Morgunblaðið - 17.06.1979, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.06.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ1979 63 Umsjón: Séra Jón Dalbií Hróbjartsson Séra Karl Siyvrbjörnsson Siyuröur Pálsson Mdrottinsdegi Er þetta ekki mitt Leikritið „Er þetta ekki mitt líf?“, sem sýnt er um þessar mundir í Iðnó hefur vakið verðskuldaða athygli og umræður manna í milli. Bæði vegna snilldarlegrar túlkunar leikenda, ekki sízt Hjalta Rögnvaldssonar, sem leikur hinn lamaða Kenneth Harri- son, svo og vegna hinna áleitnu spurninga, sem leik- ritið tekur til meðferðar. Kenneth Harrison er lamaður vegna bílslyss og með öllu ósjálfbjarga. Hann vill binda enda á líf sitt. Hann vill að hann sé tekinn úr sambandi við þau t4ki, sem halda lík- amsstarfsemi hans gangandi, hann vill ekki lifa þessu til- gangslausa gervilífi. Við fylgjumst síðan með baráttu hans við yfirlækni sjúkra- hússins og lögin, unz dómari kveður upp þann úrskurð, að honum verði ekki haldið nauðugum á sjúkrahúsinu og fái sitt fram. Yfirlæknirinn lýsir því þó yfir, að sjúkling- urinn fái að vera áfram á sjúkrahúsinu eftir að tækin verða tekin úr sambandi, í þeirri von að honum snúist hugur þegar dauðastríðið hefst. Þarna vakna ótal spurning- ar. Ekki aðeins hvað varðar s.k. líknardauða, heldur yfir- leitt stöðu mannsins og frelsi einstaklingsins í okkar tæknivædda heimi, þar sem vélarnar eru mikilvægari en manneskjan og hin mannlegu sjónarmið víkja einatt fyrir áleitnum tæknibrögðum og hagnaður og arðsemissjónar- miðum, sbr. áhuga yfirlækn- isins á mónitornum, sem Biblíulestur vikuna 17.—23. júní Sunnudagur 17. júní Lúk. 16:19-31 Mánudugur 18. júní Jeremía 2: 4-19 Þriðjudagur 19. júní Jercmía 2:26-37 Miðvikudagur 20. júní Jeremía 5:1-13 Fimmtudagur 21. júní Jeremía 5:20-31 Föstudagur 22. júní Jeremía 6: 10-17 Laugardagur 23. júní Lúk. 13:22-35 myndi gera einni hjúkrunarkonu kleyft að fylgjast með fjórum sjúklingum í senn og þannig spara;j dýran mannafla á stofnuninni. Mitt í þessu er svo glíma sjúk- lingsins, sem sér engan tilgang lengur, þar , sem frelsi hans er ógnað, og hann er algjörlega upp á vélar og stofnunina kominn. Og í spurningum hans heyr- um við bergmála neyðaróp nútímamannsins, sem er að vakna upp við þann vonda draum, að hann er genginn í gildru, að tæknin, sem átti að vera þjónn hans, er orðin eins konar Frankenstein, ógnvekj- andi skrímsli, sem engu eirir. Kenneth Harrison er ekk- ert abstrakt, einangrað dæmi. Hann á allt of mörg þjáning- arsystkin, jafnvel miklu verr stödd, á okkar sjúkrahúsum og stofnunum. Það er ægilegt að horfa upp á ástvin í slíkum aðstæðum. Það er þungbært aO“vera aæmaúr til 'lífs al-’ gjörlega öðrum háður, með sáralitla möguleika til mann- legra samskipta. Og hræði- legt er að horfa upp á mann- eskju, sem að svo miklu leyti, sem vitað verður, er komin út yfir yztu mörk þess að geta náð minnstu heilsu á ný, en „lifir" með hjálp flókins tæknibúnaðar. Og hver getur ekki beðið Guð þess, að hann forði manni frá slíkum örlög- um? En hver og einn, ungur og gamall, sjúkur og heill, Úr ftœöum Lúthers: Faðir vor Sjötta bæn og eigi leið þú oss í freistni. Hvað er það? Svar: Guð freistar að sönnu einskis manns. En við biðjum i þessari bæn, að Guð vilji vernda oss og varðveita, svo að djöfullinn, heimurinn og holdið svíki okkur ekki og tæli til vantrúar, örvæntingar og annarrar svívirðingar og lasta, — og að við fáum, þótt við freistumst af þessu, unnið sigur að lokum og haldið honum. Sjöunda bæn Heldur frelsa oss frá illu Hvað er það? Svar: Við biðjum í þessari bæn, að Faðirinn á himnum frelsi okkur frá alls konar böli á líkama og sálu, eigum og mannorði, og unni okkur að lokum, þegar stund okkar kemur, sælla æviloka, og taki okkur í náð úr þessum eymdadal til sín í himininn. Nidurlagið Því að þótt er rfkið, mátturinn og dýrðin að eilífu. Amen. Hvað þýðir „amen“? Svar: Að ég skuli vera viss um, að slíkar bænir séu Föðurnum á himnum þóknanlegar og vérði bæn- heyrðar, því að hann hefur sjálfur boðið oss þannig, að biðja og heitið okkur bænheyrslu. Amen, amen, það þýðir: Já, já, svo skal verða. verður að búa við það grund- vallaröryggi, að ALLT verði gert sem í mannlegu valdi stendur til að bjaarga lífi hans. Hvað sem það kostar tryggingarkerfið og þjóðar- búið. Hér eftir sem hingað til verður að halda í heiðri þá grundvallarforsendu kristins mannskilnings, að hvert mannslíf er óendanlega mikils virði, hvað sem arð- semissjónarmiðum líður, að enginn þurfi að óska sér dauða vegna þess að hann sé byrði á öðrum. Frá kristnu sjónarmiði má aldrei leyfa líknardráp. Maðurinn má aldrei taka líf sitt í eigin hendur, .og ekki heldur líf annars. Það verður aldrei mitt einkamál, hvernig ég ver lífi mínu eða óska þess að aðrir „ráðstafi" því. „Eg á mig ekki hér í veröldinni, Drottinn, ég eign þín er af miskunn þinni." kvað Hall- grímur. Þú átt ekki þitt líf. Þú ert eign þess Guðs, sem tendraði lífið í brjósti þér og kallar þig til lífs með sér hér á jörðu og um eilífð, og honum stendur þú reiknings- skap ráðsmennsku þinnar. Og ð.<?'óaffcrní:ittíO \ðma - auga á það í okkar firrta tækniþjóðfélagi þar sem öllu er snyrtilega skipað í bása og box, þá er enginn einn, enginn er eyland, líf ogdauði ein- staklings grípur inn í líf fjölda annarra. Líknardauði — líknar-líf Enginn þarf hjálp til að deyja. Við þurfum ekki að krefjast þess réttar, að fá að deyja. Dauðinn kemur, hvað sem okkar kröfum og óskum líður. En það er óttinn, ein- semdin, tilgangsleysið og friðleysið, sem hinn sjúki verður að fá hjálp til að bera. Hver og einn verður að fá að finna, að hann nýtur umhyggju og umfram allt virðingar sem einstaklingur, en ekki sem tilfelli eða við- fangsefni. Kristin trú gefur engar leiðbeiningar í smá- atriðum um það hvernig bregðast eigi við spurningum Kenneth Harrisons og þján- ingarsystkina hans, utan það, sem felst í kærleiksboðorðinu um að ELSKA Guð og náung- ann. Og í sjálfu sér er það engin kristin grundvallar- regla að viðhalda beri „lífi“ með tæknibrögðum í það óendanlega. Slíkt getur jafn- vel verið grófleg afneitun hinnar kristnu skyldu við Guð og menn. Kristnum manni er „dauðinn ávinning- ur“. Og við ættum að um- gangast aðra í hvívetna á þann veg, og innrétta stofn- anir og þjóðfélag þannig, að enginn þurfi að óttast það að lifa né deyja. ks Úr: „Children’s Letters to God’’ ••* tóíj*; ■ ~ • iSS&M. fV , D&cir Q-oá, Chu/ob 15 a I righ t bur \fou Could <,,jre berre r m jí/c I bope rb/i dots ceorhurr Yovr Frt 11nq. C Q K Y o v ^vCiTC é ; 7) 2.1D'þc ny 5 Y :• o r f r i e nci \< i rr y Auðugur í GjjAj 1. sunnudagur eftir Þrenningarhátíð Pistillinn 1. Jóh. 4,16—21: Ef einhver segir: Ég elska Guð. en hatar bróður sinn, sá er lygari, því að sá, sem ekki elskar bróður sinn, sem hann hefur séð, getur ekki elskað Guð, sem hann hefur ekki séð. Guðspjallið Lúk. 16,19—31. Ríki maðurinn og Lazarus. Kristur er konungur himins og jarðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.