Morgunblaðið - 03.07.1979, Side 11

Morgunblaðið - 03.07.1979, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 1979 11 Kjartan Lárusson forstjóri Ferðaskrifstofu ríkisins og Viihelm G. Kristinsson skála með víkingahornum sem Ferðaskrifstofan hefur látið útbúa. Hótelin hafa yfir að ráða 530 herbergjum eða 1000 rúmum. Reksturinn verður með svipuðu sniði og undanfarin 2 ár. Fjöldi starfsmanna er um 140. Hótelin hafa nú öll opnað og eru opin þar til í lok ágúst. Ferðaskrifstofan mun hafa fleiri hópferðir í sumar heldur en nokkru sinni fyrr. Væntanlega verða farnar um 130 ferðir sem taka 5—15 daga hver, auk mikils fjölda 1, 2ja og 3ja daga ferða. Þátttaka Islendinga í þessum ferðum hefur aukist undanfarin ár, enda er verði stillt mjög í hóf. Sagði Kjartan að íslendingar virtust hafa mikla ánægju af að ferðast með erlendum ferða- mönnum um landið, enda fróðir leiðsögumenn ávallt með í ferð- inni. Ferðaskrifstofa ríkisins býður auk þess sem áður er nefnt upp á alla þjónustu hvað varðar far- seðla og hótelfyrirgreiðslu er- lendis. Ferðaskrifkstofan rekur al- menna upplýsinga- og sölustarf- semi fyrir innlenda og erlenda ferðamenn á tveim stöðum. í söluturninum við Lækjartorg er opið virka daga kl. 8—18 og laugardaga kl. 8—13. Afgreiðsla skrifstofunnar að Reykjanes- braut 6 er opin frá 8 til 18 virka daga og 8 til 13 á sunnudögum. Sigurður Arngrímsson stjórnmálamönnum að fram- kvæma", (leturbr. mín). Þér getur ekki verið alvara maður. Er þér ekki enn ljóst, að öll kosningalof- orð ykkar, sem þið fenguð atkvæð- in út á, hafið þið svikið. Jafnvel lygina hafið þið lögleitt. Hvorki þú né einn einasti þingmaður stjórn- arflokkanna, hefur fengið þetta umboð, sem þú telur þig hafa. Þið fenguð umboð um að setja samn- ingana í gildi. En einnig það hafið þið rækilega svikið. Síðan heldur þú áfram: „Verk- fallsbeiting getur beinlínis höggv- ið að rótum þess, sem sjálfstæði og tilvera þjóðarinnar grundvall- ast á. — Þegar einhverjar slíkar afleiðingar verkfalls eru nærtæk- ar, og þess mátti sjá merki í farmannadeilunni, er verkfall ekki lengur einkamál fárra,“ (letbr. mín). Eftir að áhrif af ummælum ykkar um deiluna urðu ljós, er þetta rétt. En er það ekki „svívirð- ing“, að þú hafir þagað í öll þessi ár, þar til í farmannadeilunni, og horft upp á að verkfallsvopninu hafi verið misbeitt. í staðinn fyrir að Ieitast við að reyna að fá einskonar gerðardóm í allar vinnudeilur. Gerðardóm sem hefði vald til að meta stöðu umsemj- anda, þar á meðal að skoða bók- hald hans. Því ekki getur hann greitt það sem ekki er til, nema að velta því út í verðlagið. Þér hefði verið nær að tala um slíkar að- gerðir, í staðinn fyrir að hrópa upp: „Svívirðing", „hátekjumenn sem sundra þjóðfélaginu", „það verður að setja bráðabirgðalög". En einasta hugsun þín var, að bjarga þessari ríkisstjórn, sem svo til engu hefur áorkað, nema að svíkja flest loforð, sem hún hét umbjóðendum sínum. Ég held að ykkur sé hollt að hafa orð Abra- ham Lincoln í huga, þar sem hann sagði: „You can fool all the people some of the time, and some of the people all the time, but you cannot fool all the people allt the time“. Ennfremur er ykkur hollt að hafa í huga: „Sá, sem tælir fals- lausa menn út á vonda leið, hann fellur sjálfur í gröf sína; en ráðvandir munu hljóta góða arfleifð", Orðskv. 28:10. Lokaorð Það var leiðinlegt Magnús minn, að þér skildi verða á í messunni. Því margt gott hefur þú gert, t.d. fyrir gamla fólkið, í ráðherratíð þinni. Og ég bið algóðan Guð að launa þér fyrir það. I sjálfu sér er ég einnig viss um, að þú sagðir allt þetta í góðri meiningu. Meiningu sem þú taldir rétta. Þar erum við á öndverðum meiði og út frá því spinnast þessi skrif mín um mál- efnið. Nafngift þá sem þú notar um mig í grein þinni, ætla ég ekki að svara. En ólíkt skemmtilegra hefði það nú verið, að þér hefði tekist að hrista af þér svona götu-mál og að þú hefðir ekki dregið það með þér inn í ráðuneyt- ið. Það kann að vera, að þér og öðrum ráðherrum sé illa við að borgarar þessa lands, séu að fetta fingur út í aðgerðir og ummæli ráðherra. í mörgum löndum enda menn í tugthúsi fyrir að skrifa slíkan „ósóma“ og þar eru þeim gefnar nafngiftir, eins og „frat- leikmenn" og þaðan af verri. En væntanlega útskýrir þú þetta fyrir kjósendum þínum, ef það verða þá einhverjir til að kjósa þig, um að þú hafir verið sár og reiður og að þér hafi verið vorkunn. Hvað sem því líður, þá tel ég að flokksbróður þínum, Sighvati Björgvinssyni, hafi verið full alvara í huga þegar hann reit, „að ráðherrar yrðu að fara að hugsa áður en þeir töluðu og þessari munnræpu ráð- herranna yrði að linna." Ég er Sighvati sammála. Virðingarfyllst, Sigurður Arngrímsson frá fsaíirði. 32 húsgagnasmiðir útskrifast SVEINSPRÓFUM í hús- gagnasmíði er nú nýlokið og útskrifuðust 32 hús- gagnasmiðir að þessu sinni eða fleiri en nokkru sinni áður. Próftími er um 70 klukkustundir og fer prófið fram á vinnustað og í Iðnskólanum. Að þessu sinni var tekin upp sú nýbreytni að leggja sama verkefni fyrir alla próftaka. í hópi þeirra sem útskrifuðust eru 8 sveinar sem voru í verknámi í Iðnskóla Reykja- víkur, en þetta er annað árið sem slíkir nemendur útskrif- ast. Á síðustu árum hefur fjöldi þeirra sem útskrifast aukist ár frá ári m.a. vegna þess að Iðnskóli Reykjavíkur kom á verknámi fyrir þessa grein fyrir nokkrum árum. Eftir að innflutningur á hús- gögnum var gefinn frjáls og tollar lækkaðir hafa atvinnu- horfur í þessari grein farið versnandi með hverju árinu sem líður. Þannig hefur inn- flutningur á húsgögnum á árunum 1976 til 1978 um það bil fjórfaldast að magni til. í Reykjavík og nágrenni er nú talið að því sem næst 250 húsgagnasmiðir séu starfandi, en á síðustu fjórum árum hafa 100 manns útskrifast í þessari grein. Með ofangreinda þróun í huga er vandséð hvar þeir sem útskrifast í þessari grein á næstu árum iá atvinnu. Öll mál eru í cm. Frystir 107 Lítrar Kælir 303 Lítrar -71 Kælir 210 Lítrar Frystir 190 Lítrar -60 ......-I Frystir 85 Lítrar Kælir 265 Lítrar -60 340 Lítrar HAFNARSTRÆTI 3 - 2Ö455 - SÆTÚN 8 - 15655 140 Lítrar Frystir 55 Lítrar Kælir 265 Lítrar gQ ------------ gQ -------

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.