Morgunblaðið - 29.05.1979, Page 34

Morgunblaðið - 29.05.1979, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 1979 Þorvaldur Garðar Kristjánsson alþingismaður: Félagslegar úrbætur í stað f óstureyðinga FRUMVARP Þorvalds Garðars Kristjánssonar alþingismanns um þrengingu heimilda til fóstureyðinga vakti alþjóðarathygli, þó að skoðanir væru skiptar um efni þess. Hann fylgdi þessu frumvarpi eftir með öðru frumvarpi, sem fól í sér, ef samþykkt hefði verið, félagslegar ráðstafanir til að auðvelda mæðrum, eða verðandi mæðrum, að skapa sér og barni sínu framtíð. Hér á eftir fer framsaga hans, að meginefni, fyrir hinu síðara frumvarpinu. í síðari ræðu Þorv. Garðars í þessari umræðu kom fram, að Samband kvenfélaga á Akureyri hefði lýst eindregnum stuðningi við frumvarp hans um þrengingu heimilda til fóstureyðinga og beint áskorun til allra félagasamtaka í landinu þess efnis, að taka málið til meðferðar. Stóraukin félagsleg fyrirgreiðsla Frumvarp þetta felur í sér félagslegar ráðstafanir, sem er ætlað að bæta úr þeim félagslegu ástæðum, sem nú geta samkvæmt lögum heimilað fóstureyðingu. Með frumvarpi þessu er lagt til, að það sé bætt úr þessum félagslegu ástæðum með því að gera breyt- ingar á lögum um almannatrygg- ingar. Hér er um að ræða verulega aukna aðstoð við einstæðar mæð- ur og heimildarákvæði um slíkt hið sama til hjálpar konum, sem eru í hjúskap eða í sambúð, en eru hjálparþurfi. Skal ég nú gera grein fyrir hinum einstöku grein- um þessa frv. 1. gr. fjallar um mæðralaun. Þar er kveðið svo á, að mæðralaun skuli vera árlega sem þar segir, eða með einu barni 200 þús. kr., með tveimur börnum 500 þús. kr., með þremur börnum eða fleiri 800 þús. kr. Hér er um að ræða verulega breytingu frá gildandi lögum og er það með tvennum hætti. í fyrsta lagi eru mæðralaun stórlega hækkuð frá því sem nú er. Auk þess er breytt hlutföllum á mæðralaunum milli konu með eitt barn og konu með tvö börn og svo konu með þremur börnum eða fleiri, þ.e.a.s., að hækkunin er mest þegar um eitt barn er að ræða og það er einnig veruleg hækkun, þegar um tvö börn er að ræða, en miklu minni hækkun, þegar um þrjú börn er að ræða. Til glöggvunar skal þess getið, að samkvæmt lögum voru mæðra- laun 1. mars 1979 57.264 kr. með einu barni. Hér er lagt til, að það verði 200 þús. kr. Með tveimur börnum voru mæðralaun sam- kvæmt gildandi lögum 1. mars 1979 310.836 kr. í frumvarpi þessu er lagt til, að þessi upphæð breytist þannig, að með tveim börnum nemi mæðralaun 500 þús. kr. Samkvæmt gildandi lögum voru mæðralaun með þremur börnum eða fleiri 1. mars 1979, 621.648 kr. Nú gerir þetta frum- varp ráð fyrir, að þetta verði hækkað í 800 þús. Ástæðurnar til þess að það er gerð tillaga um þessar breytingar eru augljóslega þær, að það verður ekki með neinum hætti talið, að það sé nóg að gert í þessum efnum sam- kvæmt gildandi lögum og það sjá menn best með því að líta á þær tölur, sem ég hef hér gert grein fyrir, upphæð mæðralauna miðað við 1. mars s.l. Fæðingarorlof Ég kem þá að 2. gr. frumvarps- ins. Hún stendur sér og hún er á þá leið, að það er gert ráð fyrir, að það komi ný gr. í lög um almanna- tryggingar, sem hljóði svo: „Greiða skal einstæðri móður óskerta dagpeninga samkvæmt 33. gr. í 90 daga eftir barnsburð, enda njóti hún ekki orlofsfjár vegna barnsfæðingar.“ Við minnumst þess, að nú eru gildandi lög um það, að konur þær, sem eru í verkalýðssamtökunum og svo konur í opinberri þjónustu hafa sérstakt fæðingarorlof. En það er ekki svo, að allar íslenskar konur hafi fæðingarorlof og það er svo um þær konur, sem eru mest þurfi fyrir aðstoð í þessu formi. Þar er um að ræða einstæðar mæður. Þetta ákvæði miðar að því að tryggja það, að undir öllum kringumstæðum fái einstæðar mæður sérstaka greiðslu í 90 daga eftir barnsburð. En þá er gert ráð fyrir, að konan njóti ekki orlofs- fjár vegna barnsfæðinga sam- kvæmt öðrum ákvæðum laga. Þetta er um 2. gr. frumvarpsins. Röskun á stöðu og högum Ég kem þá að 3. gr. frumvarps- ins og vil segja um hana, sem reyndar á við 4. gr. frumvarpsins, að samkvæmt þessum gr. eru Ungur gestur skoðar höggmynd Magnúsar Árnasonar, Mansöng, gerða f móberg. Ljósmyndin gæti heitið Ást og afkvæmi. Þingræða með frum- varpi til breytinga á almanna- trygginga- lögum teknar upp nýjar bætur til ein- stæðra mæðra, sem nú er ekki fyrir að fara í íslenskri löggjöf. Það er litið á það, að einstæð móðir verður við fæðingu barns oft eða oftast fyrir ákveðinni röskun á stöðu og högum^ Og það er ekki óeðlilegt, að hin einstæða móðir njóti aðstoðar til þess að mæta þessu. Við gerum slíkt í öðrum tilfellum. Við höfum t.d. sérstakan ekkjulífeyri, þegar kona missir maka sinn. Það er hugsað til þess að aðstoða konuna vegna þeirrar röskunar á stöðu og hög- um, sem það hefur fyrir hana að missa eiginmanninn. Af svipuðum ástæðum þykir mér rétt að veita aðstoð til einstæðrar móður til þess að bæta henni upp röskun á stöðu og högum, sem hún verður fyrir og getur orðið með margvís- legum hætti við barnsfæðingu. Samkvæmt 3. gr. frumvarpsins er gert ráð fyrir, að þessar bætur sem gert er ráð fyrir af þessum ástæðum til einstæðrar móður sé jafnhá eins og ekkjubætur sam- kvæmt 1. mgr. 17. gr. almanna- trygginga. Én þessar bætur á ekkjan rétt á í 6 mánuði og ég geri ráð fyrir að hin einstæða móðir hafi rétt til þessara bóta jafnlang- an tíma. í 17. gr. almannatryggingalaga er svo í framhaldi af ákvæðum um ekkjubætur, sem ég hef hér vikið að, ákvæði um það, að ef bótaþegi eigi barn yngra en 17 ára á framfæri sínu, eigi hann rétt á bótum í 12 mánuði til viðbótar. 4. gr. þessa frumvarps mælir svo fyrir, að hin einstæða móðir skuli undir sömu kringumstæðum, þ.e. a.s., ef barn innan 17 ára er fyrir á hennar framfæri, eiga rétt á þessum sérstöku bótum í 12 mán- uði til viðbótar eins og ekkjan. Sérstök heimildarákvæði í 5. gr. frumvarpsins er gert ráð fyrir, að það komi ný gr. inn í lög um almannatryggingar, þar sem verði tekin upp sérstök heimildar- ákvæði til aðstoðar í fyrsta lagi við einstæða móður og í öðru lagi við konu í hjúskap eða í sambúð undir vissum kringumstæðum. Hvað varðar konu, sem er einstæð móðir, þá er svo kveðið á í 1. mgr. 5. gr. frumvarpsins, að þegar niður falli bætur þær, sem ég var að gera grein fyrir og eru sam- kvæmt 3. og 4. gr. frumvarpsins, sé tryggingarraði heimilt að greiða einstæðri móður allt að fullum lífeyri einstaklings sam- kvæmt 11. gr. almannatrygginga- laga ásamt tekjutryggingu sam- kvæmt 19. gr. Hér er sett inn heimildarákvæði sem að sjálf- sögðu er ekki gert ráð fyrir, að verði notað nema undir vissum aðstæðum, þ.e.a.s. að það sé nauðsynlegt til aðstoðar við hina einstæðu móður. Það er hér vitnað til lífeyris einstaklings samkvæmt 11. gr. laga um almannatryggingar, þ.e. a.s. eins og segir í skýringum með frumvarpinu, að það er gert ráð fyrir, að upphæð þessara bóta sé sem svarar til þess sem þar segir í 11. gr., en þar eru ákvæði um elliiífeyri. En ellilífeyririnn er mismunandi svo sem kunnugt er eftir því hvort hann er fyrst tekinn við 67 ára aldur eða 72 ára aldur eða einhvers staðar þar á milli. Það er ekki ástæða að mínu viti að kveða nánar á um það, hve upphæðin á að vera há. Sam- kvæmt heimildarákvæðinu í 1. mgr. 5. gr. frumvarpsins hefur tryggingaráð það í hendi sér að meta það. En þó þykir mér það líklegt, að þar sem er um heimild- arákvæði að ræða mundi þetta væntanlega ekki fara yfir lægsta flokk ellilauna, þ.e. ef miðað er við, að ellilaunin séu fyrst tekin við 67 ára aldur, en það er veruleg upphæð samt á ári og var 1. mars s.l. 652.776 kr. En með því að þetta er heimildarákvæði, þá er það að sjálfsögðu í valdi tryggingaráðs að meta það, hve upphgæð þessi yrði há í hverju einstöku tilfelli. Konur í hjú- skap eða sambúð Allt sem ég hef sagt fram að þessu varðar bætta aðstöðu ein- stæðra mæðra. En frumvarp þetta gerir ráð fyrir, að það geti verið að fleiri séu aðstoðar þurfi í þessu efni en einstæðar mæður. Það geti verið, að svo sé ástatt um konu í hjúskap eða í sambúð. Þess vegna gerir 2. mgr. 5. gr. frv. ráð fyrir því, að tryggingaráð fái heimild til þess að ákveða greiðslur til þess- ara kvenna í hjúskap eða í sam- búð, sams konar greiðslur eins og gert er ráð fyrir til einstæðra mæðra. En ekki skilyrðislaust. Þetta verði bundið því skilyrði, að tekjur hjónanna eða sambúðar- fólksins fari ekki fram úr ákveðnu marki. Og auk þess að ástand á heimilum þessara mæðra sé það slæmt, að það jafngildi þeim ástæðum, sem samkvææmt gild- andi lögum heimila fóstureyðingu. Þetta er tekið skýrt fram í 5. gr. frv., því að þar segir, að þessar bætur komi aðeins til að uppfyllt- um eftirfarandi skilyrðum: — 1. Hafi konan alið mörg börn með stuttu millibili og skammt er liðið frá síðasta barnsburði. — 2. Eigi konan við að búa bágar heimilisástæður vegna ómegðar eða alvarlegs heilsuleysis annarra á heimilinu. — 3. Vegna annarra ástæðna, sem eru sambærilegar við ofan- greindar ástæður. Þetta ákvæði er orðrétt upp úr gildandi lögum, orðrétt tilteknar þær ástæður, sem geta heimilað fóstureyðingu. Þetta og raunar allt þetta frum- varp er byggt á þeirri forsendu, að það sé ekki eðlilegt, að fóstri sé eytt af félagslegum ástæðum, það eitt sé eðlilegt, að leysa og bæta úr hinum félagslega vanda. Þorvaldur Garðar Kristjánsson alþingismaður. Frumvarp þetta er flutt í fram- haldi, ef svo mætti segja, af öðru frumvarpi, sem ég hef flutt um breytingar á lögum sem fjalla um fóstureyðingar. í því frumvarpi er lagt til, að félagslegar ástæður geti ekki heimilað fóstureyðingu. Eg flutti allítarlega framsögu fyrir því máli og lagði áherslu á það sjónarmið, að þjóðfélaginu bæri að leysa þessar félagslegu ástæður með öðrum hætti en að gripið sé til fóstureyðinga. Þetta frumvarp er flutt í framhaldi af hinu fyrra frumvarpi um fóstur- eyðingar til þess að árétta þetta sjónarmið. Kynning máls til ákvörð- unar síðar Nú er það, að þetta frumvarp felur í sér tilteknar breytingar á tryggingarlöggjöfinni, að mínu viti um það, sem mest er um vert, að gert sé og á heima í lögum um almannatrygfgingar. Ég veit, að það geta verið ýmsir aðrir erfið- leikar fyrir hendi, sem þetta frumvarp nær ekki til. En ég tel, að þetta frumvarp sé ákaflega þýðingarmikið, geti verið þýðing- armikið spor í þá átt, að þjóðfélag- ið taki á sig þá skyldu að aðstoða hinar einstæðu mæður i staðinn fyrir að hlaupa frá þessum skyld- um með því að heimila fóstureyð- ingu af félagslegum ástæðum. En við munum aldrei — já, ég segi aldrei, þó að mér dytti í hug að segja seint, — hafa það ástand í þessu landi í félagslegum málefn- um, að það sé ekki alltaf hægt að finna einhverja erfiðleika, sem ekki verður séð við í löggjöf. En við erum á mikilli framfaraleið í þessum efnum. Við höfum verið það á síðustu árum, á síðustu áratugum. Við erum alltaf að bæta okkur í þessum efnum. En það yrði enn þá aukin hvatning til þess að gera það, ef það yrði nú fellt úr lögum, að félagslegar ástæður gætu heimilað fóstureyð- ingar. Og samkvæmt því, sem ég hef lagt til í því frumvarpi, sem ég hef hér áður flutt, þatá að gera það skilyrðislaust. Þrátt fyrir mikil- vægi hinnar félagslegu ástæðna, sem ég legg svo mikla áherslu á, þá eru ástæðan fyrir því að það eigi ekki að leyfa fóstureyðingar af félagslegum ástæðum. Og við skulum hafa það í huga, að umhyggja fyrir barni, sem fæðist í þennan heim, fer ekki alltaf eftir ríkidæmi eða því hve félagsmála- löggjöfin er fullkomin. Það hafa margir orðið góðir þegnar, sem hafa alist upp við kröpp kjör. Á sama hátt sem jafnvel ríkidæmi er engin trygging í þessu efni. Ég vildi, þó að ég leggi mikla áherslu á hinar félagslegu umbætur, einn- >g leggja áherslu á þessi víðtækari sjónarmið, sem við verðum einnig að hafa í huga. Ég geri ekki ráð fyrir og ætlast ekki til að þetta frumvarp né heldur hið fyrra frumvarp sem ég hef vitnað tiL verði afgreitt á þessu þingi. Ég geri mér grein fyrir, að þessi máFeru veigamikil og svo þýðingarmikil, að það er eðlilegt að bera þau fyrst fram til sýnis þannig að öllum hv. þm. gefist sem best rúm til þess að skoða sinn hug og athuga þessi mál.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.