Morgunblaðið - 27.06.1979, Side 5

Morgunblaðið - 27.06.1979, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 1979 5 Settu sjálfa sig í farbann — rætt við Þorstein Thorarensen, borgarfógeta í GÆR kvað borgaríógetinn í Reykjavík upp lögbannsúrskurð gegn einnar milljónar króna tryggingu Hvals hf. þar sem kveðið er á um „að Peter Misson, David McTaggart eða aðrir skipsmenn samkvæmt skips- hafnarskrá. er þeir ráða yfir, megi ekki trufla veiðar hvalveiði- skipa Hvals hf., Hvals 6, Hvals 7, Hvals 8 og Hvals 9, innan efna- hagslögsögu íslands eins og hún er ákveðin með lögum nr. 41 1979, með því að sigla gúmmíbát- um eða öðrum farkostum í veg fyrir hvalveiðiskipin og trufla þannig siglingu þeirra, með þvf að halda bátum sínum milli hval- veiðiskipanna og hvala í skot- færi, með því að sigla að hvölum, sem koma upp til að blása, og fæla þá með hávaða eða á annan hátt af veiðisvæðinu eða með öðrum hætti að trufla veiðar hvalveiðiskipanna". Mættir voru á skrifstofu borg- arfógeta þegar úrskurðurinn var kveðinn upp lögmaður Hvals hf., Haraldur Blöndal, og fyrir áhöfn Rainbow Warriors, var David McTaggart í forsvari. Morgunblaðið ræddi við Þor- stein Thorarensen, er kvað upp úrskurðinn og sagðist hann hafa veitt skipverjum Rainbow Warriors stuttan frest til að skila greinargerð en með því ákveðna skilyrði að þeir yrðu á ytri höfn- inni á meðan fógetaréttur fjallaði um málið. Hann kvaðst hafa gert þetta vegna þess að þeir, sem hlut áttu að máli, voru útlendingar er ekki hafa bólfestu hér á landi. Ef þeim hefði verið sleppt úr landi á meðan fógetaréttur fjallaði um málið og þeir komist út á miðin til að endurtaka þann verknað, sem lögbanns hefði verið krafist við, hefði það í raun verið tákn þess, að borgarfógeti tæki lögbanns- beiðni Hvals hf. ekki alvarlega. í stað þess að flýta málsúrslit- um þá bað lögmaður áhafnar Rainbow Warriors um frest til gagnaöflunar í eina viku og fram- lengdi með því, að dómi Þorsteins Thorarensens, farbann, sem mennirnir leggja sjálfir á sig með því að gangast undir skilyrðin fyrir frestuninni. „Ef Rainbow W arrior verður tekinn þá er það sjórán” — sagði David McTaggart, talsmaður Greenpeacsamtakanna „Við munum væntanlega taka um það ákvörðun á morgun (í dag) hvernig við bregðumst við lögbannsúrskurðinum,“ sagði David McTaggart, talsmaður Greenpeacesamtakanna, eftir að úrskurður um lögbann á aðgerð- ir Greenpeacemanna hafði verið lesinn upp fyrir þeim í gær. „Við munum ekki beita okkur fyrir neinum aðgerðum gegn ís- lenzkum vörum á Bandaríkja- markaði. Við komum hér sem vinir og höfum ekki í hótunum. Það, sem við höfum mestan áhuga á, er að fylgjast með því hvernig íslendingar greiða atkvæði á fundi alþjóðahvalveiðiráðsins í Lundún- um í júlí. Þar hafa Seychelleseyjar lagt fram tillögu um friðun á Indlandshafi og hluta Kyrrahafs. Hvernig Island greiðir atkvæði þar um hefur ekki áhrif á hval- veiðar íslendinga. En ég sagði dómaranum í dag, að eins og við skildum alþjóðleg siglingalög þá hefðu islenzkir varðskipsmenn ekki heimild til að fara um borð í Rainbow Warrior á alþjóðlegri siglingaleið og færa skipið til hafnar. Aðeins brezkir hermenn hafa heimild til þess og verða að hlíta ströngum reglum. Heimild til slíks er aðeins veitt í tilvikum að skip hefur um borð þræla, eiturlyf eða veldur mengun — og ekkert slíkt á við okkur. Ef íslenzk varðskip taka Rainbow Warrior þá er það hreint sjórán," sagði David McTaggart ennfrem- ur. Almenna bókafélagið: í>jófur í Paradís í endurútgáf u ALMENNA bókafélagið hefur sent á markað 2. útgáfu af skáldsögu Indriða G. Þorsteins- sonar Þjófur í Paradís. í tilkynningu frá AB segir m.a. um bókina: Þessi bók sætti verulegum tíð- indum þegar hún kom fyrst út árið 1967 og hefur raunar verið sífellt til umræðu síðan bæði fyrir efni sitt og inntak og fyrir frábærlega viðfelldið málfar. Þessi margumtalaða skáldsaga segir frá paradís íslenzkrar sveit- ar á árunum kringum 1930 — kreppuárunum. Persónurnar eru bændafólk og sveitabörn. Einn þessara kyrrláta bænda, sá sem er einna fátækastur þeirra, villist dálítið af réttri leið, gerist þjófur í þessu friðsæla bændasamfélagi. Hvernig á að dæma slíkan mann? Bændafólkið veit að hann er vel innrættur, hjálpsamur og barn- góður — hvers vegna þá að dæma hann fyrir þjófnaðinn? Réttvísin í gervi sýslumanns verður að líta öðruvísi á málið. Þess vegna hlýt- ur þjófurinn að fara í tugthúsið. Nokkurt fjaðrafok hefur orðið út af Þjóf í Paradís á síðustu árum vegna þess að höfundur hafði ætlað að lesa hana í útvarp, en Indriði G. Þorsteinsson sett var á hana lögbann af því að mörgum hefur fundizt að lýsing- unni á verknaði þjófsins svipi til raunverulegra atburða sem munu hafa gerzt um líkt leyti og sagan á að gerast. Þessu lögbanni hefur nú verið aflétt með dómi. Þjófur í Paradís er 134 bls. að stærð. Útgefandi er Almenna bókafélagið. Eftir Iögbannið hafði verið sett á — Haraldur Blöndal, lögmaður Hvals hf., ræðir við David McTaggart, talsmann Greenpeace-samtak- anna, og Geir Viðar, réttarvottur, fylgist með. Mbi.mynd Kristján „Þetta er skoðun dómara” — sagði Hörður Ólafsson, lögmaður áhafnar Rainbow W arriors „ÞETTA er dómur íslenzks dóm- stóls. Honum verður ekki breytt nema með löglegum hætti. Þetta er skoðun dómara og hana vcrð- ur að virða þangað til henni verður breytt,“ sagði Hörður Ólafsson, lögmaður áhafnar Rainbow Warriors, er Mbl. bar undir hann lögbannsúrskurð borgarfógetans í Reykjavík þar sem Greenpeacesamtökunum er bannað að trufla veiðar hvalskip- anna. r „Islenzk stjórnvöld framfylgi þessu lög- banni” — sagði Haraldur Blöndal, lögmaður Hvals hf. „Hvalur hf. ætlast til, að íslenzk stjórnvöld framfylgi þessu lögbanni, sem nú verður fylgt eftir með máisókn,“ var hið eina, sem Haraldur Blöndal, lögmaður Ilvals hf., vildi segja um lögbannsúrskurð borgar- fógeta. Hvali hf. var gert að greiða eina milljón króna til tryggingar lögbanninu. Blaðamaður Mbl. spurði Harald hvort þetta þýddi, að íslenzk varðskip yrðu látin stugga við Rainbow Warrior, ef skipið reyndi að trufla frekari veiðar íslenzku hvalveiðiskipanna. „Það er þeirra að ákveða það,“ sagði Haraldur. AlUa.YSlNCASIMCJN ER: 22480 ^ |R«r0tmWaí>it) r teaímmt Marks og Spencer Marks & Spencer. dömufatnaöur í úrvali. V,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.