Morgunblaðið - 29.05.1979, Side 26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ1979
Öruggur sigur
Selfyssinga
AUSTRAMENN sóttu ekki gull í
greipar Selfyssinga í leik liöanna
á laugardag sem fram fór á
Selfossi. Töpuðu þeir leiknum
3—1. Staðan í hálfleik var 1—0
Selfyssingum í hag. Sumarliði
skoraði fyrsta mark Selfoss með
glæsilegum skalla á 30. mínútu
fyrri hálfleiksins. Var það eina
markið sem skorað var f fyrri
hálfleik. Besta marktækifærið í
hálfleiknum áttu Austramenn er
Bjarni komst einn inn fyrir vörn
Selfoss en hann misnotaði gott
færi og skaut yfir er hann átti
aðeins markvörðinn einan eftir.
Var þetta á 13. mfnútu leiksins.
Á 1. mínútu síðari hálfleiks er
brotið á Sumarliða inn í vítateig
og umsvifalaust dæmd vítaspyrna,
sem hann tók sjálfur. Skaut
Sumarliði yfir, en var látinn
endurtaka spyrnuna vegna þess að
dómarjnn áleit að markvörðurinn
hefði hreyft sig áður en spyrnan
var framkvæmd. Skoraði Sumar-
liði þá örugglega.
Stefán Larsen skoraði þriðja
mark Selfyssinga með þrumuskoti
á 35. minúti síðari hálfleiks, mjög
fallegt mark. Á 37. mínútu seinni
hálfleiks var dæmd vítaspyrna á
Selfoss, en Anton markvörður
gerði sér lítið fyrir og varði. Á 40.
mínútu missa Selfyssingar mann
út af, Guðjóni Arngrímssyni er
vísað af leikvelli og vakti það
mikla furðu. Skömmu síðar skora
Austramenn sitt eina mark.
Bjarni fékk sendingu inn fyrir
vörnina og virtist vera greinilega
rangstæður, en slakur dómari
leiksins, Grétar Norðfjörð, lét það
óátalið. Mistök hans voru æði
mörg í leiknum og bitnuðu þau á
báðum liðum.
Lið Austra lék nokkuð vel, bestu
menn liðsins voru Bjarni og Pétur.
I liði Selfoss sem virðist eflast
með hverjum leik voru Sumarliði,
Stefán og Anton markvörður
bestir.
Kp/Þr.
Yfirburðir
ísfirðinga
Þeir voru miklir yfirburðir sem ísfirðingar höfðu í leik sfnum á
móti Magna frá Grenivfk er liðin mættust á Bolungarvík um helgina.
Sigruðu lsfirðingar 6—1 í leiknum og var það síst of stór sigur eftir
gangi leiksins. Andrés Kristjánsson var markhæstur ísfirðinga náði
að skora þrennu. Kristinn Kristjánsson og Haraldur Leifsson gerðu
svo sitt markið hvor. Eina mark Magna í leiknum skoraði Heimir
Ingólfsson. Allar líkur eru á því að lítið verðl leikið á ísafirði í sumar
þar sem knattspyrnuvöllurinn þar er ekki tilbúinn til notkunar.
-Þr.
Stewart til
Team Fiat
Paul Stewart, skotinn sem lék með ÍR í körfunni í fyrravetur, hefur
nú gert samning við enska körfuboltaliðið Team Fiat. Eins og fram
hefur komið mun Mark Christensen taka stöðu Stewarts hjá ÍR.
Landsliðið f körfu lék tvo leiki við Team Fiat f vetur. vann annan
Ieikinn, tapaði hinum. Ef að lfkum lætur, verður Stewart liðinu mikill
styrkur.
ÍBV með samning
við Sportver
ÍÞRÓTTABANDALAG Vestmannaeyja hefur endurnýjað auglýsinga-
samning sinn við Sportver h.f„ hið þekkta fatafyrirtæki f Reykjavfk,
sem m.a. framleiðir Kórónaföt og LEE COOPER fatnað. Mun 1.
deildarlið ÍBV í sumar leika með LEE COOPER merkið alþjóðlega á
búningum sfnum auk þess sem leikmenn liðsins og þjálfarar munu á
leikdögum og á ferðalögum klæðast sérstökum einkennisfatnaði sem
Sportver h.f. og Verslunin Steini og Stjáni h.f., umboðssali Sportvers
h.f. og LEE COOPERs f Vestmannaeyjum, hafa fært liðinu.
Leikmenn og þjálfarar liðsins tóku nýlega við hinum glæsilega
alfatnaði og tók þá Guðmundur Sigfússon meðfylgjandi mynd fyrir ÍBV.
Á myndinni eru t.f.v. í fremri röð: Viktor Helgason þjálfari, Valþór
Sigþórsson, Þórður Hallgrímsson, Örn Óskarsson, Páll Pálmason, Snorri
Rútsson, Tómas Pálsson, Ómar Jóhannsson, Friðfinnur Finnbogason. {
aftari röð t.f.v.: Kjartan Másson aðstoðarþjálfari, Róbert Vilhjálmsson,
Sveinn Sveinsson, Kári Þorleifsson, Guðmundur Erlingsson, Jóhann
Georgsson, Óskar Valtýsson, Ársæll Sveinsson, Sighvatur Bjarnason. Á
myndina vantar Viðar Elíasson, Gústaf Baldvinsson og Magnús
Þorsteinsson.
Reynir sterkari
REYNIR sigraði Þrótt frá Neskaupstað nokkuð örugglega, 2—0, f 2.
deild íslandsmótsins f knattspyrnu f Sandgerði á sunnudaginn.
Reynismenn voru áberandi sterkari allan tfmann og skoruðu einu
sinni f hvorum hálfleik.
Það voru einkum 20 fyrstu mfnútur leiksins, sem Reynismenn voru
hvað sterkastir og á 20. mfnútu skoraði Hjörtur Jóhannesson með
skoti af 20 metra færi. Nokkru sfðar björguðu Þróttarar af marklfnu
skalla frá Júlfusi Jónssyni. Þróttarar voru daufir og áttu aðeins eitt
færi sem heitið gat þvf nafni f fyrri hálfleik. Það fór f vaskinn.
Sfðari hálfleikur var nokkuð jafnari og á 10. mfnútu hans skoruðu
Reynismenn annað mark sitt og kom það af stuttu færi eftir þvögu.
Nokkru fyrir leikslok skaut sfðan Hjörtur yfir markið úr góðu færi og
fleiri færi fóru í vaskinn. Sem fyrr segir var sigur Reynis fyllilega
sanngjarn, liðið var ávallt sterkari aðilinn. Austanmenn voru hins
vegar mun lakari heldur en t.d. f fyrra.
Jón.
I Islanflsmflllö 2. flelld ]
Knattspyrnuráð Reykjavíkur
á 60 ára afmæli
Á þessu ári eru liðin 60 ár
síðan að Knattspyrnuráð Reykja-
víkur var skipað. Það var á fundi
stjórnar Í.S.f hinn 29. maí 1919,
að skipuð var nefnd, sem vera
skyldi sameiginleg forysta um
eflingu knattspyrnunnar og til
að sameina knattspyrnufélögin í
höfuðstaðnum til aukinna átaka
um framgang hennar þar.
Nefndin var skírð „Knattspyrnu-
nefnd Reykjavíkur**.
Fljótlega var ákveðið, að
starfssvið nefndarinnar yrði
vfkkað og næði til landsins alls.
Jafnframt var nafni nefndarinn-
ar breytt í „Knattspyrnuráð ís-
lands“. Hélst sú skipan til ársins
1923, að starfssviðið er aftur
hundið við Reykjavfk og nafninu
breytt í „Knattspyrnuráð
Reykjavíkur“. Fyrsti erlendi
þjálfarinn f knattspyrnu kom
hingað á vegum R. Tempelton.
Fyrsta sameiginlega keppnisför
fslenskra knattspyrnumánna
utan. styrkt af ráðinu, var farin
til Færeyja árið 1930. Fyrsti
erlendi knattspyrnuflokkurinn,
sem hingað kom með tilstyrk
K.R.R. var Civil Service, sem
kom hingað 1922.
Fyrsti landsleikur íslands í
knattspyrnu fór fram hinn 17. júlí
1946 undir forystu K.R.R. Það var
við danska landsliðið og fór
leikurinn fram á Melavelli, svo
sem flestum er enn í minni.
Tildrögin að þeim leik voru þau,
að K.R.R. ákvað að hafa forystu
um stofnun sérsambands knatt-
spyrnumanna. Undirbjó stjórn
K.R.R. málið 1946 og fól formanni
sínum, Jóni Þórðarsyni, að gera
frumvarp að lögum fyrir væntan-
legt samband. Eftir mikla undir-
búningsvinnu og að beiðni sérráða
og íþróttabandalaga, lagði K.R.R.
fram skriflega beiðni til Í.S.Í. um
að sambandsstjórnin boðaði til
stofnfundar Knattspyrnusam-
bands íslands. Var stofnfundurinn
haldinn 26. marz 1947.
Strax á fyrstu árum sínum
stofnaði K.R.R. sérstakt dómara-
félag, nú Knattspyrnudómarafé-
lag Reykjavíkur og eru nú um 90
dómarar starfandi á vegum
K.D.R. Árið 1952 var stofnaður
sérráðsdómstóll, samkvæmt sam-
þykkt aðalfundar og skyldi hann
fara með öll ágreiningsmál, er upp
kæmu við framkvæmd knatt-
spyrnuleikja. Þá starfar sérstök
aganefnd á vegum ráðsins, svo og
mótanefnd, sem hefir eftirlit með
framkvæmd allra leikja, sem fram
fara á vegum ráðsins, en þeir
munu vera 452 í ár. Auk þess fara
fram 249 leikir í landsmótum í
Reykjavík.
Aðildarfélög ráðsins eru nú 9 og
eiga þau öll fulltrúa í stjórn
ráðsins. Formaður ráðsins er nú
Ólafur P. Erlendsson.
Alls hafa 2344 fundir verið
haldnir í ráðinu frá stofnun þess.
Lengst hafa setið' í ráðinu þeir
Haraldur Gíslason, sem sat 1125
fundi þess og Ólafur Jónsson, sem
sat 1079 fundi þess.
í tilefni afmælisins er ákveðið,
að úrval 2—5 flokks Reykjavíkur-
félaganna leiki við jafnaldra sína
utan Reykjavíkur. Áttu fyrstu
leikirnir að fara fram á Upp-
stigningardag, en af óviðráðanleg-
um ástæðum og eins vegna hins
óhagstæða veðurfars í vor, verður
að fresta þessum leikjum. Þá er í
athugun að fá erlent knattspyrnu-
lið til keppni síðar í sumar í tilefni
afmælisins.
K.R.R. minnist afmælis síns
með kaffisamsæti að Hótel Loft-
leiðum, þriðjudaginn 29. þ.m.
ICnðf t
spyrnu-
úrslit
Pétur Pétursson skoraði
annað markið af tveimur,
þegar lið hans Feyenoord
vann góðan sigur á Tvente á
heimavelli sínum í Rotter-
dam. Rene Nottcn skoraði
fyrra mark Feyenoord, en
liðið gerði þó ckki betur en
að halda í við Ajax. sem
heldur 3 stiga forystu sinni
eftir sannfærandi sigur á
heimavelli gegn Den Haag,
4 — 1. Sören Lerby, Frank
Arnesen (2) og Ray Clarke
skoruðu mörk Ajax. Úrslit
leikja um heigina urðu þessi:
Ajax — Den Haag 4 — 1
Alkmaar — Sparta 2—0
Haarlem — Nec Nljmegen 2-2
Deventer — Maantrlcht 0—1
PSV Elndhoven - lltrecht 3-0
VW Venlo - Pec Zwolle 2-3
Vitewie Arnhem — Nac Breda 3—1
Feyenoord — Tvente 2—0
Roda JC — Volendam 5—1
Wllly Van De Kerkhov. Wllly Van
De Kuylen og IlanH Ponthuma Hkor-
uðu mörk PSV gegn Utrecht og KeeH
Klnt Hkoraðl lyrra mark Alkmaar
gegn Spörtu. hanH 32 mark (vetur.
ForyHta Ajax er nem fyrr, 3 hUk, 49
Htlg. Feyenoord hefur hlotlð 36 Htlg.
PSV hefur 44 Htlg og Alkmaar hefur
42 atlg.
La Louvlere, llð þelrra ÞorHtelna
BjarnaHonar og Karln Þðrðarnonar f
Belgfu. kvaddi 1. deildina um helglna
með Którtapl á heimavelll gcgn
Charlerol. Liðið áttl möguleika á að
ná FC Llege að Htigum. en á aama
tfma og La Louvlere Htelnlá. vann
Liege HtórHÍgur 3—0. á Lokeren, llði
Arnórn Guðjohnnen. Standard gekk
aftur á móti betur, vann melHtarallðlö
Beveren á útlvelii og hrifHgðl til nfn
þriðja Hflrtiö f deildinni og hugnanlega
IIEFA Hfletinu dýrmæta. ílrHlit um
helgina urðu þeHni:
Molenbeek — Berchem 3—1
Beveren — Standard 1—2
FC Brugge - Courtral 2-1
Waternchei — Llerne 2—4
La Louvlere — Charleoroi 2—I
Antwerp — Wlnternlag 1 — 1
Waregen — Beentchot 0—3
FC Llege — Lokeren 3—0
Beringen — Anderlecht 2—3
Beveren hefur foryntuna með 49
Htig. Er llðið þegar melHtarl.
Anderlecht hefur annað Hætið f umnjá
alnni með 45 Htig og Standard er f
þrlðja Hírti með 44 atlg. Lokeren hefur
nú aðeinH 42 Htig f 4 aætl.
flrsllt leikja f Hpænnku delldar-
keppninni um helging urðu þciud:
Vaiencia — iiercules 0—0
Santander — Salamanca 2—4
Sevilla — Real Madrid 2—1
Rayo Vallecano — Barcelona 1 — 1
Real Sociedad — Lan Palmaa 2—0
Zaragoza — Bllbao 1 — 1
Eapanot — BurgoH 1—0
Atletico Madrid — Iluelva 1 —0
Gijon — Celta 2—2
Cruyff
í stuói
JOHAN Cruyff sýndi það or
sannaði, að hann lagði frá
sér knattspyrnuskóna
mörííum árum of snemma.
Ilinn 32 ára gamli hollenski
sniIlinKur skoraði tvívejfis á
fyrstu 7 mínútunum í sínum
fyrsta leik með nýja liði sínu
Los Angeies Aztecs. cr það
sígraði Rochester Lancers
3—0 fyrir skömmu.
Óskað er
eftir hand-
boltaþjálfara
fyrir 4. flokk í sænsku liði. Gott
húsnæöi og æfingarmöguleikar
eru fyrir hendi. Hægt er aö útvega
vinnu og húsnæöi.
Starfssviö: Þjálfun og tilsögn í
karlaflokki og hugsanlega
drengjaflokki.
Starfiö á aö hefjast í byrjun
ágústmánaöar.
Svar sendist til:
Hg
Box 45
s-330 30 Gnosjö
j í i fcri /jfiMt s
.'j-j i»
* o (, /' '*■