Morgunblaðið - 30.06.1979, Page 16

Morgunblaðið - 30.06.1979, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ1979 HLAÐVARPINN VINARFUNDUR íslenzkir organistar við messu með Carter FÖNGULEGUR hópur organista og fylgdarliðs þeirra, alls 51, voru á dögunum í Evropuferð og var víða komið við. Meðal annars sótti hópurinn messu í Hofburg-kapellu í Vín og var það biskupsembættið hér á landi, sem bauð hópnum íþessa messu, en aðgöngumiða þurfti að panta og borga með nokkrum fyrirvara því selt var inn í kirkjuna. Það kom íslendingunum veru- lega á óvart er sjálfur Carter Bandaríkjaforseti birtist skyndi- lega í kirkjunni í upphafi messu og með honum mikið fylgdarlið, öryggisverðir, embættismenn og fleiri. Þurfti að færa íslendingana til í kirkjunni vegna komu forset- ans, en í sameiningu hlýddu hóp- arnir á messugjörð. Að henni lokinni söng Vínar- drengjakórinn á tröppum kirkj- unnar. Carter Bandaríkjaforseti þakkaði stjórnanda kórsins fyrir með handabandi að kórsöngnum loknum og heilsaði síðan fleiri viðstöddum. Þrír íslenzku organ- istanna heilsuðu forsetanum og höfðu á orði að hann hefði gott handtak. Meðal annars fór hópurinn til Salzburg og skoðaði þar hús Grub- ers þar sem hann kenndi og starfaði í 20 ár. Fannst organist- um mikið koma til að heimsækja hús hans, en þar er nú safn. í þessu húsi samdi Gruber „Heims um ból“ á sínum tíma. Alla! Einn gamall og góður að austan. Ilvað skyldu Múham- eðstrúarmenn eiga sameigin- legt með Eskfirðingum? Jú, báðir hóparnir trúa á Alla! NÚER ÖLDIN ÖNNUR Níðstöngin gleymd á tyllidegi járnblendis HVALFJÖRÐUR og Grundar- tangi skörtuðu sínu fegursta á þriðjudag er Járnblendiverk- smiðjan að Grundartanga var formlega tekin í notkun. Haidn- ar voru ræður svo sem vera ber á tyllidögum og gjafir gefnar, fyrirmenn voru mættir í sínu fínasta pússi og flaggað var í tilefni dagsins. Ekki langt frá flaggstöngunum trónaði níð- stöng ein og fylgdist með er Hjörleifur Guttormsson iðnað- arráðherra hélt sómaræðu sína. í Þjóðviljanum þann 2. júní 1977 segir frá því að þá nokkrum dögum áður hafi nokkrir menn tekið sig til og reist járnblendi- verksmiðjunni á Grundartanga níðstöng. „Stöngin var reist rétt við hlið athafnasvæðisins og er rist á hana vísa með rúnaletri, að sögn heimildarmanna blaðs- ins, með jafn mörgum rúnum og Egill Skallagrímsson forðum risti á sína níðstöng gegn Eiríki blóðöx og Gunnhildi, en sú mót- mælaaðgerð bar tilætlaðan árangur sem kunnugt er.“ Vísan er svohljóðandi sam- kvæmt Þjóðviljanum: „Veki víg og sakir vættrögn frónskrar ættar. Burt flæmi goða gremi grand og svik úr landi. Greiðist glöp og nauðir Gunnars lygamunni. Verðir vorra jarða valdrán heiftum gjaldi." Áfram segir í Þjóðviljanum:,, Á stöngina var festur haus af hlýra, fiski í ætt við steinbít og glennir hann sig ógurlega í áttina að athafnasvæðinu. Til frekara öryggis var rammur galdrastafur ristur í svörðinn kringum stöngina, svo og á stöngina sjálfa. Það fer ekki leynt að þarna hafa verið að verki rammir andstæðingar Gunnars Thoroddsen í járn- blendimálinu ...“ Svo vikið sé til ársins 1979, Morgunblaðsins síðasta mið- vikudag, og gripið niður í ræðu Hjörleifs Guttormssonar þar sem segir: „Að lokum ræddi Hjörleifur Guttormsson um samstarf íslendinga og Norð- manna á þessu sviði, sem hann taldi mjög gott og sagði hann bíða fjölþætt verkefni á sviði nýtingar innlendrar orku, sem við hlytum að leggja metnað í að leysa sjálfir í eðlilegri samvinnu yið viðskiptaaðila og granna varðandi tækniþróun og mark- aðsmál." Haft er fyrir satt að það hafi verið flokksbræður ræðumanns- ins Hjörleifs, sem á sínum tíma reistu níðstöngina og þarf ekki að hafa fleiri orð hér um. Séð í átt til verksmiðjunnar að Grundartanga, níðstöngin í íorgrunni, vísan, sem rist er á niðstöngina að fornum hætti við hlið hennar. (Ljósm. ói. K. Mag.). Lögregluþjónarnir Eyjólfur Jónsson og Berglind dóttir hans í garðinum við heimili þeirra við Rauðagerði. Ljósm. mm. Kristján. Á Reykjavíkurflugvelli 1958. Eyjólfur heldur á Berglindi dóttur sinni, en með þeim á myndinni eru Benedikt Waage þáverandi forseti ÍSÍ og Erlingur Páisson yfirlögregluþjónn og þá formaður Sundsambands íslands. Þeir Bcnedikt og Erlingur voru miklir vinir Eyjólfs og eru þarna að kveðja hann, en Eyjólfur var á leið til Bretlands til að gera atlögu við Ermarsundið. Um hvað skyldi vera talað á þeim bænum? MARGIR feður eiga sér þann draum æðstan að sjá syni sína taka við starfi sínu þegar líður á. Ekki vitum við hvort Eyjólfur Jónsson, lögregluþjónn og sund- kappi með meiru, hefur alið slíkar tilfinningar með sér varðandi Berglindi dóttur sína, en víst er að þau starfa nú bæði í lögreglunni í Reykjavík. Berglind á c-vaktinni, en Eyjólfur á þeirri frægu b-vakt. Við veltum því fyrir okkur um hvað sé talað á því heimilinu. Tuttugu ár eru nú liðin síðan Eyjólfur hóf störf hjá lögreglunni í Reykjavík, en Berglind byrjaði hins vegar í lögregluskólanum í október á síðasta ári og hóf störf í desembermánuði. Það er ekki nóg með að Eyjólfur fagni því í ár að tveir tugir ára eru liðnir síðan hann byrjaði í lögreglunni, hann fagnar því einnig í ár, að 30 ár eru nú liðin frá því að hann stofnaði Knattspyrnufélagið Þrótt ásamt Halldóri Sigurðssyni og 36 öðrum vöskum ungmennum, flestum af Grímsstaðarholtinu að sjálfsögðu. Púkar á ferð EKKI vitum við hvort við eigum að kenna prentvillu-, prentmynda-, eða einhverjum öðrum púka um þau mistök, sem urðu í Morgunblað- inu síðastliðinn þriðjudag. Fyrir mistök var birt skopmynd í blaðinu og hún sögð vera gerð af listamanninum Erró. Þetta var leiðrétt í Mbl. á miðvikudag, en til gamans birtum við báðar myndirnar og fer víst ekki á milli mála hvor myndin er afkvæmi hins heimsfræga íslenzka listamanns.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.