Morgunblaðið - 27.06.1979, Síða 25

Morgunblaðið - 27.06.1979, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ1979 25 fclk f fréttum FERÐ Jóhannesar Páls páfa til ættjarðar sinnar, Póllands, varð mikil frægðarför fyrir hann og sigurganga kaþólsku kirkjunnar í þessu kommúnistaríki. — Þessi mynd er tekin í illræmdum fangabúðum frá því á tímum Hitlers, Auschwitz-fanga- búðunum. — Þangað kom páfinn, en við einn veggjanna í fangabúðunum lagði hann blómsveig, kraup undir veggnum og bað fyrir þeim er þar voru teknir af lífi, en veggurinn, sem páfinn kraup við og myndin er af, var kallaður „Dauðaveggurinn", en hann hafði því hlutverki að gegna að við hann fóru aftökur fanga fram. MARAÞONSUNDKONAN Stella Taylor, sem er brezk, varð fyrir stuttu að gefa upp á bátinn þriðju tilraun sína til þess að marka þau tímamót að verða fyrsta manneskjan sem syndir milli Bahamaeyja og Bandaríkjanna. — Hún lagði af stað frá eyjunum, en varð að gefast upp eftir að hafa verið 20 klst. á sundi og var hún þá samkvæmt ferðaáætlun sinni búin að leggja að baki um helming leiðangursins. Hún hafði gert ráð fyrir að vera um 40 klst. á leiðinni, sem er um 80 mílur. — Sundkonan er nú 47 ára að aldri. ÞETTA er nýjasta fréttamynd- in af Josip Broz Tito marskálki og einræðisherra í Júgóslavíu í yfir 30 ár. — Hann er nýlega orðinn 87 ára gamall. Sagt er að hann fari sér með hægð við að finna leiðir til þess að ekki sjóði uppúr þegar hann verður að drega sig í hlé frá stjórnarstörfum eða í því til- felii að hann félli skyndilega frá. — Kunnugir telja að Tito hafi enn ekki tekið neina ákvörðun í þessu máli. KVENÞJÓÐIN í Nýju Delhi greip öll tiltæk keröld til að sækja vatn í borgarbrunnana nú fyrir skömmu, er þar rigndi dálítið eftir sjö vikna hitabylgju sem gekk þar yfir og vatnsskort af þeim sökum. Efling göngudeild- ar sykursjúkra höfuðáhugamálið Samtök sykursjúkra, Reykja- vík héldu aðalund sinn nýlega. í skýrslu stjórnar var getið um þau margvíslegu málefni, sem unnið var að á árinu. Meðal þeirra mála má geta að unnið var að þátttöku hins opinbera í hluta af þeim mikla kostnaði, sem sykursjúkir, margir hverjir, verða að bera vegna veikinda sinna. Er ánægjulegt að mikill skilningur rfkir hjá viðkomandi aðilum, umtalsverður árangur hefur náðst, og hillir undir viðun- andi lausn margra af veigamestu hagsmuna málunum á þessu sviði. Þá gangast Samtök sykur- sjúkra fyrir félagsfundum, þar sem komið er á framfæri fróðíeg- um erindum um sjúkdóminn, auk þess sem markmið slíkra funda er að auka innbyrðis kynni fé- lagsmanna. Eins og oft vill verða í félagssamtökum er áhugi mis- jafn og hefur fundarsókn ekki ætíð verið eins og dagskrárefni hafa gefið tilefni til. Samtök sykursjúkra voru stofnuð 1971 og nutu þegar frá upphafi stuðnings og forgöngu álitlegs hóps áhugamanna. Aðalfrumkvöð- ull að stofnun samtakanna var Helgi Hannesson enda gegndi hann formennsku frá upphafi, þar til nú á aðalfundinum að hann baðst undan endurkjöri. Sem við- urkenningu fyrir frábær störf að stofnun Samtaka sykursjúkra, og æ síðan, var Helgi Hannesson kjörinn fyrsti heiðursféagi sam- takanna á aðalfundinum. Félagar eru um 600 og er hafinn undirbúningur að efldu félags- starfi, sem yrði sjálfsagt auðveld- ara ef fl.eiri af þeim, sem beint eða óbeint eru aðnjótandi starfsemi samtakanna, legðu þeim liðsinni með því að gerast félagsmenn. Göngudeild Sykursjúkra, við Landspítalann, sem komið var á fyrir forgöngu félagsins, er eitt höfuð áhugamálið. Vilja samtökin efla þá starfsemi sem mest má verða. Hefur það m.a. verið gert með bættum tækjabúnaði og er stefnt að frekari framlögum á þeim vettvangi. Þá heyrir útgáfa tímaritsins Jafnvægi og annarra upplýsingar- rita til fastrar starfsemi félagsins. Ráðgert er sumarferðalag að venju og eru áætlanir um að það verði síðla sumars og þá ef til vill með nýstárlegu fyrirkomulagi. Stjórn félagsins skipa nú Þórir Helgason yfirlæknir, Örlygur Þórðarson, Steinunn Þorsteins- dóttir, Guðrún Hjaltadóttir, Snorri Snorrason, Þór Þorsteins og Bjarni Björnsson sem gegnir formennsku. Léleg símaþ jón- usta í Bíldudal —segir fréttaritari Bíldudal, 24.6. SÍMAÞJÓNUSTA hér er mjög léleg, mjög er vont að tala út fyrir svæðið vegna truflana. Viðgerð.ar- þjónusta er í algjöru lágmarki eða fyrir neðan lágmark, því ef bilar nokkuð þarf að bíða í marga mánuði eftir að fá gert við. Til dæmis um þjónustuna má geta þess að frá kl. 17 á föstudegi til kl. 9 á mánudegi er símstöðin lokuð, sem kemur sér mjög illa fyrir aðkomufólk. Finnst fólki hér að símaþjónustan versni eftir því sem gjald hækkar, því vanalega er það Landsíminn sem ríður á vaðið með allar hækkanir. í dag er fyrsti dagurinn í langan tíma sem hægt er að segja að sé gott veður, logn, sólskin og blíð- viðri. Fréttaritari. Þýzka tímaritið „Zeit Magazin“ birtir á forsíðu nú íbyrjun mánaðarins mynd eftir Erró, Annað hrópið. Segir þar á forsíðu að listamaðurinn heimfæri að nútímanum verk Edvards Munchs, Hrópið, en Erró er hins vegar sagður vera japanskur listamaður. zweite Sctirei Modcrnc' Malcr interpretieien Meisterwerke: Hior ahtuaiisíert der japanische Kunstler Frro das beriihmte Werh »t)er Schrri« von (dvard Munch (Seite 54)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.