Morgunblaðið - 29.05.1979, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 1979
Langvarandi ótíð, frosthörkur og jarðbönn hafa verið á Norðausturlandi síðustu vikur og
muna elztu menn ekki slíka ótíð. Hafís liggur enn inni á sumum víkum og hefur hamlað
veiðum. Snjóalög hafa hamlað þvíað búfénaði hafi verið hleypt út úr húsum og þrengsli því
víða hjá bændum sem orðið hafa að koma nýbornum ánum með lömb sín fyrir í hlöðum,
geymslum og öðru húsnæði. Víða horfir til vandræða vegna takmarkaðra heybirgða þarsem
öllum skepnum er enn gefið íhúsi. Morgunblaðsmenn voru á ferð um Þingeyjarsýslur ílok
síðustu viku og fer hér hluti þess afraksturs sem varð af ferðinni.
Snæfuglinn á innsiglingunni á Raufarhöfn. Jakarnir eru allt f kring.
Einum hættulegum jaka stjakað frá.
Tekjutapið um tíu milljónir
kr. miðað við vertíðina í fyrra
„VERTÍÐIN hefur verið ónýt frá áramótum, vægast sagt. Sjómenn hér
hafa sérstaklega orðið fyrir miklum vonbrigðum með grásleppuvertíð-
ina. en ísinn hefur gert okkur mikinn grikk hvað snertir hana. Það er
ekki aðeins að fsinn hafi hamlað veiðum, heldur höfum og orðið fyrir
miklu veiðarfæratjóni af hans vöidum,“ sagði Grétar ólafur Jónsson
formaður á Snæfugli, 10 tonna bát frá Raufarhöfn, í bryggjuspjalli við
Mbl. á Raufarhöfn að kvöldi uppstigningardags.
Snæfugl hafði ásamt tæpum tug og inn á höfnina hefði verið erfið og
Raufarhafnarbáta flúið nokkrum
dögum áður út úr höfninni er hana
fyllti af hafís. Héldu bátarnir ýmist
til Kópaskers eða til lítillar víkur er
Hraunhöfn nefnist og er vestanvert
á Hraunhafnartanga á Sléttu. Varð
Snæfuglinn fyrstur báta til að snúa
til heimahafnar og sagði Grétar
Ólafur, er hann hafði bundið bát
sinn við bryggju og stjakað frá
ísjaka er nuggaðist við bátinn, að
siglingin fyrir Höfðann, Hólmann
hættuleg, því jakar, er lamið gætu
báta í spón, hefðu verið á fleygiferð
á bárunni.
„Við eigum eftir þrjár trossur af
21, þ.e. höfum tapað um 150 netum
undir ísinn," sagði Grétar Ólafur er
reri með sonum sínum tveimur,
Héðni og Þráni sem eru aíferming-
araldri. „Og aflinn er aðeins orðinn
25 tunnur, en var 86 tunnur á sama
tíma í fyrra. Vertíðinni lauk um
þetta leyti þá. Ætli veiðarfæratjón-
ið hjá mér sé ekki um fjórar
milljónir króna og aflatapið um sex
milljónir króna, þannig að tekju-
tapið er um 10 milljónir króna
miðað við vertíðina í fyrra.
Svipaða sögu, eða jafnvel enn
verri, er að segja um aðra sjómenn
hér á Raufarhöfn. margir þeirra
fjárfestu mikið í skipum og nýjum
veiðarfærum í vetur og þessi slæma
afkoma á eftir að valda þeim
miklum erfiðleikum."
Grétar Ólafur sagði að aflinn
hefði verið ágætur þegar hægt hefði
verið að sækja miðin og mikil
grásleppa virtist vera í sjónum.
Hann kvað þá sjómenn mundu fást
eitthvað aðeins lengur við gráslepp-
una sem þó væri kominn inn á
miklar grynningar og farin jafnvel
Grétar ólafur Jónsson
að hrygna. Aflinn í síðustu veiði-
ferð hjá Snæfuglinum var dræm, og
sagði Grétar Ólafur að mikill þari
hefði setzt í netin síðustu daga í
rótinu á grynningunum og jafnvel
sökkt þeim.
Þá sagði Greíar Ólafur að er
ísinn þrengdi sér inn fyrir vírinn
sem strekktur var fyrir hafnar-
mynnið til að halda ísnum úti á
sundunum hefðu bátar rispast
talsvert. Einig hefði spænst út úr
borðum er bátarnir brutust út úr
höfninni, en enginn bátur hefði þó
brotnað að því er hann bezt vissi,
þótt margir hefðu skemmst meira
en Snæfuglinn.
Grétar Ólafur sagði að lokum að
þrátt fyrir þaterfiðleika sem sjó-
menn hefðu orðið fyrir nú væntu
menn þess að sumarveiðarnar
gengju vel og bættu það áfall sem
sjómenn hefðu orðið fyrir. Sagði
hann að það kæmi sér þó' ekki á
óvart þótt það afhroð sem þeir
hefðu orðið fyrir yrði til þess að
sumir sjómannanna hreinlega gæf-
ust upp.
„Búast má við óhreysti í lömbum”
„Ég hef sagt i um það bil tvær vikur að bændur geti í fyrsta lagi
hieypt ánum út eftir hálfan mánuð, og miðað við það tíðarfar sem verið
hefur þurfum við að fá góða tíð I a.m.k. tvær vikur áður en hægt verður
að sleppa fé úr húsi. Það munu vera nægar heybirgðir í Suður-Þing-
eyjarsýslu fram um 10. júní, og horfir þvf til hinna mestu vandræða
batni ekki tfðin hið snarasta. „Þannig mælti Skafti Benediktsson
félagsráðunautur Búnaðarsambands íslands að Hlégarði f Aðaldal er
Mbl. hitti hann að máli f Aðaidal á uppstigningardag og fræddist af
honum um mál bænda í héraðinu vegna þeirra harðinda sem verið hafa f
tfðarfari á Norðausturlandi í vor.
Skafti sagði að sauðburður væri
víða langt kominn í sýslunni og
frjósemi virtist vera góð nú sem
endranær. Flestar ær væru
tvílembdar. Tíðarfar hefði hins
vegar verið mjög slæmt í héraðinu,
óstillur miklar og veðrahamur.
Allar skepnur væru því enn á fullri
hefðu mikla þörf fyrir að kroppa er
þau næðu þessum aldri. „Lömbin
eru orðin þurftarmeiri og ganga
mjög hart á móðurina, því þau eru
lin við heyið. Af þessum sökum
þurfa bændur að gefa tvöfalt og
upp í þrefalt magn af kjárnfóðri á
dag. Þegar hægt er að sleppa ám á
Rætt vid Skafta Benedikts-
son félagsrádunaut í Aðaldal
gjöf. Enn hefði ekki verið hægt að
hleypa neinum skepnum út úr húsi
til að létta á gjöfinni.
Þá væru þrengsli í húsum víðast
hvar mikil, þótt allt húsrými væri
nýtt, svo sem hlöður, geymslur og
fleiri húsnæði. Vinna við hirðingu
lambfjárins væri geysileg af
þessum sökum, þar sem ekki væri
venjuleg aðstaða i aukahúsnæðinu
til að brynna fénu og til heygjafar.
Sagði Skafti að lömb væru nú
víða orðin þriggja vikna gömul og
væri bagalegt að geta ekki hleypt
þeim út á gróðurinn, sem þó væri i
tæpast fyrir hendi, þar sem iömbin
allgóðan gróður með 7—10 daga
lömb komast þær af með gott hey
og til þess að gera lítið magn af
kjarnfóðri. En þegar þarf að gefa
þeim inni í 4—5 vikur þurfa þær
tvöfalt og jafnvel þrefalt magn af
kjarnfóðri á dag og eykst það eftir
því sem líður frá burði,“ sagði
Skafti.
Það kom fram hjá Skafta að
lambahöld hefðu víðast hvar í
héraðinu verið góð. “En þegar
lambfé er svo lengi í húsum má
búast við óhreysti í lömbum þegar
farið verður að láta út,“ bætti hann
við.
Skafti Benediktsson félagsráðunautur í Aðaldal.
Skafti sagði að gróður yrði seint
á ferðinni í sveitum Suður-Þing-
eyjarsýslu í sumar. Óvanalega
mikill klaki væri enn í jörðu, víðast
hvar 1—2 metrar að þykkt. Þá væri
mikill snjór yfir allri jörð í Reykja-
hverfi, Reykjadal og Mývatnssveit.
Snjór væri og í öðrum sveitum
sýslunnar, víða skaflar svo metrum
skipti að þykkt, en meira rifið.
Það kom fram að um 20 kúm af
bæjum í Aðaldal hafði verið lógað í
sláturhúsi á Húsavík í vikunni.
„Sennilega hafa þetta verið gripir
sem bændur hafa hvort eð er ætlað
að lóga í sumar, en mér þykir ekki
ólíklegt að tíðarfarið hafi gert það
að verkum að bændur hafi fargað
kúnum núna í stað síðsumars
vegna harðindanna," sagði Skafti.
Af mörgum bæjum var lógað einni
kú, en þremur hefði verið lógað af
bænum Presthvammi.
Mbl. heyrði á bændum í Aðaldal
að illa horfði víða með kjarnfóður.
Fengist hefði þó undanþága til þess
að senda skip til útlanda eftir fóðri
og væri það mikið fyrir vasklega
framgöngu kaupfélagsstjórans á
Húsavík. Sögðu menn það alvarlegt
mál hversu mikil áhrif fáir ein-
staklingar gætu haft á þjóðfélagið
og áttu þar við verkfall farmanna á
kaupskipum. Sögðu bændur
Dýraverndunarfélag íslands oft
hafa látið í sér heyra, og stundum
af litlu tilefni, en ekkert hefði þó
heyrst í félaginu þótt yfirvofandi
hefði verið kjarnfóðurskortur hjá
fjölda bænda, sem margir hverjir
hafa hundruð fjár.
m