Morgunblaðið - 03.07.1979, Side 5

Morgunblaðið - 03.07.1979, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 1979 5 Bátarallið í kringum landið: Inga fyrst í höfn í Eyjum ÞRÍR bátar taka þátt í ralli Snarfara og Dagblaðsins í kringum landið, en fyrsti báturinn hélt frá Reykjavík til Vestmannaeyja klukkan 14 á sunnudag. Það voru þeir ólafur Skagvik og Bjarni Sveinsson, sem fyrstir héldu úr Reykjavík á ,Ingu, en nokkru síðar fóru Gunnar Gunnarsson og Ásgeir Ásgeirsson á Signýju og og Bjarni Björgvinsson á Ingu og Signýju gekk vel til Eyja og komu bátarnir þangað með tveggja tíma millibili um miðnætti, en vélarbilun varð hjá hjónun- um í Láru og kom báturinn ekki til Eyja fyrr en klukk- an 19.30 í gær. Urðu þau að halda inn til Grindavíkur og bíða þar meðan gert var við. Hinir bátarnir tveir biðu eftir keppinaut sínum í Vestmannaeyjum, en héldu til móts við Láru síðdegis í gær.___________________ Vel heppnuð héraðsmót Patreksfirði, 2. júií. Á FÖSTUDAGSKVÖLD var fyrsta héraðsmót Sjálfstæðisflokksins í tilefni 50 ára afmælis flokksins haldið í félagsheimilinu á Patreks- firði. Ræðumenn voru Matthías Bjarnason og Ellert B. Schram. Skemmtiatriði önnuðust Jón Sigur- björnsson, Þóra Friðriksdóttir, Jör- undur, ungt fólk úr Karonsamtök- unum, sem sýndi tízkuklæðnað og diskódans og hljómsveit Ólafs Gauks og fór mótið hið bezta fram. - Páll. hjónin Lára Magnúsdóttir Láru. Bilun kom í ljós í Lárunni þegar áður en lagt var af stað frá Reykjavfk og siðar þurfti að halda f land f Grindavfk vegna vélarbilunar. Lára skilaði sér þó tii Eyja klukkan 19.30 f gær- kvöldi. Eyjólfur Konráð Jónsson. Pálmi Jónsson. Davíð Oddsson. Afmælishátíðir Sjálfstæðisflokksins: í Siglufirði og á HoÉsósi um helgina AFMÆLISHÁTÍÐIR Sjálfstæðis- flokksins, í tilefni af fimmtfu ára afmæli flokksins, eru haldnar á fimmtán stöðum á landinu í sumar. Um helgina verða hátfðir í Siglufirði á föstudag og á Hofsósi á laugardag. Hátíðin hefst á báðum stöðun- um kl. 21:00. Skemmtiatriði eru mjög fjölbreytt og hafa vakið mikla lukku. En um skemmtidag- skrána sjá leikararnir Þóra Frið- riksdóttir, Jón Sigurbjörnsson og Jörundur. Þá er tískusýning, diskótekið Dísa og sýndur er diskódans. Um hljómsveitarleik sér Ólafur Gaukur og hljómsveit hans. Að loknum skemmtiatriðum verður haldinn dansleikur sem standa mun til kl. 02:00 og þar munu sjá um stuðið, til skiptis, diskótekið Dísa og hljómsveit Ólafs Gauks. í Siglufirði munu Pálmi Jóns- son, alþingismaður og Davíð Oddsson, borgarfulltrúi, flytja ávörp en á Hofsósi þeir Davíð og Eyjólfur Konráð Jónsson, alþing- ismaður. I>au sjá um diskódans og tfskusýningu af mikilli fimi. i Bjarni Sveinsson og ólafur Skagvik eru til í allt um borð í bát sínum, Ingu, skömmu fyrir brottför frá Reykjavík á sunnudag. Bátur þeirra var sá eini, sem lagði af stað á réttum tíma og kom því langfyrstur til Eyja. Höfðu hjónin á Láru áætl- að að verða í Eyjum klukkan 17.30 í gær, en lentu í niða- þoku, þannig að þau komu ekki þangað fyrr en klukkan 19.30. Höfðu þá Inga og Signý farið á móti Láru og sigldu bátarnir saman inn í höfnina. Klukkan 23 héldu bátarn- ir til Hafnar í Hornafirði og var reiknað með að sú leið tæki 10 tíma, mikil þoka var á þessari leið undir mið- nættið, en gott veður að öðru leyti. Bátunum eru reiknuð stig fyrir hvern legg á leiðinni í kringum landið og næsti áfangastaður eftir Höfn er Neskaupstaður. s larlanda Vegna mikillar eftirspurnar og annríkis við afgreiðslu verður söluskrifstofa Útsýnar Austurstræti 17, 2. hæö opin til kl. 22,00 í kvöld Sértilboð: AHar nýjar pantanir, sem berast í dag mqö sérstöki afborgunarkjörum — útborgun aöeins kr. 40 þúsur eftlrstöövar á 5 mánuðum. Allir farþegar, sem panta í dag fá ókeypis kynnisferð erlendls innifalda, t.d. til Granada, Feneyja, kynnisferö um Aþenu o.s.frv. Austurstræti 17 2. hæd. Símar 26611 oa 20100.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.