Morgunblaðið - 29.05.1979, Side 32

Morgunblaðið - 29.05.1979, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 1979 Sigurður Þórðarson, form. stjórnar Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkurborgar: ákvörðun um að eyðileggja upp- lýsingar við ákveðnar ytri aðstæð- Upplýsingamiðlun og þróun tölvutækni ERINDI FLUTT Á FUNDI HJÁ SKÝRSLUTÆKNIFÉLAGI ÍSLANDS. Þær þjóðfélagsbreytingar, sem átt hafa sér stað og hófust með hinni svonefndu iðnbyltingu á seinni hluta 18 aldar, hafa leitt til þess að nánast öll hegðun manna og það umhverfi, sem maðurinn hefur búið sér til, hefur á þessu tímabili svo til gjörbreyst. Verk- efnaskipting milli þjóða, fyrir- tækja og einstaklinga og það, að menn hafa sameinast um að leysa mörg hinna veigamestu velferðar- verkefna með samstarfi sín í milli, hefur leitt til þess, að þeir, sem hafa með höndum yfirstjórn þess- ara mála á hverjum tíma, þurfa að ráða yfir nægjanlegum upplýsing- um um viðkomandi viðfangsefni, svo að þeir geti grundvallað ákvarðanir sínar á sem traustust- um grunni. Þá hefur söfnun upp- lýsinga og notkun þeirra í öllu vísindastarfi og í mótun nýrrar löggjafar verið veigamikill þáttur í allri framþróun þeirra mála. Sagt er, að nú á dögum sé upplýsingamiðlunin einn veiga- mesti þátturinn og hafi áhrif á alla stjórn mála, efnahags-, félags- og menningarmála, og að segja megi að enginn einn þáttur hafi haft eins mikil áhrif á allt þjóðlíf frá því á dögum iðnbylting- arinnar. Ef þessar staðhæfingar eru réttar, er ljóst, að það getur veitt mikið vald að hafa fullkomin tök á upplýsingamiðluninni og því mikilvægt að öll öflun og fram- setning hennar sé gerð þannig úr garði, að hún gefi sem réttustu og hlutlausustu mynd af því sem fjallað er um. Þá er staðhæft, að stjórnvöld án upplýsinga séu nánast blind í allri sinni ákvörðunartöku. Þá hefur upplýsingamiðlunin veigamiklu hlutverki að gegna í þá veru að gefa mynd af hegðun manna og afstöðu til þeirra, sem með stjórn fara á hverjum tíma, þannig að þeir geti tekið ákvarðanir í sam- ræmi við vilja fólksins, stuðlað að betra þjóðfélagi og tekið tillit til sem flestra sjónarmiða einstakl- inga við mótun þess. Tölvutæknin kemur til sögunnar Þegar þörfin fyrir aukið upplýs- ingastreymi milli einstaklinga, fyrirtækja, opinberra aðila og þjóða sagði til sín í daglegum störfum manna, samfara þeim þjóðfélagsbreytingum sem vitnað var til hér að framan, kom fljót- lega í ljós að ekki yrði unnt að afla allra þeirra upplýsinga, sem nauð- synlegt var, og á svo skömmum tíma, sem þörf krafði, m.t.t. gildis þeirra, nema til kæmi tækni sem aðstoðaði manninn við úrvinnslu þessa verkéfnis. Sú tækni sem kom til sogunnar til að leysa þessar þarfir er hin svonefnda tölvutækni. Á síðustu tuttugu til þrjátíu árum hefur orðið mikil framþróun og tæknibreytingar í tölvuiðnaðin- um, og ekki síður mikil þróun á notkunarsviði hennar. Er nú svo komið, að í dag er heildarvelta í tölvuiðnaðinum í heiminum sú þriðja stærsta. Um 90% af um- setningunni hjá tölvuiðnaðinum eru á hendí fárra fjölþjóðafyrir- tækja, sem öll hafa höfuðstöðvar í einu og sama landinu. Þá er athyglisvert, að þau 10% sem eftir standa, eru framleidd samkvæmt leyfi eða fyrir áhrif tækninnar í þessu háþróaða landi sem er Bandaríkin. Heildarvelta 50 stærstu tölvufyrirtækjanna í Bandaríkjunum var á árinu 1977 tæpir 30 þúsund milljónir $., þar af var það stærsta með um helm- ing. Aukning í tölvuiðnaðinum hefur verið mikil á undanförnum árum og það, sem er sérstakt við þá þróun, er að þrátt fyrir sam- drátt í þjóðarframleiðslu margra þjóðlanda, hefur aukning á þessu sviði ekki fylgt þeim samdrætti, en aðeins einn annar veigamikill málaflokkur hefur þróast með sama hætti, en það eru heil- brigðismálin. Allar spár um þróun tölvuiðnað- arins á næstu árum sýna að aukningin mun halda áfram og mjög líklega aukast frá því sem verið hefur nú hin síðustu ár. Árið 1977 voru í Bandaríkjunum 195 þúsund tölvur, sem höfðu verðgildi meira en 50 þúsund $. Þá er talið að 1,5 milljón endastöðvar séu í notkun þar í landi og um 1 milljón manna starfi við tölvuiðnaðinn. Á árinu 1985 er talið að um 500 þús. tölvur verði í notkun þar í landi sem hafi verðgildi meira en 50 þúsund $, að fjöldi endastöðva verði um 13 milljónir og við þennan iðnað starfi um 5,5 milljónir manna. Þá er ennfremur bent á, að á árinu 1985 munu um 70% af öllum vinnandi mönnum í því landi hafa aðgang að tölvum í sínum daglegu störfum. Örtölvurnar Talið er að framleiðsla á örtölv- um á degi hverjum í byrjun næsta áratugar verði meiri en fram- mönnum sé ljóst hverju sinni hlutur hennar í heildarmyndinni. Þá er áætlað að mesta aukning- in á notkunarsviði tölvutækninnar verði í sambandi við svonefnda texta-vinnslu og spá menn því, að á næstu árum muni aukningin nema um 50% á ári. Það, sem átt er við með textavinnslu, er notkun tölvuvinnslu við skriftir á alls konar texta, umskrift, fjölföldun, uppfletting og leitun að atriðis- orðum fjarsending og vélræn geymsla á texta. Talið er að magn texta í venjulegu viðskiptalegu umhverfi, borið saman við tölur, sé í hlutfallinu 7 á móti 3, þ.e. umfang texta er rúmlega helmingi meira en talna. Spáin segir að þessar nýju aðferðir við að með- höndla texta eigi eftir að gjör- breyta meirihlutanum af öllu skrifstofuhaldi á mjög skömmum tíma og fækka verulega starfsliði sem vinnur við þau störf. Hin mikla aukning á fjarvinnslu og þar með fjölgun á endastöðv- um, mun auka mjög álag á síma- kerfið og talið er, að þessi þróun muni leysa af hólmi stóran hluta þeirra hefðbundnu póstþjónustu, sem við þekkjum í dag. Kostnaður við sjálfan vélbúnað- inn sem hlutfal) af heildarstkostn- aðinum við tölvuvinnslu mun enn halda áfram að lækka, þannig að vélbúnaðurinn sem slíkur verður ekki eins afgerandi um framþróun þessarar tækni eins og hingað til. Þá er jafnframt ljóst, að hinn nýi Um 700 manns þjóna nú tölvunum hér á Islandi leiðsla á svonefndum smátölvum alls ársins ’78. Þegar slíkur samanburður er viðhafður, verða menn að hafa í huga notkun þessara tækja. En ljóst er að örtölvur koma ekki nema að litlu leyti inn á þau verkefni sem tölvur fást við. Örtölvur eru og verða mikið notaðar sem hluti af stærri tækja- búnaði, svo sem Á alls konar mælitækjum eins og til dæmis í jarðskjálftamælun, tækjum til staðarákvörðunar, sem hluti af stjórnkerfi ýmiss konar og í gjaldamælum bifreiða, svo nokkur dæmi séu nefnd og hafa sum þessara tækja verið hönnuð og smíðuð hér á landi. Þá hefur stór hluti af örtölvum farið til áhuga- manna sem notað hafa þær til ýmiss konar tilrauna og jafnframt hafa þær verið nýttar á heimilum til margs konar stýringar, t.d. á lýsingu og hita. Af þessu má sjá, að notkun þess, sem við nefndum í daglegu tali tölvu, er mjög um- fangsmikið og í reynd er oft tölvubúnaðurinn mjög lítill hluti af þeim tækjabúnaði sem í hlut á. Þessar staðreyndir ber að hafa í huga þegar rætt er um tölvur og notkun þeirra. Hér á landi hefur þess nokkuð gætt, að menn hafi látið umræðuna um of snúast um sjálfa tölvuna og að það eitt nægi til að sanna ágæti viðkomandi tækjabúnaðar. Því er mikilvægt að menn hagi allri umfjöllun um tölvur og tölvutækni þannig, að vélbúnaður mun krefjast minni og minni sérbúnaðar í aðstöðu. Sjálfsagður tækjabúnaður Af þessu má greina, að hlutur tölvutækninnar, ekki bara við upplýsingamiðlunina heldur og sem hluti af öðrum tækjabúnaði, mun stóraukast á næstu árum. Verður litið á slíkan vélbúnað sem sjálfsagðan hlut á sama hátt og reikni- og ritvélar í dag, svo eitthvert dæmi sé nefnt til saman- burðar. Hins vegar er ekki séð fram á umtalsverða byltingu á sviði hugbúnaðar. Þau atriði, sem menn sjá helst þróast þar í næstu framtíð, eru , að áfram verði unnið að því að bæta svonefndan „High level languages". Annað atriði er, að stærri og stærri hluti þeirra verkefna sem stýri- og hjálparfor- rit framkvæma í dag, mun verða hluti af vélbúnaðinum, en það mun hafa í för með sér aukið öryggi og afkastagetu tölvubúnað- arins. Af þessu má sjá að kostn- aðurinn og vandamálin við fram- kvæmd tölvuvinnslu mun fyrst og fremst liggja á sviði hugbúnaðar- ins, annars en stýri- og hjálpar- forrita. I því sambandi vil ég leggja áherslu á tvö veigamikil atriði. Hið fyrra er nauðsyn þess að nýta stöðluð hugbúnaðarkerfi sem mest og möguleikann á því að færa véltækar upplýsingar á milli aðila, þannig að ekki sé verið að marg- Sigurður Þórðarson skrá sömu upplýsingarnar í vél- tækt form. Eins og ég gat um hér að framan, er ekki séð fram á, að kostnaðurinn við hugbúnað muni iækka á næstu árum og er því nýting staðlaðra kerfa enn mikil- vægari. Þá tel ég, að stærð þess markaðar, sem við búum við hér á landi, geri það ennfrekar nauðsyn- legt en ella, að menn nýti slíkan staðlaðan hugbúnað, þar sem magn þeirra upplýsinga, sem vinna á, er í flestum tilvikum mjög lítið og stærð fyrirtækja í reynd þannig, að þau geta ekki réttlætt þann kostnað, sem er samfara gerð sérstaks „hugbúnað- ar“. Hið síðara, að menn séu óhræddir við að taka þátt í og nýta þá miklu þekkingu og vinnu sem gengur kaupum og sölum innan tölvuiðnaðarins í formi hugbúnaðar landa á milli. í reynd er oft verið að leysa mjög svipaðar þarfir hjá hinum ýmsu þjóðum og eins og menn vita eru mörg fyrir- tæki starfandi í heiminum, sem eingöngu fást við þess konar verkefni. Ég tel, að í mörgum tilvikum muni afstaða manna til að nýta þennan möguleika geta haft afgerandi þýðingu um hag- kvæmni tölvuvinnslu hér á landi í náinni framtíð. Mjög mörg þess- ara kerfa hafa kostað nokkur hundruð mannár og býr mikil reynsla þeim að baki og ef við nýtum ekki þann möguleika að kumast framhjá þeim erfiðleikum, sem þessir aðilar hafa yfirunnið, með því að taka slíkt kerfi í notkun þar sem það á við, mun það ekki valda öðru en því, að bæði fjármagn og tíma er sóað og við njótum ekki þess afrakstrar sem tölvutæknin getur boðið okkur upp á. Of mikið vald? Sú mikla aukning sem séð er fyrir í notkun tölvuvinnslu í sam- bandi við upplýsingamiðlun á næstu árum og í ljósi þess, að upplýsingamiðlunin er mikilvæg- ur þáttur í allri stefnumörkun í þjóðfélaginu, spyrja margir hvort ekki sé nauðsynlegt að athuga hvort í reynd sé verið að færa á eina hönd, ef svo má að orði komast, of marga veigamikla þætti í hinni daglegu starfsemi þjóðanna og hvort ekki sé hætta á misnotkun upplýsinganna, hvað varðar framsetningu þeirra sem hefur aftur áhrif á ákvörðunar- tökuna, svo hitt hvort þeir, sem slíkar upplýsingar hafa, misnoti þær gagnvart öðrum aðilum. Ég tel að það lýðræðisþjóð- skipulag, sem við búum við hér á vesturhveli jarðar, tryggi í reynd að slík misnotkun mun aldrei geta gengið til lengdar. Mörg lönd hafa og eru með í undirbúningi að lögfesta ákveðnar leikreglur hvað þetta varðar. En aðalatriðið er, að þeir, sem eiga að nota og vinna með upplýsingar, séu sér meðvit- andi um þá ábyrgð sem felst í því að ráða yfir slíku afli. Annað mikilvægt atriði er, að til séu reglur um það hverjir skuli taka ur. Varðandi það, hvort of mikið af hinum daglegu störfum þjóða sé háð tölvuvinnslunni, er erfitt að leggja mælistiku á, en allt útlit er fyrir, að tölvunotkun í daglegum störfum eigi eftir að aukast enn frekar frá því sem er í dag. Samfara þeirri þróun skapast að sjálfsögðu ákveðin hætta, en höfuðatriðið er að menn reyni að meta í hverju slík hætta er fólgin og þá að tryggja sem best, að við kunnum að mæta slíkri hættu. Ég vil vara við því, að menn geri of mikið úr slíku, sérstaklega ef það er gert í þeim tilgangi að hefta skynsamlega notkun þessarar tækni. Benda má á, að ýmsir grundvallarþættir í þörfum manna eru háðir mörgum óvissu- þáttum og má í því sambandi nefna t.d. hina ýmsu orkugjafa, bæði innlenda og aðflutta erlendis frá. Þá hefur verið bent á það, að þeim þjóðum, sem ekki nýta sér allar upplýsingar til að auka á hagsæld og framþróun, tekst ekki að byggja upp þjóðfélag, sem stenst þær kröfur sem menn þekkja og vilja keppa að. Menn hafa líkt þessu við þann aðstöðu- mun sem var og er milli þeirra þjóðlanda, sem eru hvað iðnvædd- ust og hinna sem skemmra eru á veg komin. Þá hafa menn velt því fyrir sér, hvort þessi tækni sé í reynd að taka við af mannshuganum. Mönnum er ljóst, að þessi tækni mun ekki leysa af hólmi hugvit mannsins, en hún mun verða öflugt hjálpartæki til að manns- hugurinn nái enn lengra. I þessu sambandi hefur verið bent á, að við flóknar sjúkdómsgreiningar hafi notkun slíkrar tækni gert slíkar greiningar nákvæmari frá því að vera 45% í um 70%. Þá er talið að eftir einn til tvo áratugi muni enginn stórmeistari í skák geta unnið tölvu í skákkeppni. Ef þessar spár manna ganga fram er ljóst, hvort sem mönnum líkar betur eða verr, að hlutur upplýsingamiðlunar og þar með tölvutækninnar mun skipa veiga- mikinn sess í öllu þjóðlífi framtíð- arinnar. Því er það brennandi spurning og í reynd skilyrði að menn geri sér grein fyrir þróun þessara mála og að menn séu sér meðvitandi um hvert stefna skuli. Við og nágrannarnir Ef sú staðreynd er höfð í huga, að veigamikill þáttur í að ná betri efnahagslegum afrakstri sé m.a. góð upplýsingamiðlun og ef skoðað er hvernig okkur hér á landi hefur tekist í samanburði við aðrar nálægar þjóðir, kemur í ljós, að á þessum áratug höfum við ekki gengið götuna til góðs. Ef saman- burður er gerður á lífskjörum manna hér á landi og á öðrum Norðurlöndum, kemur í ljós að við erum talsvert verr settir. Spyrja má hvort þetta stafi af því, að stjórnvöldum séu ekki látnar í té nægilegar upplýsingar um þróun hinna mikilvægustu þátta efnahagslífsins, eða hvort skort hefur á, að þeir, sem við stjórnvöl hafa staðið hafi tekið réttar ákvarðanir m.t.t. þeirra upplýsinga og markmiða sem stefnt var að. Ekki ætla ég að gerast dómari í þessu máli, en þó vil ég láta þá skoðun koma fram, að ef borin er saman upplýsinga- miðlunin og öll umræða um þessi mál hér og hjá nálægum þjóðum, kemur í ljós að mikið skortir á, að þessi mál séu tekin jafn ábyrgum tökum hér á landi og þar. Einkum sú staðreynd, að hin faglega um- sögn er ekki nógu öflug í skoðana- myndun almennings og því hafa stjórnmála- og hagsmunaöflin getað nánast túlkað upplýsingar eins og þeim hentar best á hverj- um tíma, án þess að eiga á hættu að hinn faglegi aðili geri athuga- semd við. Ég vil ennfremur láta þá skoðun mína koma hér fram, að ég hef oft undrast það, hvað annars vel hæfir og menntaðir menn hafa látið sér lynda, hvað varðar upp- lýsingar, þegar þörf er á að taka mikilvægar ákvarðanir. Jafnframt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.