Morgunblaðið - 29.05.1979, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 29.05.1979, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ1979 27 Birgir ísl. Gunnarsson: Hvers vegna ekki fleiri lóðir? Að undanförnu hafa lóðaút- hlutanir í Reykjavík og reyndar á höfuðborgarsvæðinu öllu verið mikið til umræðu. Prumkvæði að þessari umræðu hafa byggingar- iðnaðarmenn haft, fyrst með útgáfu rækilegrar skýrslu á veg- um Landssambands iðnaðar- manna um ástand og horfur í þessari atvinnugrein og síðar með nýlegri ráðstefnu um vandamál byggingariðnaðarins. Allir þessir aðilar hafa lýst áhyggjum sínum yfir samdrætti í byggingariðnaði og bent á, að samdráttur í lóðaúthlutun í Reykjavík og reyndar á höfuð- borgarsvæðinu öllu eigi veruleg- an þátt í þessari þróun. Einföld skýring Kristjáns Ben. S.l. laugardag ritaði Kristján Benediktsson grein í Tímann, þar sem hann gerði þessi mál að umtalsefni og grein hans tilefni þess að ég rita þessi orð. í grein sinni gefur hann mjög einfalda skýringu á því, hversvegna fleiri lóðum er ekki úthlutað í Reykja- vík í ár. „Viðskilnaður íhaldsins" heitir það á hans máli. Fyrir- hyggju hafi skort við skipulag og undirbúning nýtta byggingar- svæða og því þurfi nú vinstri meirihlutinn að skera stórlega niður lóðaúthlutanir. * Aætlun borgarstjóra Þessi skýring borgarfull- trúans er röng og hana er hægt að hrekja með tiltölulega ein- földum hætti. Þann 7. des. s.l. bar Magnús L. Sveinsson borg- arfulltrúi fram fyrirspurn til borgarstjóra um það, hvað mætti áætla að Reykjavíkurborg úthlutaði mörgum lóðum á árinu 1979. Borgarstjóri svaraði fyrir- spurninni og taldi að úthluta mætti 362 íbúðum og að auki gera byggingarhæfar í Selás- hverfi lóðir fyrir 178 íbúðir, samtals 540. Þetta svar gaf borgarstjóri á ábyrgð vinstri meirihlutans og vafalaust að höfðu samráði við tæknideildir borgarinnar að því er snertir undirbúning og skipu- lag. Þegar borgarstjóri lagði fram fjárhagsáætlun 21. des- ember s.l. gerði hann sérstaklega grein fyrir mögulegri lóðaút- hlutun og nefndi þá svipaðar Hvers vegna eru ekki fleiri lóöir tíl ráðstöfunar á þessu ári? Tveggja ára undirbúningsvlnna er afi bakl áfiur en land er bygglngarhæft og hægt afi úthluta lóöum Í-ÆÍ.3WS « «"» i»ui* ». Krlstján Benedlktsson: hini rfll I BrciehoMi ilNdr, MJMnyrt. A tölur og hann hafði gert fyrr í mánuðinum. Rangar fullyrðingar Þessar tölur um fjölda lóða lækkuðu hinsvegar verulega við endanlega gerð fjárhagsáætlun- ar. Fjárveitingar til nýbygging- ar gatna og holræsa voru mikið skornar niður á milli umræðna og stór hverfi tekin út. Nú er talað um að til ráðstöfunar séu 334 lóðir í stað 540, 'sem áætlaðar voru í desember. Það munar um minna. Af þessu má sjá að frá tæknilegu sjónarmiði og frá skipulagslegu sjónarmiði var unnt að úthluta mun fleiri lóðum á þessu ári og það var skoðun vinstri meirihlutans í desember. Fullyrðingar Kristjáns Bene- diktssonar um þetta efni eru því rangar. Ekki einni einustu lóð úthlutað Um þetta þarf í rauninni ekki að hafa fleiri orð. Ég vil þó bæta því við, að nú er að koma júní-mánuður og enn hefur ekki einni einustu lóð verið úthlutað í Reykjavík á þessu ári. Það er ekki einu sinni farið að auglýsa eftir umsóknum um lóðir fyrir einbýlishús og raðhús. Þessi seinagangur er með eindæmum og sýnir glöggt þann slappleika, sem einkennir núverandi stjórn á borginni. Undanfarin ár hafa auglýsing- ar eftir umsóknum og úthlutanir verið í nokkuð föstum skorðum. Auglýst hefur verið um áramót og lóðum þeim, sem verða bygg- ingarhæfar á árinu, hefur verið úthlutað í byrjun árs. Lóðirnar hafa síðan verið afhentar á tímabilinu frá miðju sumri og til hausts og væntanlegir byggjend- ur því haft góðan tíma til undirbúnings. Nú er þessi regla rofin og allt í óvissu með úthlut- un á árinu. Hér mætti líka bæta við nokkrum orðum um þann dæma- lausa seinagang, sem ríkir í meðferð skipulagsmála hjá vinstri meirihlutanum, en það verður látið bíða betri tíma. & 1 Loksins kom ylur í loftið og sólin skein á réttláta jafnt sem rangláta. Gaisi hljóp í mannfólkið, en þótt hann væri á nærbuxunum fannst stráksa vissara að vera með vettlingana. (Ljósm. ól.K. Mag.) Olíuskipin fengu heim- ild til einnar ferðar VERKFALLSNEFND FFSÍ ákvað á laugardag að veita út- gerðum olfuskipanna tveggja, Kyndils og Litlafells, heimild til að flytja olfu út um land án skilyrða varðandi löndunartfma. Er heimildin bundin við einn farm handa hvoru skipi. Heimildin er bundin því, að hafísnefnd ákvarði á hvaða höfn- um förmunum tveimur verður landað og að kjör skipverjanna verði samkvæmt ákvæðum vænt- anlegra kjarasamninga. Sam- kvæmt ákvörðun hafísnefndar og í samkomulagi við forystu olíu- félaganna voru eftirtaldar hafnir valdar: Sauðárkrókur, Siglufjörð- ur og Ólafsfjörður fyrir Kyndil og Akureyri, Dalvík og Hrísey fyrir Litlafell. Á hverjum stað á að landa olíu í hlutfalli við olíunotk- un þar. Áhyggjur af fjölda er- lendra kvikmyndahópa Félag íslenzkra kvikmynda- gerðarmanna hefur sent Mbl. eft- irfarandi fréttatilkynningu: Félag kvikmyndagerðarmanna lýsir áhyggjum sínum af vaxandi fjölda erlendra kvikmyndahópa við kvikmyndatöku hér á landi á með- an innlend kvikmyndagerð er svelt og innlenda kvikmyndagerðarmenn skortir verkefni. Hópar þessir vinna með tækjum, sem enginn aðflutningsgjöld eru greidd af til íslenska ríkisins og / Stjóm og formenn sambandsfélaga FFSI: „Hörmum einstæðar van- efndir ríkisstiómarinnar” FUNDUR stjórnar og formanna sambandsfélaga Farmanna- og fiskimannasambands íslands, haldinn dagana 26. og 27. maí 1979, samþykkir eftirfarandi um kjaramál sjómanna: „Fundurinn harmar þær ein- stæðu vanefndir ríkisstjórnarinnar á loforðum um félagslegar umbæt- ur fyrir sjómenn og samtök þeirra gegn niðurfellingu á þrem prós- entstigum í launum þeirra. Því óskiljanlegri er þessi afstaða ríkisstjórnarinnar til málefna sjómanna þegar til þess er litið, að á sama tíma og almenn laun hækka um nær 30% hefur fiskverð til sjómanna hækkað aðeins um 18,8%. Auk þess hafa sjómenn orðið að bera algjörlega bótalaust þá gífurlegu tekjuskerðingu, sem stjórnleysi og fyrivaralaus veiði- bönn hafa valdið þeim og hefur kröfum samtaka sjómanna um bætur vegna þessa í engu verið sinnt. Má það því furðu gegna, að nú skuli ríkisstjórnin ætla sér að knýja fram við fiskverðsákvörðun sérstakan skatt af óskiptum afla til handa útgerðinni og auk þess, að ganga í sjóði sjávarútvegsins, sem greitt er í af óskiptum afla og verja um einum milljarði króna af þeim fjármunum til verðuppbótar á verðlitlar fisktegundir. Slíkar að- gerðir eru algjörlega fráleitar og mun öllum tilraunum í þessa átt mætt af fullri hörku. Fundurinn fordæmir margend- urteknar smekklausar og órök- studdar fullyrðingar ráðherra um kjör yfirmanna á kaupskipum og lýsir allri ábyrgð á hendur ríkis- stjórninni á því hve dregist hefur að leysa deiluna. Lýsir fundurinn fullum stuðningi við farmenn í baráttu þeirra fyrir réttmætum leiðréttingum á kjör- um sínum. Þar sem samningar flestra sam- bandsfélaga um kaup og kjör yfir- manna á fiskiskipum hafa verið lausir í meira en heilt ár, beinir fundurinn þeim eindregnu tilmæl- um til félaganna, að þau hefji sem fyrst undirbúning að tillögugerð til breytinga á kjarasamningum. Sérstaka áherslu ber þó að leggja á loðnu- og kolmunnasamninga, ef takast mætti að fá þá samninga endurbætta fyrir næstu vertíð." njóta fyrirgreiðslu frá innlendum stofnunum og fyrirtækjum, sem íslenskir kvikmyndagerðarmenn eiga ekki að venjast. Þegar á heildina er litið njóta erlendir kvikmyndamenn forréttinda fram yfir innlenda starfsbræður sína. Af nýlegum verkefnum þessara hópa má m.a. nefna: „Brekkukots- annál,“ „Paradísarheimt," „Running Blind“ og „Söguna um Sám.“ Tvær hinar fyrst nefndu eru gerðar í samvinnu við íslenska sjónvarpið, sem tekur þátt í fjár- mögnun, útvegar leikara og sviðs- menn, en til íslenskra kvikmynda- gerðarmanna hefur ekki verið leit- að um kvikmyndastörf. Að hinum kvikmyndunum hefur verið unnið án þess að nokkurt samband hafi verið haft við íslenska kvikmynda- gerðarmenn. Nú síðast var landsleikur íslands og V-Þýskalands í knattspyrnu kvikmyndaður af Þjóðverjum á vegum ARD sjónvarpsstöðvarinnar án þess að leitað hafi verið til innlendra aðila vegna verksins. Venjan er hins vegar sú að heima- menn sjái um slíkar upptökur. Félag kvikmyndagerðarmanna hefur óskað eftir því við Félags- málaráðuneytið að það krefjist atvinnuleyfis af erlendum kvik- myndagerðarmönnum eins og tíð- kast um aðrar stéttir. Verði framhald á þeirri þróun að erlendir kvikmyndagerðarmenn njóti forréttinda fram yfir starfs- bræður sína hérlendis áskilur Félag kvikmyndagerðarmanna sér allan rétt til aðgerða til þess að verja atvinnumarkað innlendra kvikmyndagerðarmanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.