Morgunblaðið - 29.05.1979, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ1979
Kassabílaralli lokið:
Dalbúar ( sÍKurvímu.
Allir komu þeir aftur
og enginn þeirra dó
Nýstárlegur bfll í borgarumferð.
Lióxm.Rax.
FYRSTA kassabflaralli sem haldið hefur verið á íslandi lauk á
sunnudaginn við Kópavogshælið. Alls tóku ellefu bflar þátt f
keppninni og luku þeir allir keppni. Skátar stóðu fyrir ralli þessu,
sem haldið var til styrktar Kópavogshælinu.
Ekki létu skátarnir það á sig fá þótt ýmis smávægileg óhöpp eða
hindranir yrðu í veginum, voru allir slikir erfiðleikar yfirstignir með
bros á vör, eins og sönnum skátum sæmir. Sigurvegarar keppninnar
urðu Dalbúar, skátafélag úr Laugarnesinu, í öðru sæti urðu keppendur
úr Skátafélagi Akraness en þriðja sæti skipuðu Kópar úr Kópavogi.
Dalbúar voru að vonum ánægðir með sigurinn, en hann þökkuðu þeir
fyrst og fremst góðri æfingu liðsins, en það æfði þrisvar í viku mánuðinn
fyrir keppnina, góðum bíl og síðast en ekki síst góðum klappstýrum.
Erfiðasta hluta leiðarinnar töldu þeir gömlu Kambana, ýmsar sérleiðir,
einnig reyndist Hólmsáin þeim, eins og mörgum öðrum, þung í skauti
m.a. féll einn Dalbúinn í ána. Síðasta hluta leiðarinnar töldu skátarnir
erfiðan, en á þeim hluta gátu þeir látið gamminn geysa því engin
tímatakmörk voru á þeim hluta leiðarinnar, og varð því hreinn
kappakstur úr síðasta spölinn.
Fjölmargir áhorfendur fylgdust með rallinu þegar keppendur
nálguðust endastöðina, ekki síst bíleigendur sem gáfu þessum
nýstárlegu og sparneytnu farartækjum hornauga, þegar orkukreppa og
bensínverð er alla að sliga.
Komið f mark.
Vel heppnaður Flugdagur á Selfossi
Fokkervél Flugleiða sýnir lágflug.
LJósm. Mbl. Baldur Svelnason.
FLUGKLÚBBUR Selfoss
gekkst fyrir flugdegi s.l.
laugardag. Þar var margt
um manninn en skilyrði til
sýningarhalds voru frem-
ur óhagstæð vegna þess
hve lágskýjað var. Engu
að síður þótti flugsýning
þessi vel heppnuð.
18 litlar flugvélar frá Reykjavík
voru mættar til leiks. Þær flugu í
samflugi frá Reykjavík um Þing-
velli því Hellisheiðin var lokuð
vegna þess hve lágskýjað var.
Magnús Norðdahl sýndi listflug,
Haraldur Snæhólm sýndi ýmsar
kúnstir á Chipmunk, Fokker-vél
frá Flugleiðum flaug lágflug yfir
flugvöllinn á Selfossi og varnarlið-
ið á Keflavíkurflugvelli sendi
þrjár vélar á sýninguna, þar af
tvær Phantom orrustuvélar, en
þær hafa ekki áður verið sýndar á
flugsýningu hér.
Ahorfendur voru fjölmargir og
skemmtu sér hið bezta. Sýningin
stóð í tæpar fjórar klukkustundir
og að henni lokinni var gestum úr
Reykjavík boðið uppá kaffi og
sérstaka flugvélaköku. Formaður
Flugklúbbs Selfoss er Jón
Guðmundsson yfirlögregluþjónn.