Morgunblaðið - 30.06.1979, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 30.06.1979, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ1979 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ1979 21 Útgefandi hl. Árvakur, Reykjavík. Framkvœmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og skrifstofur Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar Aðalstrieti 6, sími 22480. Afgreiósla Sími 83033 Askriftargjald 3000.00 kr. á mánuói innanlands. 1 lausasölu 150 kr. eintakió. Frumkvædi formanns Sjálf- stæðisflokksins að frumkvæði og þau já- kvæðu afskipti, sem Geir Hallgrímsson hefur haft af olíu- málunum, hafa nú leitt til þess, að ríkisstjórnin skipaði í fyrradag nefnd með fulltrúum frá öllum stjórnmálaflokkum til þess að fjalla um oliukaupamálin. For- maður Sjálfstæðisflokksins kom þessari tillögu sinni á framfæri bréflega til forsætisráðherra og lagði þar m.a. áherzlu á, að leitað yrði til æðstu stjórnvalda og helztu olíufyrirtækja í olíusölu- löndunum og enn fremur, að náið samráð og samstarf yrði haft við olíufélögin íslenzku og þau hvött til þess að nýta olíuviðskiptasam- bönd sin til þess að afla okkur sem hagstæðastra tilboða. Enn fremur lagði formaður Sjálfstæðisflokks- ins áherzlu á, að viðræður yrðu teknar upp við Rússa um endur- skoðun á verðviðmiðun olíukaupa- samninga. Með þessu frumkvæði sínu hef- ur formaður Sjálfstæðisflokksins komið olíukaupamálum okkar í skipulagsbundinn farveg í fyrsta skipti, þannig að unnt verður að vinna að því á jákvæðan hátt að við fáum olíu við sem lægstu verði. Ummæli eins ráðherrans í Morgunblaðinu í gær benda hins vegar til þess, að ríkisstjórnin hugsi sér, að þessi nefnd fari til annarra landa og ræði olíukaup. Það kemur auðvitað ekki til greina að þessi nefnd ræði Rotterdamvið- miðun við Rússa. Það verður ráðherra að gera. V idskiptar áð- herra til Moskvu Strax í febrúarmánuði tók Geir Hallgrímsson olíumálin upp á Alþingi og hafði viðskipta- ráðherra þá góð orð um að verða við þeim tilmælum að leitað yrði eftir breyttri verðviðmiðun við Sovétríkin. Þau fyrirheit reyndust síðan einskis virði og maímánuður leið svo, að ekkert var gert. Fyrst í júní fóru fram óformlegar viðræð- ur við sendiherra Sovétríkjanna, enda hélt viðskiptaiáðherra sig fast við það, að þessi mál yrðu látin danka fram að reglulegum fundi um olíuviðskipti okkar og Sovétríkjanna í haust, — en að vísu yrði þeim fundi flýtt eitthvað. Islendingar hafa þegar orðið fyrir slíkum áföllum vegna hækk- aðs olíuverðs, að lengur verður ekki beðið. Viðskiptaráðherra verður að fara umsvifalaust til Moskvu og taka málið upp við ráðamenn þar. Þetta er ekki að- eins krafa Sjálfstæðisflokksins, heldur hefur formaður þingflokks Alþýðuflokksins nú tekið undir hana, svo og Benedikt Gröndal utanríkisráðherra, sem hefur tjáð sig fúsan til að fara þessa för með viðskiptaráðherra. Uppgjöf Þjóðviljans að er þjóðinni mikið fagnað- arefni, í hvaða farveg olíu- málin eru komin, sem gefur vissu- lega fyrirheit um hagstæðari olíu- kaup í framtíðinni. Þannig hefur nú komið til orða, hvort hag- kvæmt þyki að beina olíuviðskipt- unum í vaxandi mæli til annarra landa en Sovétríkjanna eins og Noregs, Nígeríu eða Iraks. Hins vegar leynir sér ekki fýlu- tónninn í viðskiptaráðherra og Þjóðviljanum út af þessari þróun mála. Hvergi hefur þetta komið betur fram en í þeirri furðu-„frétt“ Þjóðviljans, að „mið- stjórn Sjálfstæðisflokksins hafi þaggað niður í Morgunblaðinu á eftirminnilegan hátt.“ Stefnu Morgunblaðsins í olíumálunum vex fylgi með hverjum deginum sem líður, en undanhald og upp- gjöf Þjóðviljans verður að sama skapi meira áberandi. Hitt er svo annað mál, að Þjóðviljinn er að lýsa ástandinu á sínum eigin bæ, þegar hann talar um að miðstjórn þaggi niður í blaðamönnum. Þjóðviljinn er fjar- stýrður úr viðskiptaráðuneytinu og miðstjórn Alþýðubandalagsins hefur mest um það að segja, hver stefna blaðsins er. „Æskilegt að þeir sem taka pólitískar ákvarðanir um framkvæmdir hafi mest áhrif á ráðstöfun fjár til þeirra” — Segir Ragnhildur Helga- dóttir form. menningamála- nefndar Norðurlandaráðs Norrænu menningarfjárlögin fyrir 1980 og 1981, norrænt samstarf á sviði rannsókna og norrænn útvarps- og sjónvarps- gervihnöttur var meðal þess sem menningamálanefnd Norður- landaráðs fjallaði um á fundi sínum sem lauk í Reykjavfk í gær. Norrænu menningarfjárlögin nema alls 84 milljónum danskra króna, um 5,376 milljónum islenskra króna. Þar er m.a. varið 176.5 milljónum ísl. króna til eldfjallarannsóknastöðvar í Reykjavík og 201,5 milljónum til Norræna hússins í Reykjavík. Þá var einnig á fundinum fjallað um menningarfjárlögin fyrir árið 1981 í tengslum við fund mennta- málaráðherra Norðurlanda sem haldinn verður í Bergen 24. ágúst n.k. og lögð fram skýrsla um norrænt samstarf á sviði efna- hagsmála. „Við ræddum töluvert um starfsaðferðir nefndarinnar á þessum fundi,“ sagði Ragnhildur Helgadóttir formaður norrænu menningamálanefndarinnar í samtali við Mbl. „Við teljum að núverandi fyrir- komulag við gerð sjálfstæðra menningarfjárlaga hafi verið árangursríkt á ýmsum sviðum. Þetta fyrirkomulag hefur leitt til þess að mikið samstarf hefur verið milli norrænu ráðherranefndar- innar og menningarmálanefndar- innar og með þeim hætti hefur Norðurlandaráð getað haft meiri áhrif en ella á gerð fjárlaga. Um þessi málefni er hið sama að segja Haugaard: „Samband al- mennings á Norðurlöndun- um er mikilvægast í nor- rænu menningarsamstarfi.“ og ýmis önnur. Æskilegt er að þeir sem taka pólitískar ákvarðanir um framkvæmdir, þ.e.a.s. þing- mennirnir, geti haft sem mest áhrif á ráðstöfun þess fjár sem til þeirra er varið.“ Ragnhildur sagði að geysimikil vinna væri að endurskoða af vand- virkni þær skýrslur sem fram væru lagðar af hinum ýmsu stofn- unum menningarsamstarfsins. „Nefndin hefur í hyggju að gera það starf einfaldara en um leið árangursríkara. Aðferðir til þessa voru ræddar á fundinum. Vegna umræðna um menningarfjárlög fyrir árið 1981 sagði Ragnhildur að nefndin hefði vissar óskir í sambandi við aukið fé til ákveðinna sviða þar á meðal íþróttasamstarfs, annars vegar þeirra sem fatlaðir eru og hins vegar þeirra sem þurfa að leggja í mikinn ferðakostnað vegna þátt- töku í íþróttamótum. Mun nefndin setja fram óskir um að slík starf- semi fái fastan stuðning á menningarfjárlögum. „8,5% hækkun verður á fjár- lögunum 1980 frá því árið 1979 en það er minni hækkun en var ári áður og mun minni en á almennu fjárlögunum. Nefndin lítur svo á að aukningin ætti ekki að vera minni á þessu sviði en hinu almenna. í þessari 8,5% tölu er m.a. fjárfesting, 3 milljónir danskra króna til Norræns húss í Sture Palm: „Samvinna á sviði rannsókna er mikil- vægust“. Færeyjum og launahækkanir vegna verðlagsþróunar." Vegna þess að lokaskýrsla um Nordsat, sem átti að vera til fyrir fund menningarmálanefndarinnar og átti að vera grundvöllur umræðu um gervihnöttinn lá ekki fyrir, sagði Ragnhildur að það sem fram hefði komið á fundinum um það mál hefði aðeins verið upplýs- ingar um innihald sérfræðiskýrsla í algjörum aðalatriðum. „Klas Olofson forstöðumaður menningarmálaskrifstofu Norður- landa gaf yfirlit um þessar skýrsl- ur og svaraði spurningum nefnd- armanna. Umræður um afstöðu manna til innihalds skýrslanna fara fyrst fram á fundi nefndar- innar 15. nóvember. Gert er ráð fyrir að lokaskýrslan verði lögð Ragnhildur Helgadóttir for- maður menningarmála- nefndarinnar. Myndir Kristján. fyrir fund menntamálaráðherra í október. Nefndin hefur skýrsluna til meðferðar í nóvember en umsagnir ýmissa aðila um skýrsl- una sem þá verða tilbúnar eru tæpast væntanlegar fyrr en á næsta vori. Þá fyrst verður málið tilbúið til meðferðar á næsta þingi Norðurlandaráðs þar á eftir. Önnur mál á dagskrá fundarins voru m.a. barátta gegn atvinnu leysi skólafólks og aukið samstarf um kennslu norrænna tungumála, svo og upplýsingamiðlun um Norðurlönd. Sagði Ragnhildur að norrænu félögin hefðu ákveðið að sameinast um norrænt tungumála ár á næsta ári. „Mér finnst þetta smekklegt hjá norrænu félögunum og efast ekki um að það verður mikill vilji til að styðja það. Þá var rætt um norræn nám skeið á háskólastigi í sögu, nor ræna kjarneðlisfræði, norræna þjóðháttarstofnun, norrænt sam- starf rannsóknarskjalasafna, rætt um norrænu Sama-stofnunina og stuðning við þjóðernisminnihluta og lítil tungumálasvæði á Norð- urlöndunum og norræna sumar- háskólann, en nefndin hefur á síðustu árum oft gagnrýnt störf hans.“ Ragnhildur sagði að lokum, að þegar nefndin kæmi saman til fundar í nóvember yrði haldinn sameiginlegur fundur hennar og samgöngumálanefndarinnar um lækkun ferðakostnaðar íþrótta manna og æskufólks frá jaðar svæðum Norðurlanda. Við von- umst til að þessi fundur, sem er ný vinnuaðferð, beri árangur," sagði Ragnhildur. Fulltrúar Norrænu menning- armálanefndarinnar skoðuðu í gærmorgun norrænu eldfjalla rannsóknastöðina en í gærkvöldi skoðuðu þeir sýningu í tilefni 800 ára afmælis Snorra Sturlusonar. „Mikill hluti kosninga- baráttunnar snýst um skattamál“ „Það mikilvægasta í norrænu menningarsamstarfi eru rann sóknir í þágu almennings ,“ sagði Sture Palm, einn fulltrúi Svía í menningarmálanefndinni. „Ég á von á því að þegar nefndin kemur saman í nóvember verði miklar umræður um þessi málefni. Annað mikilvægt málefni er tungumálin og skilningur norðurlandabúa á tungumáli hvers annars." Kosningar til þings verða í Svíþjóð í haust. „Ríkisskult^r Svía eru um 200 milljónir sænskra króna en tapið á ríkisrekstrinum er um 50 millj- arðar og snúast stjórnmálin að mestu leyti um þessi vandamál eins og er. Einnig má búast við mikilli umræðu um skattamál er dregur að hausti því einhvern veginn verður að borga skuldirnar og koma í veg fyrir tapið. Mikill hluti kosningabaráttunnar mun því að öllum líkindum snúast um skattamái. Þá er mikið rætt í Svíþjóð um launþegasjóði til að styðja við bakið á iðnaðinum og gera laun þega um leið og eigendur iðnfyr- irtækja." Palm vildi engu spá um úrslit kosninganna en sagði að eins og er væri fylgi borgaralegu flokkanna og sósíalisku flokkanna mjög svip- að. Almenningur þreyttur á ríkjandi stjórnmála ástandi „Það að almenningur á Norður löndunum hittist og kynnist finnst mer vera mikilvægast í norrænu menningarmálastarfi," sagði Hau gaard fulltrú Dana í nefndinni. Ég er giftur norskri konu en við hittumst á norrænum skóla. Sjálf- ur er ég skólastjóri í norrænum skóla, husmandsskole, þar sem 112 íslendingar hafa verið við nám. Annað mikilvægt atriði í sam- starfi norðurlanda eru rannsókn- arstörfin. Fyrir okkur Dani er það mikil vægast að við færumst ekki lengra suður í átt að Evrópu heldur norður í átt að hinum Norðurlönd- unum.“ Um stjórnmálaástandið í Danmörku sagði Haugaard að þegar hann kom á þing fyrir 14—15 árum hefði ríkt mikið jafnvægi í dönskum stjórnmálum og menn hefðu haldið loforð sín. „Nú eru 12 flokkar á þingi og allt jafnvægi hefur raskast. Þrír sósíalískir flokkar lengst til vinstri og Framfaraflokkurinn spiila öllu samstfarfi og jafnvæg- inu í heild. Þetta gerir það að verkum að aldrei er að vita hvenær kosningar verða og fólkið tekur ekki mark á stjórnmálum, það vill gjarnan sjá hver ber ábyrgðina. Það er orðið þreytt á ríkjandi ástandi." EXPRJIS - ABYRGÐ FLUGLEIDIR 101 RfYKJAVÍK. SÍMI 27800 Reykj^v£k, 26. júní 1979. Eins og kunnugt ur hafi ýmsir erfiðleikar steðjað að flugrekstri félagsins. Rekstrarstaða félagsins er nú slík ai‘< gripa þ.u'f ti1. rörgjv'ttaAra spamaóarráðstafana. Rekstrarkostnaður hofur farið sfvaxandi án þess að Ivegt sé að rraeta lioriuni með auknum tekjtm. Þannig hefur ekki tekist að ná endum saman. Félagið er því tilknúið að fækka starfsmðnnum á ttllum sviðum þess. Þér eruð einn þeirra sem félagið neyðist til að segja upp starfi frá rœstu mánaðamótum með þriggja rránaða uppjsapnarfresti, þannig að starfslok verða hinn 1. oktober nk. Um leið og félapið hurvir að þurfa að grípa til ney.\irúmæða sem þessara, há faa?ir það yður bestu þakkir fyrir vel unnin störf á liðnum árum. Virðingarfyllst, FUJGLEIPIR HF. /y0/L'/CiA 'fananna^fjó 'jóri Eitt uppsagnabréfanna, sem 175 af starfsmönnum Flugleiða fengu nú um mánaðamótin. Flugleiðafólk um uppsagnirnar Flugleiðir tilkynntu á blaðamannafundi í fyrradag að stjórn fyrirtækisins hefði ákveðið að segja upp yfir 200 starfsmönnum miðað við 1. október n.k. Morgunblaðið leitaði í gær eftir viðbrögðum forsvarsmanna félaga starfsfólksins, sem í hlut á, og var ýmist rætt við stjórnarmenn stéttarfélaganna eða trúnaðarmenn þeirra á hinum einstöku starfsstöðum. Ekki náðist að hafa tal af formanni Félags íslenskra atvinnuflugmanna en í því eru flugmenn Flugfélags íslands, og í viðtölum við stjórnar- menn félagsins kom fram að félagið ætlaði að móta afstöðu sina til málsins á fundi á næstunni. Alls munu Flugleiðir hafa sent út 175 uppsagnarbréf um þessi mánaðarmót og hafa 94 úr þeim hópi verið ráðnir til Flugleiða eftir sameiningu flugfélaganna, 48 voru fyrir sameininguna starfsmenn Loftleiða og 33 starfsmenn Flugfélags (slands. „Bjartsýnn á að takist að afla verk- efnafyrirflug- vélarnar” • „Útlitið er slæmt og ískyggilegt eins og stendur en hitt er annað mál í sambandi við flugvélstjórana, að ef ferðum verður fækkað, sem ég vona að verði ekki, þá fara þeir í störf flugvirkja á jörðu niðri, en fyrir bragðið verður yngri flug- virkjum sagt upp. Ég er bjartsýnn á að það takist að afla verkefna fyrir vélarnar og hitt er einnig að um 80% af viðhaldi flugvélanna fer fram erlendis og fyrir nær þrisvar sinnum meira verð heldur en væri hægt hér á landi. Félagið hefur unnið að því í samráði við Flugleið- ir að fá ýmsa þætti þessa viðhalds inn í landið. Flugleiðir hafa tekið vel í það og við vonum að þetta verði til þess að menn fái haldið sínu starfi áfram," sagði Einar Guðmundsson, formaður Flug- virkjafélags íslands, en í því eru bæði flugvélstjórar og flugvirkjar. „Ég er kannski ekki eins svart- sýnn og margir á að verkefni fáist fyrir flugvélarnar og þá breytist þetta mál,“ sagði Einar. Fram kom hjá Einari að eftir því sém hann vissi best væru milli 60 og 70 manns nú erlendis að læra flugvirkjun en hann vissi ekki til þess að nokkur menntaður flugvirki hér heima hefði ekki starf í sínu fagi eins og stendur, þó gæti verið um einhverja að ræða, sem nýlega væru komnir úr námi og ekki hefðu fengið starf. Einar sagði að þessar uppsagnir næðu til yngstu mannanna en flugvirkjum hefði ekki fjölgað mik- ið síðustu ár og því gæti þetta komið niður á mönnum með allt að 10 ára starfsreynslu. Tók Einar fram að í raun væru það 21 flugvirki, sem missti starf sitt þótt aðeins 14 væri endanlega sagt upp, því 7 flugvélstjórar ættu að fara í störf flugvirkja á jörðu niðri. „Eftir því, sem forstjórinn hefur túlkað þetta fyrir okkur þá eru þetta ráðstafanir, sem koma ekki til nema í neyð og uppsagnarfrestur- inn er þrír mánuðir og á þeim tíma geta aðstæður breyst", sagði Einar. „Tilkynnt að deildin verði lögð niður” • „Okkur hér í flugafgreiðslu milli- landaflugs á Hótel Loftleiðum hef- ur verið tjáð það munnlega að þessi deild, sem við störfum við verði lögð niður frá 1. október n.k. Uppsagnar- bréfin erum við að vísu ekki búnir að fá en þau hafa væntanlega borist heim til okkar í pósti í dag. Við, sem störfum hér í afgreiðslunni erum 10 talsins og á meðan við höfum ekki fengið uppsagnarbréfin vitum við ekki annað en það, sem sagt var við okkur, að það ætti að leggja deild- ina niður í heild,“ sagði Kristinn Stefánsson, trúnaðarmaður félaga Verzlunarmannafélags Reykjavík- ur, sem starfa í flugafgreiðslu millilandaflugs á Reykjavíkurflug- velli. „Okkur finnst auðvitað helvíti hart að fá þessar uppsagnir en hér eru frá 19 ára upp í 25—26 ára starfsmenn, sem á að segja upp. Og ég fæ ekki séð að þessar uppsagnir komi réttlátlega niður gagnvart starfsaldri, því t.d. er starfsfólk í afgreiðslunni á Keflavíkurflugvelli og við innanlandsflug á Reykja- víkurflugvelli, sem er að vinna sömu störf og við en með skemmri starfsaldur. Þessir starfsmenn halda sinni vinnu af því þeir eru á annarri stöð en það kann að vera að viðhorfið sé eitthvert annað, þegar þessi deild er lögð niður. Mér vitanlega er heldur ekki búið að finna neina lausn á því hvernig eigi að vinna þessi störf, þegar deildin hér í Reykjavík hefur verið lögð niður,“ sagði Kristinn. Aðspurður um hvort frekar væri með þessum uppsögnum verið að höggva í Loft- leiðahópinn, sagði Kristinn að sér fyndist að svo væri, þó hann gæti ekki gert sér fulla grein fyrir því fyrr en fólkið hefði fengið upp- sagnarbréfin. „Vonum að til upp- sagnanna þurfi ekki að koma” — VIÐ vonum bara að til þessara uppsagna þurfi ekki að koma, þær eru gerðar í varnaðar- og öryggis- skyni að því er stjómendur Flug- leiða segja og því reynum við að vona hið bezta, sagði Jófríður Björnsdóttir formaður Flugfreyju- félags íslands í samtali við Mbl. — Ég vona að pílagrímaflugið sem hugsanlegt er að verði í haust verði það umfangsmikið að það nægi til að skapa okkur verkefni, en þó skilst mér að þar vanti herzlu- muninn. Búið er að segja upp 26 flugfreyjum úr hópi fastráðinna, 17 frá Loftleiðavélum og 9 frá Flug- félaginu, en á vélum Loftleiða starfa yfir 130 flugfreyjur og 44 hjá Flugfélaginu. „Sveifluríat- vinnugrein eins og fluginu” • „UPPSAGNIR eru alltaf leið- indamál en við verðum líka að gera okkur grein fyrir því að það eru sveiflur í atvinnugrein eins og fluginu og þetta er ekki eins stöðug starfsgrein eins og margar aðrar. Við völdum okkur þetta starf og verðum að taka því og skilja, þegar syrtir í álinn hjá fyrirtækinu og reyna að hjálpa frekar til,“ sagði Trausti Tómasson, trúnaðarmaður InglbiOrg félaga Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, sem starfa á flugaf- greiðslu Flugleiða í Keflavík. Trausti sagði að úr flugafgreiðslu á Keflavíkurflugvelli hefði nú verið sagt upp alls 8 manns og af þeim væru um það bil fimm, sem eru annað hvort hálfs dags fólk eða starfsmenn, sem eru að fara í nám, þannig að þessar uppsagnir bitnuðu á tveimur til þremur hjá þeim. „Við verðum auðvitað að taka tillit til ástandsins 1 landinu. Það er ekki bara samdráttur hjá Flugleið- um heldur alls staðar. Ég vil undirstrika að bæði samtök laun- þega og atvinnurekenda taki kenn- ingar Sigurðar Líndals í gagnið og velti þeim betur fyrir sér, því þær eru að mínu mati réttar," sagði Trausti að síðustu. „Töluvert um að eldri starfsmönn- um sé sagt upp” • „Við verðum að ganga út frá því að þessar ráðstafanir fyrirtækisins séu nauðsynlegar, því annars væri varla gripið til þeirra. Mín skoðun er sú að starfsaldurinn eigi að ráða þar sem mögulegt er. Mér finnst einnig að þeir útlendingar, sem hjá fyrirtækinu starfa hér heima og ætla ekki að setjast hér að og verða íslenskir ríkisborgarar, eigi frekar að víkja heldur en íslendingar," sagði Ingibjörg Guðmundsdóttir trúnaðarmaður Verzlunarmanna- félags Reykjavíkur á skrifstofum Flugleiða í Reykjavík og einn stjórnarmanna Verzlunarmanna- félagsins. „Það má lengi deila um hvernig uppsagnirnar eru framkvæmdar og hvort þær komi réttlátlega niður en sumt, af því sem ég hef séð í þessum efnum, virðist mér ekki sanngjörn niðurstaða. Þessar uppsagnir hafa verið framkvæmdar innan hverrar deildar, þannig að mjög erfitt er um samanburð milli deilda. Það er þó ljóst að margt fólk með mjög góðan starfsaldur verður að hætta og það er auðvitað slæmt. Þessar uppsagn- ir virðast líka ekki bara ætla að bitna á yngstu starfsmönnunum heldur virðist þetta ná alla leið upp úr og það er töluvert um að eldri starfsmönnum sé nú sagt upp, því miður. Við höfðum samband við Verslunarmannafélagið og höfum fengið að fylgjast með þessum málum hjá stjórn Flugleiða, þó við höfum ekki fengið að vita nákvæm- lega hverjum verður sagt upp. Forstjóri Flugleiða, Sigurður Helgason, hefur líka óskað eftir því að eiga fund með forráðamönnum Verzlunarmannafélagsins hliðstætt þeim fundum, sem hann hefur átt með forvígsmönnum félaga annarra starfsmanna, sem í hlut eiga. Þessi fundur verður þó ekki fyrr en forstjórinn kemur aftur til landsins í næstu viku. Það skiptir miklu máli í þessu sambandi, ef Flugleiðir ætla Qunnlaugur að aðstoða þetta fólk, sem nú er sagt upp við að fá störf á ný, og væntanlega skýrist það frekar á fundinum með forstjóranum með hverjum hætti þessi aðstoð verður", sagði Ingibjörg. r „A mörkunum að menn geti sætt sigviðþessar að- gerðir” • — Við höfum í Félagi Loftleiða flugmanna ekki tekið afstöðu til þessara uppsagna hjá Flugleiðum, en við munum ræða þessi mál á félagsfundi eftir helgina, sagði Gunnlaugur P. Helgason einn stjórnarmanna í Félagi Loftleiða flugmanna í samtali við Mbl. í gær. — Það er á mörkunum að menn geti sætt sig við þessar aðgerðir og þar sem fólk hefur að undanförnu lagt nótt við dag til að halda áætlunarferðunum gangandi, menn jafnvel frestað eða sleppt sínum sumarfríum, þá verði vart hægt að búast við sérstökum liðlegheitum af hálfu flugmanna með uppsagnar- bréfið upp á vasann, sagði Gunn- laugur einnig, en hann sagði að vegna þess að Tían hefði verið úr leik hefðu flugmenn þurft að fljúga mun meira en þeim bæri og væri ljóst að ekki myndu þeir endalaust fúsir til að hliðra til ef til uppsagn- anna kæmi. „Bíðum eftir að fá endanleg svör um vinnuna” • — Við vorum kringum 40 á námskeiðum til undirbúnings flugfreyjustarfi í sumar og bjugg- ust allir við að fá vinnu strax að loknu námskeiðinu nú í byrjun júní. Það dróst þó að úr því yrði fyrst til 15. júní og síðan var okkur tilkynnt að það myndi dragast til 1. júlí, sagði Bryndís Guðmundsdóttir ein þeirra flug- freyja, sem Flugleiðir höfðu ráðið í starf í sumar, en ekki er vitað hvort af ráðningu þeirra verður. — Þessi hópur, sem lauk nám- skeiðum og stóðst próf, um 40, bíður því eftir að fá bréf eða símhringingu, því þörf er fyrir þennan fjölda þegar Tían kemur í gagnið, svo og til afleysinga, en við vitum sem sé alls ekki núna hvernig mál okkar standa. Þetta kemur sér mjög illa fyrir okkur sem erum í skólum, flestir höfðu hugsað sér þetta sem sumarvinnu og er ekki hiaupið að því að fá aðra vinnu nú, þegar svo langt er liðið á sumarið og ég veit ekki til þess að neinn' hafi snúið sér að annarri vinnu, menn bíða enn eftir að fá endanleg svör frá Flugleiðum. Einar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.