Morgunblaðið - 30.06.1979, Page 2

Morgunblaðið - 30.06.1979, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ1979 BjöminnáHorn- ströndum fluttur í Sædýrasafnið? MARGIR eru þeir. sem eru sann- færðir um, að á Hornströndum sé einhvers staðar á ferli fsbjörn. ( byrjun maí þóttust menn vissir um að hafa heyrt bjarndýrsöskur og fyrir nokkru varð vart við torkennileg spor, sem talin eru eftir bjarndýr. Ekkert hefur hins vegar sést til bjarndýrs, enn sem komið er, en marga fýsir að finna björninn. Þeirra á meðal er Jón Gunnars- son í Saedýrasafninu og sagði hann í samtali við Morgunblaðið í gær að hann biði nú aðeins nánari fregna af birninum og betra veð- urs til að fara norður og sækja bangsa eins og Jón orðaði það. Hann hefur aflað sér tilskilinna leyfa hjá sýslumanni og náttúru- verndarsamtökum til að fanga björninn og flytja hann suður. — Ef björn er þarna einhvers staðar á ferðinni, þá kemur að því fyrr eða síðar, að hann komi nær mannabyggðum og ef hann er soltinn getur hann því orðið hættulegur búsmala og ferðalöng- um, sem þarna eru mikið á ferð- inni yfir hásumarið, sagði Jón í gær. — Okkur þætti illt ef bangsi yrði drepinn að þarflausu og teljum betri kost að svæfa hann og flytja í Sædýrasafnið. Það er talið að björninn gæti lifað ágætu lífi á þessum slóðum og meðal annars lifað á sel, en hann gæti orðið hættulegur búsmala og fólki eða verið drepinn að þarflausu og því hyggjum við á ferðir á slóðir bjarnarins ef eitthvað meira fréttist af honum, sagði Jón Gunnarsson að lokum. ' bessi spor eru talin eftir ísbjörn og ýmsir hyggja á ferð á Hornstrandir á næstunni til að kanna hvort ekki sé hægt að fanga gripinn. Eins og sjá má á myndinni er enn vetrarlegt um að litast á þeSSUm slóðum. Ljósm. Ómar Ragnarsson. Tvö skip byrjuð á kolmunnaveiðum Ekkert hef ur enn f engist á midunum eystra Hafnarmannvirki á Reykhólum í hættu TVÖ skip eru þegar byrjuð á kolmunnaveiðum fyrir Austur- landi. Grindvíkingur hefur leitað kolmunna í nokkra daga, en ekkert fengið og kom inn til Eskifjarðar í gær, en þaðan fór Jón Kjartansson til kolmunna veiða í fyrrinótt. Ætla má að 7—10 skip fari á kolmunnaveiðar i sumar og þeirra á meðal óli EITT íslandsmet var slegið á Fjórðungsmóti norðlenskra hestamanna á Vindheimamelum í Skagafirði i gærkvöldi en það var 1 800 metra stökki. Sá sem metið stó var Þróttur, grár 8 vetra, ættaður úr Skagafirði, eigandi og knapi Tómas Ragnarsson, Reykjavík. Þróttur hljóp sprett- inn á 58,9 sek. Eldra metið, 59.7 sek„ átti Kári frá Uxahrygg. Fjórðungsmótið hófst á fimmtu- dag með dómum en í gær var dómum haldið áfram og fram fóru undanrásir kappreiða. í dag verður mótið formlega sett og keppni á því haldið áfram og dómum iýst. Gott veður var á mótssvæðinu í gær, þó frekar væri kalt í veðri en yfir 2000 Markús sýnir björgunarbúnað SÝNING Markúsar Þorgeirssonar skipstjóra á björgunarbúnaði í Laugardalslauginni, sem vera átti klukkan 18—19 í dag hefur verið flýtt og verður milli klukkan 15 og 16. óskars RE, sem Sjávarútvegs ráðuneytið hefur tekið á leigu í sumar til kolmunnaveiða, leitar og veiðarfæratilrauna. Færeyingar hafa heimild til að veiða hér við land 17.500 lestir af kolmunna og mega 15 skip stunda þær veiðar að fengnutilskildu leyfi Sjávarútvegsráðuneytisins. Sjö færeysk skip hafa fengið tilskilin manns voru komnir á mótssvæðið í gærkvöldi. Úrslit í undanrásum kappreiða í gærkvöldi urðu þau að í 250 metra folahlaupi náði bestum tíma Don 18,1 sek., í 350 metra stökki náði bestum tíma Stormur 24,9 sek. og í 800 metra stökki var sem fyrr sagði sett nýtt íslandsmet en næstir Þrótti komu Gnýfari á 60,05 sek. og Móri á 60,06 sek. í 800 metra brokki náði bestum tíma Frúarjarpur 1.44,7 mín. og í 150 metra nýliðaskeiði náði bestum tíma Váli, 17,3 sek. Dómum gæðinga í A- og B-flokki var lokið í gær en í dag keppa fyrstu 8 hestar í hverjum flokki um röðun í fyrstu sætin. Hæstu einkunn í A-flokki eftir fyrri dóminn hefur Óðinn, brúnn 15 vetra, eign Gunnars H. Jakobs- sonar, knapi Reynir Aðalsteinsson og í B-flokki Kristall, brúnn 7 vetra, eign Gunnars H. Jakobsson- ar, knapi Eyjólfur ísólfsson. Er Óðinn með einkunnina 8,50 en Kristall með 8,58. Fjórðungsmóti norðlenskra hestamanna lýkur á sunnudags- kvöld. leyfi og eitt skipanna byrjaði veiðar fyrir nokkru síðan, Kron borgin frá Þórshöfn. Eftir árang- urslausa leit í nokkra daga hélt Kronborgin að nýju heim á leið. Ekki er enn ljóst hvaða íslenzk skip fara á kolmunnaveiðarnar í sumar en hátt olíuverð og lágt verð á kolmunna hefur dregið úr áhuga margra og einnig hversu illa gekk að fá kolmunna við Færeyjar í maímánuði. Auk Grindvíkings og Jóns Kjartans sonar er talið líklegt að Víkingur, Bjarni Ólafsson, Eldborg, Huginn, Börkur og svo Óli Óskars fari á kolmunnaveiðar. í ár munu hins vegar ekki verða gerðar tilraunir með tvílembingatroll eins og reynt var á síðasta sumri. MiÖhÚHum 29. júní. SÝSLUFUNDUR A-Barðastrand- arsýslu var haldinn í Bjarkar- lundi 26. og 27. þessa mánaðar. Á fundinum kom meðal annars fram að ekki hefur verið hægt að ljúka framkvæmdum við Reyk- hólahöfn vegna fjárskorts. Eftir er að ganga frá plani og reka niður polla. Ætla má að þessar framkvæmdir kosti .20— 25 millj- ónir króna. Hafnarmannvirki liggja undir stórskemmdum og ekki er hægt að binda skip á viðunandi hátt. I því sambandi má geta þess að fyrir 2—3 árum slitnaði ms. Karlsey frá bryggju og var það fyrir sérstaka heppni að skipið náðist áður en það strandaði. Sýslunefndin sam- þykkti að beina því til Hafnar- nefndar að láta loka höfninni 1. ágúst nk. nema fjármagn fáist til að ljúka verkinu. Um Reykhóla- höfn fer allt þang til Þörunga- Skemmtiferð til Akraness og dansaðí Akraborginni MEÐLIMIR Club 1 á Óðali Snar- faramenn og gestir þeirra munu í dag fara f skemmtiferð til Akraness. Á leiðinni verður áð á ýmsum merkum stöðum og snæddur hádegisverður í Botnsd- al. Síðan verður keyrt yfir Dragháls og Andakfl til Akran- ess. Þaðan verður síðan lagt af stað á skreyttri Akraborginni til Reykjavíkur i fylgd hraðbáta Snarfaramanna og ef til vill einnig nokkurra flugvéla og sjóskíðamanna. Lagst verður að bryggju í Reykjavík kl. 9 og sagði Jón Hjaltason forstjóri óð- als að ætlunin væri að mikið yrði um dýrðir er Akraborgin kæmi til Reykjavíkur. Um kvöldið munu ferðalangar safnast aftur í Akraborgina þar sem dansað verður fram eftir nóttu. Þjófur í paradís lesin í útvarpið SAMÞYKKT var samhljóða í út- varpsráði í gær að saga Indriða G. Þorsteinssonar, Þjófur í paradís, verði lesin í útvarp. Var fjallað um málið á fundi útvarpsráðs í gær og er áætlað að sagan verði á dagskrá í haust, en sem kunnugt er var lögbanni á söguna aflétt fyrir nokkru. verksmiðjunnar og verður hún sennilega að hætta störfum ef af lokuninni verður. Á sýslufundinum kom fram óánægja með þjónustu þá er Vest- fjarðarleið veitir byggðarlaginu og er þess eindregið óskað að áætlunarferðum verði breytt í fyrra horf. Einnig var ítrekuð samþykkt sýslunefndar frá því í fyrra að Vestfjarðarleið hefði viðkomu á Reykhólum eða bíll gengi þaðan í veg fyrir rútuna. — Sveinn. Gils boðiö tilManar GILS Guðmundssyni forseta Sam- einaðs Alþingis hefur verið boðið í opinbera heimsókn til Manar. Fer Gils utan í næstu viku og verður m.a. viðstaddur setningu þings Manarbúa. Þar mun lögmaður m.a. lesa upp lög og Bretadrottn- ing ávarpa fólk sitt. Bíllinn brann til kaldrakola Hvanneyri 29. júní. í MORGUN um klukkan 10.30 kviknaði í bíl af Cortinu-gerð við Hvítárbrú og brann bíllinn til „kaldra kola“. Ökumaður varð eldsins í vélarhúsinu var og sótti hjálp, en bíllinn var þá orðinn alelda og brann allt, sem brunnið gat, m.a. mikið af fatnaði í farangursgeymslu. Engin meiðsli urðu á fólki, en tjón eigenda að sjálfsögðu mik- ið. í bílnum voru hjón með eitt barn. — Óleigur. Stórhöfðing- leg gjöf Selfossi 28. júnf Á AÐALFUNDI Búnaðarsam bands Suðurlands, sem haldinn var að Hvoli miðvikudaginn 27. júní hafði stjórn sambandsins borist gjafabréf frá systkinunum að Stóra Ármóti í Hraungerðis- hreppi, en þau eru Jón Árnason. Sigríður Arnadóttir og Ingileif Árnadóttir. Gjafabréfið var þess efnis að þau gæfu Búnaðarsambandinu eignarjörð sína Stóra Ármót. Jörðin er 6—700 hektarar að stærð og mjög góð veiðijörð. Jörð þessi hefur verið talin ein sú allra bezta hér í Flóanum. — Fréttaritari. ÞOTA LAKERS flaug í gærmorgun með sólarlandafarþega á vegum Útsýnar til Costa del Sol og kom heim með 225 manns í gærkvöldi. Flugleiðir hafa tekið vélina á leigu í nokkra daga og á hún að fljúga áætlunarflug til Kaupmannahafnar í dag og til Feneyja í kvöld. Myndin var tekin er vélin kom til Keflavíkurflugvallar í gærkvöldi og létu farþegar vel af að fljúga með þessum farkosti. Ljósm. Mbl. Kristján Vindheimamelar: Þróttur sló met- ið í 800 m stökki

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.