Morgunblaðið - 29.05.1979, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ1979
29
Að þessu sinni voru brautskráðir 60 nýstúdentar írá Menntaskólanum í Kópavogi. Ljósm. Guðjón.
Menntaskólinn í Kópavogi
útskrifar 60 nýstúdenta
Fjölbrautarskóla
Suðumesja slitið
FJÖLBRAUTASKÓLA Suðurnesja var slitið sl. Iaugardag í
samkomuhúsinu Festi í Grindavík og voru við það tækiíæri
útskrifaðir 18 nýstúdentar. í yfirlitsræðu Jóns Böðvarssonar
skólameistra kom fram að um 490 nemendur stunduðu nám í
dagskólanum í vetur en að auki nær 70 í öldungadeild.
Heildarfjöldi nemenda var því rösklega 550. Kennarar voru
MENNTASKÓLINN í
Kópavogi brautskráði sl.
laugardag 60 nýstúdenta
og er það íjórði árgangur
stúdenta, sem brautskráð-
ir eru írá skólanum. Skól-
anum var slitið við hátíð-
lega athöfn í Kópavogs-
kirkju að viðstöddu fjöl-
menni. Skólameistari, Ing-
ólfur A. Þorkelsson, flutti
skólaslitaræðuna, afhenti
stúdentum skírteini og
verðlaun fyrir ágætan
árangur í einstökum
greinum. Skólakórinn
söng undir stjórn Ragnars
Jónssonar tónlistarkenn-
ara. Einn stúdenta, Kjart-
an Árnason, flutti ávarp
og árnaði skólanum allra
heilla.
Sem fyrr sagði voru að þessu
sinni brautskráðir 60 nýstúdentar,
34 piltar og 26 stúlkur. Hæstu
einkunn á stúdentsprófi hlaut
Guðni Guðmundsson, 4. bekk E
(Eðlisfræðideild) 8,7. Hæstu eink-
unn, sem gefin var í skólanum í
vor, hlaut Sigurbjörg Stefánsdótt-
ir 1. bekk, 9,0.
í ræðu sinni fjallaði skólameist-
ari m.a. um nauman húsakost
skólans og nauðsyn þess, að
byggja yfir starfsemi hans, naum-
ar fjárveitingar og skipulagsleysi í
byggingarmálum. 7. apríl s.l. var
efnt til kynningar á starfsemi
skólans. Fjöldi manns kom í skól-
ann á þessum kynningardegi,
spurði margs og sýndi mikinn
áhuga á starfsemi hans. S.l. vetur
stóðu nemendur skólans að vanda
fyrir skammdegishátið 1. desem-
ber og var hún vel sótt af Kópa-
vogsbúum. Leiklistarklúbbur skól-
ans frumsýndi Strompleikinn eftir
Halldór Laxness 17. mars að
viðstöddum höfundi og konu hans.
45.
53 nemendur brautskráðust:
1 atvinnuflugmaður, 5 vél-
stjórar, 1. stigs, 3 nemendur af
viðskiptabraut eftir tveggja
ára nám, 26 iðnaðarmenn og
18 stúdentar. Af iðnaðar-
mönnum voru húsasmiðir fjöl-
mennastir, 7 talsins, en síðan
rafvirkjar 6. Burtfararprófi
luku einnig húsgagnasmiðir,
pípulagningarmenn, skipa-
smiðir, ljósmyndari, málari,
múrsmiður og vélvirki.
í stúdentahópnum voru 3
öldungar sem nám stunduðu
samkvæmt áfangakerfi
Menntaskólans við Hamra-
hlíð, en hinir 15 samkvæmt
áfangakerfi fjölbrautaskóla.
Fjölbrautaskóli Suðurnesja
hefur aðeins starfað í þrjú ár
og allir stúdentar sem þaðan
hafa brautskráðst hingað til,
36 alls hófu framhaldsnám
annars staðar svo sem í
Menntaskólanum í Hamra-
hlíð, Menntaskólanum á Laug-
arvatni, Flensborgarskóla,
Verslunarskóla íslands eða
menntadeild Gagnfræða-
skólans í Keflavík.
Auk skólameistara töluðu
Albert K. Sanders af hálfu
Sambands sveitarfélaga á
Suðurnesjum, Margrét Sand-
ers, fulltrúi nýstúdenta,
Magnús Marel Garðarsson af
hálfu iðnnema, Ægir Sigurðs-
son, formaður kennarafélags
F.S. Jón Ólsen, formaður Vél-
stjórafélags Suðurnesja, og
færði hann skólanum að gjöf
200 þúsund krónur frá félag-
inu og loks Guðlaugur Þor-
valdsson, háskólarektor.
Fagnaði hann stofnun og
starfi fjölbrautaskóla á ætt-
arslóðum sínum og færði skól-
anum, skólameistara og
brautskráðum nemendum
blóm. Lúðrasveit Grindavíkur
lék nokkur lög.
Ingólfur A. Þorkelsson skólameistari afhendir einum nýstúdenta.
Kristjönu Kristjánsdóttur úr máladeild, prófskfrteini.
18 nýstúdentar voru útskrifaðir frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja sl.
laugardag.
Á 50 ára starfstíma skólans
lætur nærri að um 8700 nemend-
ur hafi brautskráðst frá skólan-
um en hópurinn, sem verið hefur
við nám í skólanum um lengri
eða skemmri tíma er þó stærri
og lætur nærri að alls hafi um 10
þúsund nemendur notið kennslu
á vegum skólans. Félagslíf nem-
enda hefur jafnan verið blómlegt
en þröngur húsakostur hefur þó
verið því þrándur í götu. Blað
skólafélagsins, Blysið, hóf göngu
sína á 2. ári skólans og var í
fyrstu lesið upp úr því á fundum.
Seinna var farið að fjölrita
blaðið og kom það út flest árin
allt til ársins 1974. Þá eignaðist
skólinn á árunum fyrir 1940
landspildu við Leirvogsvatn, efst
í Mosfellsdal og var það ætlunin
að koma upp aðstöðu fyrir nem-
endur skólans til vetraríþrótta.
Fyrstu tvö árin voru kennarar
skólans tveir, skólastjórinn sr.
Ingimar Jónsson og Árni Guðna-
son magister. Skólastjórar við
skólann hafa verið, auk sr. Ingi-
mars, Sveinbjörn Sigurjónsson
frá 1955 til 1969, Jón Á. Gissur-
arson hóf störf við skólann 1935
en skólastjóri var hann á árun-
um 1969 til 1973, Gunnar Finn-
bogason hefur verið skólastjóri
Vörðuskóla frá 1973.
Þess má geta að sami maður
hefur verið stjórnskipaður próf-
dómari í íslensku við skólann frá
1929 til 1973 eða í 44 ár en það er
Jóhann Sveinsson cand. mag. frá
Flögu.
Vörðuskóla slitið í 50. sinn
Hefur heitið
fjórum nöfnum
frá stofnun
VÖRÐUSKÓLA í Reykjavík var
sl. laugardag slitið í 50. sinn en
skólinn hefur á þessum fimmtíu
árum borið ýmis nöfn en lengst
af var hann nefndur Gagn-
fræðaskóli Austurbæjar. í vetur
hefur starfsemi skólans verið
með þeim hætti að 140 nemend-
ur hafa verið við svonefnt for-
nám fyrir iðnskóla auk þess,
sem í skólahúsinu fór daglega
fram kennsla 200 til 300 nem-
enda úr Iðnskólanum í Reykja-
vík. Til prófs gekk í vor 131
nemandi og luku allir prófum
nema 2. Skólastjóri Vörðuskóla,
Gunnar Finnbogason, rakti í
skólaslitaræðu sinni helstu atr-
iði úr sögu skólans en að henni
lokinni afhenti Kristján Thor-
lacius yfirkennari nemendum
prófskírteini sín.
Hópur eldri nemenda skólans
var viðstaddur skólaslitin sl.
laugardag, auk ýmissa, sem
starfað hafa við skólann á um-
liðnum árum en meðal gesta var
sr. Ingimar Jónsson, sem var
skólastjóri skólans á árunum
1928 til 1955, en Ingimar er nú 88
ára gamall. Við skólaslitaat-
Vörðuskóla í Reykjavík var sl. laugardag slitið í 50. sinn. Ýmsir eldri nemendur og starfsmenn
skólans voru viðstaddir skólaslitin. Ljósm. Guðjón.
höfnina afhentu 20 ára gagn-
fræðingar skólanum að gjöf mál-
verk af skólahúsinu eftir Jónas
Guðmundsson. Við skólaslitin
sungu vinir skólans og gamlir
nemendur undir stjórn Garðars
Cortes.
Skólinn var stofnaður með
lögum nr. 68 frá 1928 og nefndist
hann þá Ungmennaskólinn í
Reykjavík. Var hann settur í
fyrsta sinn 2. október 1928 í húsi
gamla Stýrimannaskólans og
voru nemendur hans fyrsta árið
47 á aldrinum 13 til 17 ára auk
þess voru 17 nemendur í kvöld-
skóla, sem rekinn var á vegum
skóians. Frá 1930 er skólinn
nefndur Gagnfræðaskólinn í
Reykjavík en oftast var hann þó
nefndur Ingimarsskólinn eftir
skólastjóranum. Ný lög um
gagnfræðanám tóku gildi 1946
og þegar skólinn fluttist í nýtt
skólahús við Skólavörðuholt, þar
sem hann er enn til húsa, árið
1949, er hann nefndur Gagn-
fræðaskóli Austurbæjar. Síðast
var nafni skólans breytt fyrir
nokkrum árum vegna ruglings
við gagnfræðadeildir Austur-
bæjarskólans og nafni skólans
breytt í Vörðuskóla.