Morgunblaðið - 17.06.1979, Blaðsíða 2
34
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 1979
Agnar
Þórðarson:
EFtir aö hafa verið nokkra daga
í Varsjá fer myndin af borginni
smám saman að skýrast fyrir
manni. Hún skiptist að megin-
hluta í gömlu hverfin og nýju
hverfin. Ég fékk inni á Hótel
Bristol, sem er í gamla hlutanum,
þaðan er ekki langt niður að
Vistala, sem fellur lygn og skolug
milli grænna bakka tilsýndar, því
að laufmikil tré breiða úr sér á
árbökkunum beggja vegna.
Hótel Bristol er ekki eitt af dýru
hótelunum, en það hefur þekkt
glæsta tíð og má muna fífil sinn
fegri. Herbergi með baði kostar
780 slotys á dag, þá er innifalinn
morgunverður. A stóru hótelunum
eins og Hótel Victory og Hótel
Forum eru gistiherbergi miklu
dýrari. Ég gisti á einu slíku hóteli
í Poznan fyrir 1200 slotys á dag.
Opinbert gengi slotys, gjaldmiðils
Pólverja er eitthvað um 30 á móti
einum bandarískum dollar, svo að
miklum eldmóði á næsta aratug
eftir stríðslok.
Pólverji sem er á ferð með mer
um hverfið hefur sitthvað út á þá
endurbyggingu að setja, hún hafi
að ýmsu leyti verið of flausturs-
lega unnin, en ekki er hægt annað
en dást að slíku afreki.
Upp við húsveggi kringum torg-
ið eru víða sýningar á málverkum
og teikningum til sölu handa
ferðamönnum ásamt ýmiss konar
öðrum gripum, á miðju torginu
eru veitingaskálar og þyrping af
borðum í kringum þá með sólhlíf-
um, því að hitinn er mikill, yfir
þrjátíu stig í skugga, og svo hefur
það verið undanfarna^ daga. Við
fáum okkur svaladrykki, ég
sítrónublöndu, en félagi minn
Coca cola, sem er orðinn mjög
eftirsóttur drykkur hér. Virðuleg-
ur maður á svörtum lafajakka
með fölnaða nelliku í hnappagati
leikur á lírukassa, ofan á lírukass-
anum er páfagaukur í búri til að
laða að börn. Tónar berast út yfir
torgið, dúfur eru á flögri og á
snöpum eftir brauðmolum af borð-
um gesta. I hitanum er fólkið
léttklætt og ber minna á fátækt-
arblænum sem er þó yfir öllu
rauðleit saftblanda áþekk þeirri,
sem höfð var út á grjónagraut
þegar ég var krakki.
Maturinn smakkast okkur vel.
Það er héri í brúnni' sveppasósu
með ávöxtum í rjómaís sem eftir-
rétt. Með þessu fáum við flösku af
rúmensku rauðvíni.
Ég geri upp reikninginn við
stúlkuna, máltíðin kostar fyrir
okkur báða 1200 slotys. Það væri
dýrt fyrir venjulegan Pólverja þar
sem mánaðarlaun hans eru um
5000 slotys að meðaltali. Þar af
þarf hann e.t.v. að borga fjórðung-
inn í húsaleigu. Annars er ekki
auðveldara að gera sér grein fyrir
efnahagsmálum í Póllandi frekar
en í öðrum löndum, þar sem
hagfræðingar leika sér að tölum,
þegar þar viðbætast svo marx-
leniniskar kennisetningar. Félagi
minn býr í tveggja herbergja íbúð
sem hann er búinn að eiga í
nokkur ár. Hann er menntamaður
og hefur um 6000 slotys á mánuði,
vinnutíminn er frá klukkan hálf-
átta á morgnana til hálffjögur eða
fjögur alla virka daga nema fjórða
hvern laugardag. Auk þess fær
hann 26 daga sumarfrí. Ég kveð
félaga minn en hann varar mig við
rússneskum skriðdrekum á leið
minni til Varsjár? Jú, ég hafði
gert það.
Hann sagði mér, að það væri
keppikefli Pólverja að koma á
sósíalisma eftir sínu höfði, en ekki
erlendri fyrirmynd.
í Póllandi sagði hann að væri
mikið um smáverksmiðjur í einka-
eign og gæfu margar af sér góðan
arð, þrátt fyrir háa skatta, sér-
staklega varð honum tíðrætt um
ágóða gróðarhúsaeigenda, en þeir
viðskipti, en félagi minn stuggar
þeim burt.
Talið hefur borist að leikriti
Samuels Becketts, Beðið eftir
Godot, sem félagi minn hefur séð
á leiksviði.
— Það er alveg eins með okkur
og með flækingana í því leikriti,
segir hann, þeir eru alltaf að bíða
eftir Godot, en hann kemur ekki.
— En páfinn kemur, segi ég.
— Já, hann kemur, en hvað
getur hann sagt okkur. Hann mun
blessa fólkið og segja því að Guð
hafi ekki gleymt því, en stað-
reyndunum verður ekki haggað.
Herskarar Guðs eru á himnum,
ekki á jörðunni, enda hafa her-
skarar sjaldan fært Pólverjunum
annað en hörmungar og þjáning-
ar.
Flækingarnir í leikriti Becketts
voru oft komnir að því að örvænta
og minnstu munaði, að þeir
hengdu sig í angist sinni, en þeir
gáfu samt ekki upp alla von. Það
kom nýr dagur og jafnvel laufblað
á ömurlega hrísluna á sviðinu.
Eitt lítið blað getur vakið mikla
von.
Þegar ég geng yfir torgið á leið
minni heim á hótelið eru smiðir að
vinna á palli fyrir framan eina
höfuðkirkjuna á mörkum gamla
borgarhlutans, þar sem á að
messa við komu páfa. Hamars-
högg heyrast í næturkyrrðinni. Þó
er næstum engin umferð og fátt
eitt af fólki á ferli. Sigmundur
BEÐIÐ EFTIR PÁFA
' 'i‘ :
■ > í*
\
w f-:r’-
Við markaðstorgið í gamla borgarhlutanum.
Gamli borgarhlutinn séður handan yfir Vistala.
herbergi á slíku hóteli kostar
minnst 40 dollara á dag eftir því.
En það fer ekki framhjá neinum
ferðamanni í Póllandi að mikið er
sóst eftir því að kaupa erlendan
gjaldeyri, var mér víða boðið
120—140 slotys fyrir einn dollar.
En þar sem slík viðskipti eru ekki
lögleg fylgir þeim nokkur áhætta
og geta haft óþægilegar afleiðing-
ar í för með sér. A hótelum, á
ferðaskrifstofum og víðar verða
menn að leggja fram skilríki um
lögmæt gjaldeyrisviðskipti þegar
menn gera upp reikningana, en á
veitingahúsum og víða annars
staðar verður slíku eftirliti ekki
við komið.
Á leið minni frá hótelinu á
markaðstorgið í gamla borgar-
hlutanum eru margar kirkjur, og
þar hefur verið unnið sleitulaust
undanfarna daga. Margar hendur
hafa verið á lofti að hreinsa, þvo,
sópa og fægja, koparskraut kirkn-
anna glóði i sólskininu eins og
skíragull, arnarmerki Póllands og
merki páfa hafa verið sett upp
framan á kirkjurnar, sums staðar
mynd af Hans Heilagleika sjálfum
og borðar í fánalitum Póllands,
hvítir og rauðir ásamt litum
Vatikansins, hvítir, gulir og bláir
skreyta þær að framan eða drúpa
af kirkjuturnunum. Fólk stendur í
hópum fyrir utan kirkjurnar og
les um tilhögun heimsóknarinnar
langþráðu. Fyrir innan ómar
söngur, þó það sé rúmhelgur
dagur.
Við markaðstorgið standa göm-
ul hús á alla vegu, en þau hafa
raunar öll verið endurbyggð síðan
stríðinu lauk. Hermenn Hitlers
lögðu í rúst hvert einasta hús og
allt borgarhverfið. Á myndum frá
þeim tíma er ekki annað að sjá en
hálfhrunda veggi, gapandi rústir
og húsabrak og hauga af múr-
steinum. Pólverjar endurreistu
nákvæmlega gömlu hverfin af
þjóðlífinu, þar við bætist að um
þessar mundir er hér mikið af
aðkomufólki vegna heimsóknar
páfa en þó ekki áberandi frá
Vestur-Evrópu.
Seinna um daginn förum við á
veitingahús og fáum okkur að
borða. Mér hefur verið sagt að það
sé kjötskortur í borginni og víða
eru biðraðir fólks fyrir utan versl-
anir. Á Hótel Bristol er ekki hægt
að fá beikon, þó það standi á
matseðlinum, og hef ég því orðið
að láta mér nægja að fá tvö egg í
stað þess.
Víða á götum úti er selt græn-
meti og þar ber mest á alls konar
káli, kartöflum, radísum, gúrkum
og sveppum. Pólverjar virðast éta
ein ósköp af sveppum og kunna að
matreiða þá vel.
Á götuhornum eru menn með
smá handvagna, sem þeir selja
svaladrykki úr. Það er oftast
því að vera seint á ferli í gamla
borgarhlutanum, þar sé mikið um
þjófnað og önnur myrkraverk.
Það var farið að skyggja. Ég hef
farið í kirkju og hlýtt á sálma-
söng. Mikill fjöldi var þar fyrir og
tók virkan þátt í bænargjörð með
signingum og söng.
Frammi við anddyrið eru seldar
veifur með litum Póllands og
Vatikansins. Þær eru keyptar
stríðum straumum, þó að
stjórnvöld hafi bannað að setja
þær upp opinberlega. Ég kaupi
mér eina til minja.
Á smá veitingastað tekur Pól-
verji mig tali. Hann tjáir mér
hann sé verkfræðingur í bíla-
verksmiðju. Við förum að ræða
stjórnarfarið, sem hann er frekar
hlynntur, en segir þó, að enginn
Pólverji geti lokað augunum fyrir
þeirri staðreynd, að þeir séu her-
setin þjóð. Hafi ég ekki tekið eftir
fái líka að kenna á sköttunum.
Aftur á móti eru launamenn
skattfrjálsir, jafnvel háttsettir
embættismenn með 6—7 föld laun
meðaltekjumanns. Var hann óá-
nægður með það fyrirkomulag.
Sjálfseignarbændur sagði hann
mér væru líka margir í landinu og
seldu afurðir sínar á frjálsum
markaði. En afkoman hjá þeim
væri ekki öfundsverð, þeir nytu
engrar fyrirgreiðslu hjá ríkinu og
yrðu að lifa á framleiðslu sinni
styrkjalaust og að verulegu leyti í
andstöðu við ríkisvaldið. Þó gæf-
ust þeir ekki upp, en þrjóskuðust
áfram við frumstæðan búskap
sinn með úrelt amboð og hesta í
stað traktora samyrkjubúanna.
Félagi minn býðst til að fara
með mér á ýmsa smástaði í
hverfinu. Víða er drykkjuskapur
þá orðinn áberandi og ýmsir láta í
ljós áhuga á að eiga við mig
kóngur þriðji stendur á hárri súlu
við torgið og lyftir krossi til
himins. Ég hafði séð hann langt að
nokkrum dögum áður þegar ég
gekk niður við Vistala. Þessi
stytta er Pólverjum mikið tákn og
táknin eru mörg í sögu Póllands,
tákn um von og langa biðlund.
Á leið minni gegnum lystigarð
rétt við Hótel Bristol voru gang-
stígir þaktir hvítu blómstri
ávaxtatrjáa, sem hafði fallið til
jarðar undanfarna daga. Skart
sumarsins hefur verið mikið og
heillandi þessa heitu daga í Varsjá
— en það hefur stutta viðstöðu og
fellur til jarðar fyrr en varir.
Og þannig líða þessir dagar,
sem beðið er eftir páfa, sonar
Póllands æðsta manns kirkju
Krists, hann er skart hinna heitu
daga sem kemur og fer.
Varsjá, 1. júní 1979.
Tvö ný frímerki
jíSLAND 170
Tvö ný frímerki koma út 3. júlí með myndum af Ingibjörgu H.
Bjarnason og Torfhildi Hólm. Merkin eru 80 og 170 króna virði en
Þröstur Magnússon teiknaði þau.
Ingibjörg H. Bjarnason skóla-
stjóri og alþingismaður fæddist
14. desember 1867 á Þingeyri við
Dýrafjörð. Foreldrar hennar
voru Hákon Bjarnason kaup-
maður og kona hans Jóhanna
Kristín Þorleifsdóttir. Hún
stundaði nám í Kvennaskólanum
í Reykjavík og lauk þaðan prófi
1882. Hún stundaði framhalds-
nám í Kaupmannahöfn um skeið
og kynnti sér síðar skólahald í
Þýskalandi og Sviss. Ingibjörg
var kennari við Kvennaskólann í
Reykjavík og skólastjóri varð
hún 1906 og gegndi því til ævi-
loka, 30. október 1941. Hún varð
fyrsta íslenska konan sem sat á
Álþingi en þar sat hún
1923-1930.
Torfhildur Hólm skáldkona
var fædd 2. febrúar 1845 á
Kálfafellsstað í Austur Skafta-
fellssýslu. Foreldrar • hennar
voru Þorsteinn Einarss'on prest-
ur þar og kona hans Guðríður
Torfadóttir. Hún var við nám í
Reykjavík og Kaupmannahöfn
og giftist 1874 Jakobi Hólm
verslunarstjóra á Skagaströnd.
Torfhildur dvaldi í Kanada í 13
ár en eftir heimkomuna gaf hún
út ársritið „Draupni“ og barna-
blaðið „Tíbrá“, svo og mánaðar-
blaðið „Dvöl“. Hún skrásetti
munnmælasögur eftir vesturför-
unum „Þjóðsögur og sagnir“.
Torfhildur helgaði sig sagnagerð
og varð fyrst íslenskra kvenna
að rita sögulegar skáldsögur og
er jafnframt fyrsta konan sem
hafði ritstörf að atvinnu. Hún
andaðist 14. nóvember 1918.