Morgunblaðið - 03.07.1979, Qupperneq 1
48SIÐUR MEÐ 8 SIÐNAIÞROTTABLAÐI
149. tbl. 66. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 1979
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
50 tonn af tækjabúnaði til vísindalegra rannsókna og
borana í Surtsey voru flutt með varðskipi og þyrlum til
Surtseyjar fyrir helgina, en þar á að bora 210 metra niður í
eyna tii þess m.a. að kanna móbergsmyndun og hitaleiðir í
eynni. TF-URÓ, þyrla Gsezlunnar. flutti varning milli skips
og lands í 70 ferðum og þarna er hún að landa sementi i
miðjum hlfðum Surtseyjar. Þyrla Varnarliðsins flutti stóra
tækin á iand eins og t.d. dráttarvélin sem sést á myndinni.
Sjá grein á bis. 18. Ljósm. Mbi. Árni Johnsen.
'-'JÍ
ETA hefur
íhótunum:
Malaga og Gerona
eru næst á dagskrá
Khomeini
gegn
vændi og
stripli
Teheran, 2. júlí. Reuter. AP.
NÝJASTA þjóðþrifamál-
ið, sem Khomeini trúar-
leiðtogi hefur ákveðið að
láta til sín taka, er að
uppræta í íran þá stétt,
sem talið er að eigi sér
lengstan feril í mann-
kynssögunni, sumsé
vændiskonur. Khomeini
fiutti skörulega ræðu
um málið á samkomu
trúarleiðtoga í Qom um
helgina, og var hún birt í
írönskum blöðum í dag.
„Þjóðfélagsumbótum er
komið á með því að
höggva hendur af fáein-
um þjófum á almanna-
færi,“ sagði Khomeini,
„og ef nokkrar vændis-
konur eru hýddar, þá
losnar þjóðfélagið við
vændi.“
Þá hefur Khomeini lagt blátt
bann við því að fólk baði sig
„nakið" á almannafæri, en eft-
ir hans útleggingu jafngildir
það nekt að klæðast „bikini" og
öðrum vestrænum sundfatn-
aði. Ríkir nú hin mesta ar-
mæða á írönskum baðströnd-
um við Kaspíahaf, þar sem
hundruð þúsunda írana dvelj-
ast um þessar mundir. Á mörg-
um baðströndum er stranglega
bannað að konur og karlar
stundi sameiginleg sjóböð, en á
baðstaðnum Bandar Arzali
hafa yfirvöld náðarsamlegast
fallizt á að fólk af báðum
kynjum megi vera á sömu
strönd, að því tilskildu að
kvenfólkið svipti sig ekki hin-
um skósíða slæðubúningi, sem
Khomeini hefur fyrirskipað.
Jidda. 2. júlí. AP.
ÞEIRRI ákvörðun Saudi-Arabíu-
stjórnar að auka veruiega olíu-
vinnslu á næstunni hefur vfða verið
vel tekið og er talið að hún muni
hafa þau áhrif að halda niðri
„Viskí” á
geyminn
Wawhinífton. 2. júlí. Reuter.
VISKÍGERÐ í Virginíuríki er í
þann veginn að hefja fram-
leiðslu á 90% alkóhóli, scm
notað verður sem bifreiðaelds-
neyti.
Alkóhólinu verður blandað
saman við bensín í hlutföllunum
10 og 90 af hundraði, þannig að
bensín verður eftir sem áður
aðalorkugjafinn, en blandan,
sem hlotið hefur heitið „gasól“,
hefur þann kost að hún nýtist
mun betur en venjulegt bensín,
auk þess sem oktantalan hækkar
verulega.
Madrid, 2. júlí. Reuter.
HRYÐJUVERKASAMTÖKIN
ETA hafa lýst sig ábyrg fyrir
nýjum sprengjutilræðum á fjöl-
sóttum ferðamannastöðum á
Spáni og hafa hótað að láta kné
fylgja kviði á næstunni, einkum í
olíuverði á heimsmarkaði. Enn
hefur ekki verið gefið tii kynna
hversu mikii aukningin verður.
Hámarksvinnsla á dag hefur að
undanförnu varið 8,5 milljón tunn-
1 ur, en stjórnandi ríkisrekna olíufé-
lagsins Petromin gaf í skyn fyrir
skömmu, að Saudi-Arabía kynni að
auka oliuvinnsluna upp í 9,5 mill-
jónir á dag til að vega upp á móti
olíuverðhækkununum að undan-
förnu. Þá sagði Yamani olíumála-
ráðherra í Genf á dögunum, að svo
gæti farið að Saudi-Arabía færi upp
í hámarksafköst á næstu árum,
þ.e.a.s. 14 milljónir tunna á dag.
Efnahagssérfræðingar á Vestur-
löndum eru á einu máli um að
framleiðsluaukning í Saudi-Arabíu,
sem er mesta olíuútflutningsríki
heims, muni auka líkur á því að
nokkurt jafnvægi komist á á olíu-
markaði í heiminum. Meðal annars
lét sérfræðingur rannsóknastofnun-
ar olíufélaga í New York svo um
mælt í dag, að þessi ákvörðun
Saudi-Arabíu mundi vafalítið verða
til þess að draga úr þrýstingi á
Rotterdam-markaði.
námunda við Malaga og Gerona.
Hafa samtökin lýst því yfir að
þau láti til skarar skríða svo um
muni innan sólarhrings ef ríkis-
stjórnin láti ekki að kröfum
þeirra um að bæta aðbúnað um
eitt hundrað félaga þeirra, sem
sitja 1 fangelsi f borginni Soria. 1
Gerona-héraðinu er Costa Brava,
þar sem fjöldi erlendra ferða-
manna dvelst um þessar mundir,
en Malaga er höfuðstaður Costa
del Sol.
í yfirlýsingu ETA, sem birt var
í kvöld, var viðurkennt að samtök-
in hefðu staðið fyrir ellefu
sprengjutilræðum á ferðamanna-
stöðum síðustu sex daga. Mann-
tjón hefur ekki orðið í þessum
árásum að öðru leyti en því að
tveir Belgar særðust á Marbella á
laugardaginn var. Þá viðurkenndu
samtökin að hafa staðið fyrir
skotiiríð á hraðlestina frá París til
Madrid í morgun, en hún var
þéttsetin frönskum ferðamönnum.
Enginn særðist í þeirri árás.
Óttazt var að ETA hefði verið
að verki er fimm manns létu lífið
Kuala Lumpur. 2. júlt AP.
NÆRFELLT eliefu hundruð flótta-
menn frá Vfetnam voru reknir á
haf út á þremur skipum frá
Malaysíu í dag, en samdægurs
veittu stjórnvöld Malaysíu sam-
þykki sitt til að 623 flóttamenn,
sem komu fyrir viku í búðir í Puiau
Bidong, fengju að dveljast þar
áfram. Malaysíustjórn hefur vísað
15.513 flóttamönnum á haf út frá
því að hert var á reglum fyrir
þegar eldur kom upp í E1 Paso
hótelinu í Palma á Mallorca í
morgunsárið, en víst er talið að
eldsupptök hafi ekki verið af
mannavöldum. Hótelið var þétt-
skipað Norðurlandabúum, en þeir,
sem létu lífið, voru þrír Finnar,
Svíi og Spánverji.
hálfum mánuði. en frá áramótum
hafa 57.513 flóttamenn á 347 skip-
um hlotið sömu afgreiðslu í
Malaysíu.
Flóttafólkið, sem vísað var frá í
dag, fékk mat, vatn og eldsneyti í
Malaysíu, en þetta er næstfjölmenn-
asti hópur, sem komið hefur frá
Víetnam í einu frá því að flótta-
menn tóku að streyma þaðan er
stríðinu lauk fyrir fjórum árum.
Gem byrjað að lesta
kjarnorkuúrganginn
Bristol, 2. júlí. AP.
SKIPIÐ Gem, skrásett í Glasgow,
sem Greenpeace-mcnn á Rainbow
Warrior ætla að beina aðgerðum
sfnum að á næstunni, hóf í dag
lestun kjarnorkuúrgangs í smá-
höfn við Severná. Samtökin „Vin-
ir jarðar“, sem beita sér gegn
nýtingu kjarnorku, höfðu haft af
því spurnir að skipið kæmi til
Bristol á miðvikudaginn kemur
til að lesta þar, og var ætlunin að
hindra lestunina. Af þeim aðgerð-
um getur þó ekki orðið héðan af,
að sögn málsvara „Vina jarðar“.
Gem siglir úr höfn næstkom-
andi föstudag, en farmur skipsins
verða tvö þúsund og áttatíu stál-
sívalningar, fylltir steinsteypu og
geislavirkum úrgangi frá sjúkra-
húsum, rannsóknastofum og
kjarnorkuverum í Bretlandi. Siglt
verður 500 sjómílur frá ströndinni
og þar verður farminum sökkt.
Um helmingur hafnarverka-
manna í bænum Sharpness, þar
sem skipið Iestar, neitaði að taka
þátt í því að koma kjarnorkuúr-
ganginum um borð, en málsvari
hafnarverkamannanna, Dennis
Sollars, kvað nægan mannskap
hafa gefið sig fram til starfans
þrátt fyrir það.
Talið að aukið fram-
boð frá Saudi-Arabíu
haldi niðri olíuverðinu
1100 reknir á haf út