Morgunblaðið - 03.07.1979, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ1979
Mannfjöldinn 1.
14 Eddu-hótel starfrækt
víða um land í sumar
des. sl.
ÍBÚUM landsins hefur
fjölgað um 0,86% á tíma-
bilinu frá l.des. 1977 til 1.
des. 1978 samkvæmt end-
anlegum tölu frá Hagstofu
íslands. Var mannfjöldinn
l. des. 1977 220.470, en
224.384 hinn l.des. 1978.
Fjölgunin frá l.des. 1976
til l.des 1977 var 0,70%.
Hljóðbókasafnið
í nýju húsnæði
HLJÓÐBÓKASAFN Blindrafélags-
ins og Bornarhókasafns Rcykjavík-
ur hefur tekið til starfa í nýjum
húsakynnum við Hólmgarð 34 í
Reykjavík. í safninu eru nú 550
titlar og er hver bók tii í 3
eintökum. í frétt frá Blindrafélag-
inu ok Borgarhókasafninu segir
m. a.:
Af sjálfu sér leiðir að safnið býr
við verulegan bókaskort og gerir það
starfsmönnum erfitt fyrir að af-
greiða bækur eftir óskum lánþega,
sem oft þurfa að bíða afar lengi eftir
bókum sem þeir hafa pantað. Stöð-
ugt er þörf fyrir lesara og er því
beint til þeirra sem geta frjálst um
höfuð strokið yfir sumartímann t.d.
kennara og leikara að snúa sér til
safnsins og lesa eina bók. Fer
upplesturinn fram í húsi Blindrafé-
lagsins að Hamrahlíð 17.
224.384
Karlar eru nú 113.167 og
konur 111.217 og eru því
karlar 1.950 fleiri.
í Reykjavík er mannfjöldinn
83.376, en konur eru þar í meiri-
hluta, 42.886 á móti 40.490 karl-
mönnum. Næst á eftir Reykjavík
kemur Kópavogur með 13.269
íbúa, Akureyri með 12.889 og
Hafnarfjörður í þriðja sæti með
12.122. Keflavík er í fjórða sæti
með 6.576 íbúa, Akranes með
4.768, Vestmannaeyjar með 4.634,
Garðabær 4.520, Isafjörður með
3.251 íbúa og Selfsoss, sem fékk
kaupstaðaréttindi á síðasta. ári
3.203, en fast á eftir fylgir Sel-
tjarnarnes með 2.926 íbúa.
Samtals er íbúafjöldi í kaup-
stöðum öðrum en Reykjavík 85.717
og í sýslum er íbúafjöldinn 55.291.
Er fjölmennasta sýslan Árnes-
sýsla með 6.659 íbúa, síðan Suður-
Múlasýsla með 4.582 íbúa og
Snæfellsnessýsla með 4.480 íbúa,
en mannfæsta sýslan er Austur-
Barðastrandasýsla með 430 íbúa.
Selvogshreppur er fámennasti
hreppurinn með 20 íbúa síðan eru
Múlahreppur í Austur Barða-
strandasýslu og Hrófbergshrepp-
ur í Strandasýslu með 22 íbúa,
Fróðarhreppur í Snæfellsnessýslu
með 25 íbúa ásamt Fjallahreppi í
Norður Þingeyjarsýslu einnig með
25 íbúa og Ketildalahreppur í
Vestur Barðastrandasýslu hefur
28 íbúa.
í SUMAR verða rekin 14
Eddu-hótel á vegum Ferða-
skrifstofu ríkisins víðs
vegar um landið. í fyrra
var hagnaður af heildar-
rekstri Ferðaskrifstofu
ríkisins tæpar 63 milljónir
og þar af rúmar 13 millj-
ónir vegna reksturs Eddu-
hótelanna.
Á blaðamannafundi nýlega
voru blaðamönnum kynnt áform
Ferðaskrifstofunnar. í sumar
verða rekin 14 Eddu-hótel víðs
vegar um landið, en í fyrra voru
þau 12. Eddu-hótelin verða nú
staðsett á eftirfarandi stöðum:
Reykholti, Reykjum, Húnavöll-
um, Akureyri, Stóru-Tjörnum,
Hallormsstað, Eiðum, Kirkju-
bæjarklaustri, Skógum, Flóka-
lundi, Bjarkarlundi, ísafirði og
tvö hótel á Laugarvatni.
Ný Eddu-hótel bætast nú við á
þremur stöðum, þ.e. Flókalundi,
Bjarkarlundi og Hallormsstað.
Hins vegar verður ekki hótel-
rekstur að Sælingsdal í Dölum
eins og síðastliðin ár. „Eddu-
hótelin eru nauðsynleg í rekstri
ferðamála á íslandi" sagði Kjart-
an Lárusson forstjóri Ferða-
skrifstofunnar á blaðamanna-
fundinum.
Kjartan sagði að Ferðaskrif-
stofan leitaðist við að veita sem
besta þjónustu hvað varðar gist-
ingu og matsölu á sem hagstæð-
ustu verði. Eins manns herbergi
kostar 6000 kr. á sólarhring en
tveggja manna herbergi kostar
8000 kr. og sagði Kjartan að
þegar allt hefði verið reiknað
saman væri talsvert ódýrara að
eyða sumarfríum á íslandi en
skunda til sólarlanda. Mögulegt
er að panta herbergi fyrirfram á
söluskrifstofum Ferðaskrifstof-
unnar eða við komu á hótelin.
Hótel Edda á Eiðum er eitt 14 Eddu-hótela sem starfrækt verða ísumar.
Sigurður Arngrímsson:
Raupsömum ráðherra svarað
„Einhvers konar
tugga“
Fyrir réttum mánuði síðan birt-
ist lesendabréf í Dagblaðinu eftir
mig. Það var um þessa endalausu
munnræpu ráðamanna út af far-
mannaverkfallinu. Annað
lesendabréf „um ábyrgð ráð-
herra", birtist eftir mig í dagbl.
Vísi, fyrir um þrem vikum. Og að
lokum birtist svo grein eftir mig í
Morgunbl., fyrir um viku síðan.
Hvort hér sé um „einhvers konar
tuggu, sem hver tekur upp eftir
öðrum", (leturbr. mín) eða hug-
myndir manna úr mismunandi
þjóðfélagsstéttum, út af því
ástandi sem skapaðist út frá
ummælum þínum og annarra
ráðamanna eða ekki, um það skal
ósagt látið. Ég taldi þó „tugguna"
ferska, þegar ég hóf að rita um
málefnið, fyrir um mánuði síðan.
Um „lögútskýringar mínar",
sem þú telur mig stunda í frítíma
mínum, skal þetta tekið fram: Þær
eru byggðar á áliti tveggja lög-
manna, sem njóta mikils álits
meðal þjóðarinnar. Annar þeirra
er dómari, en hinn er kennari í
lögum við Háskóla íslands. Sam-
kvæmt því tel ég þetta túlkun
mína á ummælum þeirra. Þeir
töldu að þú og aðrir ráðherrar
hefðuð stigið mikið óheillaspor
með ummælum ykkar. Og að um-
mælin hefðu gert aðstöðu samn-
inganefndar farmanna vonlausa.
I grein þinni er efnisgrein sem
þú nefnir: „Er verkfall einkamál?"
Þar segir þú meðal annars: „I
umræðu um afskipti mín og ann-
arra af verkfalli farmanna er
grundvallaratriðið það, hvort
verkfall sé, a.m.k. á ákveðnum
stigum þess, einkamál deiluaðila.
Einskonar feimnismál, sem lúti
tilfinningalegum lögmálum frem-
ur en rökrænum, sem hafi slíka
sérstöðu meðal annarra viðfangs-
efna þjóðarinnar í efnahagsmál-
um, að á því megi tæpast hafa
skoðun en gera í öllu falli ekki
uppiskátt um hana. Þetta er
kjarni málsins en ekki hvernig
einstök ummæli voru orðuð og
hafa síðar verið túlkuð", (leturbr.
mín).
Ég held að þú sért að reyna að
segja, að ráðherra beri skylda til
að afla hugmyndum sínum fylgis,
vilji hann standa undir nafni. Það
sé kjarni málsins, en ekki einstök
ummæli hans. Það er mikið til í
þessu Magnús minn, en ég kannast
ekki við að þér hafi verið veitt
umboð til að brjóta niður verkföll,
eða öllu heldur að framlengja þau.
Og mat þitt á því að kröfurnar
væru „svívirðilegar" og að hér
væri á ferðinni hagsmunaklíka,
„hátekjumenn", sem væru að
sundra einingu þjóðarinnar,
hljóta að hafa vegið þyngra á
metaskálunum, en t.d. ummæli
mín, hins almenna borgara „frat-
leikmanns að vestan". En efnis-
lega er þessi efnisgrein þín bull.
Það sem skiptir máli í setningu, er
innihald hennar. Og þú sagðir að
kröfur farmanna væru svívirði-
legar". Það er mergur málsins.
Persónulega er ég á móti verk-
föllum. Og ég tel að hefðu við-
ræðunefndirnar „fengið starfs-
frið“, fyrir yfirlýsingum þínum og
annarra ráðamanna, þá hefði
fljótlega náðst samkomulag um að
biðja um gerðardóm í málinu.
Mönnum hefði fljótlega orðið það
ljóst, að of mikið bar á milli. Eins
og reyndar niðurstaðan varð eftir
átta vikur. Þannig hefði mátt
komast hjá ómælanlegu tjóni fyrir
þjóðarbúið, af völdum verkfalls-
ins. Munnræpa ráðherranna réði
því aftur á móti, að umsemjendur
ræddust ekki við, af skiljanlegum
ástæðum. Yfirlýsingar þínar „um
að kröfurnar væru svívirðilegar"
og bráðabirgðalög yrði að setja á
þessa „hátekjumenn", höfðu þar
vissulega sitt að segja.
Hvað er
svívirðilegt?
Verkamaður sem vinnur eftir
uppmælingu, getur oft í starfi sínu
náð fjórföldum tímalaunum. Fjór-
földum greiddum kaffitíma, fata-
peningum, orlofi o.s.frv. Hann
getur því hæglega náð um 4200 kr.
á tímann, þegar hann vinnur í
dagvinnu. En samkvæmt skil-
greiningu er hann lágtekjumaður.
Mundir þú ekki telja það órétt-
látt, ef að dyraverðir og ganga-
verðir Alþingis, sem starfað hefðu
þar fimm ár eða lengur, hefðu
hærri laun en þú? Þú sem ábyrgð-
ina berð og þar að auki ert þú með
óheyrilega langan vinnutíma. Ég
er viss um að þér þætti það ekki
„svívirðilegt", þó að þú fengir laun
í samræmi við starf þitt og
ábyrgð. Farmenn eru á sömu
skoðun um laun sín.
Ráðherrar þurfa oft að vinna
langan vinnutíma. Og þegar þeir
fara heim, þá taka þeir oft með sér
aðkallandi málefni, sem þurfa að
fá úrlausn. Þar að auki eru þeir til
reiðu allan sólarhringinn, á eins-
konar „bakvakt", ef þörf krefur,
eftir að þeir hafa lokað „sjoppu
sinni". í sannleika held ég að
vinnutími ráðherra sé ekki ósvip-
aður vinnutíma farmanna. Þó að
vinnan sjálf sé að sjálfsögðu
óskyld.
Viðmiðunardæmið í farmanna-
deilunni, sem þú skilgreindir sem
„hátekjur" (5—600 þús. pr. mán)
var fyrir um 360 stunda vinnu á
mánuði og „bakvakt" allan sólar-
hringinn, svo lengi sem maður er
skráður í skiprúm. Verkamaður-
inn í dæminu sem ég setti fram,
þarf 118—143 stundir til að ná
þessari upphæð. Vissulega yrði
dæmið óhagstæðara ef ég hefði
tekið t.d. iðnaðarmann í bygging-
arvinnu til viðmiðunar, eins og
öðrum þegnum þessa lands.
Það er mér mikið gleðiefni
Magnús minn, að þér sé nú orðið
ljóst hversu skaðvænlegar vinnu-
deilur geta verið. Bæði fyrir þjóð-
ina í heild og einnig fyrir þá, sem í
þeim standa. Raungildi þeirra
síðustu þrjátíu árin er núll, fyrir
þá sem að þeim stóðu. Þær hafa
því rænt okkur nær öllum hag-
vexti fyrir þennan tíma. Aðgerðir
verkalýðsforustumanna hafa oft
fært „stjórnunarvaldið" út á göt-
una, eins og þú bendir á í grein
þinni, að geti átt sér stað. Þetta er
ekki gott. En þó hafa forystumenn
í verkalýðsmálum, bæði úr Al-
þýðuflokknum og Alþýðubanda-
laginu leikið þennan leik um
áraraðir. Ég minnist þess ekki, að
hafa heyrt þig tala um þjóðar voða
í slíkum tilfellum. En nú gerir þú
það.
í áframhaldi af grein þinni ritar
þú: „Verkfallsbeiting getur ógnað
og jafnvel brotið niður áform í
verðlags- og efnahagsmálum, sem
meirihluti þjóðarinnar hefur
greitt um atkvæði í almennum
þingkosningum og falið tilteknum
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDÁJ
Magnús
H. Magnússon
f élagsm álaráðherr a:
á hættu að persónuleg viðhorf
hans séu túlkuð sem stefna
ríkisstjórnar Hann tekur því i
rikara mæli en ella þá áhættu að
verða að segja aí sér embætti, ef
sjónarmið hans verða undir.
Brcyttir tímar
Tilgerð og tvískinnungur hef-
ur verið býsna þrálátt einkenni
stjórnmálalifs hér á landi Meðal
aðildarflokka að ríkiastjórn hef-
ur ágreiningur lengst af verið
„tabu" Honum skyldi ráðið til
l.vkta fyrir læstum dyrum. Til
almennings mátti helst ekki
berrast annað en samhljómur
radda, vitnisburður samstöðunn-
ar, sem oft var þó reyndar alls
ekki fyrir hendi. Síðustu vikurn-
ar fyrir kosningar hófst loks
Nokkur orð
um raupsemi ráðherra
I grein eítir Vilmund Gylfa
son, sem bir’.ist í Dagblaðinu í
siðustu viku um farmannadeil-
una og gerðardómslögin
svonefndu segir hann m.a að
„kjánalegir ráðherrar hafi stór-
spillt fyrir í þessari vinnudeilu"
verið að i’jamma á
að þau virðast orðin einhvers
konar tugga. sem hver tekur upp
eftir öðrum, allt fratleikmönnum
að vestan. sem stunda lögskýr-
ingu í frístundum, til alvarleg-
ustu flokksformanna.
VWh-rií ♦='
horft um öxl má Ijóst vera, að í
þessu efni haía einstakir menn
markað sér ólíka stefnu. Pjöldi
ráðherra hafa valið þann kost-
inn að tjá sig helst ekki opinber-
lega um neitt dægurmál nema
þá helst á þann veg, sem hver og
t skilið aó „
upprifjun ágreiningsefna. sið-
búin og ruglingsleg Af þessu
leiddi oftast það, að mat kjós-
andans varð handahófskennt og
réðist meira af áróðursmætti
stjórnmálaflokkanna en réttri
vitpe-kju ur '_,'’in og við-
Pyrir þann hóp er Vilmundur
vissulega röggsamur fulltrúi.
Þetta breytti stjórnmála
starfseminni og bætti hana
raunar á ýmsan hátt Nú eru
hókanir ráðherra á rikisstjórn-
arfundum birtar i fjolmiðlum
Áður hefði slíku sennilega verið
jafnað við landráð Ágreiningur
stjórnarflokkanna er rakinn og
tíundaður i hverju máli Pólk
kynnist ekki aðeins viðhorfum
ríkisstjórnar og einstakra aðild
arflokka hennar Það fær itar-
lega frásogn af viðhorfum ein
stakra sotfnana, jafnvel ein
stakra manna innan hvers
flokks. Það lætur t.d stundum
nærri að segja megi að Alþýðu J
flokkurinn haldi nú sína þing ,
flokksfundi á síðum dagbla^ I
anna.
Þótt þessi nýja stefna þurfí
slípast, og verða til muna > ‘
efnalegri. er það min skoðu I
hún geti með timanum orð }
bóta.
Aö hlindmgsleikur stjórn !
manna við kjósendur hafi ge *
sér til húðar Litaskij ^
margfrægu frafsvortu til hv,
og hvítu til svarts viö hverj 1
nýja stjórnarmyndun séu
samboðin kjósendum. og læinlin
is skaðleg allri stjórnmálastar !
semi. Afstaða min til fjölmiðh
tekur að sjálfsögðu mið af þess
um almennu viðhorfum