Morgunblaðið - 29.05.1979, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ1979
21
Til í að gera
það aftur
„Ég er tilbúinn til að gera þetta aítur, þótt þetta hafi verið erfitt,“
sagði Gunnar Atlason Mosverji. Sérstaklega var gamli Kambavegur-
inn erfiður, við lentum þar í snjó og torfœrum en komumst þó leiðar
okkar áfallalaust. Bfllinn hefur staðið sig með prýði og ekki látið sig
að neinu ráði. Við í skátafélaginu í Mosfellssveit höfum smfðað bflinn
að mestu leyti sjálf, þó höfum við fengið aðstoð við að sjóða saman
grindina enda höfum við ekki aðstöðu til að gera það upp á eigin
spýtur“.
Gunnar var ánægður með framkvæmd keppninnar og
vonaðist til að hún næði tilgangi sínum og að það söfnuðust
nægir peningar til að hægt yrði að festa kaup á bíl sem
notaður yrði til að sinna þörfum vistmanna á Kópavogs-
hæli.
Mikið púl
„Þetta var mikið púl, einkanlega voru síðustu
áfangarnir erfiðir og þá sérstaklega síðasti hlutinn,“
sagði Þórarinn Sigurðsson Borgnesingur við lok
kassabflarallsins, en keppninni lauk við Kópavogshælið.
Þórarinn var einn í áhöfn bíls sem Skátafélag Borgar-
ness sendi í keppnina. Kvað hann bílinn hafa reynst
þokkalega, þó hefði hann bilað lítillega, legur í hægra
framhjóli brugðust, en því var kippt í lag, eins og flestu
öðru sem aflaga fór í keppninni. Bílinn höfðu félagar í
skátasveitinni smíðað sjálfir að mestu leyti, eins og aðrir
sem þátt tóku í keppninni, en fengið þó lítilsháttar hjálp
við hin vandasamari atriði.
Endasprettur-
inn erfíðastur
„Endaspretturinn fannst mér erfiðastur, einnig voru torfærurnar á
hinum ýmsu leiðum erfiðar, t.d. reyndust Kambarnir og Hólmsáin
ærnir farartálmar mörgum keppandanum,“ sagði Magnús Gunnlaugs-
son í skátafélagi Akraness.
Magnús sagði, að þau úr skátafélaginu hefðu smíðað
bílinn sjálf í stórum dráttum, aðeins fengið hjálp við
erfiðustu atriðin, og eytt í smíðina miklum tíma. Bílinn
kvað hann reynst hið besta og staðist hverja raun, enda
hinn vandaðasti að öllu leyti.
Áhorfendur voru fjölmargir á fyrstu keppni Kvarmfluklúbbsins í Kapelluhrauni.
Volvo-kryppan margfræga brást Hafnfirðingum að þessu sinni, kúpling bflsins
var ekki í lagi og því fór sem fór. Ljfam. Kri»tinn óiaí»»on.
Um 6þúsundnumnssáu fyrstu
keppni Kvartmíluklúbbsins
KVARTMÍLINGAR náðu marku takmarki s.l. laug-
ardag, er þeir héldu sína fyrstu kvartmflukeppni.
Mótið fór fram á nýbyggðri braut klúbbsins í
Kapelluhrauni, að viðstöddum tæplega 6000 manns.
Með hjálp íslenzkra veðurguða
og samstilltu kvartmíluliði varð
hin langþráða kvartmílukeppni
félaga klúbbsins að veruleika.
Keppnin hófst kl. 14.00 og keppt
var í fjórum flokkum. I fyrsta
flokki STANDARD sigraði
Anna María Pétursdóttir á fjög-
urra strokka BMW 2002. Hún ók
kvartmíluna á 17,89 sekúndum. í
öðrum flokki MODIFIED
STANDARD sigraði Einar Eg-
ilsson á Camaro 67, 350 CID, fór
kvartmíluna á 13,78 og í þriðja
flokki STREET ALTERED sigr-
aði Birgir Jónsson á Chevy
Monzu, 302 CID. Hann ók míluna
á 12,07 sekúndum, sem er nýtt
brautarmet. Fyrir það var hon-
um veittur farandbikar, gefinn
af Flosa Jónssyni gullsmiði á
Akureyri. Að auki voru Birgi
veitt peningaverðlaun að upp-
hæð 100 þúsund krónur. í mót-
orhjólaflokki sigraði Hilmar
Harðarson á Kawasaki 1000.
Brautartími hans mældist 12,38
sekúndur. Peningaverðlaun voru
veitt í öllum flokkum. Að sögn
Örvars Sigurðssonar, formanns
klúbbsins, þótti mótið takast vel
þrátt fyrir ýmsa byrjunarörð-
ugleika, eða eins og hann orðaði
það: „Enginn verður óbarinn
biskup." Kvartmíluklúbburinn
hefur nú starfað í tæp fjögur ár.
í stjórn. hans eru Örvar Sig-
urðsson, formaður, Jóhann
Kristjánsson, varaformaður,
Hálfdán Jónsson, ritari, Guð-
mundur Kjartansson, gjaldkeri,
og Pálmi Helgason, innheimtu-
stjóri. Varamenn í stjórn eru
Sveinbjörn Guðjohnsen og Birg-
ir Guðjónsson.