Morgunblaðið - 17.06.1979, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 1979
39
ari er alvefí nauðsynlegt að
drekka mikið, auk þess sem
heitt te er aldrei illa liðið þegar
sest er niður eftir erfiðan dag.
Vegna hinna miklu kulda
sem gjarnan eru á þessum
slóðum er nauðsynlegt að búa
sig alveg sérstaklega vel. Auk
hins hefðbundna fatnaðar svo
sem ullarnærfata, ullarpeysa
og vindfata verður hver maður
að hafa með sér alklæðnað úr
dúni, þ.e.a.s. dúnúlpu, dúnbux-
ur, dúnvettlinga og dúnsokka
til að hafa í tjaldinu á kvöldin.
Svo er að sjálfsögðu nauð-
synlegt að vera með beztu gerð
af dúnsvefnpokum og einangr-
unardýnur undir.
Þá verða menn með sinn
klifurbúnað, s.s. mannbrodda,
tvær ísaxir, snjóankeri, örygg-
islása, ísskrúfur, líflínu, sér-
stök lífbelti til að binda línuna
í, auk sérstakra fjallaskíða,
sem eru útbúin með bindingum
sem einnig eru gerðar fyrir
fjallgönguskó.
Ilver hefur undirbúningur-
inn verið í vetur?
„Við höfum haldið allnokkr-
ar sanieiginlegar æfingar þar
sem gengið hefur verið á helztu
fjöll á Suð-Vesturlandi, s.s.
Eyjafjallajökul, Tindafjalla-
jökul, Skarðsheiði, Botnsúlur,
auk þess sem hver um sig hefur
æft sig á skíðum og haldið
þrekinu við t.d. með því að
synda hlaupa og hjóla eftir að
snjóa leysti. Svo búa menn
auðvitað að fyrri reynslu."
Er ekki hætta á að menn
verði fyrir ahrifum hinnar
svonefndu háfjallaveiki, þ.c.
lungna- eða heilabjúgs?
„Auðvitað er sá möguleiki
fyrir hendi, það er ekki mjög
óalgengt að menn fái þennan
kvilla á McKinley. Eina ráðið
til að varna því að fá veikina er
hreinlega að fara rólega yfir og
aðlagast hæðinni hverju sinni
og má segja að líkurnar á því
að menn sýkist séu hverfandi
ef rétt er að farið. Ef hins
vegar svo illa vildi til að
einhver úr hópnum fengi kvill-
ann erum við með sérstök
þagræsilyf sem gefin eru í
slíkum tilfellum, en kvillinn
lýsir sér þannig að vökvi sest
inn á lungu eða heila.“
Ilverjar eru líkurnar á því
að ykkur takist að sigra fjall-
ið?
„Við erum auðvitað mjög
bjartsýnir í upphafi ferðar á að
okkur takist þetta, en auðvitað
geta veður og annað slíkt
hamlað því. Það má eiginlega
segja að spurningin sé fyrst og
fremst sú hvort við fáum
skaplegt veður til að komast
upp,“ sögðu þeir félagarnir að
lokum. — sb.
Vönduð og traustbyggð sumarhús,
þaulreynd við íslenska staöhætti.
Þak-sumarhús hafa á undanförnum árum risiö víösvegar um land, ýmist í eigu
einstaklinga eöa félaga. Meöal kaupenda okkar eru Bandalag háskólamanna,
Starfsmannafélag Landhelgisgæzlunnar, Verkstjórafélag íslands, Golfklúbbur Vest-
mannaeyja, Menntaskólinn á Akureyri og Félag Flugumferðarstjóra, auk fjölda
einstaklinga.
Þak-sumarhús eru framleidd í tveimur stæröum 36 fm og 46 fm. Þau fást afhent á
mismunandi byggingarstigum, meö breytingum eftir óskum kaupenda.
Eigum enn óráðstafað örfáum húsum fyrir sumariö.
ÞAK h.f.
sími 53473
Heimasímar sölumanna:
53931 og 72019.