Morgunblaðið - 03.07.1979, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ1979
3
Umferðarslys við Haff jarðará:
Þyrla flutti
þrennt til
Reykjavíkur
FÓLKSBÍLL úr Reykja-
vík, sem í voru hjón og sjö
ára sonur þeirra, fór á
sunnudagskvöld út af veg-
inum við Haffjarðará á
Mýrum eftir að bíllinn
hafði lent á öðrum brúar-
stöplinum. Þyrla frá
Varnarliðinu var fengin
til að flytja fólkið, sem í
Siglfirdingur
heimúrfyrstu
veidiferdinni
SÍKlufirði, 2. júlf.
SKUTTOGARINN Siglfirðingur
er væntanlegur úr sinni fyrstu
veiðiferð í fyrramálið með um
130 tonn.
Bæði Dagný og Stálvík liggja
nú í höfn vegna bilana í spilum.
Fréttaritari.
bíjnum var, suður til
Reykjavtkur, þar sem það
var lagt inn á Borgar-
spítalann. Fólkið slasaðist
alvarlega, en ekkert
þeirra mun þó vera í lífs-
hættu. Bifreið hjónanna er
stórskemmd.
Bíllinn var á leið að vestan og
mun lamb hafa hlaupið yfir veg-
inn rétt við brúna á Haffjarðará.
Ökumaðurinn reyndi að víkja
framhjá lambinu en lenti á brúar-
stöplinum og kastaðist bíllinn
niður af veginum nær 6 metra fall
en valt þó ekki. Er talið að bíllinn
hafi lent í lausamöl í vegkantinum
og ökumaðurinn hafi af þeim
sökum misst stjórn á bílnum.
Lögreglan í Borgarnesi kom á
slysstaðinn ásamt lækni, auk þess
sem haft var samband við Slysa-
varnafélag Islands og beðið um
aðstoð. Var óskað eftir aðstoð hjá
Varnarliðinu og sendi það þyrlu
ásamt lækni til að flytja fólkið til
Reykjavíkur.
Nefndm sammála um að
taka við flóttamönnum
UTANRÍKISMÁLANEFND AI-
þingis hélt í gærmorgun fund þar
sem rætt var m.a. um hvort
íslenzka ríkisstjórnin ætti að
taka við flóttamönnum frá Viet-
nam til dvalar hérlendis. Mbl.
sjmrðist fyrir um það hjá Einari
Ágústssyni formanni nefndarinn-
ar hver hefði verið niðurstaða
fundarins.
— Þetta var eitt aðalmál fund-
arins og skýrði utanríkisráðherra
frá því erindi hvort við ættum að
taka við 5—6 fjölskyldum frá
Vietnam til dvalar hérlendis. Allir
nefndarmenn voru því sammála
en fulltrúar vildu þó fá að ræða
málið í þingflokkum sínum. Hér er
um að ræða að taka við 5—6 fimm
manna fjölskyldum, sem hafa
keypt sig út úr landinu, en ekki er
vitað nánar hvenær þær myndu
koma til landsins. Rikisstjórnin
mun nú fjalla nánar um málið þar
sem það mætti ekki andstöðu í
utanríkismálanefnd. Gert er ráð
fyrir að sérlegur sendimaður verði
að fara utan til að kynna sér málið
og fylgja því eftir og mætti hugsa
sér að t.d. Rauða krossinum verði
falin umsjá þess eða einhverri
hliðstæðri stofnun eða samtökum.
Á fundi utanríkismálanefndar
gerði utanríkisráðherra einnig
grein fyrir viðræðunum við Norð-
menn um loðnuveiðar við Jan
Mayen, en Einar kvaðst ekki hafa
umboð til að skýra frá þeim að svo
stöddu.
Sjóleiðin könnuð áður en lagt var upp áleiðis til Skotlands. með fyrirhugaðri viðkomu í
Vestmannaeyjum. Talið frá vinstri: Elías Skaftason, Gunnar Þórðarson. Kristín Hálfdánsdóttir,
Ásthiidur Þórðardóttir og Bárður Grímsson.
„Dreymdi hauga-
sjó og brælu”
— sagði einn af áhöfn „Bonny” fyrir brottför frá Reykjavík
ÍSFIRZKU Miðjarðarhafsfararnir lögðu upp frá Reykjavík á skútunni Bonny s.l.
sunnudagskvöld áleiðis til Skotlands eftir vikutöf í Reykjavík. Ætlunin var að
setja nýtt stofnmastur á skútuna í Reykjavík en vegna sendingartafa ákváðu þau
að leggja upp án mastursins og sigla á hjálparvélinni til Skotlands, þar sem þau
fá stofnmastrið. Mbl. hitti áhöfnina að máli rétt fyrir brottförina og spurði
hvernig ferðin legðist í þau.
„Mig dreymdi haugasjó og
brælu í nótt og mig dreymir
yfirleitt aldrei neitt," sagði Elías
Skaftason, einn af áhöfninni.
Eiginkona hans, Ásthildur Þórð-
ardóttir, sem er á förum til
Finnlands, sagði að draumurinn
væri áreiðanlega fyrir góðu. „Þú
ert bara svona spenntur að
komast af stað,“ bætti hún við.
Ásthildur fer á leiklistarnám-
skeið í Finnlandi en mun síðan
fljúga til Skotlands og bætast í
hópinn þar. Þau Elías og Ást-
hildur sigla síðan með meðan
sumarleyfi þeirra endist.
Skipstjórinn, Gunnar Þórðar-
son, og eiginkona hans Kristín
Hálfdánsdóttir, sem sigla munu
skútunni alla leið til Miðjarð-
arhafsins, sögðu að þau hefðu
tekið ákvörðun um að sigla
skútunni á hjálparvélinni til
Skotlands. Þau væru búin að
bíða í Reykjavíkurhöfn í meira
en viku og væri mastursins fyrst
að vænta eftir viku, tíu daga.
„Við erum búin að fá leyfi
Siglingamálastofnunarinnar og
fulltrúar hennar hafa verið mjög
alúðlegir, gefið okkur góðar ráð-
leggingar um útbúnað og örygg-
istæki. Við erum með fullkominn
siglingaútbúnað, eina vandamál-
ið er hvað olíubirgðirnar eíu
fyrirferðarmiklar, við reiknum
með að nota um 300 lítra af olíu
á leiðinni“ sagði Gunnar. „Skút-
an heggur nú líka hálfleiðinlega,
þegar vélin er notuð, en við
verðum að taka því,“ bætti
Kristín við.
Auk þeirra siglir Bárður
Steingrímsson með. Sagðist
hann ætla að vera með eins lengi
og efni og aðstæður leyfðu. Það
má taka fram, að allt eru þetta
þaulvanir skútusiglarar og sjó-
menn.
Þau sögðust hlakka til að
komast í sólina og sumarið og
frá daglegu amstri og stressi.
„Það má líkja ferðinni við ferðir
víkinganna forðum. Þeir fóru
svipaðar siglingaleiðir — við
gerum síðan „strandhögg" þar
sem okkur hentar og dettur í hug
hverju sinni en þau verða nú
vægari en víkinganna."
Þau sögðust að lokum vilja
nota tækifærið og þakka öllum
þeim er greitt hefðu götu þeirra
í Reykjavík. „Fulltrúar Siglinga-
málastofnunarinnar eru alveg
einstakir, ef allir væru eins og
þeir þá væru ekki öll þessi
vandamál í íslenzku þjóðfélagi."
Auövitaö
ÖKEYPIS FYRIR BÖRNINNAN10 ÁRA
Næsta brottför 11. júlí.
Góöir greiðsluskilmálar.
Margra ára reynsla,
brautryöjendur
í Benidorm feröum.
Reyndir fararstjórar,
þjálfaö starfsfólk.
Seljum farseöla um allan heim á lægsta
Ferðamiðstöðin
AÐALSTRÆTI 9 — SÍMI 28133