Morgunblaðið - 27.06.1979, Blaðsíða 32
EF ÞAÐ ER FRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
M m.ysim; \
SIMINN KK:
22480
EFÞAÐERFRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
M I.I.YSIM, \
SIMINN KK:
22480
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 1979
Drakknaði í Mikla-
vatni í Skagafirði
MAÐUR drukknaði á
Miklavatni í Skagafirði
síðdegis í gær, er hann var
að vitja um net í vatninu.
Var hann einn á bátnum,
DC-10 flugbannið:
Bitnað á nær
2000 Flug-
leiðafarþeg-
umíNewYork
„Á síðustu 20 dögum hefur alls
1881 farþegi á vegum Flugleiða í
New York orðið fyrir töfum eða
breytingum á áætlun vegna flug-
bannsins á DC-10 breiðþotunni,“
sagði Baldvin Berndsen, stöðvar-
stjóri Flugleiða á Kennedyflug-
velli, í samtali við Mbl. í gær-
kvöldi. Þar af hafa Flugleiðir
orðið að senda um 800 farþega
með öðrum flugfélögum til
Evrópu og annarra staða.
Arnarflug hefur á þessu tíma-
bili flutt 452 farþega til íslands og
Luxemborgar. Þá hefur Balti-
moreflugið haft viðkomu í New
York og sótt alls 55 farþega.
Evergreen International Airlines
hefur leigt Flugleiðum vél þrisvar
á tímabilinu til þess að flytja alls
558 manns og 816 manns hefur
orðið að flytja með hinum ýmsu
flugfélögum beint frá New York
til Evrópu.
Baldvin sagði í samtali við Mbl.,
að þeir sæju um að koma
farþegunum á aðrar flugvélar, en
borguðu ekki mismuninn á far-
gjaldinu. Hins vegar kvað hann
sum félögin taka farseðlana gilda
á sama verði og hjá Flugleiðum.
Skrifstofa Flugleiða í New York
sér um flugafgreiðslu fyrir tvö
flugfélög önnur, þ.e. danska leigu-
flugfélagið Maersk, sem flýgur
þrisvar í viku til New York, og
bandaríska flugfélagið Evergreen
frá Arizona, sem flýgur 3—4 flug
á viku til New York.
en fólk í landi fylgdist með
ferðum hans. Maðurinn
var ekki úr Skagafirði, en
var gestkomandi á bæ ein-
um skammt frá vatninu,
þar sem sonur hans býr.
Ekki er alveg ljóst hvernig
slysið bar að höndum, en að sögn
lögreglunnar á Sauðárkróki er
jafnvel talið, að maðurinn hafi
fengið aðsvif áður en hann féll
útbyrðis. Ekki er unnt að greina
frá nafni hins látna að svo stöddu.
Fella niður
tollá
reiðhjólum
„Ég vil ekki segja um frekari
útfærslu á þessu nú,“ sagði
Hjörleifur Guttormsson
iðnaðarráðherra, er Mbl.
spurði hann í gær, hvort sam-
þykkt rfkisstjórnarinnar um
að fella niður toll af reiðhjól-
um frá og með 1. júlf n.k. þýddi
jafnframt niðurfellingu vöru-
gjalds og hvort samþykktin
næði einnig til
reiðhjólahluta
og varahluta f
reiðhjól. Tollur
af reiðhjólum er <
nú 80% og vöru-!
gjald 30%, eða
samtals 134%,
og sama er að
segja um vara-
hluti aðra en
dekk, slöngur I
og ljósabúnað,
en af því er totlurinn 35—40%.
Páll Bragason hjá Fálkanum
hf. sagði að segja mætti að
reiðhjól væru nú það dýr hér, að
um illseljanlega vöru væri að
ræða vegna verðsins. Páll sagði,
að ódýrustu barnahjól kostuðu
nú um 50 þúsund krónur og
reiðhjól fyrir fullorðna kostaði
frá 100 til 200 þúsund krónur.
„Ef samþykkt ríkisstjórnarinn-
ar þýðir niðurfellingu á bæði
tollum og vörugjaldi, gæti ég
trúað að reiðhjólin lækkuðu um
rösklega helming í verði," sagði
Páll.
Hornsteinn var lagður að byggingu Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga í gær, er hún var
formlega tekin í notkun. ólafur Jóhannesson forsætisráðherra múraði hornsteininn í vegg ofnhússins
og naut hann við það aðstoðar Eggerts G. Þorsteinssonar stjórnarmanns í íslenzka járnblendifélag-
inu. Sjá nánari frásögn á bls. 15. Ljósm. Ól. K.M.
2,6 milljarðar kr. til
autónna framkvæmda
í orkumálum á árinu
— m.a. verði boraðar tvær holur við Kröflu
„ÞAÐ hefur verið reiknað út, að með því að veita þessum 2,6
milljörðum til aukinna framkvæmda á þessu ári megi ná fram
gjaldeyrissparnaði upp á að minnsta kosti einn milljarð á ári.
Varðandi aðrar aðgerðir vil ég ekki nefna neinar ákveðnar tölur, en
þó cr ljóst að um sparnað upp á marga milljarða er að ræða, ef hægt
verður að hrinda öllu í framkvæmd. Þar vega þyngst aðgerðir
varðandi skipti fiskiflotans yfir í ódýrara eldsneyti og í húshitunar-
málum,“ sagði Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra, er Mbl.
ræddi við hann í gær um tillögur þær um aðgerðir til orkusparnaðar
og hagkvæmari orkunýtingu, sem ríkisstjórnin samþykkti á mánu-
daginn.
„Þetta eru svo arðgæfar fram-
kvæmdir að ég tel ekkert hikandi
við að taka erlend lán til þeirra,"
sagði Hjörleifur, er Mbl. spurði
hann með hverjum hætti ætti að
tryggja viðbótafjármagn að upp-
hæð 2,6 milljarðar króna til fram-
kvæmda í orkumálum á þessu ári.
„í aðalatriðum verður þessu fé
varið til viðbótarframkvæmda við
9 hitaveitur, þar á meðal hraun-
hitaveituna í Vestmannaeyjum,
fjarvarmaveitur á ísafirði og
Höfn í Hornafirði og hitaveitu á
Egilsstöðum. Þá verður fé varið til
raflínulagna; bæði nýlagna og
viðbóta og má nefna þar línu frá
Dalvík til Ólafsfjarðar, sem tengir
Skeiðsfossvæðið og landskerfið, og
styrkingu dreifikerfa í sveitum.
Þá verður fé varið til að undir-
búa stofnlínur og hraða þannig
framkvæmdum á næsta ári og til
jarðhitaleitar. Einnig er inni í
þessu dæmi fé til borana við
Kröflu og er reiknað með tveimur
nýjum holum þar á þessu ári.“
I samþykkt ríkisstjórnarinnar
er m.a. það, að stefnt verði að því
frá og með 1. janúar 1980 að
innflutningsgjöld af fólksbifreið-
um verði stighækkandi með tilliti
til eldsneytiseyðslu. „Það er ekki
búið að marka stefnuna varðandi
þetta,“ sagði iðnaðarráðherra.
„Lágmarksdæmið er núlldæmi
fyrir ríkissjóð, það er að hann
verði ekki af tekjum vegna þessa,
en svo er það spurning, hvort nýta
á þessa leið til tekjuöflunar."
Sjá: Samþykkt ríkis-
stjórnarinnar bls. 17.
Geir Hallgrímsson ritar forsætisráðherra bréf:
Nefnd allra flokkakanni
hagkyæmustu díukaupin
GEIR Hallgrimsson formaður Sjálfstæðisflokksins hefur ritað ólaíi
Jóhannessyni forsætisráðherra bréf, þar sem lagt er til að ríkisstjórn-
in skipi nefnd er hafi það verkefni að kanna möguleika á olfukaupum
á sem hagkvæmustu verði. Verði þar á meðal rætt við Sovétríkin um
breytt fyrirkomulag verðmiðunar í olíukaupum þaðan. Leggur Geir
Hallgrfmsson til að í nefndinni eigi sæti fulltrúar allra stjórnmála-
flokkanna. Bréf Geirs Ilallgrímssonar til forsætisráðherra er
svohljóðandi, en það var tekið fyrir á fundi rfkisstjórnarinnar í
gærmorgun:
Hr. forsætisráðherra
Ólafur Jóhannesson.
Reykjavík.
Með tilvísun til þess mikla
vanda, sem olíuverðhækkanir
valda í atvinnu- og efnagagslífi
okkar íslendinga, vil ég hér gera
það að tillögu minni, að ríkis-
stjórnin skipi nefnd, er allir
stjórnmálaflokkar eigi fulltrúa í.
Verkefni nefndarinnar sé að
kanna alla möguleika á olíu-
kaupum á sem hagstæðustu verði
og þ.á m. taka upp viðræður við
Sovétríkin um breytt fyrirkomu-
lag verðmiðunar í olíukaupum
þaðan. Nauðsynlegt er, að íslenzka
ríkisstjórnin óski eftir viðræðum
fyrir hönd nefndarinnar við æðstu
stjórnvöld og fyrirsvarsmenn olíu-
fyrirtækja í þeim olíuframleiðslu-
og olíusöluríkjum, sem rétt þykir
að snúa sér til í ofangreindum
tilgangi. Þá er og eðlilegt, að
nefndin hafi samráð og samstarf
við íslenzku olíufélögin og þau séu
hvött til að nýta viðskiptasam-
bönd sín í sama tilgangi.
Þarflaust er að rökstyðja tillögu
þessa nánar, þar sem leita verður
allra ráða til að tryggja landinu
nægilegt eldsneyti á viðunandi
verði og koma í veg fyrir stór-
felldar álögur á landsmenn.
Eg vænti þess, að þú og ríkis-
stjórn þin taki sem fyrst afstöðu
til þessarar tillögu minnar og er
að sjálfsögðu reiðubúinn til
viðræðna um málið, ef þess er
óskað.
Geir Hallgrímsson,
form. Sjálfstæðisflokksins.“
Morgunblaðinu tókst ekki að
ná tali af þeim Geir Hallgrímssyni
eða Ólafi Jóhannessyni í
gærkvöldi vegna þessa máls, þar
sem hvorugur þeirra var í borg-
inni.
1GÆR var lagt lögbann á þær
aðgerðir Greenpeace-samtak-
anna að hindra veiðar ís-
lenzku hvalveiðiskipanna.
Hvali hf. var gert að greiða
eina milljón til tryggingar
lögbanninu. Hvalur hf. mun
fylgja lögbanninu eftir með
málsókn fyrir bæjarþingi
Reykjavíkur, að því er lög-
maður Ilvals hf. sagði í viðtali
við blaðamann Mbl.
David McTaggart, talsmaður
Greenpeace-samtakanna,
sagði, að samtökin tækju vænt-
anlega í dag ákvörðun um
viðbrögð þeirra við lögbanninu.
Farbanni á Rainbow Warr-
ior, skipi samtakanna, hefur
því verið aflétt og er Rainbow
Warrior nú heimilt að sigla.
Sjá einnig viðtöl á bls. 5.