Morgunblaðið - 30.06.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.06.1979, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ1979 N okkrar sýningar Listmunahúsið Gerla Magnús Tómasson Sigrún Eldjárn Listmuna- húsið Á efri haeðinni í hinu aldna og vinalega húsi að JLækjargötu 2, hefur verið innréttaður sýningar- salur eða „Gallerí", eins og mönn- um er tamast að nefna það. Sá er fyrir framkvæmdum stendur, Knútur Bruun lögfræðingur, hefur í engu sparað til að gera húsa- kynnin sem vistlegust, því að hér er tvímælalaust um einn glæsileg- asta sýningarsal höfuðborgarinn- ar að ræða. Salarkynnin hafa hlotíð nafnið „Listmunahúsið", og mun það verða rekið á öðrum grundvelli en aðrir sýningarsalir, og þá helst í þá veru, að aðstand- endurnir munu sjálfir hafa frum- kvæðí um sýningar og velja sýn- endur. Þessi tilhögyn er ný hér í borg og því góð viðbót við frekar þeim, — úr því sker framtíðin. Það vekur mikla athygli hve vel hefur tekist að innrétta húsakynn- in á nútímavísu og láta hið gamla um leið njóta sín, — þetta stað- festir hve gamalt og nýtt getur farið vel saman, einkum ef um jafn vandaða smíð er að ræða og hér í báðum tilvikum. Á sama hátt falla nútímalístaverk ósjaldan mjög vel að gömlum húsakynnum, svo og öfugt. Hér er nefnilega spursmál um gæði og haldi maður áfram, má einnig álykta að léleg list falli vel að óþroskuðum kennd- um og eiginlega er það fátt sem afhjúpar menningarþroska fólks jafn algjörlega en myndirnar á veggjum þess. Sé tekið mið af þessu öllu þá hlýtur Knútur Bruun að vera hér réttur maður á réttum stað. Fyrsta sýningin í húsakynnunum er einnig þess eðlis að hún skapar tiltrú á staðnum, því að ekki einasta er hún af háum gæða- flokki, heldur ber einnig stjórn- kænsku vitni. „Sex íslenzkar lista- konur", nefnist þessi fyrsta sýning Listmunahússins, og er hér um að ræða þrjár látnar listakonur eru voru okkur íslendingum mjög hug- stæðar, þær Júlíönu Sveinsdótt- Listmunahúsið að Lækjargötu 2. ur þróað með sér skemmtileg vinnubrögð, sem byggjast á því að hún klippir og límir einhver til- fallandi form á flötinn og vinnur svo út frá þeim í annarri tækni. Þetta ýtir undir hugarflugið og einungis sem slíkt hefur það mik- inn tilgang, þannig vinnur hún áfram á svipaðan hátt með hreinni tækni og þar finnst mér hún ná hrifmestum tökum á efni- viðnum t.d. í teikningunni „Kvöld" (10). Guðrún Svava Svavarsdóttir er ung kona sem vakið hefur athygli fyrir ágæt vinnubrögð, einkum þá er hún vinnur í hinum fíngerðari blæbrigðum, svo sem blómamynd- unum á sýningunni. Ég held því enn fram, að myndaröð hennar „Hugleiðing um hjónaband" nr. 47, blýantur og litblýantur, sé það besta sem frá hennar hendi hafi komið og undrar mig að Listasafn íslands skuli ekki festa sér mynd- röðina. Tilraunir hennar í mál- verkinu eru góðra gjalda verðar en þó kemur hér fram, að hún veldur ekki tjámiðlinum sem skyldi enn sem komið er. í heild er þetta mjög falleg sýning sem óhætt er að mæla með. Listmunahúsið fer vel af stað og er ástæða til að óska því velfarn- aðar í framtíðinni. Magnús Tómasson Magnús Tómasson myndlist- armaður hefur í bókstaflegri merkingu tekið hús á hinni marg- frægu Torfu við Lækjargötu, og ■■ I einhæft sýningafyrirkomulag, og verður fróðlegt að fylgjast með framvindunni og hver jarðvegur er hérlendis fyrir sýningarsal, sem reka á með alþjóðlegu sniði. Víst er að þessi stefnumörk gera miklar kröfur til viðkomandi og ber að vona að þeir rísi undir ur, Nínu Tryggvadóttur, og Gerði Helgadóttur, svo og þrjár núlif- andi listakonur, sem allar eru mjög virkar í list sinni, þær Louise Matthíasdóttur. Þor- björgu Höskuldsdóttur og Guðrúnu Svövu Svavarsdóttur. Það væri að bera í bakkafullan lækinn að skrifa hér sérstaklega um örfáar en ágætar myndir þeirra Júlíönu og Nínu. Þær standa báðar fyrir sínu og hér fóru listmálarar sem hvarvetna vöktu athygli, önnur fyrir fágaða landslagslist og hin fyrir fram- sækin alþjóðleg vinnubrögð. Myndhöggvarinn Gerður Helga- dóttir er kynnt með nokkrum verkum úr eigu Lista- og menn- ingarsjóðs Kópavogs. Sum þeirra, einkum nr. 10 og 12 eru mjög sérstæð og vekja upp hugleiðingar þess efnis hvort trúarleg list hefði, þegar öllu er á botninn hvolft, ekki legið best fyrir listakonunni. Það er einhver magnaður upphafinn helgikraftur í þessum myndum og gjarnan vildi ég sjá slík verk í stækkuðu formi úti fyrir einhverri kirkjunni. — Louisa Matthíasdóttir er ótvírætt þekktust íslenzkra mynd- listarkvenna um þessar mundir og þá einkum vestan hafs. Ég hef rekist á veglegar greinar og um- sagnir um list Louise Matthías- dóttur í virtum amerískum list- tímaritum og henni er þar mjög vel borin sagan. Þrátt fyrir að Louise hafi um langt árabil verið gift ameríska málaranum Leland Bell og búsett í New York, heldur hún íslenzku ríkisfangi og er þannig virtur fulltrúi þjóðar sinn- ar ytra. En það er undarlegt hve lítið hefur sést af list hennar hér heima, og fyrir vikið er hún minna þekkt hérlendis en vera skyldi. Er því jafnan ánægjulegt að sjá verk listakonunnar á íslenzkum sýning- um og vonandi verður það reglu- legur viðburður hér eftir. — Louise á flestar myndir á þessari sýningu eða 14 talsins, þróttmikl- ar og tæknilega „brilliant““. Hún var um tíma samtíða Nínu Tryggvadóttur við Listaháskólann í K.höfn fyrir stríð og tileinkuðu þær báðar sér óþvinguð og kröftug stílbrögð en þroskuðust hvor í sína áttina, annars vegar huglægt en hins vegar hlutlægt. Að því er ég best fæ séð og þekki til, munu myndirnar á sýningunni einkennandi fyrir vinnubrögð Louise, hröð og umbúðalaus, hins vegar þekki ég ekki svo vel til listar hennar að ég geti skorið úr hvort hér sé verk í sérflokki frá hennar hálfu. Flestar myndirnar eru litlar en búa yfir mikilli „dynamik" og miklum töfrum. Þorbjörg Höskuldsdóttir kemst vel frá þessari sýningu, hvort heldur sem er í málverki, klipp- myndum (collage) eða í blandaðri tækni og teikningu. Þorbjörg hef- Gerla við verk sín sýnir þar nokkur verk unnin í olíu svo og allmargar litlar pastel- myndir. Myndir þessar mun hann hafa gert er hann í eina tíð hafði vinnustofu í Landlæknishúsinu við Amtmannsstíg, þá 19 ára gamall, og sótti hann einmitt efnivið sinn í Torfuna og til annarra fornra húsa í grennd. Magnús mun öðrum þræði hafa sett upp þessa sýningu til að lýsa samstöðu með friðun og varð- veislu Torfunnar enda renna ákveðnar prósentur af sölu mynda í sjóð til uppbyggingar húsunum. Torfumálið er nú á ofurvið-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.