Morgunblaðið - 17.06.1979, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.06.1979, Blaðsíða 27
í stuttu máli MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ1979 59 TÓNABÍÓ: NJÓSNARINN SEM ELSKAÐI MIG Um James Bond og félaga er fátt að segja. Þessi vinsælasti myndaflokkur kvikmyndasögunnar er nú næstum hverju mannsbarni kunnur, hver mynd ekki svo ýkja frábrugðin þeirri næstu á undan að það taki því að fjölyrða um það. En N.S.E.M. er þó vissulegá ein sú fyndnasta í flokkinum og hæfileikar tæknimanna sjaldan notið sín betur. Og upphafsatriðið, er Bond svífur fram af fjallseggjunum, er hreint út sagt stórkostlegt. APOCALYPSE NOW — Mynd ársins ’79? — Bandaríkjamenn eru að sjálísögðu hreyknir yíir því áliti sem kvikmyndagerðar- menn þeirra hafa útávið og svo glögglega kom í ljós á Cannes í vor. En eins og fram kom þá hér á síðunni, hirtu þeir öll helstu verðlaun hátíðarinnar. En hreyknastir eru þó Bandaríkjamenn þessa dag- ana af verðlaunamyndinni, APOCALYPSE NOW, fyrstu mynd snillingsins Francis Ford Coppola í ein fimm ár. Maður lítur tæpast svo í blað eða tímarit að ekki sé þar myndarinnar að góðu getið. Gott dæmi er hið vandfýsna, nýendurvakta ágætis-tímarit LIFE, en á forsíðu nýjasta eintaks þess trónar nauða- sköllóttur Brando í einu stærsta hlutverki myndar- innar. A.N. á að baki rösklega áratugarlanga sögu. Hún hefst er John Milius kemur með hálfhrátt handritið til fyrirtækis Coppola, sem síðan ákvað að setja það í hendurn- ar á ungum bráðefnilegum i mar Ein aí hinum raunsæislegu APOCALYPSE NOW. stríðsatriðum vini sínum, George Lucas (STTAR WARS), sem þá hafði ekki enn lokið við full-langa mynd. En árin liðu, ekkert gerðist í sögu myndar- innar en allir urðu þeir félag- ar heimsfrægir og uppteknir af öðrum verkefnum. Að því kom að Milius fór út úr myndinni; hægri stefna hans og frjálshyggja Coppola fór ekki alltaf nógu vel saman. Árið 1975 kom svo virkileg hreyfing á málin. Coppola hafði þá gnægð fjár handa á milli eftir vinsældir GODFATHER-myndanna, sem hann bæði leikstýrði og framleiddi. Og það sem meira var um vert, þær færðu hon- um einnig ótakmarkað álit kvikmyndaframleiðenda sem nú álitu hann hinn nýja snill- ing kvikmyndanna. Upphaflega ætlaði Coppola að gera A.N. í Bandaríkjun- um og með aðstoð hersins og fór nú á stjá að leita að heppilegu landsvæði til kvik- myndatöku. Georgia og Florida voru í sigti þegar herstjórnin í Pentagon þakk- aði pent fyrir sig — neitandi. Þetta viðhorf herforingjanna gjörbreytti fjárhagshlliðinni. Nú þurfti að finna æskilegt landsvæði í fjarlægu landi, þar sem einnig var kostur á bandariskum hergögnum. Eftir óhemju leit var fallist í anda Hitchcocks bregður Coppola rétt lyrir ;,rFi!rgá, ÍHi í hlutverki sjónvarpsfréttamanns. | ekki ósvipað og í Indo-Kína og stríðstæki hersins öll bandarísk og til leigu. Þá var hafist handa við að útbúa leiktjöld og endurbyggja landsvæði til kvikmyndatök- unnar. Þegar svo næstum var lokið við þessar framkvæmd- ir dundi annað reiðarslag yfir: fellibylur gekk yfir eyjarnar og gjöreyðilagði fjárfreka vinnu leikstjórans. Kvikmyndagerðaarmennirnir uðu nú að fresta öllum að- gerðum í tvo mánuði. Öhöppin og kostnaðurinn við gerð myndarinnar, — sem enn var ekki byrjað að filma-, var nú orðinn heimsfrægur, gárungarnir faarnir að kalla hana nöfnum eins og APOCALYPSE WHEN? og COPPOLA’S FOLLY. Það bætti ekki úr skák þegar ekkert varð úr því að Steve McQueen léki í myndinni, sökum kaupkrafna a, og svo skömmu síðar þeir James Caan og Gene Hackman. Þeg- ar hér var komið var forsaga A.N. orðin hin frægasta og umtalaðasta allar götur síðan CLEOPATRA! Brando varr með frá upp- hafii, þrátt fyrir stjarnfræði- leg laun, eða tvær millj. dala Virðist ykkur ekki meistari Brando vera hér víðs fjarri Stanley Kowalski? auk 10 prósenta af hagnaði — fyrir þriggja vikna vinnu! Hann fer með næst veiga- mesta hlutverk myndarinnar, hins hálfóða, hersnillings, Kurtz ofursta. Hann'yfirgef- ur stríðsafla landa sinna, en heldur með sína dyggustu fylgismenn yfir landamærin — til Kambódíu og heyr þaðan sitt einka stríð eftir eigin hugmyndum. Ófétans auðvaldið GAMLA BÍÓ: CORVETTU SUMAR Þeir félagarnir Matthew Robbins og Hal Barwood skrifuðu í sameiningu hand- rit tveggja, ágætra mynda. THE SUGARLAND ' EX- PRESS og BINGO LONG TRAVELLING ALL-STARS AND MOTOR KINGS. Hér birtist frumraun Robbins sem leikstjóra, en handritið eiga þeir saman, Efnið er frekar óverulegt. Nýja bíó — „3 konur”: Á mörkum draums og veruleika LÍKT og flestum kvik- myndaunnendum er kunn- ugt. þá er efnisþráður nýj- ustu (hérsýndrar) myndar Altmans, 3 KONUR, byggður að miklu leyti á draum leikstjórans. Myndin er óviss sem merking draumsins, vendipunktar óskýrir og yfirbragðið sem af öðrum heimi. 3 KONUR fjallar um samband Pinkyar (Sissy Spacek) og Milliear, (Shelley Duvall); sem kynnast af til- viljun á heilsuhæli fyrir gamalmenni, einhvers staðar á eyðimörk Suður-Kaliforníu. Þar starfa þær við hjúkrun, en hún sem slík er fáránleg, tilfinningasnauð færibanda- vinna og eyðimörkin er tákn þess ástar- og umhyggjuleys- is sem hrjáir samfélagið. Stúlkurnar reyna að klóra í bakkann. Millie með því að reyna að krækja sér í rekkju- nauta á þorpskránni. Pinky nærist á því að umgangast stöllu sína. I Willý er þriðja konan og er, ásamt manni sínum, eigandi íbúðarinnar sem stöllurnar búa í og eins þorpskrárinnar. Hún verður af og til á vegi þeirra, hljóð, leyndardóms- full, langt gengin með, símál- andi freskur af kvöldum, píndum manneskjum. Þremur konum og einum karlmanni. Maður hennar er ímynd „machoismans", karl- mennskudýrkunarinnar, aumkunarverðasta persóna myndarinnar. Og það dregur að uppgjöri sem er nokkuð í anda hinnr frægu myndar Bergmans, PERSONA. Sem fyrri myndir Altmans er 3 KONUR fjöldi tilbrigða; raunsæi, hryllinga, ofstæki og fáránleiki, allt svipað óraunveruleika draumsins. Líkt og fyrri daginn nær Altman mögnuðum leik hjá samferðafólki sínu, ég nefni það svo, því að leikstjórinn er frægur fyrir hversu frjálsar hendur hann gefur sam- starfsmönnum sínum, Shelley Duvall samdi t.d. megnið af handriti sínu í myndinni. í stuttu máli sagt hefur þessum merka leikstjóra enn tekist að skapa margslungið, sérstætt listaverk sem orð fá ekki nema að svo litlu leyti lýst. Ég vona að myndin bíði ykkar, kvikmyndaunnendur, þegar þessar línur birtast. Kenny (Mark Hamill) vill ekki gefast upp fyrr en í fulla hnefana, þegar Corvettunni, sem hann og skólabræðurnir endurbyggðu af miklum glæsileik, er stolið. Það frétt- ist af þessum svellandi sport- bíl í háborg lastanna, Las Vegas, og þangað helur Kenny. Á leiðinni er honum boðið far af ungri stúlku (Annie Potts) sem einnig er á leið til Vegas, en í öllu ókristilegri erindagjörðum: ætlar að komast í álnir á elstu iðngreininni . . . Hún gefur sér þó öllu rýmri tíma til að hrífast af Kenny, ræna hann sveindómnum og að- stoða við leitina að tryllitæk- inu. Allt fer vel, að lokum, unga parið hefur fengið sinn skammt af syndum spilltri veröld peningavaldsins og trítlar hönd í hönd inn í framtíðina. Hvorki fugl né fiskur, en þó bregður oft fyrir „off-beat sjarma“ og frísklegum, ung- æðingslegum tilburðum hjá leikstjóranum sem hér kemur með sína frumraun. Hann kemst mjög vel frá mörgum átakaatriðum myndarinnar og hefur gott vald á leikurun- um. Það verður forvitnilegt að sjá hvað Robbins tekst að gera með betra og heilsteypt- ara handriti. Stærsta hlutverkið, kapt. Willard — sem upphaflega var ætlað þeim McQueen og Caan, Harvey Keitel, sem fljótlega var rekinn og síðan boðið Jack Nichollson sem gat ekki þegið þaað sökum anna — rak loks á fjörur Martin Sheen, 38 ára gamals leikara, sem þá var lítt kunn- ur utan þess að hafa staðið sig með miklum ágætum í góðri, enn lítt kunnri myndd eftir Malick, BADLANDS. Hlutverkið er þungamiðja myndarinnar, en Willard er valinn af bandarísku her- stjórninni til að fara í hina löngu og hættulegu sendiför inn í frumskoóginn til að vinna á fyrrum þeirra besta manni Kurtz ofursta. Á leið- inni blasir við Willard viður- styggð, skelfing og gjöreyð- ingarafl styrjaldarinnar. Ferðin er meginkafli mynd- arinnar, en lokahlutinn, upp- gjör Willards og Kurtz er þriðjungur hennar og þá fyrst kemur Brando fram. Mikið orð fer af samleik þeirra Brando og Sheen og sagt er að sá síðarnefnndi komi jafnvel sterkari frá þeirra leik. Það segir ekki lítið um afrek þessa lítt kunna leikara. En það er ekki öll nótt úti enn hjá Coppola. Búið er að margseinka frumsýningu APOCALYPSE WOW, en nú hefur verið ákveðið að stóra stundin renni endanlega upp í byrjun ágústmánaðar n.k. Sýningarnar í Cannes teljast ekki með þar sem um ófull- gerða mynd var að ræða. Og þar duldist engum að talsverð nostursvinna var enn óunnin. Og það verður forvitnilegt að sjá hvernig endanlega útgáfa Coppola lítur út — og reiðir af. „Francis er á brún hengi- flugsins," segir Mike Medavoy, framleiðandi myndarinnar, „annaðhvort mun hann svífa sem örn eða hrapa sem bjarg.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.