Morgunblaðið - 27.06.1979, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 27.06.1979, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ1979 Ekki sjatnaði grauturinn á toppi 1. deildar HVORT tvegííja Framarar oj? SkaKamenn eru líklega sáróánægðir með að haía ekki farið með sigur af hólmi í viðureign liðanna á Laugardalsvellinum í gærkvöldi. Jafntefli. 1:1, varð raunin, en miðað við gang leiksins hefðu Framarar átt að vinna. 3:1 hefði ekki gefið ótrúlega mynd af leiknum. Leikur þessi var annars furðulegur. Fyrri hálfleikurinn var með því lakasta sem boðið er upp á hórlendis og þá skrifaði undirritaður jafn marga punkta í minnisbókina og hann gerði á 10 fyrstu minútum síðari hálfleiks. Leikurinn vaknaði þá heldur betur til lífsins, ekki síst er annað markið var komið. Það þurfti mark til að vekja leikinn af værum hlundi og þegar það kom, voru menn ekki sviknir af framhaldinu. Fram 4. ÍA I. Ekki svo mikið sem örlaði á samleik í fyrri hálfleik, leikurinn var eitt allsherjar miðjuþóf og greinilegt að taugarnar voru í lagi hjá hvorugu liðinu. Ekki var hætt á neitt nema ef vera skyldi það að flæma áhorfendur burt. Aðstæður voru þó ágætar fyrir góða knatt- spyrnu í gærkvöldi og við þær aðstæður skilja menn ekki hvers vegna ekki er hægt leika þokka- lega. Sem fyrr segir var lítið um að vera í fyrri hálfleik. Það næsta sem ÍA komst að skora, var þegar Marteinn ætlaði að senda á Guð- mund markvörð Baldursson, en úr varð hið ágætasta markskot sem Guðmundur varði snaggaralega. Markið, lífgjafi leiksins, hefði átt að koma á 29. mínútu, en þá sendi Rafn Rafnsson knöttinn til Guð- mundar Steinssonar, sem var algerlega dauðafrír á markteig. En Guðmundur hitti ekki knöttinn og leikurinn var dæmdur til að lúra lengur. Sem betur fer var ljóst, að leikmenn liðanna nenntu þessu ekki lengur. Einkum voru Skaga- mennirnir sprækir fyrstu mínúturnar og þegar á 47. mínútu lá knötturinn í neti Fram eftir spyrnu Sveinbjarnar Hákonarson- ar. Hann var hins vegar rang- stæður og varð því að fresta hátíðarhöldunum. Fimm mínútum síðar kom algerlega upp úr þurru frábær sóknarlota hjá Fram, sem lauk með því, að Trausti Haralds- son renndi kenttinum inn fyrir vörn IA, þar sem Pétur Ormslev kom á fleygiferð og skoraði lag- lega fram hjá úthlaupandi mark- verðimipi Jóni Þorbjörnssyni. Framarar voru enn hættulegir og á næstu mínútunum komst Pétur tvívegir í góð færi, fyrra skiptið eftir einleik, en þá varði Jón Þorbjörnsson frábærlega. í síðara skiptið geystist Pétur einn í gegn meðan varnarmenn ÍA góndu á línuvörðinn og biðu eftir rangstöðumerki sem aldrei kom. Pétur brenndi af. Hættulegustu sprettir Skaga- manna komu gjarnan er Sigþór Ómarsson var nálægur, en hann er viðsjárverður vörnum og lék Framvörnina nokkrum sinnum illa. Ekkert kom þó út úr erfiði Sigþórs, en einu sinni skaut hann naumlega fram hjá í góðu færi. Munaði svo mjóu, að allur skarinn á vellinum var farinn að fagna marki, enda flestir vallargesta nýstignir á land af Akraborginni, eða nýbúnir að þræða Hvalfjörð suður til Reykjavíkur. Skaginn jafnaði á 70. mínútu, en þá skallaði Sigurður Halldórsson Sigurður V. Halldórsson skorar jöfnunarmark ÍA með góðum skalla síðla leiks. Ljósm. Kristján laglega í netið eftir aukaspyrnu Kristjáns Olgeirssonar frá vinstri endamörkum. Lokakaflann var um stórsókn, Fram að ræða og lá sigurmarkið í loftinu án þess að úr yrði. En Framarar léku vel, not- uðu kantana og voru grimmir í teignum og höfðu betur í mörgum návígjum sem æskilegra hefði verið að varnarmennirnir hefðu haft betur í. Varð Jón markvörður Þorbjörnsson að grípa nokkrum sinnum vel inn í og einu sinni bjargaði Jóhannes Guðjónsson af línu skoti Guðmundar Steinsson- ar. Fram verður ekki meistari á því að gera sífellt jafntefli. Eftir á spyr enginn hvort liðið hafi átt skilið að vinna leikina. Pétur Ormslev átti stórgóðan leik að Toppur og botn mætast í kvöld ÞRÓTTARAR og KR-ingar leiða saman hesta sína á Laugardals- vellinum í kvöld í 1. deild Islands- mótsins í knattspyrnu. Hefst leikurinn klukkan 20.00. Hér er um stórmikilvægan leik að ræða, KR er meðal efstu liða, Þróttur meðal þeirra neðstu og verða bæði liðin því helst að sigra í leiknum af ólfkum ástæðum. Samkvæmt Mótabók KSÍ mun Róbert Jónsson dæma leikinn. þessu sinni, einkum í síðari hálf- leik, þegar hann lék á alls oddi og gerði mikinn usla. í heildina voru aðrir leikmenn lakari, en börðust þó allir af grimmd. Leikmenn eins og Ásgeir Elíasson, Marteinn Geirsson, Rafn Rafnsson og Trausti Haraldsson gerðu allir góða hluti, en einnig slæma þess á milli. Sigþór Ómarsson átti bestan leik Skagamanna og honum fer fram með hverjum leik. Hann er sprettharður og skilar kenttinum yfirleitt vel eftir atvikum. Kristján Olgeirsson og Árni Sveinsson áttu einnig góðan leik, slæmt er þó hve Árni er „einfættur". Sigurður Lárusson var og sterkur í vörninni. í stuttu máli: íslandsmótið, 1. deild, Fram — í A: 1:1 (0-0) Mark Fram: Pétur Ormslev (52. mín.) Mark ÍA: Sigurður Halldórsson (70. mín.) Gul spjöld: Marteinn Geirsson Dómari: Arnþór Óskarsson ________________________— gg. STAÐAN Staðan í 1. dcild er nú þessi: ÍBK 6 3 3 0 11:2 9 Fram 6 2 4 0 10:5 8 ÍA 6 3 2 1 11:8 8 ÍBV 6 3 1 2 8:3 7 KR 5 3 11 6:4 7 Valur 6 1 3 2 7:7 5 Víkingur 6 2 1 3 6:10 5 KA 6 2 0 4 8:11 4 Þróttur 5 113 3:10 3 Haukar 6 1 0 5 3:15 2 Markhæstu leikmenn eru: Pétur Ormslev Fram 5 Sveinbjörn Hákonars. ÍA 5 Gunnar Blöndal KA 3 Þórður Karlsson ÍBK 3 Einkunnagjöfin FRAM: Guðmundur Baldursson 3, Símon Kristjánsson 2, Trausti Haraldsson 2, Marteinn Geirsson 2, Kristinn Atlason 2, Gunnar Bjarnason 1, Gunnar Guömundsson 2, Ásgeir Elíasson 2, Rafn Rafnsson 2, Pétur Ormslev 4, Guömundur Steinsson 2, Hafþór Sveinjónsson (vm) 2. ÍA: Jón Þorbjörnsson 3, Siguröur Halldórsson 2, Kristján Olgeirsson 3, Sveinbjörn Hákonarson 2, Jón Alfreösson 2, Árni Sveinsson 3, Sigþór Ómarsson 4, Guðbjörn Tryggvasson 1. DÓMARi: Arnþór Óskarsson 2. Auövitaö Beniaol OKEYPIS FYRIR BÖRNINNAN10 ÁRA Næsta brottför 11. júlí. Góðir greiðsluskilmálar. Seljum farseöla um allan heim á lægsta Ferðamiðstöðin AÐALSTRÆTI 9 — SÍMI 28133 Margra ára reynsla, brautryöjendur í Benidorm feröum. Reyndir fararstjórar, þjálfaö starfsfólk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.