Morgunblaðið - 30.06.1979, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 30.06.1979, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ1979 vlW MORöJK/ KAff/no Hann sagði okkur að skelia tveim aspirínskömmtum í vask- inn og ef það dygði ekki, kæmi hann eins og skot aftur! Ég ætiaði einmitt að hjálpa yður læknir, að athuga staur- fótinn! Þú verður að fara niður í kjallara, — það er einhver að kalla á hjálp! Kettír og menn BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Að hverju er gagn og hvað er vænlegast til árangurs, er spurn- ing, sem svara þarf í varnaræf- ingu. Þú ert með spil suðurs og aðeins andstæðingarnir eru á hættu en austur gaf. Atislur S. DG4 H.9 T. K105 L. ÁKDG103 SuAur S. ÁK10862 H. 8 T. Á743 L . 54 Norður spilar út spaðaníu gegn fjórum hjörtum eftir þessar sagn- ir: austur eitt lauf, suður tveir spaðar og vestur fjögur hjörtu. Þú tekur drottninguna með kóng og báðir fylgja þegar þú tekur á spaðaásinn. Hvert er álit þitt og hvað gerir þú næst? Það virðist skynsamiegt að reyna að búa til trompslag hjá norði með því að spila þriðja spaðanum. Til að það takist þarf hann ekki að eiga nema tvö smá- spil með gosanum. En auðvitað tekur þú fyrst á tígulásinn því enginn hagur er í að búa til trompslaginn ef vestur getur látið af hendinni sinni tígul í lauflitinn. Norður S. 97 H.53 T. G9862 L. 9762 Vestúr S. 53 H. ÁKDGI07642 T. D L. 2 Austur S. DG4 H. 9 T. K105 L. ÁKDG103 Sudur S. ÁK10862 H. 8 T. Á743 L. 54 Þó svo, að norður hefði átt gosann með smáspilunum tveim í hjartanum, hefði lítið þýtt að spila þriðja spaðanum áður en þriðji siagurinn væri tekinn. Vest- ur hefði þá látið tígulinn og tveir slagir orðið að einum. En úr því trompiiturinn var svona góður var ekki hægt að gera betur en að bjarga yfirslagnum. COSPER Hann hefur unnið öll kvöld í aukavinnu að undan förnu. til að geta boðið okkur hingað. Miðvikudaginn 27. júní birtist í Velvakanda pistill undir fyrir- sögninni „Kettir til trafala" og var hann frá húsmóður í Bústaða- hverfinu. Mig langar til að benda henni á ýmislegt og skrifa ég undir sama nafni, húsmóðir í Bústaðahverfi, þar sem svo er, og er ég þar að auki kattareigandi. Ég skil vel þessa hræðslu sem konan talar um, við að hafa börn úti í vögnum, þar sem hræðilegir atburðir hafa gerst en þeir eru yfirleitt af völdum villikatta eða illa uppalinna og taugaveiklaðra katta. Mig langar því til að benda fólki á að það eru til þunn net til að setja yfir vagna, svo þunn að flugur komast ekki einu sinni í gegn um þau, því þær geta stung- ið. Ég verð að láta þess getið hér að kettir eru almennt ekki grasætur og láta því blóm í friði. • Köttur í bandi, eða...? Nú vík ég að alvarlegra máli sem húsmóðirin beinir til kattar- eigenda. Það er líkt farið með manninn og köttinn. Helst viljum við vera úti þegar gott er veður og ég tala nú ekki um þegar það er sólskin. Yfirleitt förum við sem minnst út í rigningu og rok, eins og svo oft er hér á suðurhorni landsins. Köttum er mjög illa við vatn og vilja helst ekki vera úti í rigningu. Én þegar sólin kemur vilja þeir fara út, rétt eins og við mennirnir. Hvað myndir þú gera ef barnið þitt myndi væla allan daginn vegna þess að það langaði út en þú lokaðir það inni, af því að konunni í næsta húsi er svo óskaplega illa við það? Flestir yrðu sennilega fljótt þreyttir á vælinu og lofuðu barninu að fara út í sólina. Maður á kannski að fara með köttinn út í bandi einu sinni á dag eins og hundarnir verða að þola. En því miður þá eru til katta- eigendur sem loka kettina sína úti heilu sólarhringana af því að þeir nenna ekki að hafa þá nema stöku sinnum til að klappa þeim. Það er mjög liklegt að slíkir kettir sæki til annars fólks eftir félagsskap og jafnvel mat. Þannig fólk á ekki að fá að hafa ketti þar sem það nennir ekki að hugsa um þá. | Lausnargjald í Persíu Eftir Evelyn Anthonv Jóhanna Kristjónsdóttir sneri á íslenzku 8 að hallast til vinstri og hann var ákflega argur yfir því hversu vestræn áhrif voru að ryðja sér til rúms í íran. Sú ákvörðun keisarans að lækka oiíuverðið án þess að mikið bæri á hafði verið komið með skilaboðum til Khorvans eftir sfðasta fund þeirra James Keily. í augum Khorvans var það ógnvekjandi hversu Kelly hafði náð miklum tökum á keisaran- um. Þegar hann heyrði um ákvörðun keisarans lét hann eins og hann væri henni sam- þykkur. Hefði hann látið eitt- hvað annað í ljós biði hans ekki annað en brottvikning. Það var sú venja sem margir ráðamenn höfðu fengið að finna fyrir. En hann vonaði samt sem áður aðá klókindalegan hátt gæti hann eyðilagt áætlunina. Hann hafði faliizt á að Imperial kæmi til samvinnu við íranska oiíufélag- ið. um að vinna svæðið við Imshan. Og þar sem hann hafði látið sem svo hann féllist skil- yrðislaust á þær tiliögur sem keisarinn bar fram hafði það þær jákvæðu afleiðingar fyrir hann, að máiið var nú fullkom- lega í hans höndum og undir hans stjórn. Hann brosti alúðlega og hlýtt til Eilen Field. Þjónninn var kominn á vettvang og hann seildist í annað gias af ávaxta- safa. Það gat vel verið að þeir áhrifamenn og eigendur Imper- ial félagsins hlökkuðu nú með sjáifum sér og hrósuðu sigri og héldtr’ að hann hefði gleymt stuná og stað í návist þessarar hugnanlegu konu. En svo var nú ekki aldeilis og Logan Fieid var ekki búinn að vinna enn. — Ég mun með fögnuði koma í samkvæmi yðar, Kelly, sagði hann. — En nú bið ég yður að hafa mig afsakaðan. Eg hef hugsað mér að skrafa við fieiri gesti. Hann gekk inn í mannþröng- ina. — Það er lfkast tii bezt ég geri slíkt hið sama, sagði Log- an. — Fylgstu með Eileen. Kelly. Hann færði sig á braut áður en Kelly hafði svarað neinu. Hann sneri sér áf jáður að Eileen. — Þú lítur undursamlega út að venju, sagðl hann. — Og þú stóðst þig glæsilega í sambandi við ráðherrann. — Honum gezt að konum, sagði Eileen. — Því er svo varið með flesta íranska karlmenn. Ég held hins vegar ekki það skipti neinu meginmáli. En það er afar auðvelt að halda uppi samræðum við hann og mér finnst hann hafa skemmtilega kímnigáfu. Hún hafði komizt í kynni við James skömmu eftir að hann kom til starfa hjá Imperial. Hann hafði þegið boð um að koma í kvöldverð á heimili þeirra við Eaton Square, en þeirra forréttinda urðu aðeins fáeinir aðnjótandi. Síðan leið honum ekki þetta kvöld úr minni. Honum fannst eiginkona Logans ákaflega heillandi, kvenleg og fínleg, en veikluleg og hann hafði frétt skömmu síðar að hún hefði verið nýkom- in út af sjúkrahúsi, fafveik eftir fæðingu einkadóttur þeirra. Einhvern veginn æxlað- ist svo að samstundis mynduð- ust einhvers konar tengsi mill- um þeirra. Þau áttu mörg áþekk áhugamál. Og hún virtist meta við hann hversu James lagði sig fram um að sýna hinum gestunum notalegt við- mót. Honum hafði fundist sem hún væri síðasta kona er hann gæti hugsað séi sem myndi hafa gifzt Logan Field. Þau hittust nokkrum sinnum eftir þetta, því að Logan þótti gott að hafa hann gestkomandl á heimili sínu. Aður en hann fór til búsetu í Teheran að taka við 8tjórn fyrirtækisins hafði hon- um verið boðið í hádegisverð sem haldinn var til heiðurs einum arabfsku olfufurstanna sem var á ferð í London og það

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.