Morgunblaðið - 03.07.1979, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ1979
Flugleióir:
Starf skrifstofu-
stjóra lagt nidur
— sjöttiframkvæmdastjórinn ráóinn
INNAN Flugleiða er nú unnið að sameiningu á ýmsum deildum
félaKsins s.s. á skrifstofum og er ætlunin að færa starfsemi
einstakra deilda saman og huKsanlega að leggja niður aðrar að
hluta. Samhliða þessu verða ýmsar tilfærslur á yfirmönnum
félagsins. Þe«ar er ákveðið að staða skrifstofustjóra félagsins
verður lögð niður ok verður störfum hans skipt á ýmsa aðila, sem
starfa á stjórnunarsviði. Starfi skrifstofustjóra hefur gegnt
Finnbjörn Þorvaldsson en hann var frá 1960 skrifstofustjóri
Loftleiða og eftir sameiningu flugfélaganna skrifstofustjóri
Flugleiða. Ekki er vitað við hvaða starfi Finnbjörn tekur hjá
Flugleiðum.
Þá hefur verið ákveðið að ráða
sjötta framkvæmdastjóra Flug-
leiða og tekur Erling Aspelund við
því starfi en undir hann mun falla
rekstur á hótelum félagsins og
bíialeigu. Erling hefur til þessa
verið hótelstjóri bæði á Hótel
Loftleiðum og Hótel Esju en gert
er ráð fyrir að þeir, sem verið hafa
aðstoðarhótelstjórar taki við
störfum hótelstjóra á hvorum
stað, Emil Guðmundsson á Hótel
Loftleiðum og Steindór Ólafsson á
Hótel Esju. Bílaleigurekstur Flug-
leiða heyrði áður undir Alfreð
Eliasson, forstjóra félagsins, sem
eins og kunnugt er hefur látið af
störfum hjá félaginu.
Grétar Kristjánsson sem verið
hefur forstöðumaður flugstöðva
félagsins í Keflavík, New York,
Chicago og Luxemborg tekur við
nýju starfi sem nefnist forstöðu-
maður samningamála og tilheyrir
stjórnunarsviði. Er ætlunin . að
Grétar sinni aðallega lögfræðileg-
um verkefnum og gerð kjarasamn-
inga fyrir féiagið auk þess sem
hlutabréfadeild félagsins verður
undir stjórn hans. Fyrra starfi
Grétars verður skipt niður og
þannig tekur skrifstofa félagsins í
New York við stjórn flugstöðvar-
innar á Kennedyflugvelli, völlur-
inn í Luxemborg undir skrifstof-
una þar og stöðvarnar í Keflavík
og Reykjavík verða undir stjórn
Hans Indriðasonar, sem áfram
verður forstöðumaður farþega-
þjónustu.
Ákveðið hefur verið að sameina
bókhald og tekjubókhald félagsins
og verður bókhaldið undir stjórn
Birgis Einarssonar, sem áður var
yfir tekjubókhaldinu. Flemming
Hólm, sem var forstöðumaður
aðalbókhalds, tekur við öðru starfi
er lýtur að innri endurskoðun hjá
félaginu. Þá hefur verið ákveðið að
leggja niður farþegaafgreiðslu
millilandaflugs á Reykjavíkur-
flugvelli og hefur forstöðumanni
hennar Ólafi Erlendssyni verið
sagt upp eins og öðru starfsfólki
deildarinnar.
Sprengingar ekki á
slóðum íslendinga
— segir Gudni Þórdarson
— FÓLK HEFUR talsvert mik-
ið hringt i dag og spurst fyrir
um ástandið á Spáni eftir að
þessar fréttir bárust um
sprengingar þar, en þær eru
ekki á þeim slóðum sem íslend-
ingar eru á og því er ekki
ástæða til að óttast neitt, sagði
Guðni Þórðarson forstjóri
Ferðaskrifstofunnar Sunnu f
samtali við Mbl. ígær.
- Ég veit ekki til þess að
neinn hafi afturkallað farpöntun
sína, sagði Guðni einnig, en þó
kann svo að vera. Það er samt
sem áður uggur í ferðafólki víða
á þessum suðlægu slóðum vegna
sífelldra sprengjuhótana, en við
bendum á að allt öryggi hefur
verið eflt stórkostlega og eftirlit
er nú strangara. Sem dæmi um
það mætti e.t.v. nefna að íslenzkt
ferðafólk er ók suður um Ítalíu
varð í Róm að bíða í 4 tíma
meðan leitað var í bíl þess, svo
mikil áherzla er nú víða lögð á
sprengjuleit til þess að tryggja
öryggi manna sem mest. Ég legg
áherzlu á að öryggisráðstafanir
hafa verið efldar vegna þeirrar
öldu hryðjuverka og ógnana, sem
nú gengur yfir heiminn en sem
betur fer hefur hún ekki snert
ferðamenn okkar, enda hafa
sprengjurnar á Spáni ekki verið
í námunda við dvalarstaði ís-
lenzku ferðamannanna, sagði
Guðni að lokum.
Þúsundir ferðamanna
á leið til Spánar
— segir fararstjóri Utsýnar
FRÉTTIR AF sprengingum hér
ern mjög ýktar og ranglega frá
þeim sagt, fjórar sprengjur
sprungu og ekki sáust neinar
skemmdir en einhverjir hlutu
smávægileg meiðsli, sagði Sig-
urdór Sigurdórsson fararstjóri
Útsýnar á Torremolinos á
Spáni í samtali við Mbl. í gær.
Sagði Sigurdór að fslenzku
ferðamennirnir hefðu ekki orð-
ið varír neinna sprenginga,
aðeins heyrt af þeim af fréttum,
enda hefðu þær verið fjarri
dvalarstað þeirra eða í Fuengi-
rola.
— Þessir sprengjumenn voru
handteknir og eru nú í vörslu
lögreglunnar, en talið er að hér
sé um einhverja smáglæpamenn
að ræða sem vilja vekja á sér
athygli. Hefi ég ekki orðið var
við að neinir ferðamenn sýndu á
sér óttamerki vegna þessara
frétta. Sigurdór sagði það einnig
alrangt að ferðamenn væru
teknir að streyma frá þessum
ferðamannaslóðum, þvert á móti
hefði það komið í ljós í frétta-
tíma í sjónvarpinu að Evrópu-
búar væru teknir að streyma
suður á bóginn, tugþúsundum
saman og hefðu verið sýndar í
sjónvarpinu myndir af bílalest-
um á leið suður um Spán, enda
færi aðalsumarleyfistíminn nú í
hönd.
(L)ósm. Mbl. RAX).
Knattspyrnan á greinilega hug þeirra alian þessara manna, sem þarna berjast um knöttinn á æfingu f
knattspyrnuskóla Víkings. Ef til vill verða þessir knáu kappar landsliðsmenn framtíðarinnar.
Eldur í úthafsrækju-
báti í ísafjarðarhöfn
ísafirði, 2. júlí.
UM kaffileytið f dag kom upp
eldur f gastæki um borð f m.s.
Jóni Sturlaugssyni frá Þorláks-
höfn f höfninni á ísafirði. Engin
slys urðu á mönnum, en um tfma
var talin hætta á að gaskúturinn
spryngi f loft upp. Slökkvilið
ísafjarðar kom á vettvang eftir
örfáar mfnútur og tókst liðinu að
kæla gaskútinn þar til hættan
var liðin hjá.
Tveir skipverjar af Jóni Stur-
laugssyni voru að vinna við ryðg-
aða lása undir hvalbak skipsins.
Ætluðu þeir að hita lásana til að
liðka gengjur. Undir hvalbaknum
hjá þeim voru geymdir gaskútar
til gassuðu, sem þeir höfðu verið
að nota undanfarið, án þess að
nokkur bilun væri sjáanleg. Skipti
engum togum, að um leið og þeir
báru eld að suðutækinu, gaus upp
eldur á tengibrettinu við gaskút-
inn. Komst eldurinn strax í máln-
inguna og áttu skipverjar fótum
fjör að launa. Slökkviliðið var
kallað út. Kom það nær samstund-
is á vettvang og tókst að ráða
niðurlögum eldsins áður en hann
barst niður í lúkarinn. Þá tókst
reykköfurum fljótlega að komast
að gaskútnum og kæla hann með
sjóbaði. Lúkar bátsins er verulega
skemmdur af reyk og vatni, en þar
sem 5 manna áhöfn verður á
bátnum í sumar, er ekki þörf fyrir
lúkarinn og verður því óhappið
ekki til að stöðva skipið. M.s. Jón
Sturlaugsson frá Þorlákshöfn er
1401 stálskip smíðað í Noregi 1960.
Eigandi skipsins er Guðni Stur-
jaugsson útgerðarmaður, en skip-
stjóri er Jakob Guðnason. Verið er
að útbúa bátinn til úthafsrækju-
veiða og er ætlunin að hann leggi
upp hjá rækjuverksmiðju Böðvars
Sveinbjarnarsonar á ísafirði í
sumar. Úlfar
Smjörlíki,
bitafiskur
og adgangs-
eyrirvín-
veitinga-
húsa hækkar
Á FUNDi verðlagsnefndar í
gær var samþykkt að leggja
til við rfkisstjórnina að heim-
iluð verði 8% hækkun á
smjörlíki og 20,5% hækkun á
harðfiski eða nánar tiltekið
svonefndum bitafiski. Einnig
var samþykkt að heimila
hækkun á aðgöngumiðum
vfnveitingahúsanna og hækka
aðgöngumiðar þeirra húsa,
sem opin eru til kl. 23.30, úr
400 krónum í 500 kr. og ef
húsin eru opin lengur er
heimiluð hækkun úr 500 f 600
krónur.
Fékk skotífótinn
TUTTUGU og sex ára gamall piltur
í Hafnarfirði varð fyrir því óhappi
um helgina að skot hljóp úr hagla-
byssu, sem hann var að fikta við, og
fór í fót hans. Að sögn Rannsókn-
arlögreglu ríkisins er ekki vitað
hver tildrög óhappsins voru, en
pilturinn mun ekki hafa hlotið
alvarleg meiðsl.
V erðlagsnef nd:
Samþykkd 22% hækkun
á farmgjöldum skipa
VERÐLAGSNEFND sam-
þykkti á fundi sínum í gær
að gera tillögu um það til
ríkisstjórnarinnar að
skipafélögunum yrði heim-
iluð 18% hækkun á farm-
gjöldum vegna stykkja-
flutnings til landsins að
víðbættum 4% hækkun
vegna gengisbreytinga.
Ríkisstjórnin fjallar á
fundi sínum 1 dag um
þessa tillögu verðlags-
nefndar ásamt tillögu
nefndarinnar um 22%
hækkun á afgreiðslugjöld-
um skipafélaganna.
Morgunblaðinu hefur borizt
eftirfarandi frá Ferðaskrifstof-
unni Útsýn:
'Vegna fréttar Morgunblaðsins
í gær um flótta ferðamanna frá
Spáni vegna sprengjutilræða,
hafði Ferðaskrifstofan Útsýn
samband við tvo af fararstjórum
sínum í Torremolinos í morgun.
Samkvæmt frásögn þeirra er allt
með kyrrum kjörum í Torremo-
linos. Þar hefur ekkert tjón
orðið, hvorki á mönnum né
mannvirkjum né slys af völdum
sprenginga. Þeir sem stóðu að
misheppnuðum sprengjutilræð-
um í Marbella og Malaga standa
ekki í sambandi við Baska —
heldur er um smáglæpamenn að
ræða, sem nú hafa fundist og eru
geymdir bak við lás og slá. Hins
vegar hefur öryggiseftirlit verið
stóraukið, bæði á flugvöllum og
vegum til þess að koma í veg
fyrir uppþot af þessu tagi. Með
aðgerðum þessum má telja full-
víst að búið sé að afstýra frekari
sprengingum.
Ferðamannastraumurinn til
Costa del Sol er í fullum gangi.
Einkum er mikil eftirspurn eftir
íbúðum og hefur Útsýn til ráð-
stöfunar íbúðirnar E1 Remo,
Tamarindos, Santa Clara, íris og
Lá Nogalera. Um flótta ferða-
fólks frá Torremolinos er alls
ekki að ræða að sögn starfsfólks
Útsýnar þar. Farþegar una hag
sínum hið bezta í glaðasólskini
og 30 stiga hita og hafa ekki
orðið neinna óspekta varir né
orðið fyrir neinum óþægindum
af þeim sökum.
Skipafélögin fóru eftir áramót
fram á 25% hækkun á farmgjöld-
um sínum en sú hækkunarbeiðni
var endurnýjuð nú nýverið eftir að
síðustu hækkanir á olíu komu
fram og óskuðu félögin þá eftir
40% hækkun á farmgjöldum sín-
um.
Ferdaskrifstofan Útsýn:
Fyllsta öryggis gætt
— sprengju vargar handteknir