Morgunblaðið - 30.06.1979, Side 17
17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ1979
BYGGÐARLÖG Á AUSTFJÖRÐUMI
Gamlar verzlanir
geyma gamla muni
GAMLAR BÚÐIR munu á næstu árum gegna mikilvægu hlutverki í
byggðasögulegum skilningi á Austfjörðum. Á Eskiíirði er langt komið
með að endurnýja Gömlu búðina, sem er elzta verzlunarhús staðarins,
og á Höfn í Hornafirði er sömuleiðis verið að endurbyggja Gömlu
búðina þar, sem reist var á Papósi, en þaðan flutt á Höfn í Hornafirði
árið 1897. Bæði eiga þessi gömlu verzlunarhús að hýsa byggðasöfn á
stöðunum, sjóminjasafn verður á Eskifirði, en í safninu á Höfn verður
meirihluti muna sennilega tengdur sveitum og vinnu við landbúnað. en
þó einnig munir frá sjávarsíðunni og verzlunarháttum.
j Á ferð Morgunblaðsmanna til Hornafjarðar ájdögunum forvitnuðumst
við lítið eitt um Gömlu búðina þar og fyrir svörum urðu þeir Gísli Arason
og Friðjón Guðröðarson sýslumaður, en báðir eiga þeir sæti í
byggðasögunefnd og er sýslumaður formaður þeirrar nefndar. Gísli segir
okkur að með því að flytja þetta verzlunarhús frá Papósi í Hornafjörð hafi
grunnur verið lagður að verzlun á Höfn í Hornafirði. Áður hafi fyrst þurft
að sækja verzlun alla leið á Djúpavog, síðan á Papós, en þar var verzlun
frá 1864 til 1897. Það er ekki lítil vegalengd úr Öræfunum austur á
Djúpavog, en þessa leið þurfti að fara eftir nauðsynjum, en í dag er
dæminu snúið við og nú eru það íbúar á Djúpavogi, sem að meira eða
minna leyti þurfa að sækja til Hornafjarðar.
— Þetta hús hefur gegnt feikilega margþættu hlutverki fyrir Höfn,
segir Gísli. — Fyrst var krambúð í húsinu með tilheyrandi loftum og
geymslum. Þá var það gert að járn- og byggingavöruverzlun og síðast var
hluti af því gerður að bakaríi. Mitt álit er að sjálfsagt hafi verið fyrir
Hornfirðinga að vernda húsið, en með því er lagður grunnur undir verzlun
á Höfn. Það er hægt að vernda hús á margan hátt, en fyrst ákveðið var að
byggja húsið upp og nota það fyrir byggðasafnið, þá er æskilegt að þeirri
uppbyggingu verði flýtt og húsið tekið sem fyrst í notkun. Ytra útlit
hússins er smátt og smátt að taka á sig rétta mynd, en ennþá er talsvert
ógert innanhúss, segir Gísli, sem hefur umsjón með endurbyggingunni.
— Það er allt annað að varðveita byggðasafn 1 slíku húsi, heldur en í
steinkumbalda eða stálgrindarhúsi, segir Friðjón sýslumaður. — Það er
sýslusjóður, sem stendur að endurbyggingu hússins og með henni sláum
við tvær flugur í einu höggi. í fyrsta lagi fáum við hentugt hús til að
varðveita í muni byggðasafnsins og um leið verndum við eina húsið, sem
hér er hægt að vernda með sögulegu tilliti.
— Það verður að segjast eins og er að mikill skilningur hefur ekki verið
ríkjandi á verndun þessa húss, en ef við fáum það í gagnið fyrir 20
milljónir þá er það ekki mikill peningur. Munir verða fluttir í húsið í
sumar og vinnuaðstöðu til viðgerða verður komið upp í kjallara, en þeir
Gísli Arason og Guðmundur frá Lundi sjá um þá hlið mála fyrir safnið,
segir Friðjón Guðröðarson.
Gamla búðin á Höfn f Hornafirði, sem unnið er við endurbyggingu á og
er á góðri leið með að taka á sig sína upprunalegu mynd. Þetta
myndarlega hús var flutt í tvennu lagi frá höfninni á Höfn fyrir
nokkrum árum og voru fæstir trúaðir á að húsið „lifði það ferðalag af“,
en sennilega hefur húsið aldrei verið myndarlegra en það er einmitt
orðið þessa dagana. Fyrir framan gömlu búðina eða byggðasafnið á
Höfn eru þeir Friðjón Guðröðarson sýsiumaður og Gfsli Árason.
(LjÓHm. — áij.)
Sláttumenn í
kirkjugördum
ÞAÐ VAKTI forvitni okkar er við heyrðum í auglýsinga-
tíma útvarpsins á þriðjudagskvöld auglýst eftir sláttu-
mönnum, mönnum, sem kynnu að fara með orf og ljá.
Ýmsar hugmyndir komu í kollinn og til að fá svar við þeim
spurningum sem vöknuðu, hringdum við í símanúmerið
sem upp var gefið í auglýsingunni.
Blíðleg rödd svaraði: „Kirkjugarðarnir góðan dag.“
Þar með var svarið fengið og Friðrik Vigfússon forstöðumaður
Kirkjugarðanna upplýsti í samtali við Mbl. að á hverju ári starfaði
hópur manna við slátt með orfi og ljá í kirkjugörðunum. í ár sagði
Friðrik að 5—6 manns yrðu við þessi störf og veitti ekki af. Þeir væru
varla búnir að fara hringinn með verkfæri sín þegar þeir þyrftu að byrja
upp á nýtt, en með orfi og ljá þarf bæði að slá í Fossvogi og við
Suðurgötu.
Friðrik sagði að eldri menn tækju þessi störf yfirleitt að sér og þá
gjarnan kennarar, sem væru lausir úr skólunum yfir sumartímann.
Hann sagði að talsvert hefði verið hringt út af þessari auglýsingu og
verkstjórar hefðu þegar ráðið þann fjölda, sem þeir þyrftu og því færri
komist að en vildu.
HELGARVIÐTALIÐ
Vilhjálmur Þorsteinsson fiski-
fræðingur hjá Hafrannsóknastofn-
un hefur undanfariö ár unnið aö
rannsóknum á grásleppunni og í
því sambandi virkjaö mikiö liö sér
til aðstoðar víðs vegar um landiö,
og gengið vel aö fá sýni og skýrslur
frá hinum ýmsu stööum. Rann-
sóknir hans hafa einkum beinzt aö
athugunum á stofnstærö, en einnig
hefur hann kannaö sem flesta
líffræöilega þætti þessa fisks. Hann
sagði aö ætla mætti aö áriö 1976,
sem var grásleppuár, hefði 8—10
þúsund tonnum af grásleppu verið
hent í sjóinn. Á það má benda, aö
Rannsóknastofnun fiskiönaöarins
hefur bent á möguleika til aö nýta
alla hluta þeirrar grásleppu sem
veiöist og það eru því mikil verö-
mæti, sem fara beinustu leið í
sjóinn aftur.
Aöspuröur um grásleppuvertíö-
ina sagöi Vilhjálrnur aö hún hefði
verið mjög misjöfn um landið. í
Breiöafirði heföi hún t.d. veriö mjög
góö og Baröstrendingar sjaldan
aflað betur, á Vestfjörðum heföi
yfirleitt aflast nokkuö vel og sömu-
leiðis á Suövesturhorninu. Fyrir
Noröurlandi hafa veiöarnar hins
vegar víöast gengiö illa vegna íss,
og veöurs þegar honum sleppti.
Morgunblaöið spuröi Vilhjálm
hvort hætta væri á aö grásleppan
væri ofveidd viö landiö og svaraöi
hann því til, aö yfir heildina væri
tæpast hætta á því. Hins vegar
leitaöi grásleppan á sömu slóðir ár
eftir ár og því kynni að veröa um
staöbundna ofveiöi aö ræöa. Enn
væru þó stór svæði, sem ekki væru
nýtt og nefndi Vilhjálmur svæöi í
Faxaflóa, Breiðafirðl og noröan-
verðcir Strandir. Grásleppuna er aö
finna á þeim svæðum viö landiö,
þar sem er harður botn, en þangaö
leitar hún til aö hrygna.
Ivð seiöi. sem komu meo Krá»leppunetunum.
Mikið lið aðstoð-
ar fiskifræðinainn
EFTIRLIT á borski oa slíkum
EFTIRLIT á Þorski og slíkum
físktegundum er meöal ann-
ars fólgiö í Dví aö skoða
aflann þegar hann kemur á
land og hluta rannsókna á
Þessum mikilvægu fistteg-
undum er jafnvel hægt aö
gera Þegar fiskurinn er
kominn alla leiö í vinnslu.
Þetta er heldur snúnara
með grásleppuna, pví meö
Þá skepnu er ekki komiö á
land, hrognin eru hirt, en
fiskinum hent fyrir borö á
ný. Rannsóknir á Þeirri grá-
sleppu, sem veiöist purfa
Því aö miklu leyti aö fara
fram úti á miðunum um leiö
og fiskurinn kemur um
borö.