Morgunblaðið - 30.06.1979, Page 1
40 SÍÐUR
147. tbl. 66. árg.
LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 1979
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Sprengjur
á Spáni
Madrid, 29. júní. Reuter. AP.
ÞRJÁR sprengjur sprungu á
fjölförnum feröamannastöðum á
Spáni f dag, en engan sakaði og
eignatjón var lítið. Skæruliða-
samtök aðskilnaðarsinna f Baska
héruðunum, ETA, lýstu yfir
ábyrgð sinni á sprengingunum
og hafa hótað frekari aðgerðum
sama eðlis á helztu ferðamanna
svæðum f landinu verði ekki
komið til móts við kröfur þeirra
um aukna sjálfsstjórn.
Tvær sprengjur, sem sprungu í
dag voru í Benidorm, en sú þriðja
í Marbella á Costa del Sol. Til-
kynnt var símleiðis um allar
sprengjurnar og var fólk flutt frá
þeim stöðum, þar sem þær
sprungu. Sprengjusérfræðingum
tókst að taka tvær aðrar sprengj-
ur úr sambandi áður en þær
sprungu.
Nicaragua:
Leggur
Somoza
niðurvöld?
Managua. Waahington. 29. júnl.
AP, Reuter.
ÁNASTASIO Somoza forseti Nic-
aragua hefur boðizt til þess að
fara úr landi fallist Bandaríkja
stjórn á nokkur skilyrði, sem
hann hefur sett, að því er heim-
ildir f Washington hermdu f dag.
Er talið að Somoza vilji trygg-
ingu Bandarfkjastjórnar fyrir
því, að þjóðvarðlið hans verði
verndað gegn hefndaraðgerðum
eftir brottför hans og jafnframt
að hann vilji hafa áhrif á hver
eftirmaður hans verði.
Bandaríkjastjórn hefur lagt að
Somoza að leggja niður völd og
fara úr landi, en talsmaður banda-
ríska utanríkisráðuneytisins sagði
í dag að alls ekki kæmi til greina
að semja við Somoza um eitt eða
neitt í sambandi við brottför hans.
Fréttirnar um hugsanlega
brottför Somoza stinga í stúf við
fréttir af vígstöðvunum í Nicarag-
ua, en hermenn hans hröktu
skæruliða Sandinista í dag á brott
frá höfuðborginni Managua og
gengu milli bols og höfuðs á
hópum skæruliða við landamæri
Costa Rica.
Líf og fjör hjá ungu kynslóðinni.
(Lgwm. Mbl. Kristinn Ólalsson)
Toppfundurinn í Tokyo:
Samkomulag um aö tak-
marka olíuinnflutning
Tokyo, 29. júní. AP, Reuter
FUNDI æðstu manna sjö vest-
rænna iðnrfkja lauk f morgun f
Tokyo með því að samþykkt var
vfðtæk áætlun um takmörkun
olfuinnflutnings þessara rfkja
allt fram til ársins 1985 og
hagnýtingu annarra orkulinda.
Nokkur ágreiningur var á
fundinum. en Carter Bandarfkja-
forseti sagði að honum loknum,
að meiri árangur hefði náðst en
nokkur hefði getað vænzt fyrir
fundinn. f lokayfirlýsingu
fundarins er hörmuð sú
ákvörðun OPEC rfkjanna að
stórhækka olíuverð og greint frá
ýmsum ráðstöfunum, sem gripið
verður til svo mæta megi þeim
vanda, sem olfuverðshækkunin
skapar.
Fundurinn í Tokyo er hinn
fimmti í röð toppfunda leiðtoga
Bandaríkjanna, Bretlands,
Japans, Vestur-Þýzkalands,
Frakklands, Kanada og Ítalíu um
efnahagsmál. Mestur tími fundar-
manna nú fór í umræður um
orkumálin, en einnig var nokkuð
fjallað um málefni norðurs og
suðurs og vandamál flóttamanna
frá Suðaustur-Asíu.
Bandaríkjastjórn skuldbatt sig
á fundinum til að takmarka inn-
flutning á olíu fram til ársins
1985 við 8,5 milljónir tunna á dag
en það er sama magn og flutt
Verdens Gang í Osló:
„200 mílur við Jan
Mayen ótímabærar
99
Ósló, 29. júnl, Irí Iréttaritara
Mbl., Jan-Erik Lauré.
SKILNINGUR virðist fara vax-
andi í Noregi á andstöðu íslend-
inga við áform Norðmanna um að
lýsa yfir 200 mflna efnahagslög-
sögu við Jan Mayen. Norsku
blöðin hafa tii þessa lítið skrifað
um málið í forystugreinum, en
blaðið Verdens Gang segir þó í
dag, að viss hætta sé á því, að
krafa Norðmanna um 200 mflna
efnahagslögsögu við eyna sé
atriði, sem búast megi við að njóti
lítils skilnings á alþjóðavettvangi
hjá þeim aðilum, sem með þessum
málum fylgjast. Segir blaðið að
ótfmabært sé að þvinga fram
viðhorf stjórnarinnar í þessu efni.
Viðtöl eru við Ólaf Jóhannesson
forsætisráðherra og Benedikt
Gröndal utanríkisráðherra í
norskum blöðum í morgun. Ólafur
Jóhannesson segir í viðtali við
Aftenposten, að engin hætta sé á
því að loðnustríð brjótist út milli
Islands og Noregs. Segir ráðherr-
ann að möguleiki hljóti að vera á
að ná samkomulagi um málið.
Ólafur Jóhannesson segir í viðtal-
inu, að hann hafi skilning á af-
stöðu norskra sjómanna og segir
ekki óeðlilegt að þeir haldi fram
kröfum um mál, sem varða hags-
muni þeirra. A hinn bóginn leggur
íslenzki forsætisráðherrann
áhefzlu á að íslendingar geti ekki
viðurkennt rétt Norðmanna til 200
mílna efnahagslögsögu við Jan
Mayen, þar sem slík lögsaga væri í
hreinni andstöðu við islenzk lög.
Olíuverðshækk-
uninfærirNorð-
mönnum um 67
milljarða króna
Osló, 29. júní, írá fréttaritara
Mbl. Jan Erik Uuré.
SÚ ÁKVÖRÐUN samtaka olíu-
útflutningsrfkja, OPEC, að
hækka olíuverð í 18—23,5 doll-
ara fyrir hverja tunnu mun
færa Norðmönnum u.þ.b. einn
milljarð norskra króna (ca. 67
milljarða fsl. króna) f auknar
útflutningstekjur. Verð á olíu
frá Noregi fylgir í aðalatriðum
verðlagi OPEC rfkjanna og er
talið að síðsta verðhækkun
OPEC muni skila Norðmönnum
700 milljónum norskra króna f
auknar tekjur á þessu ári.
Norska ríkið hyggst ekki nota
þessa fjármuni til að greiða
niður benzín eða olíur eða lækka
skatta, heldur verður þessum
auknu tekjum varið til að greiða
niður skuldir norska ríkisins
erlendis.
Gert er ráð fyrir að verðið á
benzínlítranum í Noregi muni í
haust hækka í rúmlega þrjár
norskar krónur (ca. 200 ísl.
krónur) og verð á húshitunarolíu
muni þá einnig hækka.
verður til Bandaríkjanna á þessu
ári. Japanir fá heimild til að auka
innflutning sinn lítið eitt fram til
1985 en Evrópulöndin fjögur
skuldbundu sig til að binda inn-
flutning olíu við það magn, sem
keypt var 1978. Kanadamenn, sem
sjá fram á verulega minnkun
eigin olíuframleiðslu á næstu
árum munu reyna að binda olíu-
innflutning sinn við 600 þúsund
tunnur af olíu á dag.
I yfirlýsingu leiðtoganna segir,
að mikilvægustu verkefnin í orku-
málunum séu að minnka olíu-
neyzluna og hraða þróun annarra
orkulinda, þ.á.m. kjarnorku. Jafn-
framt er ákveðið að aukið opin-
bert eftirlit skuli haft með
olíumörkuðum og olíufélögum og
einnig að stefnt skuli að því, að
olíuverð til neytenda í hverju ríki
skuli vera í samræmi við heims-
markaðsverðið.
Metverð á
málverki
Lundúnum. 29. júnl — Reuter
LANDSLAGSMYND, máluð á
kopar eftir 17. aldar málarann
Jan Brueghel var seld á uppboði f
Lundúnum í dag fyrir liðlega 275
milljónir króna, eða fjórfalda þá
upphæð sem reiknað hafði verið
með.
Þetta er hæsta verð, sem greitt
hefur verið fyrir málverk á upp-
boði, en málverkið er fremur lítið,
25x36 sentimetrar.