Morgunblaðið - 30.06.1979, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.06.1979, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ1979 25 Ríkharður Kristjánsson verkfræðingur: Vísindaménn og steypuskemmdir Þann 9. maí ritar Haraldur B. Bjarnason, múrarameistari, grein í Morgunblaðið og fjallar þar um steypuskemmdir. Segir Haraldur þar frá sinni löngu reynslu við steinsteypugerð og því sem þar skipti mestu máli. Kveikjan að þessari grein Haraldar var fund- ur, sem steypustöðin B.M. Vallá bauð honum og fleiri bygginga- mönnum á og áttu þar þrír ungir vísindamenn að útlista, hver væri orsökin fyrir öllum þeim steypu- skemmdum, sem nú „grassera", svo notuð séu orð læknisfræðinnar yfir slíka faralda. Eftir lýsingum Haraldar að dæma hafa þessir þrír ungu vísindamenn helst líkst ráðvilltum hænuungum, sem enga lausn vissu á málinu og gert það eitt að rugla málið fyrir þeim, sem áður töldu ljóst, að hér var um einfalt vandamál að ræða. Haraldur setur í greininni fram þá skoðun sína að skemmdirnar megi allar rekja til ónothæfs fylliefnis og beinir þeim spurning- um til okkar hver séu þau sam- virkandi áhrif, sem við tölum um og, hvernig standi á því að hús, sem hann steypti fyrir 30 árum sýni engin merki um steypu- skemmdir. Aður en ég reyni að svara þessum spurningum, vil ég byrja á að taka undir nokkur atriði í grein um blokkum í Breiðholtinu og 20 ára gömlum blokkum annars stað- ar í Reykjavík. En snúum okkur nú að spurn- ingum Haraldar. Fyrri spurning hans var hvernig stæði á því að 30 ára gömul hús hans væru óskemmd. Nú hef ég ekki skoðað hans hús sérstaklega, þó ég búist við að hægt sé að finna skemmdir á þeim húsum sem flestum öðrum og ætla því að fjalla frekar um spurninguna hvort minna sé um steypuskemmdir í eldri húsum en þeim nýrri. Svarið er bæði já og nei. I skýrslu rannsóknarstofnun- ar byggingariðnaðarins er lögð mikil áhersla á að reyna að greina skemmdavaldana hvorn frá öðr- um. Skoði maður tíðni einstakra skemmda eftir árum kemur í ljós að sumar eru mun tíðari í eldri húsum en þeim nýrri. Svo er t.d. um frostskemmdir sem lýsa sér sem molnun og flögnun í steyp- unni einkum þakbrúnum, svölum, handriðum og tröppum. Því er einnig svo farið um vissa hönnun- argalla. Hins vegar kemur fram ný tegund skemmda á síðari árum sem er útbreitt og mjög áberandi sprungumynstur á veggjum ásamt útfellingum sem skera sig mjög frá málningu. Slíkar skemmdir eru stundum einkenni alkali- lestrum, eru þær leiðir taldar upp, sem hægt er að beita til að koma í veg fyrir alkaliskemmdir. Þær eru: a: Nota óvirk fylliefni b: Nota sement með lágu alkali- magni c: Nota possólansement. Af þessum ráðum er það fyrsta það áhrifaríkasta og talið algjör- lega öruggt. Komið hefur fyrir að ráð númer tvö hafi brugðist og possolansementið þarf einnig að uppfylla viss skilyrði svo takast megi að koma með því í veg fyrir alkaliskemmdir. Það sem gerst hefur í þessum málum síðan Steinsteypunefnd fékk niðurstöður rannsóknanna frá rannsóknarstofnun byggingar- iðnaðarins er eftirfarandi: 1. Lettar voru í nýja bygginga- samþykkt strangar reglur um fylliefni til notkunar í steypu með tilliti til alkalivirkni, þannig að í framtíðinni verða öll steypuefni að ganga í gegnum stranga próf- un. 2. Borgarverkfræðingurinn í Reykjavík setti fram bráðabirgða- reglur til að draga úr hættunni og m.a. urðu til þess að allt sjávar- efni hefur verið þvegið undan- farna mánuði. 3. Sjávarefninu er nú dælt upp á öðrum stað og er það efni Túöðrum sem 4 Þvl halda Ekki man ég ef akemmdum frá þeimi Var þetla hinns erlenda voru murara* l helur vanda '<"■ p Ri irnason múrarameistan: Haraldur steinsteyp Stór-Reykjavíki ■ neilandi il lakaþaö aft sementsvl I honnuft yndir f°r« | Vesldals. I fvrsta foratjóra het* v'erift til fyrirmyndal I hann eig. skilift þakkir I fyrir framaým. og I brautryftjandastarf oerft hér á landi h-K vegna þe»*. h btefti hift erlenda ot! semenl i miklu magm oerftar. af ollum sim í_.; kinum mtnnst .......... sem t'K hefl un llaruldur Ásgeir* maftur ranns h> ggingariftnaftai vift Haraldur kunnugir fyrr nie linurilum. ir. Oft þakka ég hod l.'lftlaj* -kemmdir >)*»nleK»r tuua skeift. .. on \ir aftur fyr. áður e" hvKKÍnKar morgu manna „lur Þnrsteinssor , fundarboftinu. miklu verftur Haraldar, þar sem hann lýsir því hvernig staðið skuli að framleiðslu steypu. Það er mjög rétt, sem hann segir að mikilvægt er, að fylling- arefni til steypugerðar séu góð, sandurinn hreinn og kornastærðir réttar. Það er ekki síður mikilvlgt að hafa góðan steypuflokk til að koma steypunni í mótin, en rétt niðurlögn steypu er einn mikil- vægasti þátturinn við gerð steyptra mannvirkja. Haraldur bendir réttilega á hættuna af ofnotkun vatns á byggingarstað og nauðsyn þess að steypan hafi nægilega þjálni til að hægt sé að koma henni í mótin án þess að bæta við vatni á byggingarstað. Hefði þessum atriðum öllum verið fylgt til hlítar í fortíðinni, hefðum við getað losað okkur við hluta af þeim vanda, sem blasir við í dag. En þó ekki allan. Eitt atriðið er hönnun húsanna. Alls staðar kringum okkur blasa við okkur stakar sprungur í húsveggjum, sem stafa af því að ekki hefur verið tekið tillit til hættu á tog- kröftum í veggjunum vegna rýrn- unar og hitasveiflna. Hér á orðið steypuskemmdir ekki við, því um hönnunargalla en ekki galla í steypunni er að ræða, þó ýmsir þættir í framleiðslu og niðurlögn steypunnar geti aukið á hættuna. Því miður virðast hönn- uðir ekki hafa sinnt því nægilega að huga að ástandi blokka, sem byggðar eru án þensluraufa og án teljandi járnbendingar og draga af því einhvern lærdóm. Það koma fram sömu hönnunargallar í nýj- þenslu í steypunni. Menn skulu samt varast að álíta að allt sprungumynstur t.d. rýrnunar- sprungur í pússningu stafi af alkaliþenslu. Töluvert hefur verið skrifað um alkalivirkni og alkaliskemmdir undanfarið. Ég ætla mér ekki að reyna að útskýra málið hér til hlýtar, aðeins drepa á það mikil- vægasta og bendi t.d. á greinar Hákons Ólafssonar sem birtist í dagblöðum fyrri hluta nóvembers. Við tölum um alkaliþenslur þegar lítið kristölluð kísilsýra fylliefnanna verður fyrir efna- áhrifum frá alkali samböndum sementsins og myndar vatns- drægt hlaup sem getur í snertingu við vatn þanist út. Alkalisambönd geta einnig bæst við annars staðar frá t.d. úr salti. Hér er um það að ræða að bæði fylliefnin og sement- ið þurfa að uppfylla viss skilyrði til að þenslur verði. Það er því alrangt hjá Haraldi að hér sé einungis lélegum fylli- efnum um að kenna. Hér þurfti tvennt til og þær breytingar sem urðu á framleiðslu steypu um og upp úr 1960 gengu því miður flestar í þá átt að auka hættuna á þessum skemmdum. Bæði var það, að hafin var framleiðsla og notkun háalkalisements svo og nokkuð síðar að notkun virkra fylliefna eykst stöðugt. Það er því engin furða að þessi tegund skemmda er lítið áberandi á gömlum húsum. Það er einnig rangt hjá Haraldi að við þekkjum ekki lausn á málinu. A einni af þeim myndum, sem ég bregð upp á þessum fyrir- bergfræðilega séð mun betra en það fyrra og er nú í alkaliprófun. 4. Eftirspurn eftir óvirku efni hefur aukist. 5. Sementsverksmiðja ríkisins er að byrja framleiðslu á sementi með sterkari possolanvirkni en áður. Eins og sjá má hefur töluvert gerst í þessum málum, þó Haraldi hafi fundist að engin niðurstaða væri fengin í málinu. Ég ætla nú að fjalla um það hvað við meinum þegar við tölum um samverkandi áhrif. Við notum þetta orð helst, þegar við tölum um samspil rakans, alkali- skemmda og frosts. Þær breyting- ar sem orðið hafa á uppbyggingu útveggja á síðari árum hafa flest- ar gengið í þá átt að auka rakann í útveggjunum. Einkum vantar rakavörn innan á veggina auk þess sem bætt einangrun dregur úr útþornuninni. Um leið eykst hættan á alkaliskemmdum svo fremi sem um alkalivirk efni hafi verið að ræða og einnig eykst hættan á frostflögnun í yfirborð- inu. Opnist sprungur í yfirborðinu vegna alkalivirkni kemst vatn inn í vegginn. Nái þetta vatn að frjósa getur frostið brotið niður veginn á tiltölulega skömmum tíma. Auk- inn rakj hraðar svo einnig alkali- skemmdunum. Það er þetta, sem við eigum við, þegar við tölum um samverkandi áhrif, og það er þessi raki sem við þurfum að beina athyglinni að nú bæði þeim, sem kemur að utan og þejm, sem kemur að innan. Keldnaholti 1979—05—28 LjÓKm. Mbl. Kristján. Byggingarnefnd Reykjavíkurborgar að störfum. Fjallað er um. hvort leyfa skuli umbeðið handrið í Félagsstofnun stúdenta. Umsóknin var samþykkt og byggingafulltrúa falið að fylgjast með framkvæmd verksins. Byggingarnefnd Reykjavíkur- borgar 140 ára: **••• ein byggingamefnd, í hvorri vera skulu Byfógetinn, eldvarn- ar-forstjórinn...” ELZTA starfandi nefnd Reykjavíkurborgar. byggingarnefnd, fyllti sinn 14. tug 29. maí s.l. í tilefni af afmælinu bauð nefndin blaðamönnum á fund sinn og kynnti störf og sögu nefndarinnar. Kom þar m.a. fram, að með setningu nýrra heildarbyggingarlaga um síðustu áramót urðu þáttaskil í sögu byggingarnefndar. Sögu byggingarnefndar má rekja til ársins 1839, en 29. maí það ár var gefið út konungsbréf, sem reyndar var kallað opið bréf, þar sem segir: „Vér Friðrik hinn sjötti, af guðs náð konungur af Danmörk, Vinda og Gauta, hertogi í Slés- vík, Holstein, Stórmæri, Þétt- merski og Láenborg og Olden- borg, gjörum vitanlegt: að oss, til að afstýra húsbrunum, hefur þóknast, eptir að hafa þar um útvegað álit vorra trúu umdæm- isstanda fyrir Sjálands, Fjóns og Lálands-Falsturs stifti, svo og ísland og Færeyjar, að fyrir- skrifa fylgjandi reglur fyrir byggingastörfum í kaupstaðnum Reykjavík á fyrrnefndu voru landi íslandi: 1. gr. í Reykjavík skal stofnast ein byggingarnefnd, í hvorri skulu vera Byfógetinn, eldvarnar-for- stjórinn, tveir af staðarins full- trúum, sem skikkast af amt- manninum eptir allra hinna kjörnu borgara uppástungu, og eptir að byfógetans álit þaryfir hefur verið útvegað, svo og tveir aðrir menn, hverja amtmaður- inn kynni að álíta hæfilega þartil; og hvartil hann sérílagi á að nefna menn er skynbragð bera á húsasmíði, þegar slíkir til eru.“ Fyrsti fundur nefndarinnar var haldinn 1. ágúst 1840 og er þar fjallað um erindi Siemsens kaupmanns, þar sem hann biður um að fá útmælda lóð „til að opföre en smuk Bygning", eins og stendur í fundargerð. Nefndin taldi sig ekki geta orðið við erindinu á þeim stað, sem beðið var um, en vísaði á annan. Þar reis síðan húsið Hafnarstræti 23, sem rifið var fyrir örfáum árum, þá ófúið með öllu. Magnús Skúlason núverandi formaður bygginganefndar gerði grein fyrir störfum hennar og sögu. Hann sagði m.a.: „Um síðustu áramót urðu þáttaskil í sögu byggingarnefndar með setningu fyrstu heildarbygging- arlaga í landinu. Nýmæli er breytt skipan byggingarnefndar og eins það, að nú er mönnum ekki heimilað að rífa hús án leyfis byggingarnefndar. Skylt er mönnum einnig að sjá um nauðsynlegt viðhald húsa sinna.“ Magnús var að því spurður, hver bæri ábyrgð, ef manni væri bannað að rífa hús, sem hann hefði ekki fjárhagslegt bolmagn til að halda við. Sagði hann, að ekki væri gott að svara þeirri spurningu. Borgar- og bæjaryf- irvöld gætu orðið skaðabóta- skyld, en ekki hefði enn reynt á slíkt. Magnús kvað mikil brögð að því, að fólk eyðilegði útlit húsa sinna, sérstaklega með breyting- um á gluggum gamalla húsa. Ekki er heimilt að breyta útliti húsa án fengins leyfis hjá bygg- ingarnefnd. Vald byggingar- fulltrúa er nú stóraukið varð- andi þá er brjóta gegn þessum nýju lögum. Getur hann m.a. kallað lögreglu sér til aðstoðar, og er henni skylt að veita aðstoð við að stöðva brottnám bygginga eða byggingahluta. Þau málefni, sem mest eru áberandi í umfjöllun byggingar- nefndar Reykjavíkur nú eru um- sóknir um heimildir til breyt- inga á gömlum húsum, svo sem gluggabreytingar, kvist- og við- byggingar. Einnig óskir um sam- þykkir á eldri íbúðum. Nefndarmenn voru að því spurðir, hvort þeir hefðu orðið varir við samdrátt í byggingar- iðnaðinum. Þau svör fengust, að ekki væri það að merkja, þó enn hefði ekki verið úthlutað lóðum á þessu ári. Það kom fram, að á undanförnum árum hefur út- hlutun ætíð farið fram í janúar mánuði ár hvert. I nefndinni eigá nú sæti: Magnús Skúláson formaður, Gissur Símonarson varaformað- ur, Gunnar H. Gunnarsson verk fræðingur, Helgi Hjálmarsson arkitekt, Hilmar Guðlaugsson múrari, Gunnar Hansson arki- tekt, Haraldur Sumarliðason húsasmíðameistari. Byggingarfulltrúi er Gunnar Sigurðsson verkfræðingur skrifstofustjóri Gunngeir Pét- ursson. Auk þeirra vinna 1 manns hjá embætti byggingar- fulltrúa, þ.e. gjaldkeri, ritari, deildarverkfræðingur, tveir tæknifræðingar og tveir bygg ingafræðingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.