Morgunblaðið - 29.05.1979, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MAI 1979
45
VELVAKANDI
% SVARAR í SÍMA
0100 KL 10—11
FRÁ MANUDEGI
ua'ii if
getur svo viðkomandi dæmt sjálf-
ur.
Sjálfskaparvítin svokölluðu eru
mörg. Ein lúmskasta tegund
sjálfselskunnar kemur fram í því
þegar við mannanna börn reikn-
um okkur sjálfum til ágætis ým-
islegt sem við höfum ekkert með
að gera og hefðum engu getað
ráðið um þegar það átti sér stað.
Hér á ég við hvað við hljótum í
vöggugjöf vegna erfðalögmála,
hvernig líkamlega og andlega
næringu við hljótum á fyrstu
árum ævinnar, hvort við lifum í
sólarheimkynnum þar sem allt líf
dafnar eða hvort hlutskipti okkar
er að hýrast í fúkka kjöllurum
með þeim afleiðingum sem slíkt
hefur á líf og heilsu. Líka erum við
stolt af þeirri uppfræðslu sem við
fáum á alveg réttum tíma til þess
að geta notfært okkur sjálfskap-
arvíti hina sem fóru á mis við allt
það sem við fengum að gjöf.
Áfram gengur þetta því svo vex
hugur þá vel gegur og drambið
líka.
Um það að kolvitlaust sé að
rekja allt til uppeldis og kannski
einhverrar reynslu eða mæðu í
bernsku, vildi ég segja að ef það er
réttvísinni samkvæmt, þá sé að
gera sér grein fyrir orsökum hins
og þessa eins og að ala á sjálfs-
blekkingunni með því að skella
skuldinni þar sem hún á ekki
heima. Þetta tel ég að gildi hvort
sem kringumstæðurnar voru svo
krappar að úr manninum varð
minna en efni stóðu til eða þá að
hann var alinn upp í að ljúga að
sjálfum sér og öðrum.
Sjálfsuppeldið álít ég að geti
aðeins bætt úr sumu af því sem
hefur verið ábótavant. E.t.v.
mætti bæta við nám félagsfræð-
inga námskeiði í því hvernig
heillavænlegast væri að bregðast
við hinu og þessu í tilfellum þar
sem aðstoðin eða inngripin koma
til sögunnar alltof seint. E.t.v.
væri þá aðaláherslan lögð á hvað
færi hverjum og einum best þegar
þeir standa andspænis tjáningar-
erfiðleikum sem vart verða yfir-
stignir.
Einn af átján.
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
Á alþjóðlega skákmótinu í Wijk
aan Zee í Hollandi í byrjun þessa
árs kom þessi staða upp í skák
þeirra Guillermo Garcia. Kúbu,
og Júgóslavans Nikolac, sem hafði
svart og átti leik.
21 . . . e4! 22. Dc4 (Ef 22. Dxe4
þá He8 og vinnur mann) Hc8 og
hvítur gafst upp, þvi að hann fær
ekki varist mannstapi. Sovézki
stórmeistarinn Lev Polugajevsky
varð efstur á mótinu, hann hlaut
7'/2 vinning af 11 mögulegum.
Vinningi neðar komu þeir
Sosonko. Hollandi, Miles,
Englandi og Andersson. Svíþjóð.
• Um lengdar-
mælingu símtala
Enn einu sinni á að ráðast á
okkur Reykjavíkurbúa og í þetta
sinn á að mæla hvert símtal sem
fer yfir 3 mínútur og eigum við þá
að greiða sérstaklega ef til dæmis
símtal er 4 eða 5 mínútur. Ég tel
þetta ekkert annað en gífurlega
skattpíningu á okkur sem búum á
Reykjavíkursvæðinu og allt er
þetta gert til þess að þóknast
utanbæjarfólki, eða réttar sagt,
utanbæjarþingmönnum og meðal
annars okkar ágætu ráðherrum
sem eru kjörnir af utanbæjarfólki.
Ég er síður en svo að álíta að
utanbæjarfólk eigi að búa við
lakari kjör en við, alls ekki, en
víða úti á landi borgar fólk miklu
lægri gjöld en við á Reykjavík-
ursvæðinu sem borgum hæstu
gjöldin. Ég tel það siðleysi af
ráðamönnum að ráðast að hinum
almenna símnotanda á þennan
hátt. Hvað Danir og Norðmenn
gera er ekki okkar mál. Við eigum
ekki að apa allt eftir þeim og ef til
vill fylla land okkar af Aröbum og
öðrum útlendum lýð sem hefur
stóraukið eiturlyfjanotkun og
annan viðbjóð í þessum löndum.
Nær hefði Pósti og síma verið að
nota peningana sem greiða þarf
fyrir þetta tæki til að bæta
þjónustu við þá sem fá ekki síma
t.d. í Reykjavík og Kópavogi að ég
tali ekki um að byggja stöð í
Kópavogi og víðar.
Ég skora á þingmenn og borgar-
fulltrúa Reykjavíkur að stöðva
þessa árás á okkur sem búum í
Reykjavík og nágrenni og hindra
að slíkt komi fyrir í framtíðinni.
V.S.
• „Dapurleg
þjónusta“
Ætli yfirmenn póstþjónust-
unnar hér í Reykjavík myndu vilja
birta almenningi frambærileg rök
fyrir því að neitað er viðtöku á
ábyrgðarpósti á kvöldin, (á hinum
stutta „lúguafgreiðslutíma") sem
tekið er við póstsendinum um lúgu
á hurð póstafgreiðslunnar í aðal-
pósthúsi borgarinnar í Póst-
hússtræti.
Póstnotendur munu ekki telja
það notandi svar að benda fólki á
að fara með ábyrgðarbréf suður á
Umferðarmiðstöð úr því þessi
afgreiðsla er opin á annað borð. —
Almenningur vill fá skýringuna á
svo dapurlegri þjónustu í aðal-
pósthúsinu.
S.
'v HAM E£ AéAU'MfZ MUU
(Xaw/ao fA v/rr
HEBA heldur
við heilsunni
Nýtt námskeið
að hefjast
Dag- og kvöldtímar tvisvar eða fjórum
sinnum í viku.
Megrunarkúrar — Nuddkúrar — Létt
leikfimi o.fl.
Leikfimi — Sauna — Ljós — Megrun
— Nudd — Hvíld — Kaffi — o.fl.
Sérstakir dagtímar kl. 2 og 3.
Innritun í síma 42360 — 40935.
Þjálfari Svava, sími 41569.
Heilsuræktin Heba,
Auðbrekku 53, Kópavogi.
Bílarnir
voru að koma!
\FIAT 125 p
Verð kr. 2.400.000.-
m/ryðvörn.
Sýningabíll á staðnum til afgreiðslu strax.