Morgunblaðið - 29.05.1979, Síða 28

Morgunblaðið - 29.05.1979, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ1979 Margeir Pétursson í samtali við Mbl.: Guðmundur öruggur í úrslit og Helgi á einnig góða möguleika — GUÐMUNDUR er að mínu mati öruggur í úrslitakeppnina, Helgi á einnig talsverða möguleika en ég sjáifur verð að fá 3'Æ vinning út úr fjórum síðustu skákunum til þess að eiga möguleika á þvf að komast í úrslitakeppnina. sagði Margeir Pétursson skákmeistari f samtali við Mbl. í gær. Sjö umferðum er nú lokið í svæðamótinu í Luzern í Sviss. Úrslit sjöundu umferðar urðu þessi: A-riðill: Guðmundur vann Harry Hurme, Finnlandi, Margeir gerði jafntefli við Svend Hamann, Danmörku, Wedberg, Svíþjóð, vann Hammer, Sviss, Wirthen- sohn, Sviss, vann Kagan, Israel, Hiibner, V-Þýzkalandi, vann Hoen, Noregi, en Bela Soos, V-Þýzkalandi, sat yfir. B-riðill: Helgi ólafsson gerði jafntefli við Grúnfeld, ísrael, Hoi, Danmörku, vann Lobron, V-Þýzka- landi, Helmers, Noregi, vann Dúckstein, Austurríki, Pachman, V-Þýzkalandi, gerði jafntefli við Hug, Sviss, Liberzon, ísrael, gerði jafntefli við Rantanen, Finnlandi, en Karlsson, Svíþjóð, sat yfir. Aðalfundur Sambands ísL rafveitna að Bifröst AÐALFUNDUR Sambands ís- lenzkra rafveitna verður haldinn að Bifröst f Borgarfirði dagana 30. og 31. maf n.k. Fundinn setur formaður SÍR Aðalsteinn Guðjohnsen, iðnaðar- ráðherra Hjörleifur Guttormsson ávarpar fundinn. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verða pallborðs- umræður um öflun og flutning raforku. Erindi verða flutt m.a. um samanburð á húshitunarað- ferðum og um samræmingu á innheimtukerfum rafveitna. Einn- ig verða almennar umræður um málefni rafveitna. Fundinum lýkur á fimmtu- dagskvöld, 31. maí. Föstudaginn 1. júní gefst fundarmönnum kostur á að fara í kynningarferð um sveitir Borgarfjarðar. Hvetja Hafnfirðinga til aðstoðar NÝLEGA tók til starfa í Ilafnar- firði ný Jafnréttisnefnd, kosin af bæjarstjórn. „Nefndin leggur áherzlu á að stuðla að jafnrétti karla og kvenna í raun og hvetur hún alla Hafnfirðinga til að aðstoða og örva nefndina í þessum störfum sínum," segir í fréttatilkynningu frá nefndinni. Þá vekur Jafnréttisnefndin at- hygli á því að ennþá eru til örfá eintök af niðurstöðum könnunar á jafnréttismálum í Hafnarfirði, en sú könnun var gerð að tilhlutan Jafnréttisnefndar Hafnarfjarðar vorið 1976. Nefndin er þannig skipuð: Ást- hildur Ólafsdóttir formaður, Árni Ágústsson ritari, Hulda Sigurð- ardóttir gjaldkeri. Varamenn eru: Þórunn Jó- hannsdóttir, Reynir Eyjólfsson og Guðmundur Kr. Aðalsteinsson. Staðan í A-riðli er sú eftir 7 umferðir, að Húbner er efstur með 5lk vinning, Guðmundur Sigur- jónsson er í öðru sæti með 5 vinninga og Kagan og Wadberg koma næstir með 3'/2 vinning. Margeir Pétursson hefur 2 vinn- inga. í B-riðli hefur Grúnfeld örugga forystu, hefur 5‘k vinning, en næstir koma Helgi Ólafsson, Hoi og Karlsson með 4 vinninga hver. Fjórir efstu menn úr hvorum riðli komast í úrslitakeppnina, sem hefst 5. júní n.k. Gilda þar innbyrðis úrslit úr riðlunum en þrír efstu menn úrslitakeppninnar komast áfram á millisvæðamót. Ekkert var teflt í gær en 8. umferðin verður tefld í dag. Þá teflir Guðmundur við Wedberg, en auk hans á Guðmundur eftir að tefla við Soos og Hammer og loks á hann eftir að sitja yfir eina umferð. Margeir Pétursson á eftir að tefla við sömu menn og Guð- mundur og auk þess á hann eftir að tefla við Hurme, sem hann mætir í dag. Helgi Ólafsson á eftir erfiða andstæðinga, í dag mætir hann Liberzon, en auk hans á Helgi eftir að tefla við Pachman, Helmers og Dúckstein. Liberzon hefur gengið afleitlega hingað til og verður hann að vinna Helga í dag til þess að eiga einhverja möguleika á því að komast í úrslitakeppnina. INNLENT Skákmennirnir Helgi ólafsson, Guðmundur Sigurjónsson og Margeir Pétursson sjást hér á tali við hinn fræga argentfnska skákmeistra Njadorf á móti í Reykjavík í september 1976. Ráðherrafundur Atlantshafsbandalagsins; U tanríkisr áðherr a situr heima vegna ríkisstjórnarfunda „ÉG TREYSTI mér ekki til þess að fara á ráðherrafund At- lantshafsbandalagsins þar sem nú standa yfir veigamiklar um- ræður í ríkisstjórninni um efna- hagsmál," sagði Benedikt Gröndal utanríkisráðherra í samtali við Mbl. í gær, en hins vegar kvað hann þá Hinrik Sv. Björnsson sendiherra og Hörð Helgason skrifstofustjóra sitja fundinn fyrir íslands hönd. Benedikt kvað þetta verða nokk- urs konar 30 ára hátíðarfund og væri töluvert um að vera hjá Hollendingum af því tilefni. Harður árekstur UM HÁLFTVÖLEYTIÐ aðfara- nótt sunnudagsins var geysiharð- ur árekstur milli jeppa og fólks- bifreiðar á Suðurlandsvegi rétt fyrir ofan Litlu kaffistofuna. Áreksturinn var svo harður að á Suðurlandsvegi báðir bílarnir eru gjörónýtir. Eng- in slys urðu á mönnum og þykir það hin mesta mildi. Annar öku- maðurinn var réttindalaus og einnig leikur grunur á því, að hann hafi verið ölvaður. Athugasemd frá Fé- lagi íslenzkra leikara Morgunblaðinu hefur borizt eftirfarandi athugasemd frá Fé- lagi ísl. ieikara: Það er undarlegt hve það kemur Ríksiútvarpinu á óvart, að Félag íslenskra leikara knýji á um framleiðslu leikrita hjá stofnun- inni. Til að rekja þá sögu er varðar sjónvarpsleikrit stuttlega, er rétt að eftirfarandi komi fram: í upphafi íslenska sjónvarpsins buðu leikarasamböndin á Norður- löndum fram stuðning sinn við íslenska leiklistarframleiðslu í því formi, að sjónvarpið fengi fjögur norræn leikrit á niðursettu verði, fyrir hvert eitt, sem íslenska sjónvarpið framleiddi. Síðar, að ósk sjónvarpsins, var þetta kvótafyrirkomulag fellt niður og framleiðsla á 10 íslensk- um leikritum gerð að skilyrði fyrir lækkuðu gjaldi, sem svo varð ein forsenda fyrir þátttöku sjónvarps- ins í Nordvisíon. Hins vegar kom brátt í ljós, að sjónvarpinu reyndist erfitt að uppfylla þetta skilyrði og komu þá upp hugmyndir um, að samningur yrði gerður milli Ríksiútvarpsins og F.I.L. um, hvernig þessu yrði framvegis háttað og í framhaldi af því, sendi Leikararáð Norðurlanda eftirfarandi bréf í lauslegri þýð- ingu: Helsingfors 1976-09-20 „Ríkisútvarpið — Sjónvarp Laugavegi 176 Reykjavík Island Leikararáð Norðurlanda ákvað á fundi sínum í Kaupmannahöfn þ. 11. 9. 1976, að minna yður á, að tryggð innlend-, íslensk- fram- leiðsla er skilyrði fyrir lækkun á endursýningargjaldi, sem gerir íslenska ríkisútvarpinu kleift að hafá aðgang að norrænu sjón- varpsefni fyrir aðeins 5% af launum til þátttakandi lista- manna, í stað hinna venjulegu 50% í öðrum Nordvisions-útsend- ingum. Forsenda fyrir verðlækkun er, að Ríksiútvarpið og Félag ísl. leikara séu sammála um, hve mikil eign framleiösla skuli vera. Sé þetta ekki uppfyllt, er enginn grundvöllur fyrir verðlækkun. Leikararáðið hvetur yður því til að ná samningi við Félag ísl. leikara um þetta efni. Þegar það er orðið munu aðildarsamtökin kanna hvort grundvöllur er fyrir áframhaldandi verðlækkun. F.h. Leikararáðs Norðurlanda Erik österberg“ Við samningsgerð s.l. ár var megin krafa F.LL. um samning um leikritaframleiðslu sjónvarps, auk þess að við aðra liði samninga yrði staðið. Viðræður þessar urðu erfiðar og var verkfalli naumlega afstýrt, að tilstuðlan menntamálaráðherra, sem fól Knúti Hallssyni sátta- semjarastarf í málinu og sættu leikarar sig við stefnuyfirlýsingu Ríkisútvarpsins, sem Leikararáð Norðurlanda gerði síðan að for- sendu fyrir áframhaldandi verð- lækkun á norrænu efni í íslenska sjónvarpinu. Sbr. meðfylgjandi ál- yktun frá 25. sept. 1978. Því mátti Ríkisútvarpinu vera Ijóst, að við myndum ekki sætta okkur við þann niðurskurð, sem nú er fyrirsjáanlegur á þessu ári og hefðum við talið eðlilegt, að Ríkisútvarpið hefði snúið sér til okkar og skýrt okkur frá því, hvernig málum væri háttað og óskað eftir samstöðu okkar og annarra um að framkvæmdamátt- ur stofnunarinnar yrði ekki rýrð- ur, eins og nú er orðið. Viðvíkjandi athugasemdum Ríkisútvarpsins vegna málflutn- ings okkar viljum ið gefa þessi svör: Ríkisútvarpið telur samþykkt félaga okkar um að taka engin ný verkefni að sér fyrir stofnunina ólöglega, vegna þess að samningar séu enn í gildi. Samningarnir eru þessu alger- lega óviðkomandi. í samningunum er enga grein að finna, er skuld- bindur meðlimi F.Í.L. að taka að sér verkefni fyrir Ríkisútvarpið, enda oft komið fyrir, að menn hafi hafnað verkefnium af ýmsum ástæðum. Enginn meðlimur F.Í.L. mun neita að ljúka því verkefni, sem hann hefur þegar tekið að sér. Þá segir, að í sjónvarpssamn- ingi standi „að koma nú þegar á viðræðunefnd, sem hefði í för með séraukna framleiðslu sjónvarps". — Þetta ákvæði hefur ekki verið uppfyllt. Samkomulag var um að „tekin séu upp eigi færri en átta sjónvarpsleikrit árlega", í þeirri trú, að þar yrði hvergi slakað á, eftir það sem á undan var gengið. Þá birtir Ríksiútvarpið lista yfir 7 leikrit, sem voru frumflutt 1978, en lætur undir höfuð leggjast að geta þess, að aðeins 4 þeirra voru tekin upp á því herrans ári, en fyrirheit útvarpsráðs kváðu á um 8 leikrit. Slíkur leikur að staðreyndum er okkur ekki nýr og höfum við aldrei skilið ástæður fyrir honum til fulls, því annars vegar hefur okkur þótt starfsmenn Ríkisút- varpsins vilja veg leiklistar sem mestan hjá stofnuninni, en hins vegar ber ætíð við, að reynt er að villa um fyrir okkur og öðrum með tölum í þessu efni. Þá sendir Ríkisútvarpið frá sér langa talnarunu um greiðslur til leikara, sem við því miður getum ekki án ærinnar fyrirhafnar vé- fengt, en hins vegar getum við fullyrt, að ef heildargreiðslur til meðlima F.Í.L. hafa numið 80 millj. króna, þatskuldar Ríkisút- varpið félaginu stórar fjárhæðir vegna innheimtu félagsgjalda, sem það heldur eftir af launum meðlima okkar og lífeyrissjóðs- gjöld. í þessum kafla er talað um „greiðslur til leikara" eins og nánast engin vinnæ liggi að baki. Leikarar hafa lagt mikið á sig í sambandi við vinnu fyrir sjónvarp og íjölmargir neitað sér um sumarleyfi af þeim sökum, en sjónvarpið hefur tekið það í sig að aðeins sé hægt að vinna að leikritagerð um sumarmánuðina vegna anna leikara við leikhúsin, en þá ber að athuga að í F.Í.L. eru 158 leikarar og þar af aðeins tæpur helmingur starfandi við leikhúsin. Síðan er fullyrt, að engin á- kvörðun hafi enn verið tekin, er hnigi í þá átt, að um samdrátt yrði að ræða. Það má vera að samdráttur hafi ekki verið ákveðinn, en það hafa framkvæmdir heldur ekki verið. Ef Ríkisútvarpið hefði átt að geta staðið við fyrirheit sín, hefði ákvörðun um leikritaframleiðslu orðið að liggja fyrir fyrir jól. Engin ákvörðun var tekin fyrr en seint í þessum mánuði. að taka ekki ákvörðun um framleiðslu, samsvarar því ákvörðun um sam- drátt. Vissulega fögnum við því, að útvarpsráð tók loks ákvörðun um gerð 3ja ísl. leikrita, hins vegar lítum við á „Paradísarheimt" sem þýska framleiðslu, enda gera ieik- arar samninga sína við Þjóðverja án milligöngu Ríkisútvarpsins. Þótt framlag Ríkisútvarpsins, að þeirra eigin mati, sé 35 millj., þá höfum við engan veginn sam- þykkt, að það jafngildi þremur uppsetningum sjónvarps, eða eig- um við kannski að meta afgangs- kostnaðinn (580 millj.) sem 50 uppsetningar? „Paradísarheimt" verður í þremur þáttum. „Sjálf- dærni" þekkist ekki í dag. Það er samt langt frá því, að við viljum vanmeta viðleitni Ríkisút- varpsins til leikritagerðar og við óskum eftir samstarfi um það, sem ætti að vera sameiginlegt markmið okkar, að gera veg inn- lendrar framleiðslu sem mestan og bestan og er hér ekki bara átt við leikrit. Fyrirhugaðar ráðstafanir okkar nú, til að tryuggja veg okkar listgreinar eru hvorki ótímabær- ar, ástæðulausar né á misskilningi byggðar, eins og staðhæft er, og fullyrðingar okkar hafa við rök að styðjast, þótt starfsmönnum Ríkisútvarpsins takist e.t.v. að slá ryki í augun á fólki, af hvötum, sem við skiljum ekki. Við vonum hins vegar, að Ríkis- útvarpið láti af oflæti sínu og gangi einlæglega til þeirra við- ræðna, sem þurfa að eiga sér stað um þetta mál og að sameiginlega finnum við því farsæla lausn. F.h. F.Í.L. Gísli Alfreðsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.