Morgunblaðið - 29.05.1979, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ1979
fltargtiiiÞIafrifr
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvnmdaatjóri Haraldur Sveinaaon.
Ritatjórar Matthíaa Johanneaaen,
Styrmir Gunnaraaon.
Ritatjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundaaon.
Fréttaatjóri Björn Jóhannaaon.
Auglýaingaatjóri Baldvin Jónaaon
Ritatjórn og akrifatofur Aóalatræti 6, aími 10100.
Auglýaingar Aöalatraati 6, aími 22480.
Afgreiöala Sími 83033
Áakriftargjald 3000.00 kr. é mánuöi innanlands.
í lausasölu 150 kr. eintakió.
Málef ni bænda
í brennidepli
Ríkisfjölmiðlar hafa þau lög að starfa eftir, að sýna
ekki hlutdrægni. Nú er komin upp sú staða, að
Alþingi hefur verið slitið án þess að nokkur botn
fengist í, hvernig ráðið skuli fram úr þeim geigvænlegu
vandamálum, sem bændur standa frammi fyrir, annars
vegar vegna offramleiðslu og hins vegar sakir vorharð-
indanna. Út af fyrir sig var það mikil hreinskilni af
Steingrími Hermannssyni landbúnaðarráðherra í
sjónvarpsþætti á föstudagskvöld að játa það umyrða-
laust, að ríkisstjórnin nyti minna trausts hjá bændum
en áður. En hitt hefur ugglaust komið bændum á óvart,
að landbúnaðarráðherrann skyldi ekki standa fastar á
málum sínum en svo að telja, að ástandið á
stjórnarheimilinu versnaði ekkert, þótt hlutur bænda
yrði látinn eftir liggja. Einhvern tíma hefði landbúnað-
arráðherra Framsóknarflokksins gert slíkt að fráfarar-
atriði og þótt minna væri.
Hitt vekur furðu, að í Kastljósi skuli einn krati og
einn framsóknarmaður fengnir til að ræða ástandið í
landbúnaðarmálunum, eins og nú er komið. Þjóðin er
orðin löngu leið á karpi stjórnarsinna innbyrðis, enda
hefur það jafnan farið svo, þegar stærstu yfirlýsingarn-
ar hafa verið gefnar, að þá hefur verið skammt í það, að
hið gagnstæða væri gert af ríkisstjórninni. Þó tekur út
yfir, þegar fréttamaðurinn spyr Sighvat Björgvinsson
um afstöðu sjálfstæðismanna í landbúnaðarmálum.
Hitt er sannleikur málsins, að sjálfstæðismenn höfðu
allt frumkvæði í málefnum bænda á þingi í vetur.
Tillögur þeirra voru hins vegar felldar af öllum þeim
stjórnarþingmönnum sem viðstaddir voru atkvæða-
greiðsluna. Svo gerist það á síðustu dægrum þingsins,
að þingmenn Framsóknarflokksins og Alþýðubanda-
lagsins semja tillögur án fyrirhyggju og án stefnu til
frambúðar. Engar skýringar voru gefnar við neinu, sem
máli skipti, en hagsmunir bænda lagðir undir eitt spil.
Slík er ævintýramennskan, sem landbúnaðarráðherr-
ann hefur gert sig beran að, og bændur hljóta að meta
ríkisstjórnina af þessum verkum, eins og hann sagði
raunar sjálfur í sjónvarpsþættinum.
Svo er komið, að Kastljós er að verða að „karphúsi“
stjórnarsinna. Stjórnendur þess hafa sýnilega ekki
áhuga á því, að menn fræðist af þessum „fréttaþáttum".
Annað mál er að vandi landbúnaðar verður ekki
einangraður frá rekstrardæmi þjóðarbúskaparins né
heildarmynd byggðar í landinu. — Helft atvinnutæki-
færa og efnahagslegrar undirstöðu flestra þéttbýlis-
staða okkar er byggð á tilvist nærliggjandi landbúnað-
arhéraða: úrvinnslu búvöru og verzlunar- og iðnaðar-
þjónustu við sveitir. Landbúnaður er mikilvægur
hráefnagjafi vaxandi iðnaði í landinu og ullar- og
skinnaiðnaður er, svo afmarkað dæmi sé tekið, stærsta
einstök útflutningsgrein íslenzks iðnaðar, ef fiskafurðir
og ál er undanskilið.
Útgerðar- og fiskvinnslubæir, sem mynda keðju
verðmætasköpunar á gjörvallri strandlengjunni,
standa sem sé öðrum fæti tilveru sinnar, atvinnu- og
efnahagslega, í aðliggjandi landbúnaðarhéruðum. Svo
saman slungnir eru hagsmunir þéttbýlis og strjálbýlis
og forsendur þess að halda landinu öllu í byggð.
Það verður því að fara með varúð og fyrirhyggju í
óhjákvæmilega aðlögun íslenzks landbúnaðar að mark-
aðsaðstæðum næstu framtíðar. Þann stóra vanda sem
þar er orðinn, verður stétt að leysa með stétt þann veg,
að hlutur íslenzks landbúnaðar og bændastéttar í
íslenzkri þjóðlífsmynd, atvinnulegri og menningarlegri,
skekkist ekki. Ella gæti sá skaði skeð, sem erfitt yrði úr
að bæta.
Ríkið tekur 16.8 millj-
arða króna erlent lán
TÓMAS Árnason, fjármála-
ráðherra, undirritaði 25. maí f.h.
íslenska ríkisins samning við
átta erlenda banka um lántöku
að upphæð 50 milljónir Banda-
ríkjadollara (um 16,8 milljarðar
fsl. króna). Lánið er tekið til að
fjármagna framkvæmdir á
vegum ríkisins á þessu ári og
næsta, og er m.a ætlað til
vegagerðar, landshafna,
framkvæmda að vegum RARIK
og Orkusjóðs og hitaveitufram-
kvæmda vfða um land.
Lánið er til 12 ára með
breytilegum vöxtum, sem eru 5/8
úr prósenti yfir millibankavöxtum
í London á hverjum tíma.
Afborganir hefjast að sex árum
liðnum. Er óhaett að segja, að
þessi kjör eru fyllilega
sambærileg við þau kjör, sem nú
fást best á erlendum lána-
mörkuðum.
Háskólafyrirlestrar um
félagsfræði og bókmenntir
DOKTOR Stephen Wieting,
prófessor við fylkisháskólann f
Iowa, flytur tvo opinbera fyrir-
lestra f boði félagsvfsindadeildar
Háskóla íslands.
Fyrri fyrirlesturinn verður
fluttur í kvöld, þriðjudag 29. maí,
kl. 21.00 í stofu 101 í Lögbergi
húsi lagadeildar H.í. Fyrirlestur-
inn nefnist Saga Stories and
Sociology Litterature in the
Comparative Study of the Fa-
mily. í fyrirlestrinum gerir Wiet-
ing samanburð á bókmenntaleg-
um og félagsfræðilegum aðferð-
um við að skoða fjölskylduna.
Seinni fyrirlesturinn verður
fluttur á morgun, miðvikudag 30.
maí, kl. 21.00 í stofu 101 í
Lögbergi, húsi lagadeildar H.I.
Fyrirlesturinn nefnist Form as
Content and Media as Messages
in Education. í fyrirlestrinum
ræðir prófessor Wieting um notk-
un mismunandi miðla við
kennslu, svo sem tölvur, segul-
bönd og myndsegulbönd. Einnig
ræðir prófessor Wieting um
hvernig þessir miðlar tengjast
hefðbundnum kennsluaðferðum
s.s. fyrirlestrum og skrifuðu máli.
Báðir fyrirlestrarnir eru fluttir
á ensku.
Ólafsflrði 28. maf.
HÉR er alls ekki sumarlegt,
snjóbreiða yfir öllu og enn er
Af hálfu lánveitenda hafa
Hambros Bank Limited, Mitsui
Finance Europe Limited og
Scandinavian Bank Limited haft
forystu um lánið, en aðrir bankar,
sem aðild eiga að láninu, eru
Banque Canadienne Nationale
(Bahamas) Limited, Credit
Commercial de France, Credit
Lyonnais, The Mitsubishi Trust
and Banking Corporation og The
Sumitomo Bank Limited. Seðla-
banki Islands annaðist undir-
búning lántökunnar f.h. fjármála-
ráðuneytisins.
mikill snjór á láglendi. Samgöng-
ur hafa verið hér eins og þær eru
verstar yfir veturinn.
Ólafsfjörður:
Samgöngur eins
og rnn hávetur
„Þorsteinn Ing-
ólfsson” 30 ára
Sjálfstæðisfélagið Þorsteinn
Ingólfsson í Kjósarsýslu er
þrjátfu ára í dag.
Það var stofnað 29. maí 1949 og
voru stofnendur rúmlega tvö
hundruð talsins. Fyrsti formaður
félagsins var Ásbjörn Sigurjóns-
son á Álafossi, en núverandi
formaður er Helgi Jónsson á Felli.
Haldið verður upp á afmælið síðar
á árinu.
Á miðvikudaginn var Múlaveg-
ur ruddur, en lokaðist þá um
nóttina af völdum snjóflóða. Póst-
ur hefur ekki komið hér síðan á
þriðjudag. Nú er hér gott veður og
er unnið við snjómokstur í ólafs-
fjarðarmúla. Standa vonir til að
úr samgöngunum rætist í kvöld.
Sauðburður stendur nú hér sem
hæst. Hey eru víða á þrotum og
enn er sýnt að fé verður að vera á
gjöf fram í næsta mánuð.
— Jakob.
„Geymt
Eins og fram hefir komið í
fréttum hugðist starfsfólk Kópa-
vogshælis efna til kröfugöngu á
fund fjármálaráðherra s.l. föstu-
dag, 25. maí. Aðgerðum þessum
var aflýst og viljum við gera grein
fyrir ástæðum þess og stöðu máls-
ins núna.
Aðgerðir þessar voru eingöngu
framtak starfsfólks á deildum,
sérfræðingar hælisins áttu þar
engan hlut að máli. Meðan á
undirbúningi aðgerðanna stóð
áttu sér hins vegar stað viðræður
milli nokkurra af sérfræðingum
hælisins og ráðuneytisstjóra heil-
brigðisráðuneytisins, Páls
Sigurðssonar. Eftir þær viðræður
var látið berast til undirbúnings-
nefndar aðgerðanna (sem við
en ekki
undirritaðar áttum sæti í) að
Kópavogshæli hefði fengið loforð
fyrir umbeðinni fjölgun stöðu-
gilda, og mætti ráða fólk þegar í
stað samkvæmt því. Þar sem þar
með var búið að uppfylla kröfur
okkar, var eðlilegast að aflýsa
aðgerðunum.
Á fundi með starfsfólki sem
haldinn var umræddan föstudag
kom reyndar í ljós, að „kerfið" er
ekki svona einfalt. Þær ráðningar
sem nú hafa verið heimilaðar eru
einungis umframráðningar eins
og áður hefur tíðkast — 161
stöðugildi fyrir alla starfsemi
þessarar stóru stofnunar — og það
er háð örlæti fjárveitingarvalds-
ins, Alþingis og fjármálaráðu-
neytis á ári komanda, hvort þessar
heimildir verða auknar.
gleymt”
Við teljum okkur tala fyrir
munn alls starfsfólks hælisins
þegar við segjum að barátta okkar
heldur áfram uns heimildir hafa
verið gefnar fyrir fjölgun fólks,
ekki til bráðabirgða, heldur sem
reikna má með og hægt er að
byggja á. Það er einmitt óstöðug-
leikinn í starfsmannahaldi sem
stendur hvað mest í vegi fýrir að
hægt sé að byggja upp þjálfunar-
meðferð á deildum hælisins.
Við erum tilbúin í aðgerðir
hvenær sem þörf krefur. Við erum
búin að útbúa okkar borða og
kröfuspjöld, en við vonum, að ekki
þurfi að grípa til þeirra!
Sigrún Huld Þorgrímsdóttir,
starfsstúika
Hafdís Helgadóttir,
þroskaþjálfi