Morgunblaðið - 27.06.1979, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ1979
31
Landshlaupi FRÍ lauk í gær
Hátt á fímmta
þúsundmanns
tóku þátt
LANDSHLAUPI FRÍ lauk á Laugardalsvellinum kl. 8.23 í gærmorg-
un eða svo til alveg nákvæmlega á réttum tíma. I>á höfðu um 4500
manns hlaupið alls 2500 km vegalengd með boðhlaupskeflið. Það var
Jóhann Jóhannesson sem hljóp lokasprettinn og afhenti síðan Erni
Eiðssyni keflið. Mjög vel heppnuðu iandshlaupi var lokið. Örn afhenti
síðan þjóðminjaverði Þór Magnússyni keflið til varðveislu ásamt
kveðju þeirri er innan í keflinu var til allra hlauparanna frá forseta
íslands.
Allt er gott
sem endar vel
Sumarið skartaði sínu fegursta í
gærmorgun er landshiaupið end-
aði. Um kl. 1.50 voru hlaupararnir
við Ferstiklu í Hvalfirði og allt
stóðst áætlun. Og á slaginu 7.45
skiluðu Mosfellingar keflinu á
Korpúlfsstöðum til sveitar
Reykjavíkur. Jón oddviti á Reykj-
um lét sig ekki vanta og skilaði
síðasta spretti fyrir Mosfellssveit.
Fyrsta sprettinn í Reykjavík
hljóp Baldur Jónsson vallarstjóri
íþróttavallanna í borginni og var
hann léttur á fæti eins og fleiri.
Við af honum tók Agúst Asgeirs-
son þekktur langhlaupari og þrátt
fyrir að hann skilaði af sér keflinu
eftir 900 metra hljóp hann alla
leiðina á Laugardalsvöllinn.
Skiptingin við Korpúlfstaði var
hátíðleg, lúðrasveit lék og ísl.
fánar voru við sýslumörkin. Þá
fylgdist nokkur fjöldi fólks með er
lagt var upp í síðasta spölinn.
Gleði þátttak-
enda mikil
Blaðamaður Mbl. ræddi við
Sigurð Helgason aðalskipuleggj-
anda hlaupsins síðasta áfanga
hlaupsins. En hann ásamt Sigurði
Björnssyni varaformanni FRI bar
hitann og þungann af landshlaup-
inu. Hafa þeir fylgt svo til öllum
hlaupurunum skref fyrir skref. Að
vísu hafa verið hvíldir hjá þeim til
skiptis en þær voru ekki margar.
— Þetta hefur gengið mun bet-
ur en ég átti von á, sagði Sigurður.
Það er ekki fjarri lagi að ætla að
alls hafi tekið þátt í hlaupinu um
4600 manns. Eða um 1600 fleiri en
við reiknuðum með í upphafi. Það
sem mér er einna eftirminnilegast
í sambandi við hlaupið er gleði og
áhugi allra þátttakenda. Skipulag
Héraðssambanda og ungmenna-
félaga var til mikillar fyrirmynd-
ar. Þá kom mér það á óvart hversu
vel á sig komið fólk er líkamlega.
Oft hlupu heilir hópar með hlaup-
aranum sem var með keflið. Þá
var sama hvort var að nóttu eða
degi, fjöldi fólks fylgdist með
hlaupinu, og oft fór það langa leið
til þess að sjá boðhlaupið.
Erfiðasti kaflinn
var á Ströndunum
Það fór ekki milli mála að
erfiðasti kaflinn var á Ströndun-
um. Þar var veður afskaplega
slæmt. Snjókoma og skóf í skafla.
En Strandamenn standa svo sann-
arlega fyrir sínu, og þrátt fyrir
þessi erfiðu veðurskilyrði skiluðu
þeir keflinu frá sér um klukku-
stund á undan áætlun. í Öræfa-
sveitinni þurftu 25 manns að
hlaupa samtals 70 km leið og
hlupu sumir allt að 4 km. Fyrstu
átta dagana var veður frekar
óhagstætt, súld og rigning. En
besta veðrið er nú síðasta daginn,
og lokakaflinn hefur verið dásam-
legur, sagði Sigurður.
Illauparar á
öllum aldri
— Þátttakendur voru á öllum
Ljósm. Mbl. Lmilia.
Siðasti spölurinn. Jóhann Jóhannesson frjálsíþróttafrömuður úr
Ármanni hleypur síðasta spölinn í Landshlaupi FRÍ í gærmorgun.
„Ég hafði gaman af þessu, nú eru rúm 50 ár frá því ég hóf kcppni í
frjálsíþróttum,1* .sagði þessi aldna kempa sem unnið hefur mikið og
óeigingjarnt starf í þágu frjálsfþrótta á íslandi. ólafur Unnsteinsson
fþróttakennari hljóp með boðið inn á Laugardalsleikvanginn, þar sem
hlaupinu lauk. og skokkar ólafur hér í humátt á eftir Jóhanni.
aldri eins og fram hefur komið. Sá
yngsti mun hafa verið 1 og V2 árs,
en hann hljóp í Vestur-Isafjarð-
arsýslu einn og óstuddur um 85
metra leið með keflið. Sá elsti var
89 ára og var það Glúmur Hólm-
geirsson. Víða hlupu börn með
foreldrum sínum. Og ekki var
sjaldgæft að heilar fjölskyldur
væru með.
— Það var mjög gott að stjórna
unga fólkinu sem tók þátt í
hlaupinu. Að vísu þurfti að halda
aftur af sumum en það var líka
það eina. Þá er ég þakklátur þeim
hlýju móttökum sem við höfum
fengið um allt land, sagði Sigurð-
ur.
Hlaupid náði
tilgangi sínum
— Ég tel að hlaupið hafi náð
tilgangi sínum. Þetta hefur vakið
áhuga fólks á líkamsrækt og
opnað augu fjölda fólks fyrir
hreyfingu og útiveru. Þrátt fyrir
að erfitt hafi verið að skipuleggja
hlaupið tel ég að það hafi verið vel
þess virði sagði Sigurður að lok-
um. — þr.
Ljósm. Emilía.
Úrvalið vann
heimsmeistarana
ARGENTÍNUMENN héldu upp á árs afmæli HM-titilsins, er landslið
þeirra í knattspyrnu mætti heimsúrvali á River Plate. Argentínu-
mcnn höfðu ráðgert stórfelld hátiðarhöld þegar lið þeirra ynni
sannfærandi sigur á úrvalsliði heimsins, en öllu slíku var frestað,
þegar heimsliðið gerði sér lítið fyrir og sigraði Argentínumenn 2—1.
Var þetta fyrsta tap Argentínumanna síðan að HM-titiIlinn var
innbyrtur í fyrra. Síðan þrír sigrar og þrjú jafntefli.
Argentínumenn höfðu frumkvæðið og hinn stórefnilcgi Diego
Maradona skoraði fyrsta mark leiksins, af 20 metra færi úr þröngri
aðstöðu. Brasilíski markvörðurinn Emerson Leao vissi varla hvaðan á
sig stóð veðrið, fyrr en knötturinn lá í netinu.
Úrvalsliðið sótti mjög í sig veðrið í síðari hálflcik og á 62. mínútu
snarþagnaði áhorfendaskarinn, er Luis Galvan varð fyrir því óláni að
senda knöttinn í eigið net og jafna leikinn. Fjörkippur heimsliðsins
átti ekki síst rætur að rekja til þess að Brasilíumennirnir Tonihno og
Zico komu inn á í hálfieik og voru mjög sprækir. Það var frábær
samvinna þeirra sem skilaði sér sem sigurmark úrvalsins. Zico
skoraði. Lokakaflan sótti Argentína meira, en komst lítt áleiðis gegn
vörn gestanna. Liðin voru þannig skipuð:
Argentína: Fillol, Galvan, Olguin, Passarella, Tarantini, Gallego,
Maradona, Houseman, Luque (Outes) og Valencia.
Úrvalið: Leao, (Koncilia), Kaltz, Cabrini (Toninho), Tardelli,
Pezzey.i Krol. Causio, Platini (Zico), Rossi, Asensi og Boniek.
, Þess má geta. að Marco Tardelli var rekinn af leikvelli fyrir að
brjóta gróflega á Diego Maradona.
Hlauparar úr Ungmennafélagi Kjalnesinga skila boöhlaupskeflinu í Landshlaupi
FRI til Mosfellssveitunga í blíðskaparveðri við Þingvallaveginn. Kjalnesingar hlupu
með merki félags síns og fylktu liði síðasta spölinn. í humátt á eftir hlaupurunum
koma bflar þeirra Sigurðar Helgasonar og Sigurðar Björnssonar stjórnarmanna úr
Frjálsíþróttasambandinu, en allt hlaupið skiptust stjórnarmenn FRÍ á að fylgja
hlaupurunum eftir. Mosfellssveitungar skiluðu keflinu til reykvískra hlaupara á
móts við Korpúlfsstaði. Ilöfðu Mosfellssveitungar stillt þar upp lúðrasveit og mynduð
var fánaborg. Skóp þetta mikla stemningu á skiptisvæðinu, enda veitti ekki af þar
sem flestir Reykvíkinganna voru enn með stírur í augunum er þeir tóku við boðinu.
Leiðréttmg
í einkunnagjafir Mbl. hefur að undanförnu misfarist fáein nöfn.
Fyrst skal nefna nöfn þeirra Jóns Áskelssonar og Sigurðar
Halldórssonar leikmanna ÍÁ. sem féllu niður í einkunnagjöf fyrir leik
IA og Vals. Fengu báðir 2 fyrir frammistöðuna. Þá vantaði Heimi
Karlsson í lista leikmanna Víkings gegn Val. Fékk Heimir 3. Loks
datt úr nafn Asbjörns Björnssonar úr leik KA og ÍBK. Ásbjörn fékk 2.