgunblaðið - 29.05.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 1979
15
r nú þaé?
verkum heims, og hann ásamt
flóðgörðunum í Hollandi er eina
mannvirki á jörðinni, sem mann-
legt auga sér frá tunglinu.
Tímans tönn hefur sett mark
sitt á múrinn, en þarna í fjöllun-
um norðan við Peking hefur hann
verið lagfærður á kafla og blasir
þar við eins og hann var í upphaf-
legri mynd. Við gengum alllanga
leið eftir honum, eða kannski
réttara upp hann, upp í einn
varðturninn, sem trónar þar efst á
fjallstindi. íslenzkir kyrrsetu-
menn blésu vel úr nös. Nú hefði
verið betra að hafa ástundað
hjólatrimmið eins og Kínverjar,
enda virtist gestgjöfum okkar
gangan léttari.
Að sjálfsögðu kom ekki til
greina að gefast upp á þeirri
göngu, því túlkurinn okkar hafði
svo vendilega tíundað, að Mao
formaður hafi sagt: „Sá, sem ekki
klifrar Múrinn mikla, er ekki
sannur maður." — Sú skömm gat
ekki hent íslenzka „víkinga".
Ég reyni ekki að lýsa þeirri
tilfinningu, sem fór um mig, þegar
ég stóð þarna í efsta varðturnin-
um og leit yfir fjallendið í kring,
sem rist er í sundur með djúpum
dölum. Þessi staður var sveipaður
sögunni, sem náði engum tökum á
mér í grafhýsi Ming-keisarans
fyrr um daginn.
„Loks í Peking*
Þetta var síðasti dagurinn okk-
ar í Peking. Um kvöldið snæddum
við í virðulegu veitingahúsi í
gömlu miðborginni. Þar fengum
við í fyrsta skipti hina margróm-
uðu Peking-önd. „Gamalt máltæki
segir, að enginn hafi komið til
Peking hafi hann ekki borðað
Peking-önd,“ sagði einn af rit-
stjórum Dagblaðs alþýðunnar,
sem með okkur var. „Jæja, þá
höfum við loks komizt til Peking,"
sagði Helgi Ágústsson. Og nú
vorum við að kveðja borgina.
En ég var ennþá með hugann
við Múrinn.
Nýlega kom sú frétt frá borgar-
stjórn Re.vkjavíkur, að verið sé að
skipuleggja byggingarsvæði innan
eldri borgarmarkanna, — þétta
byggðina, — og áreiðanlega er hag-
ræðing í því gagnvart kostnaði við
undirbúning bygginga fyrir borgina.
En í þessu sambandi vii ég biðja
ráðamenn að muna eftir gamla
fólkinu. Það þarf að ætla gamla
fólkinu staði, þar sem það getur
unnað elliárunum, — ætla því svæði
t.d. nálægt Borgarspítalans eða í
Laugardalnum. Þarna má helst ekki
skipuleggja og byggja svo, að ekki
verði þar áætluð svæði til bygginga
fyrir aldraða, sem byggjast í áföng-
um; Ég tala þarna líka fyrir hönd
þeirra, sem enn eru yngri en þeir,
Hans Jörgensson:
Byggingarlóð-
ir fyrir aldraða
sem nú teljast ellilífeyrisþegar, því
að allir eldast.
Sem betur fer hefur nú á seinni
árum vaknað sá skilningur f.vrir
málefnum gamla fólksins, að viður-
kennt er, að það eigi rétt á að búa
sjálfstætt svo lengi sem það getur,
þó að einhver húshjálp þurfi e.t.v. að
fylítja, — og í því sambandi, — að
það þurfi að geta átt kost á að fá
hentugar, litlar íbúðir út af fyrir sig,
en þó í sambandi við félagslega
aðstöðu. Það sem illa er statt þarf
hjálp borgar- eða sveitarfélags, en
það sem betur er á vegi fjárhagslega
þarf að geta fengið þessar íbúðir
keyptar, svo að það þurfi ekki að búa
í allt of stóru húsnæði frá starfsár-
unum, til að geta haldið sjálfstæði
sínu og frelsi.
Nokkur bæjar- og sveitarfélög,
sem ég hefi haft spurnir af, hafa
þegar skipulagt, eða hafa í undir-
búningi að skipuleggja byggingar-
svæði fyrir gamla fólkið, þar sem
byggt verður í áföngum litlar, þægi-
legar íbúðir með félags- og lækna-
þjónustuaðstöðu í huga.
Þessi framtíðarsvæði gamla fólks-
ins eru þarna áætluð og skipulögð
sem næst miðju bæjanna, svo að sem
þægilegast verði fyrir það, að gera
sín innkaup og mögulegar séu heim-
sóknarferðir til kunningja eða á
vinnustaði, hvort sem þar er um að
ræða takmarkaða vinnu eða bara
áhugasvið.
Ég nefndi sérstaklega, í sambandi
við Reykjavík, þessa þrjá staði: Við
Borgarspítalann, Laugardalinn og
við Suðurlandsbrautina, en fleiri góð
svæði eru ennþá til, sem þetta
málefni gæti átt við. Og athugið,
ráðamenn, að þarna eruð þið að
skipuleggja f.vrir ykkur sjálf og
ykkar fólk í framtíðinni.
Eitt er það, sem sérstaklega verð-
ur að hafa í huga, þegar byggt er
fyrir aldraða, og það er, að ekki verði
hægt að selja þessar íbúðir í endur-
sölu, hverjum sem er.
Samtök aldraða hafa það mark-
mið, að koma upp íbúðum fyrir
gamla fólkið, og þá fyrst, vegna
lítilllar fjárhagsgetu, fyrir þá sem
möguleika hafa á því að kaupa sínar
íbúðir af félaginu.
Nú er í undirbúningi reglugerð,
þar sem er tryggt að það fé, sem
kaupandi leggur fram til kaupa á
slíkri íbúð, verður við cndursölu
greitt til baka með byggingarvísitölu
álagi.
Félagið kaupir, og kaupskilmálar
eru fyrirfram ákveðnir, og félagið
selur svo þeim næsta á sama verði og
það kaupir og með svipuðum skil-
málum pg íbúðin er upphaflega
keypt á. Ibúðareiganda, eða erfingj-
um hans, eru tryggð endurgreiðsla
með byggingar-vísitölu álagi á því
fé, sem lagt er fram við íbúðarkaup-
in, miðað við gott útlit íbúðarinnar,
og næsta manni eru einnig tryggðir
sanngjarnir og aðgengilegir kaup-
skilmálar.
Ég endurtek svo beiðni mína til
ráðamanna borgarinnar: Fyllið ekki
að öllu leyti út í öll möguleg bygg-
ingarsvæði innan eldri marka
borgarinnar. Geymið svæði fyrir
íbúðir handa öldruðum, til að byggja
í áföngum, — það þéttir líka byggð-
ina, þar sem þá losnar húsnæði fyrir
yngra fólk í þeim húsum, sem gamla
fólkið yfirgefur, og með þessum
ráðstöfunum hjálpið þið okkur líka
til að búa öldruðum ánægjulegt
ævikvöld.
Fyrir hönd Samtaka aldraða:
Ilans Jörgensson.
Fjölmenni við útför
Aslaugar Sigurðar-
dóttur frá Haganesi
MývatnsHvett 26.5.
ÚTFÖR Áslaugar Sigurðardóttur
frá Haganesi var gerð sl. fimmtu-
dag frá Skútustaðakirkju að við-
stöddu fjölmenni. Sóknarprestur-
inn séra örn Friðriksson, jarð-
söng. Áslaug var fædd á Arnar-
vatni 20. 12. 1884, foreldrar henn-
ar voru Sigurður Magnússon
bóndi þar og Guðfinna Sigurðar-
dóttir.
Ung giftist Áslaug Stefáni
Helgasyni í Haganesi og hófu þau
búskap á þeirri jörð árið 1907. Þar
bjuggu þau síðan samfellt meðan
heilsa entist. Þá tók ívar sonur
þeirra við búsforráðum í Haganesi
og hefur búið þar síðan. Þegar
heilsu Stefáns og Áslaugar tók að
hnigna fluttust þau til Akureyrar
til dóttur sinnar. Þau eignuðust
fimm börn, sem öll eru á lífi:
Sigurður, Hlín og Hjördís, búsett á
Akureyri, Helgi, búsettur í Reykja-
vík, og Ivar í Haganesi, sem fyrr
segir. Síðasta áratuginn hefur Ás-
laug dvalist á Kristneshæli þar sem
hún andaðist 18. þ.m. Stefán er
látinn fyrir nokkrum árum.
Hjónaband Stefáns og Áslaugar
var ákaflega farsælt, bæði tóku þau
þátt í margs konar félagsstarfsemi
hér í sveitinni, einnig voru þau
virkir félagar í söngfélögum sveit-
arinnar. Áslaug hafði sérlega fagra
söngrödd og skemmti við ýmis
tækifæri með söng sínum og gít-
arspili. Hún las mikið og var
margfróð á sögur og ævintýri. Bæði
höfðu þau mikla ánægju af að taka
á móti gestum og gangandi, enda
með afbrigðum gestrisin. Margur
ferðamaðurinn, bæði ungur og ald-
inn, hefur komið á heimili þeirra og
þegið þar hinn ágætasta beina og
fyrirgreiðslu. þau voru ákaflega
vinsæl af öllum sem þeim kynntust
og margir munu minnast þeirra nú
að leiðarlokum með hlýhug og þökk.
Blessuð sé minning Áslaugar og
Stefáns í Haganesi.
Kristján.
Lítil og lipur
Kovak rafritvél
33 cm. vals. Fullkomin dálkastilling
5 síritandi lyklar. Þyngd: 8,5 kg. Taska
fylgir. Kynnið yður verðið.
<o
%*Ví**/
%
SKRIFSTOFUVÉLAR H.R
\ + :=x ^ ^ Hverfisgötu 33
Slmi 20560 - Pósthólf 377
símanúmer
fí'
: :
10100
AUGLÝSINGAR;
22480
SLA
1
83033
lltofglisttMðfrife