Morgunblaðið - 29.05.1979, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 29.05.1979, Blaðsíða 41
félk í fréttum MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ1979 41 + ROKK- OG POPP-8tjarnan Elton John er nú í Sovétríkjunum. Myndin er tekin aí honum er hann kom til Sheremetyevo-flugvailarins í Moskvu. + Á VIA CATEANI. - Á þessai mynd má sjá Jóhannes Pál páfa er hann kom óvænt á þann stað á götunni Via Cateani í miðborg Rómar, þar sem lík ítalska stjórnmála- mannsins Aldo Moros fannst í bíl í maímánuði fyrir einu ári. — Páfinn átti leið um götuna í bíl sínum á leið til pólskrar kirkju þar í námunda. — Hann vatt sér út úr bíln- um og gekk að blómum- skrýddum „morðstaðn- um“. Þar bað hans heilagleiki fyrir hinum myrta stjórnmálamanni. + UNGFRÚ alheimur var þessi unga móÖir kjörin árið 1971, en hún heitir Georgina. — Hún heldur á nokkurra daga gömlum syni sínum, sem missti föður sinn í janúarmánuði síðastl. Faðirinn var PLO-skæruliði, „Abu Hassan“ var hann kallaður. Var hann drepinn í átök- um við ísraelska hermenn. Ekkjan fagra fæddi son sinn í þeirri stríðshrjáðu borg Beirut, höfuð- borg Libanon. — Hann hlaut nafnið Ali Salameh. Byrjið daginn snemma á Esjubergi í sumar opnum við kl. 7.00 alla morgna. Við bjóðum upp á nýlagað kaffi, ný rúnstykki og heit vínarbrauð. Fjölbreyttar veitingar. Það er ódýrt að borða hjá okkur. Veriö velkomin, u

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.