Morgunblaðið - 27.06.1979, Side 3

Morgunblaðið - 27.06.1979, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ1979 3 Skeidsfoss stórskemmdur Skeiðsfoss í slipp á Akureyri í gær. Akureyri 26. júní. SKEIÐSFOSS eitt skipa Eimskipafélags íslands, strandaði síðastliðinn fimmtudag kl. 12.52 á Tjarnarboða vestan Vatns- ness. Skipið var á leið frá Múrarafé- lagið stend- ur fast á ólög- mæti verk- bannsins Hvammstanga til Blönduóss. Sjópróf fóru fram á Akureyri í dag, og samkvæmt upplýsingum Ásgeirs Péturs Ásgeirs- sonar dómsforseta var sjólaust, en frekar lélegt skyggni er strandið varð. Nýbúið var að breyta um stefnu er skipið strandaði, og var það gert vegna þess, að samkvæmt staðar- ákvörðun sem gerð var rétt áður áleit skipstjór- inn skipið vera mun norð- ar en það reyndist vera. Skipið settist á miðjan kjöl og vó salt á skerinu. tJtfall var og fór skipið strax að rifna og ákvað skipstjór- inn þá að sigla fram af skerinu og tókst það. Skipinu var síðan siglt til Blönduóss og þaðan til Siglufjarð- ar, en þar var það þétt. Bráað- birgðaviðgerð fer nú fram hjá Slippstöðinni á Akureyri og lýkur henni væntanlega um næstu helgi. Slys urðu engin á mönnum og farmur er óskemmdur, en botn skipsins er talinn ónýtur. -St. Eir. Loðnu veiðar vió JanMayen; Framhaldsvið- ræður við Norð- menn í vikunni? ÍSLENSKIR og norskir embætt- ismenn munu hugsaniega hittast síðar í þessari viku, til viðræðna um loðnuveiðar við Jan Mayen, að því er Kjartan JóhannssQn sjávarútvegsráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær. Embættismennirnir áttu fund saman í Ósló í byrjun síðustu viku. en þann fund sátu af hálfu íslands þeir Már Elíasson fiski- málastjóri, Jón Arnalds ráðu- neytisstjóri og Jón B. Jónasson deildarstjóri, eins og áður hefur verið skýrt frá í Morgunblaðinu. EINS og fram hefur komið í Morgunblaðinu hefur Múrara- félag Reykjavíkur véfengt þá vinnustöðvun, sem Vinnuveit- endasamband íslands boðaði á dögunum og koma átti til fram- kvæmda hinn 25. júnf síðastlið- inn. Múrarafélagið skrifaði Múrarameistarafélagi Reykja- víkur bréf og taldi verkbannið ólöglegt, þar sem engin tengsl væru milli þeirra aðila, sem samúðarverkbannið var boðað fyrir. Múraramcistarafélagið fól VSÍ að svara bréfinu og hefur Múrarafélagið nú aftur ritað Múrarameistarafélaginu bréf, þar sem tilfærð eru frekari rök fyrir ólögmæti verkbannsins. í hinu nýja bréfi Múrarafélags Reykjavíkur segir að félagið geti ekki fallizt á þá kenningu að sambandsstjórn VSÍ sé löghæfur aðili til að ákveða verkbann á meðlimi Múrafélags Reykjavíkur fyrir hönd Múrarameistarafélags Reykjavíkur. Er það sérstaklega vitnað til 15. greinar laga nr. 80 frá 1938, E-liðs. Þar er rætt um heimild trúnaðarmannaráðs til að taka ákvörðun um vinnustöðvun og heimildin bundin því að lög félagsins feli því slíkt vald. Gera lögin glöggan greinarmun á félög- um og samböndum og þar séu síðan taldir upp þeir aðilar, sem geta gert verkföll og verkbönn, en gagnályktun leiði til þess að samböndum stéttarfélaga og atvinnurekenda sé slíkt ekki heimilt. Verkbannið hafði verið boðað í nafni VSÍ. Segir í bréfinu að Múrarafélagið geti ekki fallizt á að sambandsstjórn VSÍ sé trúnaðarmannaráð Múrarameist- arafélags Reykjavíkur. Enn- fremur sé á það að líta að meirihluti sambandsstjórnar sé ekki skipaður félögum í Múrara- meistarafélaginu. Viðey og Bylgja seldu erlendis TVÖ íslenzk fiskiskip seldu afla sinn erlendis í gær, Bylgja í Fleetwood og Við- ey í Hull. Bæði skipin fengu mjög gott verð fyrir afla sinn, samkvæmt upp- lýsingum sem Morgunblað- ið fékk í gær á skrifstofu Landssambands íslenskra útvegsmanna, enda gæði aflans mjög mikil. Viðey seldi 267 tonn, og fékk fýrir þau 96 milljónir 656 þúsund krónur, eða 362 krónur í meðal- verð. Uppistaðan í afla Viðeyjar yar þorskur. Bylgja seldi 53,6 tonn og fékk fyrir þau 22.2 milljónir króna, eða 416 krónu meðalverð. Aflinn var þorskur, en þó talsvert blandaður ýsu. Svar: xvmi :j0 Qijbas •jsja6 uæj ujðs jæuaAij VNDMIA Rsa| uias up|B bjb 9t jjpun JB6u||6un jmib iSBjæq qja jbcj VÐ3in>nA VNONIA MPIB uinssacj b buubuj jjpunsnc) 99 BS9| iac) jujæAijujBS 'B6e|n>|!A VNONIA nsp| bjb Z9-91. uinuupiB b BJQjndSQB o/0ge !PUB|S) p PJBUIIJ Busai iseui NVXIA JQ Bjojs -B6ujsA|6nB BJ>|Sua|Si spusquiBS 6o s6uba6bh jBunuuo>)B|Q!UJ|ofj uinQOisjnQju juiæA>|ujBS GYLMIR ♦ G&H 9 3

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.