Morgunblaðið - 27.06.1979, Side 23

Morgunblaðið - 27.06.1979, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ1979 23 hann ætlaði með skólafélögum sínum í haust. En svo er klippt á allt, Guðmundur horfinn, utan- iandsferð án Guðmundar, þar er stórt skarð, félagar hans sem voru svo margir munu sakna hans alla tíð, minningin um þennan yndis- lega dreng mun aldrei gleymast. Við vottum móður hans, afa, systkinum og fjölskyldu samúð. Guð gefi þeim styrk til að yfir- stíga þessa miklu sorg og þann mikla missi sem þau hafa orðið fyrir. Við stöndum nú frammi fyrir því að fá ekki að sjá Guðmund framar, við kveðjum hann sár og hrygg, en eitt er víst, að við gleymum honum aldrei. Gunnlaug og Þorsteinn. Hinn 9. júní s.l. barst okkur sú harmafregn að bíll hefði farið útaf í Múlanum og tveir feðgar látið lífið. Ekki brá okkur minna þegar við heyrðum hverjir þetta voru, en það var einn besti vinur okkar, Guðmundur Guðmundsson og fað- ir hans Guðmundur Williamsson. Þeir feðgar voru að koma frá Dalvík ásamt yngri bróður Guð- mundar, Arnari, þegar slysið vildi til. Fyrir kraftaverk slapp Arnar lítið slasaður. Guðmundur Guðmundsson eða Gummi Gumm eins og við kölluð- um hann alltaf, var bekkjarbróðir okkar gegnum allan barnaskólann og fram í 3. bekk gagnfræðaskóla, en þá kynntumst við honum best. Síðan skildust þó leiðir. Við fórum suður til Reykjavíkur í fram- haldsnám en Gummi hélt til Akureyrar og hefði hann lokið námi þar næsta vor. Við hittumst þó alltaf í jólafríi og á sumrin vorum við öll heima í Ólafsfirði. Það var alltaf jafn gaman að hitta Gumma á vorin, því hlýlegri móttökur gátum við vart fengið. Sem dæmi um það má kannski nefna að hann sagði stundum að sér fyndist ekki ulsá hefur flætt um sandaflæmið og ár og lækir kvíslast um víðátt- una í norðvesturátt. Bæina hillt upp í tíbrá og Mánáreyjar eflaust þrjár upp af sama grunni. Valdar hafa verið til að veita gestum beina ungar glæsikonur Norður-Þingeyginga. Eigi skorti þá risnu við gesti sína svo sem venja er þar í sveitum. A meðal ferðamannanna á Garðshlaði er einn kominn á giftingaraldur þeirra tíma, 26 ára, og lætur vel að hesti sínum. Sá maður heitir Einar Jósefsson, Björnssonar frá Hólum í Hjalta- dal, er síðar ber kenningarheitið á langri starfsævi Einar J. Reynis. Síðar kemur í ljós að í þessari ferð hefur sá ástareldur kviknað, er eigi hefur slokknað síðan. I dag kveðjum við hann hinztu kveðju og fylgjum að hlið þeirrar konu, er bálið kveikti á vordögum 1918. Enn er vor, skógurinn angar og fallvötn niða. Lífið yrkir og botnar aldrei braginn. Ekki er nafn Ein- ars að finna í bókunum Hver er maðurinn eða íslenzkir samtíðar- menn, en þó hefur hann lifað og starfað með þjóð sinni allt það er hann orkaði og henni mátti til velfarnaðar verða að kalla má allt til síðasta dags. Fjölvirkur, mikil- Þóröur Jónsson Múla — Minning sumar í Ólafsfirði fyrr en náms- meyjarnar að sunnan voru mætt- ar á staðinn. Já, svona var Gummi, alltaf jafn hjartanlegur, betri félaga var vart hægt að kjósa sér. Og þá voru það böllin, okkur fannst þau yfirleitt ómöguleg ef Gummi var ékki til staðar, því hann var okkar vinsælasti dans- herra. Bæði dansaði hann vel og þar að auki var hann mjög mynd- arlegur, því vorum við alltaf upp með okkur þegar við svifum um gólfið með honum. Við þökkum Gumma samveruna sem hefði þó svo gjarnan mátt vara lengur. Okkur á örugglega eftir að finnast tómlegt hérna án hans, en við munum hann eins og hann var, alltaf jafn góður og einlægur og biðjum Guð að geyma þá feðga. Öllum ættingjum og vinum hinna látnu sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur. Solla og Magga. Fæddur 19. júlí 1930. Dáinn 19. júní 1979. Sú sorgarfrétt barst okkur bræðrum að hann „Dúddi" frændi í sveitinni, eins og við kölluðum hann, væri dáinn. Erfitt er að átta sig á svo sviplegum breytingum þegar maður lætur hugann reika til þeirra tíma er við nutum þess að fá að dvelja í sveitinni á sumrin. Það er ekki eins og nokkur ár séu liðin, aðeins stuttur tími. Seint munu okkur hverfa úr minni þær stundir er við dvöldum að Múla. Alltaf mætti okkur föðurleg umhyggja „Dúdda". Hann var í raun ekki aðeins frændi okkar heldur einnig félagi og vinur. Að vinna með svo dugandi manni að hinum fjöl- breyttu sveitastörfum veitti okkur ánægju og þekkingu sem seint verður fullmetin. Að leiðarlokum langar okkur að þakka fyrir allar samverustund- irnar og hin hollu áhrif er þeim fylgdu. Þau hafa reynst okkur ómetanlegt veganesti og aukið okkur skilning og víðsýni á mann- legum samskiptum. Eitt sinn skal hver deyja. Menn- irnir álykta en Guð ræður. Farðu vel frændi og vinur. I>eyr fé, deyja frœndur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. Við vottum eftirlifandi konu og börnum þeirra okkar dýpstu sam- úð. Megi minningin um góðan dreng verða þeim huggun harmi gegn. óskar og Jón Sverrir. Björn Pálsson á Miðsitju—Minning Fæddur 3. ágúst 1906. Dáinn 15. júní 1979. Fyrsta skilorð fullkomins lífs lífs í siöferðis og sálar krafti það er viljinn, viljinn til að lifa. Laust er allt, er lífsviljann þrýtur. Þess vegna breytast menn í þungri sorg, ef hún lamar þrek, svo að lífviljann þrýtur. Sá, sem elskaðan ástvin missir, af því missir oft sfna eigin sálu. H.H. virkur, gjöfull, veitull og glaður og reifur, ríkur á háttvísi með traust- an persónuleika. Fæddur var Einar 25. nóv. 1892 og andaðist 16 júní 1979, svo starfsævi hans var orðin löng. Hann giftist 23. apríl 1922 Arn- rúði Gunnlaugsdóttur frá Skógum í Öxarfirði, góðrar ættar glæsi- konu í sjón og raun. Var með þeim jafnræði um fagurt heimilislíf og hávaðalausan glæsibrag. Hann veitti forstöðu Gróðrar- stöð Ræktunarfélags Norðurlands á Akureyri nokkur ár, en lengstan starfsaldur sinn var hann á Húsa- vík. Bar hús þeirra hjóna heitið Borg og var Hótel Borg án greiða- sölu um tugi ára. Hann var lærður um miðstöðvarlagningar og náði fyrirgreiðslustarf hans í þeirri grein að minnsta kosti frá Langa- nesfonti í Skagafjörð. Hann var því víðkunnur maður af góðum kynnum og í verkin hans þurfti enginn að ganga til að gera þau betur. Á Húsavík var hann kvaddur til trúnaðarstarfa og var þeim vel borgið í hans umsjá og liðveizlu. Það lætur að líkum að vel hálfní- ræður maður, sem aldrei hefur látið sér verk úr hendi falla, hefur verið merkur samtíðarmaður, sem þjóðin og samverðafólkið hefur notið góðs af og á miklar þakkir að gjalda. Kona hans, Arnþrúður, var fædd 9. águst 1897 og andaðist 25 júní 1977. Börn eignuðust þau fjögur, sem bera foreldrum sínum gott vitni svo sem vænta mátti. Á síðasta ári hittumst við á förnum vegi og skiptumst á fleyg- um orðum að vanda. Lét hann þar þau orð falla, að hann biði þess nú albúinn að leggjast til hvíldar við hlið konu sinnar. Þeirri bið er nú lokið. Enn eru sumarsólstöður, skóg- urinn angar, tíbrá titrar, fallvatn tímans rennur. Með virðingu minnumst við þeirra heiðurshjóna við verkalok með með allar okkar þakkarskuldir ógreiddar svo sem vert hefði verið. Arnþór Árnason írá Garði Við heilsum og kveðjum. Nú þegar ég er að kveðja í síðasta sinn Bubba, leita margar minn- ingar fram í hugann. Ég var fjögra ára þegar ég kom til hans að Miðsitju og átti þar heimili öll mín bernskuár. Mörgum sinnum þurfti hann að þerra tár og hugga og leyfa lítilli stelpu að kúra hjá sér meðan hún var að jafna sig eftir allt táraflóðið. Móðir mín kom til hans sem ráðskona með þrjú föðurlaus börn 1947 og var hjá honum þangað til heilsan brást. Bubbi hafði mikið yndi af hestum og var mikill tamninga- maður á yngri árum, átti mikið og gott hestakyn. Hann var minnug- ur á margt. Okkur hjónum er minnisstæð ferð sem hann fór með okkur, og hann vissi sérkenni og heiti á mörgum stöðum og fræddi okkur mikið þó hann hefði aldrei komið á þær slóðir, þann fróðleik hafði hann lesið um enda bóka- maður mikill. Hann var góður dýralæknir og var oft leitað til hans, enda neitaði hann aldrei um hjálp hvernig sem ástatt var hjá honum. Nú síðari ár var hann orðinn einn með búið sitt en með hjálp góðra nágranna gat það gengið, því ekkert af börnunum sem voru hjá honum gátu hugsað sér búskap í sveit. Systursynir mínir sem á unga aldri urðu móðurlausir áttu skjól hjá afa Bubba. Við erum svo mörg sem þökkum honum fyrir alla hans hlýju og góðvild. Góður guð hann leiði á nýrri vegferð. Blessuð sé minning hans. Lilja Kristjánsdóttir. m: LANDSMALAFÉLAGIÐ VÖRÐUR REYKJAVÍK — GRUNDARATANGI - AKRAR Á MÝRUM — DEILDARTUNGA — GELDINGADRAGI — REYKJAVÍK Varöarferö Sumarferð Varðar sunnudaginn 1. júlí 1979 Varöarfélagiö efnir til feröar aö GRUNDARTANGA — ÖKRUM Á MÝRUM — DEILDARTUNGU og um GELDINGARDRAGA til REYKJA- VÍKUR, sunnudaginn 1. júlí n.k. Verö farmiöa er kr. 7.000 fyrir fulloröna og 5.000 fyrir börn. Innifaliö í veröi er hádegis- og kvöldverður. Lagt veröur af staö frá Sjálfstæðishúsinu, Háaleitisbraut 1 kl. 08:00 árdegis. ★ Til aö auðvelda undirbúning, vinsamlegast tilkynniö þátttöku semlfyrst í síma 82900. ★ Miöasala í Sjálfstæöishúsinu, Háaleitisbraut 1, II. hæö. ★ Einstakt tækifæri til aö ferðast um fagurt landslag. ★ Varöarferöir bjóöa upp á traustan feröamáta og góöan félagsskap. ★ Aöalleiösögumaöur veröur: Einar Guöjohnsen. ★ Allir eru velkomnir í sumarferö Varöar. Innifalið í fargjaldi er hádegis- og kvöldveröur. Miðasala alla daga frá kl. 9—5. Pantanir teknar í síma 82900. Athugið: Rútuferöir frá Sjálfstæðishúsinu í Hafnarfiröi, kl. 7.30, frá Sjálfstæðishúsinu í Garöabæ kl. 7.40 og frá Hamraborg 1, Kópavogi kl. 7.55 frá Breiðholti, frá Kjöt og Fisk kl. 7.30. Ferdanefnd.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.