Morgunblaðið - 27.06.1979, Qupperneq 1
142. tbl. 66. árg.
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 1979
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
„Hefnd og
frelsi”
gegn Haig?
Mons — 26. júní. — AP.
ENN ER óljóst. hvort áður
óþekkt samtök. sem kalla sig
„Hefnd og frelsi“, eiga sök á
banatilræðinu við Alexander
Haig, yfirmann herafla NATO í
Evrópu í gær.
„Olíukaup Sovétmanna
valda alvarlegu ástandi”
ZUrich — 26. júní — Genf
FORSETI OPEC, olíumálaráðherra Sameinuðu furstadæmanna við
Persaflóa, segir í viðtali við „Weltwoche“, sem út kom í dag, að stóraukinn
innflutningur Sovétríkjanna á olíu frá OPEC-ríkjunum eigi fyrirsjáanlega
eftir að hafa mjög alvarleg áhrif á ástandið á olíumarkaði í heiminum á
næstu fimm árum.
„Við stöndum frammi fyrir geig-
vænlegum vanda“, sagði Mana Saeed
A1 Aotaiba, „og það er sannarlega
komin tími til að ugga að sér“.
Ráðherrann kvað ástæðu til að grípa
til varúðarráðstafana til að koma í
Hörku-
bardagar
í Managua
Managua — 26. júní — AP.
HERMENN Somozas forseta
Nicaragua hafa varizt skærulið-
um af hörku í miðborg Managua f
dag. í austurhluta borgarinnar
kveða enn við sprengingar og
skothríð, en skæruliðar sandinista
segjast f þann mund að hefja nýja
atlögu í vesturborginni. Bankar,
verzlanir og flest fyrirtæki í
Managua eru lokuð, og fátt bendir
til að starfsemi þeirra geti hafizt í
bráð.
Orðrómur er á kreiki um það í
Managua, að Somoza sé farinn að
undirbúa afsögn sína, en talsmenn
stjórnar hans vísa á bug öllum
slíkum fregnum. Somoza efndi til
fundar með helztu ráðgjöfum sín-
um í dag, og er talið að þar hafi
verið til umræðu afstaða Banda-
ríkjastjórnar til borgarastyrjald-
arinnar í Nicaragua, en bandaríska
utanríkisráðuneytið segir, að á
meðan Somoza sitji á valdastóli sé
engin von um málamiðlun. Þá
hefur Bandaríkjastjórn lýst því
yfir, að af hennar hálfu verði ekki
um hernaðarlega íhlutun að ræða í
Nicaragua, „hvorki beina né
óbeina".
veg fyrir olíuskort, og nefndi í því
sambandi nýtingu annarrar orku, s.s.
kjarnorku, sólarorku og kola. Hann
taldi neyzluríki Vesturlanda ekki
hafa ástæðu til að óttast að breyta
þyrfti lífsvenjum almennings til að
spara olíu, heldur þyrftu Vestur-
landabúar að smíða þurftaminni
bifreiðar, endurskipuleggja flugsam-
göngur og nýta betur eigin orkulind-
ir en hingað til.
Búizt er við því, að olíumálaráð-
herrar OPEC-ríkjanna þrettán, sem
nú þinga í Genf, komi sér saman um
nýtt olíuverð á miðvikudag, og verði
niðurstaðan sú, að á næstunni verði
hráolía frá þessum ríkjum seld á 20
bandaríkjadali.
Saudi-Arabar eru þeir, sem harð-
ast beita sér gegn hækkun, og sagði
Yamani olíumálaráðherra í dag, að
hann ætlaði að koma í veg fyrir
„óeðlilega" verðhækkun, og nefndi í
því sambandi að 19 dalir væru of
Yamani olíumálaráðhera Saudi-
Arabíu við upphaf OPEC-fundarins í
Genf. Stjórn Saudi-Arabíu hefur
beitt sér ákaft gegn olíuhækkunum
OPEC á undanförnum misserum.
mikið. Saudi-Arabía er mesta olíuút-
flutningsríkið í samtökunum og hið
eina, sem að undanförnu hefur selt á
viðurkenndu OPEC-verði, en það
hefur verið 14.55 dalir. Areiðanlegar
heimildir herma að íranir, sem á
undanförnum mánuðum hafa unnið
aðeins þriðjung venjulegs olíu-
magns, krefjist þess að OPEC-verðið
verði milli 21.50 og 23 dalir.
Hársbreidd munaði að bifreið
Haigs yrði fyrir fjarstýrðri
sprengju er hershöfðinginn var á
leið til vinnu í höfuðstöðvum
SHAPE í Casteau, rétt við borgina
Mons í S-Belgíu. Kona, sem greini-
lega talaði með frönskum hreim,
hringdi í ritstjóra blaðsins „La
Province", sem er gefið út í Mons, í
gær, og lýsti því yfir að áðurnefnd
samtök hefðu staðið að tilræðinu.
Eftir sprengjuárásina í gær
hafa öryggisráðstafanir verið
stórefldar í stöðvum SHAPE og
nágrenni, en lögregla í héraðinu
starfar ósleitilega að því að reyna
að upplýsa málið.
Atli Dam um nýjar kosningar í Færeyjum:
Fólkaflokkurinn kom-
inn of langt til hægri
„Við sjáum ekki lengur grundvöll fyrir stjórnarsamstarfi þar sem við
teljum Fólkaflokkinn hafa sveigt of langt til hægri.“ sagði Atli Dam.
formaður Jafnaðarflokksins. er Mbl. hafði samhand við hann í gær vegna
þeirrar fréttar. að slitnað hefði upp úr stjórnarsamstarfi í Færeyjum. „Við
viljum að vilji meirihluti þjóðarinnar fái að ráða en ekki vilji fárra
manna." sagði Atli.
Miðstjórn Jafnaðarflokksins hefur
ákveðið að leggja fram tillögu um
nýjar kosningar er þing kemur
saman að nýju um Ólafsvökuna. Um
tíma hefur mikill ágreiningur ríkt
milli stjórnarflokkanna í Færeyjum
en auk Jafnaðarflokksins og Fólka-
flokksins á Þjóðveldisflokkurinn
sæti í stjórninni. Ágreiningurinn
hefur sér í lagi ríkt milli Jafnaðar-
flokksins og Fólkaflokksins.
„Ripper’ ’ kominn á kreik
Wakefield
- 26. júní. - AP.
„YORKSHIRE-RIPPER“, kvennamorðingi, sem herjað hefur í
Jórvfkurskfri norðanverðu síðustu fjögur árin og myrt hefur 11
konur, flest vændiskonur, sendi lögreglunni í dag hljóðupptöku.
þar sem hann hefur f hótunum um að láta að sér kveða svo um
Upptökunni var útvarpað í
þeirri von að einhverjum tækist
að bera kennsl á rödd mannsins,
sem fyrst og fremst beinir orðum
sínum til George Oldfield, lög-
regluforingjans sem stjórnar leit-
inni að „Yorkshire-Ripper": „Ég
er ekki alveg búinn að ákveða
hvenær ég fer á stúfana, kannski
í september, kannski í október,
kannski fyrr, ef ég sé mér færi.
Ég er heldur ekki búinn að
ákveða hvar það verður. Kannski
í Manchester. Ég kann alltaf svo
vel við mig þar. Þar er nóg af
þeim á stjái,“ segir kauði, og
vísar þar greinilega til vændis-
kvennanna. „Þær láta sér aldrei
segjast, eða heldurðu það,
George? Ég hélt ég væri aldeilis
muni á næstunni. Jafnframt hæðist hann mjög að lögreglunni og
tilraunum hennar til að handtaka hann, en leitin að kvennamorð-
ingjanum hingað til er talin nema andvirði rúmlega hálfs milljarðs
fslenzkra króna. Hljóðupptökunni var útvarpað um gjörvallar
Bretlandseyjar í dag. og hafa hótanir morðingjans vakið mikinn
ugg.
þó þeirrar skoðunar, að þar geti
morðinginn verið að villa á sér
heimildir.
Síðast þegar „Yorks-
hire-Ripper“ lét frá sér heyra liðu
13 dagar áður en hann gerði
alvöru úr hótun sinni. í það skipti
var það heiðvirð 19 ára gömul
Halifax-stúlka, sem féll fyrir
hendi morðingjans.
búinn að vara þær við, en þær
láta sér ekki segjast. Ég ætti
eiginlega að vera í heimsmeta-
bókinni, eins og ég er röskur við
þetta. Er ég annars ekki kominn
upp í ellefu? En ég hef tímann
fyrir mér...“
Lögreglan segir að maðurinn
tali með hreim
Newcastle-upon-Tyne-búa, en er