Morgunblaðið - 27.06.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.06.1979, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JUNI1979 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fróttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og skrifstofur Auglýsingar Afgreiösla hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aöalstræti 6, sími 10100. Aöalstrnti 6, sími 22480. Sími 83033 Kjarabarátta fyrir verkalýðsrekendur Menn minnast nú átakanna fyrir kosningar, þegar forysta launþega- samtakanna hrópaði „samningana í gildi" og forysta ASÍ knúöi fram vilja sinn meö valdi. Jafnvel var gengið svo langt aö halda því fram, aö kjörseöill væri vopn í kjarabaráttu. Ófeimnir lýstu forystumenn verkalýðs- hreyfingarinnar yfir því, aö kjarabaráttan væri pólitísk. Þessu hafa menn ekki gleymt og því læðist vissulega að hinum almenna launamanni sá skelfilegi grunur, aö hann sé notaður eins og peö á taflborði hinnar pólitísku þráskákar — og þaö gegn vilja hans, því að vissulega er hinn almenni launamaöur andvígur slíkri misnotkun stéttarlegs valds. Nú eru sett á gerðardómslög eins og hendi sé veifað og verkföll bönnuö. Síðan eru geröir skyndisamningar fram til áramóta á innan viö tveimur klukkustund- um. Fóru „samningarnir í gildi" viö þaö? En hefur kjarabaráttan skyndilega hætt að vera pólitísk? Öðru nær. Menn minnast þess, þegar Eðvarö Sigurösson lýsti því á Alþýðusambands- þingi 1972, aö verkalýössamtökin yröu að vera „vinveittri ríkisstjórn” hliðholl, og í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur verkalýösforystan haldiö að sér höndum í heila 9 mánuöi frá því er samningar runnu út. Hún hefur gefiö ríkisstjórninni slíkan umþóttunartíma til þess að stjórna kjaramálum þjóöarinnar meö tilskipunum, að einsdæmi er. Nú hefur þessi sama forysta framlengt þann friö, sem hún hefur veitt „vinveittri ríkisstjórn" í 6 mánuöi til viðbótar. Þessi samningsgerö er raunar ekki annaö en ein tilskipunin enn, því að Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra haföi gefið henni undir fótinn með 3 prósentin — og verkalýðsforystan hlýddi. Með þessum orðum er Morgunblaöiö á engan hátt aö hvetja til ófriðar á vinnumarkaönum. Með þessum orðum er aðeins verið aö vekja athygli á þeirri staöreynd, að forysta verkalýöshreyfingarinnar er ekki starfi sínu vaxin. Markmiö hennar er fyrst og fremst aö skapa ákveðiö pólitískt andrúmsloft í þjóöfélaginu, svo aö skoðanir forystumannanna nái fram aö ganga og skjólstæöingar hennar geti setiö á valdastóli. Aukning kaupmáttar er í engu samræmi viö kauphækkanirnar og þrátt fyrir fögur fyrirheit um „samningana í gildi“ hefur kaupmátturinn rýrnað stórlega á síöustu misserum og vísitöluviðmiöun kjarasamninga hefur verið breytt meö lagaboði. Grátt leikur ríkisstjórn hinna vinnandi stétta, eins og hún kallar sig sjálf, launþega landsins. Enn hefur lítiö sem ekkert sést af endurgjaldi ríkisstjórnarinnar fyrir kjaraskeröinguna, „félagsmálapakkan- um“ svokallaða. Því er hér haldiö fram, að hinn almenni launþegi sé andvígur pólitískri misnotkun kjarabaráttunnar. Hvað er til marks um það? Forysta Bandalags starfsmanna ríkis og bæja gerði nýlega samkomulag viö ríkisstjórnina „vinveittu". Samkomulag þetta var um niöurfellingu þeirra 3ja prósenta, sem ASÍ fékk nú í byrjun vikunnar. Forystan geröi þennan samning án þess svo mikiö sem gera tilraun til þess að kanna vilja hins almenna launþega. Hver varð svo niðurstaðan? Fimmtán af 18 aöildarfélögum BSRB höfnuðu samkomulaginu og forystan varð aö kyngja samkomulaginu frammi fyrir alþjóö. Hinn almenni launamaöur hafnaöi pólitískum hrossakaupum — hafnaöi því að „vinveittri ríkisstjórn" leyfðist aö taka aftur umsamda grunnkaupshækkun en slíkt haföi engri annarri ríkisstjórn dottiö í hug, og hafa þær þó margar fengið þann dóm meöal forystumanna verkalýöshreyf- ingarinnar aö vera ekki einu sinni fóður undir fat. I Morgunblaðinu í gær segja forystumenn innan launþegahreyfingarinnar skoðun sína á skyndisamningunum. Fjarri er, aö allir séu ánægöir. Pétur Sigurösson, sem sæti á í stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur, segir um viöhorf sjómanna: „Þeir eru reknir eins og hundar út á sjó eftir 8 vikna verkfall og verkbann, aö sjálfsögöu án þessarar hækkunar, og yfirmenn farskipa án þeirrar þaklyftingar, sem síðustu yfirmenn flugflotans fengu sama dag og ríkisstjórnin gaf út sín „þrælalög" á sjómenn." Magnús L. Sveinsson, formaöur samninganefndar stærsta launþegafélagsins innan ASÍ, segir: „Þó heföi ég taliö eðlilegt, aö 3% heföu gilt fyrir sama tíma meðal almennra launþega eins og hjá opinberum starfsmönnum, frá 1. apríl, því að ef nokkuð er, þá er þetta fólk á lægri launum en aðrir, sem þegar hafa fengið 3 prósentin.“ Pólitísk misnotkun forystumanna verkalýöshreyfingarinnar á því valdi, sem þeir hafa í lýöræðisríki, er staöreynd. Kjarabaráttan, sem þeir reka, er augljóslega ekki fyrir launþegana, heldur fyrir þá sjálfa — verkalýðsrek- endurna. Olíukongarnir á Tímanum og Þjóðviljanum Bæöi í Tímanum og Þjóðviljanum í gær er fjallaö um olíumál og afstööu Morgunblaösins til þeirra á þann hátt aö engum viti bornum manni dettur í hug að rökræða viö þá höfunda, sem aö þessum ósanninda- og blekkingaskrifum standa. Þar er staöreyndum snúið viö meö þeim hætti aö nálgast heimsmet. Viö slíkt eltir Morgunblaöið ekki ólar og mun ekki eyða frekara púöri á rangfærslur og ósannindi Tímans og Þjóðviljans um þetta mál. Þaö er löngu Ijóst, að vonlítið er fyrir venjulegt fólk aö rökræöa á þeim forsendum ósanninda, sem fram eru bornar í fyrrnefndum málgögnum, svo ekki sé talað um útúrsnúningana. En Morgunblaðið kippir sér ekki upp við slíkt. Þaö hefur haldiö uppi baráttu fyrir leiðréttingu mála okkar, reynt að rumska viö ráðherrum, ýta við olíuforstjórum og embættismönnum og varaö þjóöina viö að sætta sig viö það ástand, sem ríkt hefur í þessum efnum. Morgunblaöið hefur haft erindi sem erfiði. Margvíslegar áöur ókunnar staðreyndir liggja nú fyrir og jafnvel viðskiptaráöherra hefur lofað bót og betrun. Það er kjarni málsins aö menn sætti sig ekki við okurviömiöun á olíuveröi í Rotterdam, en reyni aö tryggja hagstæðara verö á olíuvörum og kaup frá fleiri aðilum, eins og til dæmis Norðmönnum og Nígeríumönnum. Kannski getur þessi málstaður Morgunblaðsins sparaö íslenzku þjóöinni nokkra milljarðatugi á næstu árum, a.m.k. skulum við vona aö afstaða olíuflokkanna og blaða þeirra eigi ekki eftir aö kosta landsmenn milljaröatugi til viðbótar því, sem komið er. Nóg er nú samt. Á annað hundrað manns voru viðstaddir fundinn þegar bezt lét. „Sjálfsagt að nýta h\ og sauðkindina, sé þei Á annað hundraö manns sóttu í fyrrakvöld róóstefnu starfshóps Náttúruverndarfélags Suövestur- lands um hvalavernd á Hótel Loftleiöum. Umræöur uröu tals- verðar og skiptist í tvö horn með skoðanir manna en boðaö var að efni fundarins yrói hvalavernd og stefna íslendinga í hvalveiðimál- um. í fundarboöi var sagt, aö fundurínn yröi upplýsinga- og kynn- ingarfundur um hvalveiöimál, og af peim sökum ákváóu aöstand- endur fundarins aö ekki yrói ályktaö um málin á fundinum. Framsögu höföu peir Erlendur Jónsson líffræöingur og Þóróur Ásgeirsson deildarstjóri í sjávar- útvegsráöuneytinu, en Þóröur er jafnframt forseti Alpjóöa hvalveiöiráösins. Fundarstjóri var Gunnar G. Schram prófessor í lögum. Erlendur Jónsson sagöi í erindi sínu, að lítil vitneskja væri um hvalstofnana viö strendur landsins og hvaöa áhrif veiðar okkar heföu á þá. Erlendur sagöi að ýmsir aöiljar teldu aö gengiö heföi á hvalastofnana hér viö land, en ástandiö væri þó ekki nærri því eins slæmt og í suöurhöfum. Máli sínu til stuönings bar hann þó þróun mála í suðurhöfum viö þróun mála á ís- landsmiöum, einkum meö tilliti til kynþroskaaldurs langreyöa sem hann kvaö fara lækkandi og benda til ofsóknar í stofninn. Sagði Erlendur aö íslendingar væru eina þjóöin innan alþjóðahvalveiðiráðsins sem veiddu langreyðar, svo og sandreyöar, sem teknar væru ef langreyöur fyndist ekki. í ræðu sinni sagöi Erlendur, aö afstaöa íslendinga til hvalaverndunar og hvalveiöa, bæöi á vettvangi hval- veiöiráösins og Sameinuöu þjóöanna, hefði ekki veriö til fyrirmyndar til þessa, fulltrúarnir heföu gjarnan lagst á sveif meö Rússum og Japönum sem stunduöu hvalveiöar í miklum mæli og af lítilli fyrirhyggu. Aö lokum sagöi Erlendur aö íslend- ingar litu á sig og teldu öörum þjóöum trú um, aö þeir væru verndarar sjávarlífs og af þeim sökum tekið sér víðáttumikla fiskveiöilögsögu. Sagöi hann stefnu okkar í hvalveiðimálum óskylda verndunarsjónarmiöum, lítiö heföi veriö gert í því að afla upplýsinga, en sókn aukin í stofnana og ekki dregiö úr afla þrátt fyrir aö kunnugir heföu bent á, aö ástand stofnanna færi versnandi. Sagöi Erlendur, aö íslend- ingar ættu aö sjá sóma sinn í því aö auka rannsóknir á hvölum og jafnframt aö tryggja aö hvölum fækkaöi ekki við landiö. „Nú fyrir skemmstu sagöi embættismaöur úr sjavarútvegsráöu- neytinu aö viö einir ættum aö sitja að þeirri loðnu sem heldur sig um sumar- tímann djúpt norður af landinu, enda væru loðnuseiöin alin upp á íslands- miöum, á íslenzka landgrunninu. Hvernig getum viö svo haldiö áfram að veiöa dýrategund sem meirihluti þjóöa heims hefur lýst yfir aö þurfi friöunar viö í 10 ár. Þessar lífverur, hvalirnir, eru þó á íslandsmiðum einungis skamman tíma, þar sem þeir alast upp í suöur- höfum,“ sagöi Erlendur. Þóröur Ásgeirsson sagöist ekki hafa skrifaö framsöguerindi í fórum sínum þar sem láöst heföi að geta þess, þegar hann heföi verið beðinn um aö mæta á fundinum, að hann ætti að halda framsöguerindi. Hóf Þóröur mál sitt á að láta í Ijós vonbrigöi og undrun með hvernig áhugi á hvalavernd, sem annars bæri aö fagna, hefði komiö í Ijós aö undanförnu. „Ég sé ekki betur en að áhugi umhverfisverndarmanna ís- lenzkra birtist einkum og sér í lagi í því aö endurtaka áróöurssetningar samd- ar af erlendum öfgasamtökum, sam- tökum sem m.a. hafa verið atíslands- miðum aö undanförnu og komiö fram á miöur þokkalegan hátt, brotiö lög og verið sér og friöunarstefnum til van- sæmdar, en viröast engu aö síður vera heiöursgestir á fundinum." Fylgjum ekki Japönum í blindni Þórður vísaöi á bug fullyröingum íslenzkra náttúrverndarmanna og er- lendra öfgahópa þess efnis aö íslend- ingar heföu enga sjálfstæöa stefnu í hvalveiðimálum, sem m.a. heföu birst í auglýsingum í blöðum. Nefndi Þóröur ýmsar atkvæðagreiöslur í alþjóöa- hvalveiöiráöinu máli sínu til stuönings. Sagöi Þóröur þaö t.d. firru aö íslend- ingar tækju sömu afstööu til mála og Japanir. „Hvaöan hafa íslenzkir náttúruverndarmenn sínar upplýsing- ar?“ spuröi Þóröur. „Þeir eru ekki að hafa fyrir því aö koma í sjávarútvegs- ráðuneytiö a.m.k. til aö afla upplýsinga og heföi maður haldiö þaö liggja beinast viö áður en ýmsar samþykktir heföu veriö geröar og auglýsingar settar í blöö í nafni samtaka þeirra." í máli sínu geröi Þóröur ýmsar athugasemdir viö málflutning Erlends. Sagöi hann Erlend hafa afgreitt veiöar á búrhvölum á léttvægan hátt, ekki væri vitað hvaöan tarfarnir kæmu og hvert þeir færu og hvaöa áhrif veiðarn- ar heföu. Þóröur sagöi þaö álit vísinda- manna aö búrhvalatarfar her viö iand heföu oröið undir í baráttunni um kvendýrin orðið viöskila við hjöröina og tækju ekki lengur þátt í viögangi búrhvalastofnsins, en búrhvalir væru fjölkvænisdýr. Veiðarnar hér skiptu því ekki verulegu máli. Einnig sagöi Þóröur aö embættis- menn í ráöuneytinu heföu jafnan skoð- að niöurstööur rannsókna vísinda- manna meö gagnrýnum augum, í stað þess aö taka þær sem hráar stað- reyndir, og skoöaö þær í Ijósi þeirrar reynslu sem væru fengnar af hvalveið- um sem stundaöar heföu veriö frá íslandi nú í 30 ár. Rakti Þórður hvernig rannsóknir á hvalastofnum hér viö land og annars staöar heföu veriö stundaö- ar. Sagöi hann aö umfangsmiklar upplýsingar væru til um langreyöar- stofninn hér viö land og væri þaö sín skoöun að stofninn væri síöur en svo í nokkurri hættu. Benti Þóröur á að vísindanefnd Alþjóöahvalveiöiráösins, sem vísindamenn aðildarríkja ráösins ættu sæti í, heföi samhljóöa samþykkt allar ályktanir sem geröar heföu veriö um ástand hvala stofna við íslands- strendur. Ástand stofna misjafnt Aö lokum geröi Þórður baráttu umhverfisverndunarsinna aö umræðu- efni. Hvaö hann tilfinningar ráöa mjög feröinni og móta afstööu viðkomandi, ályktanir væru ekki byggðar á athug- unum. T.d. sýndu dæmin aö þótt ástand eins hvalastofns væri slæmt þá gæti ástand annars veriö gott. Einnig væri ástandi stofnanna misháttaö milli hinna ýmsu hafsvæða. Þóröur komst svo að oröi að friðunarbaráttan væri trúarbrögö og væri í raun og veru ekkert viö því að segja, fólk heföi rétt til þess að hafa þessar skoöanir, sbr. að enginn amaöist við því aö milljonir manna álitu kúna heilaga af trúarlegum astæðum og þyldu heldur hungur heldur en aö leggja sér hana til munns. Aö loknum erindum framsögu- manna geröi Geir Vilhjámsson sál- fræöingur og formaður Náttúruvernd- arfélags Suövesturlands grein fyrir blaöaauglýsingu um afstööu stjórn- valda tll hvalveiða og lagði út af orðum Þóröar þar sem Þóröur gerði orðalag auglýsingarinnar aö umtalsefni. Pétur Guðjónsson, formaöur félags áhugamanna um sjávarútveg, sté næstur í pontu og varð hann æ hvassyrtari er á leið ræöuna. Pétur gagnrýndi málflutning hvalverndun- armanna og sagði hann einkennast af því, aö alla rökfestu skorti og rökrænt samhengi. Þannig stönguöust ýmsar fullyröingar beinlínis á. Einnig geröi Pétur haröa hríð aö Greenpeace- hreyfingunni, sem hann sagöi hafa smánaö íslenzk lög meö hegöan sinni í íslenzkri fiskveiöilögsögu aö undan- förnu. Sagöi hann þá hafa hegöað sér þveröfugt viö þaö sem þeir heföu átt aö gera, ef ætlun grænfriöunga væri aö afla málstaö sínum stuönings. Einnig einkenndist málatilbúnaöur samtakanna af hasarmennsku. í máli sínu komst Pétur svo aö oröi, aö hvalastofnarnir viö íslandsstrendur væru ekki í hættu. Deila mætti um hvort vísindalegar rannsóknir heföu verið litlar eöa miklar. Þar sem vísinda- lega þekkingu brysti yrði aö styöjast viö fengna reynslu og heföu íslending- ar þegar næga reynslu af hvalveiöum til þess að vera færir um aö stjórna veiöum sínum af skynsemi. Ráðstefna um hvalavernd og stefnu ísler

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.