Morgunblaðið - 30.06.1979, Síða 12

Morgunblaðið - 30.06.1979, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ1979 y „Deginlm er biargað, fái maður Nýveriö lögöu Morgunblaös- menn leiö sína í nœrliggjandi laxveiöiár og var ætiunin aö kanna hvernig veiöin heföi gengið að undanförnu, hvort mikill lax heföi gengiö í árnar fram aö Þessu og aö spjalla viö veiöimenn. Laxá í Leirafsveit: „Mikið vatn í ánni“ Veiðimenn við ána sögðu, að áin væri fremur vatnsmikil, hún hefði verið skoluð þá um morguninn en eftir því sem á daginn leið sjatnaði vatnið nokkuð og veiðihorfur vænk- uðust. Eins og kunnugt er liggur laxinn ekki alltaf á sama stað í hylnum, heldur færir sig um eftir því hvernig vatnsmagni er háttað og getur því verið erfitt að átta sig á líklegustu veiðistöðum, nema veiði- maðurinn þekki ána þeim mun bet- ur. Þannig var ástandið við Laxá þegar að henni var komið, þeir laxar sem veiðst höfðu þá um morguninn höfðu flestir, ef ekki allir, takið niðri við brot. Veiði í ánni hófst þann 15. en 31 lax hafði komið upp úr ánni þegar Morgunblaðsmenn bar að garði, sá stærsti 15 pund. Veiði hafði verið fremur treg framanaf, 4 — 5 fiskar á dag, en virtist vera að glæðast því 9 laxar höfðu veiðst þá um morguninn. Veiðimenn voru því með hressara móti og töldu allar líkur á að ný ganga væri á leið upp ána og hugðust neyta allra (leyfi- legra) bragða til að ginna laxinn til að grípa agnið. Við Miðfellsfljót, ágætan veiðistað í ánni, voru þeir Guðjón Ó. Jónsson og Bjarni Kristófersson frá Akra- nesi að veiðum. Mbl. innti þá félaga eftir því hvernig veiðin hefði gengið þá um morguninn. Bjarni varð fyrir svörum.: „Við byrjuðum í Laxfossi strax klukkan sjö í morgun. Við vorum heppnir með stað, því að þegar ekki er meiri lax genginn eru bestu veiðistaðirnir neðst í ánni. Við fengum strax tvo laxa, væna fiska, 10 — 15 pund, en misstum aðra tvo. Ég get mér þess til, að laxinn taki agnið ekki jafn kyrfilega þegar svo mikið vatn er í ánni og við eðlilegar aðstæður. Þeir tóku allir neðarlega í hylnum, alveg niðri við brot.“ — Var laxinn, sem slapp, „sá stóri“, sem veiðimenn missa tíðum? „Nei, ekki virtist mér það, hann var af svipaðri stærð og stærri fiskurinn sem náðist, nálægt fimmt- án pundum. Hann var illa tekinn, rásaði niður ána og var hinn erfið- asti viðureignar. Að lokum sleit hann sig af eftir uþb. 15 mínútur, en þá voru veruleg þreytu merki á honum. Annars er fremur erfitt að eiga við fiskinn í svona miklu vatni, hann rásar um hylinn að vild og strikar niður ána svo að maður verður að taka á honum stóra sínum til að fylgja honum eftir." — Hvernig er skiptingu veiði- svæða milli veiðimanna háttað þeg- ar fiskurinn er lítið genginn í ána og veiðisvæðið bundið við neðstu hylj- ina? „Skiptingunni er þannig farið, að neðstu stöðunum er skipt í fimm svæði, eitt svæði fyrir hverja stöng. Síðan er dregið um röð og fær hver stöng í sinn hlut klukkutíma og tíu mínútur á hverju svæði. Með því móti fæst réttlátust skipting veiði- staða milli veiðimanna." — Hvert lá leið ykkar eftir ver- una við fossinn? „Við fórum niður í Stekkjarnes, skammt neðan við Laxfoss, og feng- um þar strax tvo laxa í viðbót. Þetta voru vænir fiskar, af svipaðri stærð og hinir. Líklega eru þeir allir úr sömu göngunni, stærri fiskurinn gengur yfirleitt fyrst í ána, þannig að við getum át von á því að brátt fari smærri laxinn að ganga. Það er athyglisvert, að allir fiskarnir, sem veiðst hafa, eru með lús, meira að segja lús með hala, sem táknar það að þeir gengið í ána á síðasta sólarhring.“ — Er mikill lax genginn í ána? „Nei, það er ekki mikið. Það er helst hér á neðsta svæðinu sem eitthvað er af laxi en lítið sem ekkert ofar. Einn lax hefur þó áest ofantil í ánni, í miðstrengnum í Miðfells- fljóti. Rennt var fyrir hann en hann sieit sig lausan eftir nokkrar svipt- ingar.“ — Hverju hafið þið egnt fyrir þá laxa, sem hafa veiðst? „Þeir hafa allir veiðst á maðk. Við reynum ekki fluguna hér, bæði er lítill lax genginn og einnig er mikið vatn í ánni, þannig að við bjóðum honum aðeins maðkinn." Þar sem afbragðs veiðiverður var „skollið" á, veiðimenn orðnir órólegir og Morgunblaðsmenn blautir og hraktir, var ákveðið að kveðja stang- veiðimenn og láta þá eina eftir við ána. Að veiðimanna sið óskuðu Mbl.menn þeim léglegrar veiði, þannig að verið gæti að þeir veiddu eitthvað meira þann daginn. Laxá í Kjós: „Stórar göngur í r • lu anni Þegar komið var að ánni var þokkalegt veður til veiða, skýjað en úrkomulaust. Mikið vatn var í ánni vegna rigninganna undanfarið. Morgunblaðið kom að máli við Jón Pálsson veiðivörð og spurði hann hvernig veiðin hefði gengið að und- anförnu „Veiðin hefur verið fremur treg og niun minna komið upp af laxi en á sama tíma í fyrra, rúmlega 70 fiskar. Byrjað var að veiða hér þann 10. og eru nunú aðallega íslendingar í ánni og verða þeir hér fram til mánaða- móta. Ain hefur verið mjög vatns- mikil síðustu daga enda hefur rignt töluvert. í gær veiddust 8 laxar en flestir þeir fiskar sem veiðst hafa voru lúsugir. Eingöngu hefur verið veitt á neðstu stöðum á ánni enda lítið sem ekkert gengið á efri svæð- in.“ Næstur varð fyrir svörum Axel Jónsson. Mbl. innti hann eftir því hvernig veiðimönnum hefði gengið að lokka lónbúann til að taka agnið síðustu daga. „Það hefur gengið treglega að undanförnu. 8 laxar veiddust fyrsta daginn en síðan hefur veiðin verið nokkuð jöfn, 4 — 8 laxar á dag, sem telst lélegt þegar litið er á að 10 stengur eru leyfðar í ánni. Stærð Jón Pálssun, veiðivördur við Laxá í Kjós. þeirra fiska sem veiðst hafa að undanförnu er frá 10 — 15 pund og sá stærsti 16 pund.“ — Hefur orðið vart við einhverjar verulegar laxagöngur í ánni? „Já, þann 19. sáu veiðimenn stórar göngur í ánni, allt var það vænn fiskur enda ganga þeir stærri yfir- leitt fyrst í ána en síðan fyllist hér allt af smálaxi." — Hvaða veiðistaðir hafa reynst gjöfulastir hingað til? „Það eru aðallega neðstu staðir árinnar. Efri-Breiðan hefur verið Þorkcll Þórðarson kappbeitir önffulinn — „Það þýðir ekki annað en að bjóða laxinum það besta Feðgarnir Þorkell Þórðarson og Þórður Þorkeisson að veiðum í Eiliðadnum. sem völ er á. “

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.