Morgunblaðið - 29.05.1979, Síða 17

Morgunblaðið - 29.05.1979, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 1979 17 Bjartsýni á betri afla jókst er ísinn hvarf „Já við erum að íara með nokkur net og ætlum að reyna að leggja þau. Þá eigum við nokkur net sem verið hafa í sjó í nokkra daga. Reynum að finna þau og vonandi er eitthvað í þeim ef þau eru þá bara ekki full af þara,“ sagði Ragnar Tómasson á Raufarhöfn á föstudagsmorgun er hann var að leggja í hann á Sigurvoninni með tengdaföður sínum, Birni Lúðvíks- syni útgerðarmanni, og eiginkonu, Sigurveigu Björnsdóttur. Ragnar sagði að þeir á Sigurvoninni hefðu orðið fyrir nokkru netatjóni og að afli væri lítill enn sem komið væri, en Sigurvonin, falleg trilla sem Björn smíðaði ásamt föður sínum Lúðvík Önundarsyni fyrir tæpum tveimur áratugum, hefur jafnan verið fengsæll og happasæll bátur. ísinn, sem fyllti höfnina á Raufarhöfn og sundin þar fyrir utan hafði horfið að mestu leyti um nóttina og var sjórinn greiðfær er Sigurvonin lagði upp í veiðiferð. Að skilnaði sagði Ragnar að þeir á Sigurvon- inni væru bjartsýnir á að eitthvað gæfi í þessari ferð og af þeim sökum voru nokkrar tunnur undir hrogn settar um borð rétt áður en festar voru leystar og báturinn brunaði út höfnina. Texti: Ágúst Ásgeirsson Myndir: Kristinn Óiafsson Ragnar Tómasson leysir landfestar á Sigurvoninni. Hafísinn þekur mikinn hluta hafnarinnar á Raufarhöfn, en auður sjór var þó við athafnabryggjur. Valur Einarsson og Rósa L. Sigmundsdóttir verka grásleppuhrogn hjá Karli Ágústssyni. Aðeins hafa verið verkaðar um 270 tunnur af grásleppuhrognum hjá Karli Ágústssyni á Raufarhöfn miðað við um 1100 á sama tíma í fyrra. „Net verða ekki keypt fyrir samúð” „Við erum búnir að verka um 270 tunnur núna, en á sama tíma í fyrra voru þær um 1100 og voru allir hættir veiðum um 25. maí þá. Það virðist vera mikil grásleppa í sjónum og vel hefur veiðst þegar gefið hefur. Ég held að menn muni halda veiðum áfram í nokkrar vikur til viðbótar vegna útkomunnar í vetur og vor. Grásleppan er að vísu farin að hrygna, en við vonumst samt til að ná um 220—300 tunnum til viðbótar. Sjómenn hafa þó orðið fyrir miklu netatjóni og á það sjálfsagt eftir að segja til sín, en veiða má grásleppuna fram að 10. júní næstkomandi. „Þannig mælti Karl Ágústsson umsýslumaður á Raufarhöfn í spjalli við Mbl. á Raufarhöfn á föstudagsmorgun, en Karl er nú eini verkandi grásleppuhrogna í þorpinu. „Það er óhætt að segja að þorpsbúar hafi orðið fyrir miklu áfalli af völdum hafíssins og vegna þess tíðarfars sem ríkt hefur að undanförnu. Hafísnefnd- ' in leit hér við 12. maí og sýndi mikla samúð, en það dugar lítt við netakaup. Net verða ekki keypt fyrir samúð. Nefndin hefði þurft að koma með peninga, það hefði verið eina leiðin til að bjarga málum í svipinn. Sjómennirnir eyddu öllum sínum peningum og tóku lán að auki til netakaupa í vetur. Þeir eiga því flestir í miklum erfiðleikum sem stendur," bætti Karl við. Karl rekur verzlun á Raufar- höfn, og sagði hann að vöruþurrð hefði stundum gert vart við sig. Þungatakmarkanir á vegum síðustu daga hefðu sett strik í reikninginn og skip hefðu ekki komið til Raufarhafnar frá því um páska. Sem stæði ætti hann t.d. engin brauð, þau væru föst inni á Kópaskeri. Sagði Karl að ryðja hefði þurft snjó af vegum í hverri viku í vetur Karl Ágústsson svo að mjólk hefði getað borizt til Raufarhafnar. Sagði hann það hafa verið reglu að vegir hefðu verið ruddir á mánudögum en mjólk flutt á föstudögum. Reynt hefði þó verið, er líða tók á vetur, að stilla saman snjómokstur og mjólkurflutninga. Bílar þeir er náð hefðu í mjólkina hefðu farið til Húsavíkur á mokstursdegi, en þó oft lent í erfiðleikum á baka- leiðinni daginn eftir. „Það er öðruvísi á með okkur komið en flestum öðrum landsmönnum. Við fáum mjólk aðeins einu sinni í viku,“ sagði Karl. „Hundrað ár með veginn“ „Það bætir ekki úr skák að vegurinn um Sléttu lokast alltaf ef eitthvað snjóar. Vegurinn er örlítið upphækkaður að Sigurðar- stöðum, en síðustu 20 kílómetr- arnir eru niðurgrafnir. Miðað við þróun síðustu ára reiknast okkur til að það taki akkúrat eitt hundr- að ár að klára veginn hingað,,, bætti Karl við. Fróðir menn tjáðu Mbl. að til stæði að halda áfram með Sléttuveg í núverandi vegar- stæði frá Blikalóni, þ.e. meðfram sjónum, en öllu skynsamlegra væri áreiðanlega að fara með hann í næstum beinni línu frá Blikalóni yfir Sléttu til Raufar- hafnar. Nóg efni i undirbygg- inguna væri t.d. að finna í vegar- stæðinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.