Morgunblaðið - 30.06.1979, Page 40
EF ÞAÐERFRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
\i i.n si\i. \
SIMINN KK:
22480
EFÞAÐERFRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
\l I»l.\ SIM. V
SIMINN Klt:
22480
Janus Guðlaugsson
Janusfer til
Fortuna Köln
JANUS Guðlaugsson knatt-
spyrnumaður úr FH mun
halda utan til Vestur-Þýska-
lands næstkomandi mánudag
til þess að undirrita tveggja
ára samning við 2. deildar liðið
Fortuna Köln. Janus var á ferð
fyrir skömmu í Vestur-Þýska-
landi og kynnti sér þá alla
aðstöðu hjá félaginu jafnframt
því sem hann ræddi við for-
ráðamenn þess.
Nú hafa samningar tekist og
Janus mun skrifa undir í
næstu viku. Janus mun ekki
leika fleiri leiki með FH á
keppnistímabilinu.
Slœtti seinkar,
lélegurdúnnog
fáirsem stunda
selveiði í sumar
Midhúsum, A-Barð. 29. júní.
TÍÐARFAR hefur verið mjög kalt í
vor og allt sumar og jarðvegshiti
óvenju lágur. Ef áfram heldur
svipað og horfir getur sláttur í
fyrsta lagi byrjað um mánaðamótin
júlí-ágúst, en í eðlilegu ári hefst
sláttur f byrjun júlf. Hagar eru illa
grænir enn þá, krækilyng hefur t.d.
kalið mjög mikið f vetur og er
sennilega sú gróðurtegund, sem
einna mest sér á. Fyrir nokkrum
dögum snjóaði ofan f byggð og
segir það meira en mörg orð um
ástandið. öllu fé hef’T verið sleppt.
Um æðarvarp er það að segja, að
vegna þess hve frost voru mikil í
jörðu fóru öll hreiður á flot þegar
miklar rigningar gerði fyrir um
hálfum mánuði. Dúnninn er allur
rennblautur og hætt við að mjög illa
vinnist úr honum. Selveiði er hvergi
stunduð af fullum krafti vegna hins
lága verðs á skinnum. Hins vegar fer
sel fjölgandi jafnt og þétt og telja
menn orsökina vera hve lítið er veitt
af honum. Alveg er t.d. hætt að veiða
útselskópa. Grásleppuveiði hefur
verið mjög góð á Barðaströnd, en
hins vegar með eindæmum léleg í
Flatey og einnig í Múlasveit og
Reykhólasveit.
— Sveinn.
Með 120 tonn
eftir5daga
Eskifirði, 29. júní.
TOGARARNIR héðan hafa aflað vel
að undanförnu. Hólmatindur kom
inn í gær með 105 tonn eftir 6 daga
útivist og Hólmanesið kom inn eftir
5 daga með 120 tonn til að taka ís.
Bátarnir hafa sömuleiðis aflað vel.
Sæljón kom í gær með 20 tonn og
Vöttur með 15 tonn, en báðir bátarn-
ir eru á trolli. — Ævar.
LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 1979
Viðræður Islendinga og Norðmanna:
Rætt um 250 til 300 þús. tonna
sumarveiði, sem skiptist jafnt
HELDUR góður andi ríkti í viðræðum Norð-
manna og íslendinga, sem stóðu enn í Ráð-
herrabústaðnum er Morgunblaðið fór í prent-
un í gærkveldi. Menn ræddu þá um skiptingu
loðnuveiðinnar á Jan Mayen-svæðinu og ræddu
um að veidd yrðu á sumarvertíð 250 til 300
þúsund tonn, sem myndu þá skiptast jafnt á
milli þjóðanna. Allur sá afli yrði þá að
sjálfsögðu veiddur utan 200 mflna fiskveiðilög-
sögu íslendinga. Fiskifræðingar hafa rætt um
að heimilt yrði að veiða 600 þúsund tonn á ári,
en í gær töluðu Norðmenn um að óhætt væri að
fara upp í 800 þúsund tonn, en íslendingar
munu hafa gefið ádrátt um rúm 600 þús. tonn.
Báðar þjóðirnar eru sammála
um að nauðsynlegt sé að ná
samkomulagi um heildarafla-
magn, svo að ekki sé gengið of
nærri loðnustofninum, en ágrein-
ingur er um það hve mikið magn
skal veiðast. Ennfremur er ágrein-
ingur um það hvenær veiðarnar
eigi að hefjast og vilja Norðmenn
hefja þær 16. júlí, en Islendingar
vilja að þeir hefji ekki veiðar fyrr
en 15. ágúst. Hafa Norðmenn gefið
ádrátt um að þeir séu tilbúnir til
þess að hnika sér til um eina viku.
Aðilar eru hins vegar sammála
um að útiloka þurfi þriðja aðila
frá veiðunum og vilja finna flöt á
því með hverjum hætti það verði.
Benedikt Gröndal sagði í gær að
það væri flókið lögfræðilegt atriði,
en þegar hann var spurður, hvort
það yrði gert með því að Norð-
menn lýstu yfir 200 mílna fisk-
veiðilögsögu við Jan Mayen, svar-
aði hann því til að um gæti verið
að ræða einhvers konar „útgáfu af
fiskveiðilögsögu".
Stefna Islendinga er að ræða
aðeins loðnuveiðarnar, sem eru að
dómi ráðamanna mest aðkallandi.
Þeir forðast því að beina málum
inn á almenn hafréttarleg atriði,
sem þeir vilja ræða síðar. Þó
tengjast þau viðræðunum á marg-
víslega vegu. Samkvæmt heimild-
um frá Norðmönnum munu þeir
hafa lýst því yfir, að um leið og
þriðji aðili hefur veiðar á Jan
Mayensvæðinu, muni Norðmenn
færa út í 200 mílur til þess að
koma í veg fyrir að fleiri þjóðir
höggvi í stofninn.
Knut Frydenlund, utanríkisráð-
herra Norðmanna, kvaðst í gær-
kveldi vera nokkuð bjartsýnn á að
menn næðu samkomulagi, sem
báðir aðilar gætu sætt sig við, en
hann taldi að nauðsynlegt yrði að
setjast aftur að samningaborði í
dag. Norðmennirnir ráðgera að
fara heim um klukkan 14 í dag.
A sumarvertíð í fyrra veiddu
Norðmenn á Jan Mayen-svæðinu
um 150 þúsund tonn, en íslending-
ar um 50 þúsund tonn. Þó má geta
þess að íslenzkir fiskifræðingar
telja það ekki árvissan viðburð að
loðna gangi á svæðið.
í gærkveldi vildu íslendingar
freista þess að gera uppkast að
samkomulagi um þau atriði, sem
samkomulag væri um, en skilja
eftir eyður um ágreiningsefnin,
sem áfram yrðu til umræðu.
Ljúen. Emilta.
VIÐRÆÐUR Norðmanna og íslendinga í Ráðherrabústaðnum í gær, þar sem rætt var um loðnuveiðar við
Jan Mayen og fleiri atriði varðandi útfærslu Norðmanna á fiskveiðilögsögu umhverfis Jan Mayen.
Fljúga yíir
veiðisvæðin
KNUT Frydenlund, utanríkis-
ráðherra Norðmanna, Eyvind
Bolle, sjávarútvegsráðherra, og
fylgdaríið mun fara utan til
Noregs síðdegis í dag að loknum
viðræðum við íslendinga. Á
heimleið munu Norðmennirnir
ætla að fljúga yfir Jan May-
en-svæðið, þar sem mikill
sovézkur veiðifloti er á kol-
munnaveiðum. Munu ráðherr-
arnir ætla að kanna allar
aðstæður, en þar nyrðra mun
vera stórt og mikið móðurskip
með heilan flota smærri fisk-
yeiðiskipa.
Viðræðurnar í gær snerust
m.a. um það á hvern hátt Norð-
menn og Islendingar gætu komið
í veg fyrir að aðrar þjóðir veiddu
loðnu á Jan Mayen-svæðinu, en
þær þjóðir sem hafa flota og
möguleika á að sækja í loðnu-
stofninn eru Sovétmenn, Aust-
ur-Þjóðverjar, Pólverjar og Búlg-
arir. Var m.a. rætt um hugsan-
legar leiðir til þess að koma í veg
fyrir veiðar þessara þjóða.
Ferðir til Vestmaraiaeyja, Osló
og Stokkhólms í endurskoðun
„ÞAÐ verða eitthvað færri
ferðir í innanlandsfluginu
í vetur, en þótt flugvéla-
kosturinn minnki um 20%,
þá er ekki ætlunin að
minnka þjónustu um
fimmtung“, sagði Sveinn
Sæmundsson, blaðafull-
trúi Flugleiða, er Mbl.
spurði hann í gær, hvaða
áhrif það myndi hafa á
innanlandsflugið í vetur,
Ferðum til
Glasgow
fækkar um
eina í viku
að í því verða 4 F-27
fíugvélar í stað 5. Sveinn
sagði, að stefnt væri að því
að halda uppi „fullri þjón-
ustu“ með betri nýtingu
flugvélanna fjögurra, en
þó yrði vafalaust flugferð-
um eitthvað fækkað.
Nefndi hann sem dæmi
Vestmannaeyjar, þar sem
tilkoma Herjólfs hefði
breytt „mjög góðri rútu í
lélega rútu“.
Varðandi Evrópuflugið í vetur
sagði Sveinn ekki ákveðið, hvar
skorið yrði á ferðafjöldann, en í
stað 14 ferða verða 11 ferðir í viku
og sagði Sveinn, að ein Boeing
727-100 þota ætti hæglega að geta
annað þeim ferðum, en ætlunin er
að finna verkefni fyrir hina þot-
una erlendis. Ljóst er að ferðum
til Glasgow fækkar um eina. Mbl.
hefur frétt að meðal flugleiða, sem
í athugun er að fækka ferðum á, sé
Stokkhólmur og hugsanlega Osló,
en að óbreyttum ferðafjölda verði
haldið til Kaupmannahafnar og
staða á meginlandinu. Þá mun
Færeyjaflugið í endurskoðun, en
þangað voru farnar tvær ferðir í
viku á sl. vetri.